Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 102

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 102
102 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 Verður blandari í jólapakkanum þínum? Rauðagerði 25 108 Reykjavík Sími 440 1800 www.kaelitaekni.is „Þetta er nú bara einfaldlega karamellusósa sem er skemmtilega einföld gjöf og geggjuð út á jólaísinn og svo notum við líka alltaf karamellusósuna á ris a la mande.“ Þú ert sérfræðingur í að pakka fallega inn. Segðu mér betur frá því. „Sérfræðingur er nú dálítið stórt orð en ég hef bara svo gaman af því að pakka inn og í mínum huga er lykilatriði að eiga nóg af pappírspokum, gjafapappír, fallegum borðum og böndum heima fyrir og alls konar merki- miða eins og þessir frá okkur hjá Reykjavík Letterpress, sem eru sérstaklega hugsaðir svo passi við sem flest tilefni. Oft smelli ég miðunum líka á án þess að skrifa nokkuð á þá og þá er tilvalið að þeir nýtist síðar. Ég elska að nýta áfram poka, fallegar krukkur, merkimiða og borða og hendi helst engu!“ Hvers vegna skiptir máli að pakka fallega inn? „Ef ég á smá lager af svona innpökkunar- dóti eins og ég tel upp hér að ofan þá er svo lítið mál að gera einföldustu gjöf fallega og það er eins og með að laga góðan mat – ef hann er ekki borinn fallega fram á borðið nær hann ekki eins til hjartans. Það á að gefa með hjartanu.“ Hver er galdurinn á bak við súkkulaðið sem þú útbýrð á þinn ein- staka hátt? „Þetta er gott dæmi um einfalda en svo góm- sæta lausn á gjöf eða bara til að bera fram með kaffinu fyrir gesti. Þarna bræddi ég yfir vatnsbaði venjulegt suðu- súkkulaði, setti smjörpappír á form og smurði súkkulaðinu þar á. Gott að vera tilbú- inn með það sem á að dreifa yfir svo það festist ofan í súkkulaðinu og í þetta skiptið notaði ég trönuber og pistasíukjarna, gróft saxað, og að síðustu stráði ég saltflögum yfir. Svo jólalegt og nammigott! Ég hef líka notað brjóstykur, þennan hvíta og rauða, og mulið gróft og dreift yfir. Þetta er alveg hrikalega gott!“ Finnst þér fólk leggja meira í það að búa til stemningu með gjöfum núna en áður? „Já, mér finnst það, sérstaklega þegar við erum að gefa þeim sem eiga allt og vantar alls ekki fleiri hluti á heimilið, þá er gaman að gleðja með einhverju matarkyns sem nýt- ist strax. Eða jafnvel útbúa heimalagað gjafa- bréf með loforði um samveru eða eitthvað skemmtilegt. Bara muna að hafa það fallega skreytt – frá hjartanu.“ Hvað langar þig sjálfa í í jólagjöf? „Ég er hrikalega erfið þegar kemur að jólagjöfum handa sjálfri mér! Er svo léleg að muna hvað mig vantar þegar ég er spurð og mætti alveg vera aðeins praktískari. Kannski verður auðveldara að setja upp óskalista núna þar sem nýtilkomna áhuga- málið er fluguveiði og hún kallar á alls konar búnað. Svo elska ég auðvitað að fá eitthvað matarkyns. Æi, maður á eiginlega allt og langar bara mest að allir nái að njóta sín og vera saman.“ Hvað ætlar þú að elda um jólin? „Síðan við fórum að halda okkar eigin jól ákváðum við að skapa okkar eigin hefðir í mat og fyrir valinu varð hreindýr. Ég ólst upp við strangheiðarlegan lambahrygg og maðurinn minn hamborgarhrygg. Ég geri allt sem ég get til að laga rauðkálið heima þó ég sé jafnvel að láta það malla meðfram öðru á aðfangadag! Svo er það waldorfsalatið og villibráðarsósan sem er dekrað við í marga klukkutíma. Trönuberjasultan er líka ómiss- andi á borðið. Ris a la mande er svo lagað í stóra skál og borðað á öllum tímum þar til klárast – með karamellusósunni góðu.“ Fallegir borðar og merkimiðar lyfta innpökkuninni upp á hærra plan. Ef ég á smá lag- er af svona inn- pökkunardóti eins og ég tel upp hér að ofan þá er svo lítið mál að gera einföldustu gjöf fal- lega og það er eins og með að laga góðan mat ❄ Það er auðvelt að búa til sitt eigið súkkulaði með því að bræða súkkulaði, setja á bök- unarpappír og skreyta fallega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.