Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 92
92 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020
Fjörður 1. hæð, Fjarðargata 13-15, Hafnarfjörður, sími 694 9551
Opnunartími: Mán.-fös. 10-18, laugard 11-17 og sunnud. 12-17
fyrir börn á öllum aldri
Skemmtileg leikfangaverslunmeðmikið úrval af le
ikföngum
Nú getur þúverslað jólagjafirnarallan sólarhringinn á
Eigummikið
úrval fyrir
JÓLASVEINA
G uðfinna er einn afeigendum VIGT enfyrirtækið rekur húnásamt móður sinni ogsystrum. Þær fram-
leiða húsgögn og fylgihluti fyrir
heimilið sem eru mikil heimilisprýði.
Guðfnna er komin í aðventugírinn og
er nú þegar búin að skreyta á sinn
látlausa hátt.
„Á aðventunni jafnast fátt á við að
kveikja á kertum, það veitir birtu og
yl. Kertaljós er einföld leið til að
koma heimilinu í hátíðarbúning og
það færist einhver ró yfir mann-
skapinn. Náttúrulegar skreytingar,
falleg blóm og grænar greinar fá að
njóta sín í vösum hér og þar í bland
við jólamuni,“ segir Guðfinna.
Hvað finnst þér skipta mestu máli
að gera svo heimilið verði jólalegt?
„Opna húsið fyrir vinum og vanda-
mönnum. Það sem skiptir mestu
máli er að koma saman með ástvin-
um og deila dýrmætum augnablik-
um, njóta gamalla hefða og skapa
nýjar. Jólin eru á næsta leiti þegar
jólatréð er komið upp.“
Föndrar þú sjálf fyrir jólin?
„Ég föndra ýmislegt með börn-
unum mínum og skreyti piparköku-
hús. Dóttir mín er helsti drifkraft-
urinn þegar kemur að föndrinu. Í
Heimili Guðfinnu Magnúsdóttur er komið
í jólabúning en hún er hrifnari af einföldum
skreytingum en íburðarmiklum. Mildir litir
og látleysi ráða ríkjum heima hjá henni.
Marta María | mm@mbl.is
Guðfinna setur dúk á borðið,
notar tauservéttur og lifandi
blóm til að búa til jólastemningu.
Skreytir á sinn
látlausa hátt
Aðventukransinn er á
sínum stað í stofunni.
Það skiptir öllu máli
að telja niður í jólin.
Það er gert með
þessu fallega kerfti.