Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 112

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 112
M argrét María Leifsdóttir verkfræð-ingur rekur utan hefðbundinsvinnutíma Gallerí Hólshraun íHafnarfirði ásam Hönnu Þóru G.Thorsteinsson og Árnýju Gyðu Steinþórsdóttur. „Þar erum við með vinnustofu og gallerí þar sem hægt er að skoða handverkið okkar og vinnuað- stöðu. Ég er þar bæði með handrennda ker- amikmuni en einnig handlitað ullargarn sem ég vinn undir merkinu Today I Feel ásamt sam- starfskonu minni, Þorbjörgu Sæmunds- dóttur.“ Hvað tákna jólin fyrir þig? „Jólin eru tákn hlýju og róleg- heita og mikillar samveru með fjölskyldu og vinum. Mér finnst mjög mikilvægt að hafa fallegt í kringum mig á jólunum. Að kveikja á kertum og njóta þess að vera með þeim sem mér þykir vænt um.“ Leyfir börnum sínum að gera handgerðar gjafir fyrir jólin Gerir þú mikið af keramiki fyrir jól- in? „Það er töluvert að gera í keramik- inu fyrir jólin þar sem við stöllur í Gallerí Hóls- hrauni höfum haft fyrir sið undanfarin ár að hafa opið hús hjá okkur og þá vill maður geta sýnt fal- lega hluti. Ég geri mikið af diskum og skálum á fæti þar sem mér finnst það að lyfta köku eða matn- um upp gera framsetninguna svo miklu betri. Fyrir jólin leyfi ég börnunum mínum líka oft að koma með á vinnustofuna og búa til jólaskraut og ein- hverja skemmtilega hluti úr leir sem þau svo gefa í jólagjafir. Ég á fjögur börn svo það er í ýmsu að snúast fyrir jólin.“ Í Gallerí Hólshrauni eru þær stöllur í Today I Feel líka að handlita og selja ullargarn. „Við litum eingöngu hágæða merino-ullargarn og mohair- og silkiblöndur þar sem það er svo mjúkt og dásamlegt að prjóna úr því. Við höfum yndi af því að þróa nýja liti og njótum þess að ímynda okk- ur þær fallegu flíkur sem prjónararnir sem það kaupa munu prjóna úr þeim.“ Hvað gefur þú vanalega í jólagjöf? „Ég gef mjög oft handgerðar jólagjafir, ýmist saumaðar, prjónaðar, smíðaðar eða úr leir. Ég nýt þess að velja og hugsa út hvað ég telji að geti glatt einhvern sem mér þykir vænt um og hugsa fallega til viðkomandi á meðan ég er að búa hlutinn til. Maðurinn minn hefur til dæmis mjög oft fengið handprjónaða peysu í jólagjöf frá því að við kynnt- umst en sem betur fer er hann peysutýpa og notar þær flestar mjög mikið.“ Opin fyrir nýjungum í jólamatnum Hvað ertu með í matinn á jólunum? „Við fjölskyldan erum ekkert sérlega fastheldin á matarhefðir á að- fangadag. Það þýðir ekkert endi- lega að við séum eitthvað æv- intýragjörn í matseld heldur höfum við bara prófað að hafa flestan hefðbundinn íslenska jólamat á borðum einhvern tím- ann. Við höfum meðal annars haft hangikjöt, rjúpur, hreindýr, gæs, purusteik, önd og svo auð- vitað hamborgarhrygg en hann er reyndar vinsælastur hjá börnunum. Nú er þó dóttir okkar orðin grænmet- isæta svo það verður eitthvað nýtt og spennandi í ár. Mér þykir þetta allt gott en mér finnst alveg ómissandi að hafa heimagert rauðkál með matnum, það kemur með jólabragðið fyrir mig. Eftirrétturinn er það eina sem er alltaf eins, ris a la mande með kara- mellusósu. Þessi eftirréttur hefur fylgt mér frá barnæsku og er uppskriftin að karamellusósunni frá föðurömmu minni. Þessi eftirréttur er heldur aldrei í boði nema á aðfangadag og því mjög sérstakt og spennandi að fá.“ Ertu mikið fyrir heimilið og skreytir þú fyrir jól- in? „Mér finnst mjög gaman að gera heimilið fallegt fyrir jólin. Mér finnst fallegast að skreyta með nátt- úrulegum efnum eins og greni og öðrum sígrænum plöntum, jólablómum eins og amaryllis, túlípönum og hýasintum og svo auðvitað jólaljósum og kertum. Við byrjum að bæta þessum hlutum inn á aðvent- unni en á Þorláksmessu er jólaskrautið sótt og þá er tréð skreytt með alls konar gömlu og nýju skrauti, bæði erfðagóssi og handgerðu skrauti frá börnunum. Það er hefð hjá okkur að börnin skreyti tréð og það er eins og þau sé að hitta gamla vini Gefur hand- gerðar jólagjafir Margrét María Leifsdóttir er ein af þeim sem þora að prófa sig áfram þegar jólin eru annars vegar. Maðurinn hennar, Guðmundur Pálsson söngvari í Baggalúti, er vanur að syngja sig inn í hjörtu landsmanna á jólunum en ekkert verður af þeim tónleikum í ár. Svo ef til vill verður fjölskyldan meira saman þessi jólin. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Margrét María veit fátt skemmtilegra en að fást við keramik. Margrét María ásamt Guð- mundi eiginmanni sínum. Glæsilegt umhverfi þar sem keramik og góður matur fara saman. Jólakakan á fallegum diski sem Margrét María gerði. 112 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 Síðumúli 35 (gengið inn að aftanverðu) - 108 Reykjavík - S. 568 3920 Opið 12.30-18.00 ÞÚ FIN N U R A LLT FYR IR Á H U G A M Á LIN H JÁ O K K U R pingpong.is pingpong.is pingpong.is pingpong.is ÞÚ FINNU ALLT FYRIR ÁHUGAM ÁLIN HJÁ O KKURá pílum og borðtennisspöðum BLACK FRIDAY TILBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.