Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 80

Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 80
Lykillinn að fallegri húð er ekki bara fallegur og góður farði held- ur skiptir miklu máli hvað þú set- ur undir farðann. Það er mjög mikilvægt að næra húðina vel og tryggja að hún búi yfir miklum raka áður en þú ætlar að gera hana enn fallegri. Ljómakremið frá Becca, Becca Ignite, er lykillinn að því að draga fram birtuna í húðinni. Það skemmtilega við ljómakremið er að það er hægt að nota það bæði á lík- amann og á andlit- ið, því hann þarf ekkert endilega að fara undir farða. Hægt er að bera það á húð- ina beint á eftir farðagrunni og á undan farða. Það skilar fallegri útkomu án þess þó að ljóminn sé of áberandi og að þú glansir eins og diskókúla. Síðan er hægt að dumpa því létt efst á kinnbeinin með svampi þegar farði og hyljari eru komnir á sinn stað. Það skilar aðeins áberandi en mjög hátíðlegri útkomu. Einnig er hægt að blanda saman einni pumpu af ljóma- kreminu við farðann. Það mun óneitanlega gefa þér ljómandi flotta útkomu. Síðast en ekki síst er hægt að bera hann á öll svæði sem þú vilt beina at- hyglinni að. Það er til dæmis hægt að skella honum á viðbeinin ef þú vilt draga þau fram. Kremið helst mjög vel á húðinni, þurrkar húðina ekki og kemur í fimm fallegum litum. sonja@mbl.is Hinn fullkomni grunn- ur fyrir jólaförðunina Það er hægt að leika sér með ljóma- kremið frá Becca. Þú get- ur ljómað eins og diskókúla eða notað það varlega þannig að það dragi fram ljómann á látlausan hátt. 80 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 S unekos-meðferð er ný byltingarkennd með-ferð þar sem hreinni hýalúronsýru ásamtaminósýrum er sprautað í húðina kringumaugun. Amínósýrurnar í blöndunni eru ein-mitt þær amínósýrur sem frumur húð- arinnar nota til að mynda kollagen og elastín þannig að við erum í raun að gefa frumunum þær byggingarein- ingar sem þarf til að mynda mikilvægustu byggingar- prótein húðarinnar. Meðferðin stuðlar að því að bæði þéttleiki húðarinnar verður betri ásamt því að fínar lín- ur mildast. Sunekos-meðferðinni er skipt niður í þrjár meðferðarlotur þar sem efninu er sprautað með ör- þunnri nál á nokkra staði kringum augun á tveggja vikna fresti,“ segir Ragna. Eru konur ekkert hræddar við að láta sprauta í and- litið á sér? „Almennt er fólk sem kemur til okkar ekki sprautu- hrætt en auðvitað eru til undantekningar. Við bjóðum upp á deyfingu fyrir meðferðir, sérstaklega meðferðir sem geta verið óþægilegar eins og til dæmis varafyllingar. Þá getum við bæði deyft með tannlæknadeyfingu þannig að meðferðin er að öllu leyti án sársauka og óþæginda eða að við not- um deyfikrem staðbund- ið á húðina. Auk þess notum við gjarnan ával- ar langar bitlausar nál- ar (canulur) til að sprauta inn efnum og þá þarf ekki að stinga oft og mörgum sinnum með beittri nál, heldur er gert eitt lítið gat í húðina fyrir bit- lausu nálina og unnið út frá því,“ segir hún. Fær fólk frískleika með þessari meðferð án þess að fá svona lýtalæknaútlit? „Algjörlega. Þar sem Sunekos samanstendur af þunnri hyalúronsýru og amínósýrum dreifist hún jafnt um augnsvæðið og er því ekki eins og hefðbundin fylli- efni sem byggja upp tap á fitu- og stoðvefjum undir húðinni. Meðferðin gefur náttúrulegt útlit og mildar öldrunareinkenni á augnsvæði.“ Á hvaða aldri eru þær konur sem sækja í þessa með- ferð? „Þar sem hægt er að nota meðferðina á mjög breið- an hóp fólks með ólík vandamál erum við að meðhöndla konur á öllum aldri. Yngri konur leita mest til okkar vegna áberandi bauga og þá gæti ein meðferð gert heilmikið. Ef húðin er aftur á móti orðin slöpp og vant- ar teygjanleika þarf fleiri meðferðir til að byggja upp húðina aftur,“ segir Ragna. Eru karlar að nýta sér slík- ar aðferðir? „Að sjálfsögðu! Karlmenn eru sífellt að sækja í sig veðrið hvað varðar lýtahúðlækningar og við sjáum aukinn fjölda þeirra á Húð- læknastöðinni. Þeir glíma við sömu vandamál og við konurnar og nútíma- karlmaðurinn er orðinn meira meðvitaður um hversu miklu máli skiptir að hugsa vel um húðina til að viðhalda henni sem lengst,“ segir hún. Hver myndir þú segja að væri húðmeðferð ársins 2020? „Ég myndi segja að húðþétting með Ultraformer sé húðmeðferð ársins 2020. Þessi meðferð hefur slegið í gegn hjá okkur á Húðlæknastöðinni enda erum við að sjá frábæran árangur eftir meðferðina. Meðferðin er einnig kölluð andlitslyfting án skurðaðgerðar og notar hljóðbylgjur til að styrkja og þétta húðina. Þetta er eina tækið sinnar tegundar á Íslandi en Ultraformer er byggt á HIFU (High Intensity Focused Ultrasound) og MMFU (Micro Macro Focused Ultrasound) tækni. Flest sambærileg tæki eru einungis byggð á HIFU.“ Hér sést augnsvæði á konu. Á efri myndinni er fyrir Sunekos og á neðri myndinni er eftir. Húðmeðferðin sem sléttir úr hrukkunum Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, segir að Sunekos-meðferðin njóti mikilla vinsælda um þessar mundir. Meðferðin snýst um að sprauta hreinni hýalúronsýru í húðina í kringum augun og þannig næst frísklegra útlit. Hún segir að meðferðin sé fyrir öll kyn. Marta María | mm@mbl.is Sunekos meðferðin hressir töluvert upp á húðina í andlit- inu án þess að manneskjan fá „lýtalæknaútlit.“ Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlækna- stöðinni. Nýi ilmurinn frá Valentno, Voce Vita, er samstarfsverkefni tónlistar- konunnar Lady Gaga og Pierpaolos Picciolis. Ilmurinn er ein- staklega töff og upp- fullur af litum. Manda- rínur, bergamot og engifer einkenna ilminn en einnig má finna vanillu, musk, sandalvið og eik- armosa. Hann er óður til kvenleika Valentinos og endurspeglar hversu svöl Lady Gaga er. Ilmaðu eins og Lady Gaga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.