Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 68
E dda Ólafsdóttir elskar að skreyta í kringumsig. Hún býr í Leirvogstungu í Mosfellsbæásamt eiginmanni sínum Rúnari Helgasyniog tveimur dætrum þeirra; Nadíu Rós níuára og Söru Dís þriggja ára. Eva er mjög jákvæð að eðlisfari og vill hafa nóg á sinni könnu. „Verslunin stækkar hratt og það er alltaf nóg að gera hjá mér. Það getur verið krefjandi að reka fyrir- tæki með ung börn á heimilinu en á sama tíma mjög skemmtilegt. Þessi tími árs er hvað anna- samastur, nýjar vörur streyma inn í búðina og jólaandinn er kominn yfir mann. Þetta er bara svo yndislegur tími. Mér finnst dásamlegt að lýsa skammdegið upp með fallegum ljósum og hlusta á jólalögin. Því fyrr því betra segi ég.“ Gæði og tímalaus hönnun skipta máli Hvað getur þú sagt mér um fallegan klæðnað á börnin fyr- ir jólin? „Þegar ég vel föt á stelpurnar mínar finnst mér gæði og tímalaus hönnun skipta miklu máli. Ég reyni að velja fatnað sem hægt er að nota við önnur tilefni líka. Ég elska tjull, blúndur, velúr og allir litir koma til greina. Það er bara svo gaman að klæða börnin upp á í hátíðleg og falleg föt.“ Af hverju ættu allir að fjárfesta í fallegum fatn- aði fyrir sig um jólin? „Á jólunum er tilvalið að njóta þess að klæða sig upp á og skarta sínu fegursta. Held að við höfum öll gott af því og þá sérstaklega núna á þessum skrítnu kór- ónuveirutímum. Það hafa ekki verið mörg tilefni á árinu til þess að klæða sig upp á og ég kann alveg að meta kósí- gallann en mér finnst alveg ofboðslega skemmtilegt að vera fín. Mér finnst um að gera að klæða fjölskylduna í stíl og taka fallegar myndir. Skapa minningar og njóta samverunnar.“ Eva á afmæli nokkrum dögum fyrir jólin og á margar góðar minningar af sér sem barni á þessum tíma. „Mamma og pabbi pössuðu alltaf rosalega vel upp á að halda upp á daginn fyrir mig þrátt fyrir annasaman tíma. Gluggagægir gaf mér alltaf aðeins meira í skóinn svona í tilefni af afmælinu og hann er að sjálfsögðu enn í dag uppáhaldsjólasveinninn. Desember var stútfullur af heimsóknum, bæjarferðum, bakstri og fjöri. Á Þorláks- messu fengum við systkinin alltaf ný rúmföt og náttföt. Ég var alltaf ótrúlega spennt fyrir því. Mamma var algjör snillingur í að velja mýkstu efnin og ég man ennþá eftir því hvað mér þótti notalegt að vakna á aðfangadag í nýju rúmfötunum og finna jólailminn úr eldhúsinu.“ Selur kjólana sem fræga fólkið elskar Hvernig eru kjólarnir sem þið seljið? „Við leggjum mikla áherslu á að selja vönduð föt sem börnum finnst þægilegt að vera í. Fötin koma í mildum og fallegum litum sem klæða alla vel. Kjólarnir okkar eru einstaklega vandaðir og tímalausir. Þeir eru frá hollenska merkinu Dolly by Le Petit Tom. Fatamerkið er þekkt um allan heim og vinsælt á meðal stórstjarna á borð við Kardashians og Jessicu Alba.“ Eruð þið með fatnað fyrir drengi líka? „Það er alltaf að bætast við vöruúrvalið og margt til hjá okkur fyrir yngstu börnin sem hentar báðum kynjum. Eins og er erum við ekki með sparifatnað fyrir drengi en hver veit – kannski það bætist við einn daginn.“ Jólakjóllinn getur hangið sem skraut á fallegu herða- rtréi allt árið um kring. Edda klæðir dætur sínar í klassískan fatnað í fallegum litum. Edda hugsar fyrir hverju ein- asta atriði. Selur kjólana sem Kardashian- systur elska Edda Ólafsdóttir, eigandi vefverslunar- innar Nadíu & Söru, er mikið jólabarn enda á hún afmæli á jólunum. Hún segir öll börn kunna vel við sig í vönduðum og þægilegum fötum og mælir með að klæða fjölskylduna í stíl fyrir jólin. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Edda ásamt dætrum sínum, þeim Nadíu Rós og Söru Dís. Tjullpils og kjólar er fallegur fatnaður fyrir jólin. Fallegir fylgihlutir setja punktinn yfir i-ið. 68 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.