Morgunblaðið - 26.11.2020, Síða 99

Morgunblaðið - 26.11.2020, Síða 99
svo þetta var ekki spurning fyrir mig að fara út í þessar framkvæmdir. Ég veit nú kannski ekki hvort ég sé mjög rík en ég kemst vel af með það sem ég á og ég get ekki annað sagt en ég sé lukkunnar panfíll.“ Hvernig lýsirðu nýja heimilinu þínu? „Það er mjög fallegt en ég myndi segja það samt frekar hefðbundið með glæsilegum nýjum innréttingum og miklum þægindum. Íbúðin er stór og það er mikið útsýni. Einnig er hún björt og hér er nóg pláss.“ Hvernig skreytirðu fyrir jólin? „Ég er mjög hefðbundin þegar kemur að skreytingum fyrir jólin. Mér finnst jólarauður klassískur og fallegur og þannig skreyti ég með rauðum kertum, ljósum og kúlum og dúkum. Það á mjög vel við mig og það finnst mér fallegt og færir mér vellíð- an.“ Jólahlaðborðin skipta miklu máli Hvað gerir þú alltaf fyrir jólin með fjölskyldunni? „Það er nú ekkert svona fast held- ur meira það sem til fellur. Það sem hefur verið fast hjá okkur síðustu að- ventur er jólahlaðborð þar sem allir velja það sem þeim finnst gott og við borðum saman. Ég held að það sé meira samveran sem við sækjum í og það að vera saman því við erum upp- tekin og út og suður og þá er gott að ná öllum saman. Eitt sem við gerum alltaf á aðfangadag sem hefur verið siður síðan krakkarnir voru litlir er að horfa á jólaævintýri Mikka og Home Alone. Þótt krakkarnir mínir séu orðnir fullorðnir höfum við haldið í þennan sið.“ Hver er besta jólagjöfin sem þú hefur fengið? „Það er rauð kasmírullarkápa sem ég fékk frá foreldum mínum fyrir margt löngu. Ég var svo ánægð með hana að ég var í henni inni á að- fangadagskvöld. Þessi kápa hefur fylgt mér allar götur síðan og enn er hún hér inni í skáp nýkomin úr hreinsun.“ Áttu góð ráð fyrir fólk með ung börn sem langar að gera eitthvað skemmtilegt um jólin? „Það er mjög gott að foreldrar plani svolítið hvað þeir ætla að gera með börnunum sínum um jólin og mikilvægast er að eiga næga sam- veru og gera eitthvað saman og það er ýmislegt sem hægt er að gera bæði úti við og inni. Bakstur, skreytingar, matargerð og margt annað. Ef ég ætti litla krakka í dag myndi ég búa til með þeim jólaskraut úr einhverju endurunnu og fara svo út og hengja í tré jafnvel í nágrenninu eða úti í garði. Láta hugmyndaflugið ráða. Það er svo margt hægt að gera og ef maður er hugmyndasnauður er hægt að fá góðar hugmyndir á netinu.“ Söngkona sem mun finna sínar leiðir um jólin Jenný er mikið fyrir að syngja og stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík, FÍH og svo í Berklee Col- lege-tónlistarskólanum í Boston. „Ég syng alltaf um jólin. Ég er í kór Kópavogskirkju og það eru ekki jól nema ég syngi með kórnum mín- um um jólin. Reyndar verður það með öðru sniði í ár. Líklega verða engar hátíðarmessur eða þær verða með öðru sniði. Ég hef mjög gaman af því að syngja og söngurinn er alltaf í bakhöndinni og er ég þakklát fyrir að hafa tækifæri til þess að geta nýtt þessa hæfileika mína, allavega svona á sparidögum.“ Jenný segir að lokum að hún sé mjög sæl og glöð með að hafa tekið þessa ákvörðun fyrir jólin. Að gera allt fallegt í kringum sig og standa með sér. „Það er heilmikið að standa í svona framkvæmdum þegar maður þarf auðvitað að sinna vinnunni á sama tíma. Núna þarf ég ekki að hugsa um neitt næstu árin nema lifa og njóta. Allavega ekki íbúðina.“ Innréttingarnar eru úr HTH innréttingum. Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir ákvað að gera íbúðina sína upp fyrir jólin. Morgunblaðið/Árni Sæberg JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 99       Kringlan - jens.is - Smáralind      !"#$   #$  %$  &' ()  *#$   + * ** *#$   ",,$ -   !"#$* .   /$ 0 #$ &' () 1 *    2  %$$ .34 $ 56, 7- " #*5*# *# - #$* # !"#$* " 80$ 9 *11$  (:1$, 1 ",* # :$        ;  !"#$ %$  &' ()  ;   #$ %$  &' ()   ;  !"#$  %$  &' ()  ;  #$  %$  <. )=  ;  #$  %$  &' ()   ;  #$  %$  &' ()  ;  #$  %$  &' ()  ;  #$ %$  &' ()    .4    %$  <. )= /  %$  <. )= .*#$   %$  <. )= .4     %$  &' () /   %$  <. )= .*#$    %$  <. )= .*#$    %$  &' () .4    %$  &' ()         
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.