Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 88

Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 88
R annveig Tryggvadóttir á þrjú börn með eig-inmanni sínum Benedikt Bjarnasyni og hafaþau fundið sína leið til að láta jólin virka sembest fyrir alla. Jólin eru alltaf annasamurtími fyrir hana í vinnunni. „Við erum að leggja lokahönd á framleiðsluna á jólavör- unum okkar hjá Kötlu. Jólaundirbúningurinn byrjar snemma hjá okkur en í Kötlu byrjum við að framleiða jóla- vörur í ágúst. Þetta er okkar aðalvertíð og uppáhaldstími.“ Hvernig verða jólin hjá ykkur? „Við erum með tvískipt jól. Við áttuðum okkur á því á aðfangadag, þegar eftirvæntingin eftir jólunum var alveg að yfirtaka litla kroppa, að biðin bjó til streitu og álag. Við tókum því upp okkar eigin sið og höfum fyrri og seinni jól. Það er ein besta ákvörðun sem við höfum tekið. Við byrjum aðfangadag á jólabröns, svo opnum við um það bil helminginn af pökkunum á náttfötunum með krökkunum. Þá er hægt að dunda sér við að lesa, elda, leika með dót og spila fram eftir degi. Um kvöldið erum við svo með venjuleg jól þar sem allir eru spariklæddir og borðum jólamatinn. Hjá okkur er þrenns konar aðalréttur þar sem fjölskyldumeðlimir eru með ólíkar matarþarfir. Það er því hnetusteik, hangikjöt og kalkúnn í jólamatinn. Þetta hentar öllum afar vel hjá okkur, alveg frá níu ára til 74 ára, þar sem tengdapabbi borðar alltaf með okkur á jól- unum. Við kunnum afar vel við þessa barnvænu hefð og það hefur minnkað jólastressið til muna að gera þetta svona. Ég held að þessi tilraun sé bara komin til að vera í fjölskyldunni.“ Ertu með eitthvað sem þú gerir alltaf fyrir jólin? „Ég geri alltaf smákökur með börnunum. Við skreytum oft piparkökur á aðventunni sem hverfa yfirleitt beint í litla munna. Svo finnst mér graflax, sörur, kalkúnn og jóla- bjór ómissandi í desember. Ég er mikið jólabarn og finnst jólin svo notalegur tími. Ég elska jólaljósin í myrkrinu. Ég les mikið og er alltaf spennt að lesa jólabækurnar bæði fyrir börnin mín og svo bara sjálf. Svo finnst mér ofsalega hátíðlegt að fara í miðnætur- messu í Fríkirkjunni á aðfangadagskvöld.“ En aldrei? „Ég er mikið fyrir að hafa hreint og fínt á heimilinu en ég er samt alls ekki týpan sem rífur allt út úr skápum og endurraðar í geymslunni fyrir jólin. Aðalmálið fyrir mér er að öllum líði vel í huggulegu umhverfi. Eins hef ég aldrei kunnað að meta jólakonfekt eða Mackintosh. Ég elska hins vegar sörur og finnst fullkomlega eðlilegt að borða a.m.k. eina á dag í jólaundirbúningnum.“ Ertu mikil jólakona? „Ég er mjög mikil jólakona. Finnst svo mikil stemning og rómantík fylgja jólaundirbúningnum.“ Áttu skemmti- legar minningar frá jólunum þegar þú varst lítil stúlka? „Já ég man lyktina af hamborgarhryggnum hennar mömmu, að keyra út pakkana með jólasveinahúfur og svo jólaboðin með stórfjölskyldunni. Að kúra og lesa jólabók á jóladag er einnig hluti af mínum helstu jólaminningum.“ Hvað býrðu til frá Kötlu á jólunum? Gera jólin þannig að þau henti öllum Rannveig Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Kötlu hefur fundið upp á því að tvískipt jól séu málið fyrir fjöl- skylduna. Hún segir að það hafi minnkað álagið mikið. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Rannveig ásamt dætrum sínum Guðnýju Gabríelu og Helenu Maríu. Morgunblaðið/Árni Sæberg 88 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 www.marcinbane.is E marcinbaneiceland Q marcinbaneiceland www.bpro.is Glæsileg snyrtitaska fylgir með í kaupbæti þegar verslað er fyrir að lágmarki kr. 12.000,- ÉG KEMST Í HÁTÍÐARTAN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.