Morgunblaðið - 26.11.2020, Síða 82

Morgunblaðið - 26.11.2020, Síða 82
82 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 Vistvæn jól - vistvænar jólagjafir Grímsbæ Reykjavík Firði Hafnarfirði Eyravegi 5 Selfossi vistvera.is Gleðjum þá sem okkur þykir vænt um, ekki síst náttúruna Leyfðu okkur að setja saman pakka að þínum óskum. Starfsfólk Vistveru C -vítamín og retanól eru húðfegrandi efnisem vinna mjög vel saman og fylla húðinaljóma og bæta áferð hennar. Visionnaireskin solutions C-vítamín frá Lancôme erfersk og létt formúla sem inniheldur 15% hreint C-vítamín og getur umbreytt húðinni verulega. Það hefur verið sýnt og sannað að C-vítamín gerir húðina bjartari og minnkar skemmdir af völdum sindurefna. Með reglulegri notkun ættu fínar línur og hrukkur að verða minna sjáanlegar, húðin ætti að fyllast ljóma ásamt því að C-vítamín er góð forvörn gegn dökkum blettum,“ segir Bára. Hún segir að C-vítamín sé mjög viðkvæmt og líftími þess stuttur. Það er einmitt vegna þess sem Lancôme setur formúluna í tvö glös í hverri pakkningu svo hún er alltaf eins fersk og hægt er. „Serumið er borið á hreina þurra húð að morgni og því leyft að ganga vel niður í húðina áður en haldið er áfram með húðrútínuna, hver sem hún er. Sem dæmi má nefna rakaserum, dagkrem og að lokum góða sólarvörn. C- vítamín hentar flestum húðgerðum og er eðlilegt að finna létt kitl rétt á meðan það gengur inn í húðina,“ segir Bára og bendir á að sólarvörn skipti máli allan ársins hring, líka í svartasta skammdeginu því sól- arvörn sé forvörn gegn öldrun húðarinnar. Til þess að verða alveg upp á 10 í jólaboðunum mælir Bára með því að nota retanól á húðina samhliða C- vítamíninu. „Visionnaire Lancôme night concentrate er retanól með 0,2% styrkleika og er mjög stöðugt og hreint. Ret- anól er ekki einungis fyrir þroskaða húð eða bóluhúð, flestir geta notað það en lyk- illinn er að byrja rólega og vinna upp þol í húðinni svo ekki skapist erting. Byrjið varlega, til dæmis annað eða þriðja hvert kvöld, og aukið upp í 5-6 skipti í viku. Það er mjög gott að hvíla húðina frá retanóli 1-2 sinnum í viku,“ segir Bára. Retanól er mjög öflugt efni gegn öldrun húðar, það flýtir fyrir losun á dauðum húðfrumum í efsta húðlaginu og um leið framleiðir húðin nýtt kollagen sem þá um leið minnkar sjáanlega fínar línur, dökka bletti og afhjúpar fallegan ljóma í húðinni. „Retanól er mjög gott fyrir bóluhúð því það minnkar fituframleiðslu í húðinni. Þess vegna er eðlilegt að flagna aðeins á meðan húðin er að venjast þessari nýju meðferð en flögnunin ætti síðan að hætta. Áður en við förum að sofa ættum við alltaf hreinsa húð- ina vel, jafnvel þótt við séum ekki með farða. Yfir daginn setjast alls konar óhreinindi á húðina, örsmáar sótagnir, ryk og fleira. Húðvörurnar okkar nýtast húðinni miklu betur ef hún er laus við þessi óhreinindi. Alltaf á að setja retanól á hreina þurra húð. Notið dropa á stærð við nögl á litla fingri af retanólinu og dreifið á andlit- ið (forðist augn- og varasvæði). Það er sniðugt að leyfa því að virka í alla- vega 20 mínútur áður en við setjum næsta skref í húðrútínunni á, það get- ur verið serum og næturkrem eða bara nærandi næturkrem,“ segir hún og bendir á að ret- anól henti ekki öllum en meiri líkur eru á að engar auka- verkanir fylgi ef fólk byrjar rólega eins og lýst er hér að ofan. „Ávinningurinn af því að nota C-vítamín á morgnana og retanól á kvöldin er óumdeil- anlegur, munum bara að nota góða sólarvörn á daginn því hún er okkar besta forvörn gegn öldrun og skemmdum í húð.“ Hresstu upp á feg- urðina í desember Hvað getum við gert til að næra húðina á kaldasta og oft mest stressandi tíma árs- ins sem desember er? Bára Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur hjá Lancôme mælir með því að nota retanól og C-vítamín saman til þess að hressa upp á húðina. Marta María | mm@mbl.is Visionnaire Lancôme night concent- rate er retanól með 0,2% styrkleika. Auðvelt er að nota retanól og C- vítamíndropa saman. C-vítamín frá Lancôme er fersk og létt formúla sem inniheldur 15% hreint C-vítamín. Það kannast ef- laust margar við leitina að hinum full- komna jólarauða vara- lit sem er einhvern veg- inn ekki of dökkur, ekki of appelsínugulur og ekki of bleikur. Liturinn MACSmash kemst ansi nálægt því. Liturinn er í línunni Powder Kiss Liquid Lip- colour frá MAC og með mjög skemmtilegri áferð. Hann er ekki glans- andi og ekki heldur alveg mattur. Hann gef- ur vörunum hina fullkomnu áferð sem endist í allt að tíu klukkustundir. Formúlan er aðeins þeytt og loftkennd sem gerir að verkum að það er mjög þægi- legt að vera með hann lengi. Hinn fullkomni jólarauði varalitur? Varaliturinn setur oftar en ekki punktinn yfir i-ið í förðuninni. Lit- urinn Blessing star í Stellar Halo Shine-línunni frá Dior er svo sann- arlega stjarnan á jólatrénu þetta ár- ið. Liturinn er fallega brúnn með ferskjulitum undirtón og fallegum glans. Varalitirnir í þessari línu eru einstaklega mjúkir og góðir án þess þó að fara út um allt. Þeir endast líka ágætlega. Þeir eru mjög þægilegir á vörunum og þótt það sé smá glimmer í þeim finnur maður ekkert fyrir því. Lyktin er líka unaðsleg og minnir á nýbakaðar vanillukökur. Glitraðu eins og stjarna Shine-línan frá Dior er afar hátíðleg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.