Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 86

Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 86
tilgang þar. Ég fer alltaf niður í bæ á Þorláksmessu,“ segir Eva Lind. Evu Lind finnst betra að gefa en að þiggja. Eva á mörg systkini úti um allan heim og úti á landi. Systkini hennar eru á öllum aldri og hún hefur fengið skammir frá þeim sem eiga börn fyrir að vera of gjafmild. Í fyrra eignaðist einn bróðir hennar barn og þá var hún sér- staklega beðin um að gefa bara barninu. Eva Lind segir misjafnt hversu dýrar og stórar gjafi hún gefur enda snúast jólin alls ekki um gjafirnar. Það er samveran með fjölskyldunni sem er ómissandi í huga Evu Lindar. „Mig vantar aldrei neitt, jólin snúast um að njóta,“ segir Eva Lind sem ljóstrar þó upp að fyrir nokkrum ár- um hafi hún fengið eftirminnilega gjöf frá manninum sín- um. Jólagjöfin snerist einmitt um að njóta en á aðfanga- dagskvöld kom í ljós að hann gaf henni, mömmu hennar og nokkrum systrum þyrluferð. „Ein jólin var ég alveg uppiskroppa með hugmyndir þannig að maðurinn minn ákvað að hjálpa mér að kaupa jólagjafir fyrir systkini mín. Ég átti að fá hana líka og ég fékk því ekki að vita hvað ég væri að gefa systkinum mín- um í jólagjöf. Hann kom okkur algjörlega á óvart og þyrluferðin var æði. Það voru ég og systur mínar og mamma sem fengum þessa gjöf.“ Er maðurinn þinn jafnmikið jólabarn og þú? „Hann var það ekki og ég held að hann sé alveg feginn að ég sé ekki að missa mig í einhverju föndri eða skrauti. Hann er sammála mér. Honum finnst ofboðslega fallegar svona glærar seríur og finnst þær birta til og svona. Ég eiginlega neyddi hann til að gefa mér í skóinn. Ég mútaði honum auðvitað með að hann fengi líka í skóinn. Við höf- um einstaka sinnum tekið alla þrettán jólasveinana og stundum tökum við bara Kertasníki. Við höldum yfirleitt jólin heima hjá mömmu minni þannig að ef okkur langar að gefa persónulegar gjafir þá gerum við það í skóinn. Þá þurfum við ekki að drösla þeim til mömmu og vera vand- ræðaleg þegar við opnum þær.“ Hlutir verða að hafa tilgang Þrátt fyrir að vera svona mikið jólabarn segist Eva Lind ekki skreyta mikið fyrir jólin. „Ég þoli ekki skraut, ef dótið mitt hefur ekki tilgang finnst mér það bara safna ryki. Ég skreyti með seríum af því mér finnst þær hafa mikinn tilgang, þær gefa frá sér birtu. Ég set glærar seríur í alla glugga. Ég kaupi líka mikið af kertum með jólailmi og er með arineld í sjón- varpinu, segir Eva sem á nokkrar kúlur og gervijólatré, annað á hún ekki. Best finnst henni auðvitað að fá alvöru- jólatré frá pabba sínum sem er með skógrækt í Borg- arfirðinum. Eini ókosturinn við það er reyndar sá að tréð getur ekki verið uppi jafn lengi og gervitréð. Um leið og það fer að dimma fara seríurnar upp og þær fá að vera í sambandi frá október fram í febrúar. Eva lítur ekki síður á seríurnar sem skammdegisljós en jólaljós. „Það er svo gaman að vera í jólastuði. Kannski myndi maður kalla þetta hauststuð eða hrekkjavökustemningu ef það væri haldið upp á slíkt hér. Að koma sér í gírinn, fara í náttföt, undir teppi, þetta er svo notalegt.“ Eva Lind hlustar líka mikið á tónlist til þess að koma sér í jólastuð og þegar hún vill hafa það notalegt fyrir jólin. „Ég á tvo plötuspilara og slatta af jólahljómplötum en Frank Sinatra og jólatónlist frá um 1949 er í miklu uppá- haldi. Tónlist gerir stemninguna alveg ómótstæðilega kósí.“ Systkini Evu Lindar eru líka mikil jólabörn og segir Eva Lind sögu af systur sinni sem hún segir vera enn meira jólabarn en hún sjálf. Systir hennar fór sem au pair til Sevilla á Spáni eitt árið. Þegar hún ætlaði að skreyta fyrir jólin leist fjölskyldunni ekki á það. Benti fjölskyldan henni á að seríur væru bara settar í hóruhús. Eina skraut- ið sem var til voru svo svínasystur og eitt Betlehem-þorp en Jesúbarnið fékk ekki að fara upp fyrr en 21. desember. Hefðir með fjölskyldunni Jólunum fylgja margar hefðir sem fjölskyldan heldur fast í. Nokkur kríli eru komin í hópinn sem Eva Lind segir bara skemmtilegra. Heima hjá mömmu hennar fá til dæmis allir í skóinn á aðfangadagsmorgun. „Í skóinn fáum við yfirleitt einhverja DVD-mynd svo við getum horft á með krílunum á meðan mamma neitar að hleypa okkur inn í eldhús,“ segir Eva Lind. Ein þeirra sterku hefða í fjölskyldu Evu Lindar er að vera í náttfötunum í jólafríinu. „Við systkinin fórum í náttfötin og neituðum að fara úr þeim allt jólafríið alveg í heila viku. Með árunum endaði maður á því að þurfa að vinna á milli jóla og nýárs. Ég hugsaði bara: „Nei, ég ætla að vera í náttfötum.“ Þannig að ég fór yfirleitt í vinnufötin yfir náttfötin bara til þess að halda í þessa hefð. Amma mannsins míns á afmæli á aðfangadag þannig að hún hélt alltaf boð á aðfangadag svo fjölskyldan gæti hist og deilt út pökkum. Ég mætti alltaf bara á náttfötunum. Fyrst fannst þeim ég alveg stór- undarleg en svo byrjaði þeim að finnast ég ótrúlega flott á því og þau byrjuðu að mæta líka í náttfötum.“ Á æskuheimili Evu Lindar var hefð fyrir því að jóla- baðið væri froðubað. Þegar fjölskyldan fluttist til Reykja- víkur var ekki bað á heimilinu og fljótlega varð sturtu- botninn of lítill fyrir froðubað. „Þegar við vorum orðin of stór og feit þá fór mamma Morgunblaðið/Eggert Eva Lind kann að gera vel við sig á jólunum. Ég mútaði honum auðvitað með að hann fengi líka í skóinn. Við höfum einstaka sinnum tekið alla þrettán jólasveinana og stundum tökum við bara Kertasníki. ❄ 86 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.