Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 82
82 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020
Vistvæn jól - vistvænar jólagjafir
Grímsbæ Reykjavík
Firði Hafnarfirði
Eyravegi 5 Selfossi
vistvera.is
Gleðjum þá sem okkur þykir
vænt um, ekki síst náttúruna
Leyfðu okkur að
setja saman pakka
að þínum óskum.
Starfsfólk
Vistveru
C -vítamín og retanól eru húðfegrandi efnisem vinna mjög vel saman og fylla húðinaljóma og bæta áferð hennar. Visionnaireskin solutions C-vítamín frá Lancôme erfersk og létt formúla sem inniheldur 15%
hreint C-vítamín og getur umbreytt húðinni verulega.
Það hefur verið sýnt og sannað að C-vítamín gerir húðina
bjartari og minnkar skemmdir af völdum sindurefna.
Með reglulegri notkun ættu fínar línur og hrukkur að
verða minna sjáanlegar, húðin ætti að fyllast ljóma ásamt
því að C-vítamín er góð forvörn gegn dökkum blettum,“
segir Bára.
Hún segir að C-vítamín sé mjög viðkvæmt og líftími
þess stuttur. Það er einmitt vegna þess sem Lancôme
setur formúluna í tvö glös í hverri pakkningu svo hún er
alltaf eins fersk og hægt er.
„Serumið er borið á hreina þurra húð að morgni og því
leyft að ganga vel niður í húðina áður en haldið er áfram
með húðrútínuna, hver sem hún er. Sem dæmi má nefna
rakaserum, dagkrem og að lokum góða sólarvörn. C-
vítamín hentar flestum húðgerðum og er eðlilegt að
finna létt kitl rétt á meðan það gengur inn í húðina,“
segir Bára og bendir á að sólarvörn
skipti máli allan ársins hring, líka í
svartasta skammdeginu því sól-
arvörn sé forvörn gegn öldrun
húðarinnar.
Til þess að verða alveg upp
á 10 í jólaboðunum mælir
Bára með því að nota retanól
á húðina samhliða C-
vítamíninu.
„Visionnaire Lancôme
night concentrate er retanól
með 0,2% styrkleika og er
mjög stöðugt og hreint. Ret-
anól er ekki einungis fyrir
þroskaða húð eða bóluhúð,
flestir geta notað það en lyk-
illinn er að byrja rólega og
vinna upp þol í húðinni svo
ekki skapist erting. Byrjið varlega, til dæmis annað eða
þriðja hvert kvöld, og aukið upp í 5-6 skipti í viku. Það er
mjög gott að hvíla húðina frá retanóli 1-2 sinnum í viku,“
segir Bára.
Retanól er mjög öflugt efni gegn öldrun húðar, það
flýtir fyrir losun á dauðum húðfrumum í efsta húðlaginu
og um leið framleiðir húðin nýtt kollagen sem þá um leið
minnkar sjáanlega fínar línur, dökka bletti og afhjúpar
fallegan ljóma í húðinni.
„Retanól er mjög gott fyrir bóluhúð því það minnkar
fituframleiðslu í húðinni. Þess vegna er eðlilegt að flagna
aðeins á meðan húðin er að venjast þessari nýju meðferð
en flögnunin ætti síðan að hætta.
Áður en við förum að sofa ættum við alltaf hreinsa húð-
ina vel, jafnvel þótt við séum ekki með farða. Yfir daginn
setjast alls konar óhreinindi á húðina, örsmáar sótagnir,
ryk og fleira. Húðvörurnar okkar
nýtast húðinni miklu betur ef hún er
laus við þessi óhreinindi. Alltaf á að
setja retanól á hreina þurra húð.
Notið dropa á stærð við nögl á litla
fingri af retanólinu og dreifið á andlit-
ið (forðist augn- og varasvæði). Það
er sniðugt að leyfa því að virka í alla-
vega 20 mínútur áður en við setjum
næsta skref í húðrútínunni á, það get-
ur verið serum og næturkrem eða
bara nærandi næturkrem,“
segir hún og bendir á að ret-
anól henti ekki öllum en meiri
líkur eru á að engar auka-
verkanir fylgi ef fólk byrjar
rólega eins og lýst er hér að
ofan.
„Ávinningurinn af því að
nota C-vítamín á morgnana og
retanól á kvöldin er óumdeil-
anlegur, munum bara að nota
góða sólarvörn á daginn því hún
er okkar besta forvörn gegn
öldrun og skemmdum í húð.“
Hresstu upp á feg-
urðina í desember
Hvað getum við gert til að næra húðina á kaldasta og oft mest stressandi tíma árs-
ins sem desember er? Bára Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur hjá Lancôme mælir
með því að nota retanól og C-vítamín saman til þess að hressa upp á húðina.
Marta María | mm@mbl.is
Visionnaire
Lancôme
night concent-
rate er retanól með
0,2% styrkleika.
Auðvelt er að nota retanól og C-
vítamíndropa saman.
C-vítamín frá
Lancôme er
fersk og létt
formúla sem
inniheldur
15% hreint
C-vítamín.
Það kannast ef-
laust margar við
leitina að hinum full-
komna jólarauða vara-
lit sem er einhvern veg-
inn ekki of dökkur, ekki of
appelsínugulur og ekki of
bleikur. Liturinn MACSmash
kemst ansi nálægt því. Liturinn er
í línunni Powder Kiss Liquid Lip-
colour frá MAC og með mjög
skemmtilegri áferð. Hann er ekki glans-
andi og ekki heldur alveg mattur. Hann gef-
ur vörunum hina fullkomnu áferð sem endist í
allt að tíu klukkustundir. Formúlan er aðeins þeytt og
loftkennd sem gerir að verkum að það er mjög þægi-
legt að vera með hann lengi.
Hinn fullkomni
jólarauði varalitur?
Varaliturinn setur oftar en ekki
punktinn yfir i-ið í förðuninni. Lit-
urinn Blessing star í Stellar Halo
Shine-línunni frá Dior er svo sann-
arlega stjarnan á jólatrénu þetta ár-
ið. Liturinn er fallega brúnn með
ferskjulitum undirtón og fallegum
glans. Varalitirnir í þessari línu eru
einstaklega mjúkir og góðir án
þess þó að fara út um allt. Þeir
endast líka ágætlega. Þeir eru
mjög þægilegir á vörunum og þótt
það sé smá glimmer í þeim finnur
maður ekkert fyrir því. Lyktin er líka
unaðsleg og minnir á nýbakaðar
vanillukökur.
Glitraðu eins
og stjarna
Shine-línan frá Dior
er afar hátíðleg.