Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 117

Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 117
magnaðir. Tímabil sem mér finnst einstaklega heillandi er til dæmis upphaf súrrealismans, dada-hreyfingarinnar og abstrakt- expressjónismans í Evrópu.“ Nú eru jólin að koma. Hvernig upp- lifir þú þennan tíma? „Þegar ég var barn elskaði ég jól- in og ævintýrin sem þeim fylgdu. Að fá frí í skólanum, pakkana, góða matinn og að vera heima í huggulegheitum. Þennan jóla- heim sem kemur á ári hverju og gleypir mann. Þegar ég varð ung- lingur þá fór ég í mikla uppreisn gegn þessum tíma og fannst jólin innantóm og snúast að mestu um neyslumenningu. Ég fór gjarnan til útlanda yfir hátíðirnar og reyndi að finna taktinn minn í jólunum. Ég hef reynt á fullorðinsárum að líta á þau sem há- tíð kærleikans. Mér finnst það skipta mig miklu máli. Eins konar uppskerutími þar sem maður fer yfir liðið ár, skoðar hvað má gera bet- ur og sýnir sínum nánustu ást, virðingu og þakklæti. Í dag finnst mér jólin mikilvægur hluti af árinu. Vegna merkingar þeirra fyrir mig.“ Fyrirmyndin listræn hjón í samvinnu Ertu mikil jólakona? „Mér finnst voða gott að taka mér frí frá vinnu og daglegu amstri og hafa það huggulegt og borða góðan mat.“ Áttu fyrirmyndir í þínum geira sem þú lítur upp til? „Ég á svo margar fyrirmyndir, enda er svo mikið til af flottu fólki og hæfileikum. Fólk veitir mér innblástur á ólíkum sviðum sem persónur og listamenn. Á Íslandi lít ég mikið til vinkonu minnar Ilmar Stefánsdóttur, myndlistarkonu og leikmyndahönnuðar. Varðandi kvikmyndamið- ilinn þá lít ég upp til Catherine Martin, leik- mynda- og búningahönnuðar, sem gerði til dæm- is leikmynd og búninga fyrir Rómeó og Júlíu í speglar alltaf innra ástand og allt sem ég sé og túlka speglar sjálfa mig. Mér finnst það skemmtilegasta verkefnið í lífinu að tak- ast á við sjálfan sig.“ Hvar sérðu þig fyrir þér eftir 20 ár? „Ég stefni á að hafa einhvers konar áhrif á samtímann með list- sköpun og vona að ég get verið innblástur fyrir komandi kyn- slóðir. Mig langar til að hjálpa ungum listamönnum og veita sérstaklega konum hugrekki og styrk að standa með sér og hug- myndum sínum. Ég sé fyrir mér að búa einhvers staðar úti í sveit eða í löndum með stóra fjölskyldu, umvafin dýrum, ást, sköpun og nátt- úru.“ Sunnevu dreymir um að halda stóra myndlistarsýningu með fullt af málverkum og skúlptúrum. Ætlar að setja sérstakan metnað í jólafötin á þessu ári Jólin á þessu ári verða þannig að hún er að vinna út Þorláksmessu og eru jólin því aðeins óráðin ennþá. „Ég verð með ástvinum og fjölskyldu í frið- sæld og þakklæti. Það er það eina sem skiptir mig máli á jólunum.“ Eldarðu eitthvað alveg sérstakt á jólunum sem þú ert til í að deila með okkur? „Mamma og pabbi veiða alltaf rjúpur fyrir jólin. Ég hef borðað þann jólamat síðan í barn- æsku. Núggatísinn hennar mömmu er mér samt mikilvægasti hluti jólakræsinganna. Hún hefur gert hann síðan ég man eftir mér og við borðum hann alltaf einu sinni á ári; á aðfanga- dagskvöldi. Ég hef haldið jólin í mörgum lönd- um, í ólíkum aðstæðum, en alltaf hefur mér tek- ist að útbúa þennan ís og hann er órjúfanlegur partur af jólunum fyrir mér.“ Hvað með að skreyta heimilið? „Ég hef ekki mikið verið í að ofgera þegar kemur að jólaskreytingum. Kerti, góð tónlist, jólasería og blágreni er nóg fyrir mig eins og er.“ Áttu skemmtilega sögu af þér sem barni á jól- unum? „Það var einu sinni á aðfangadag að mamma og pabbi höfðu sett pakka undir jólatréð rétt fyrir jólamatinn. Við litla systir mín Inga Magn- es vorum mjög spenntar því það fór ekki á milli mála að það var eitthvað lifandi í pakkanum; í banastuði. Með eftirvæntingu að opna pakkann borðuðum við jólamatinn. Hávaðinn undir trénu ágerðist yfir matnum og þegar við loksins feng- um að opna pakkan þá var inn í honum búr með tveimur hvítum músum. Það var mikil gleði og tilhlökkun, en hún varði aðeins í í smá stund. Önnur músin var aðeins stærri en hin og hún réðst á þá minni og hóf að tæta hana í sig. Ég man ennþá hljóðin frá litlu sætu músinni og stóra músin breyttist í skrímsli, það var grátur og sjokk og við rifum þá stærri frá þeirri litlu. Síðan fórum við öll fjölskyldan saman út í bíl, með vondu músina í kassa og keyrðum upp í Öskuhlíð í myrkrinu. Það var kalt úti, snjór og stjörnubjartur himinn. Ég man hvað ég var full sektarkenndar að láta „kannibal“ músina eina út frostið og snjóinn. Því ég vissi að þar beið hennar eflaust ekkert nema dauðinn. Við skil- uðum músinni þetta aðfangadagskvöld í Öskju- hlíðina og kvöldið var sveipað niðarsorta og mel- ankólíu. Þetta jólakvöld man ég alltaf mjög vel og mamma og pabbi gáfu okkur aldrei aftur dýr í jólapakkann.“ Hvað með jólakjólinn? „Ég er einhvern veginn alltaf að klúðra jóla- dressinu. Er of sein eða gleymi að hugsa um það og kaupi mér eitthvað í flippi í Kringlunni og lít út eins og jólakúla. Ég er voðalega dugleg að hanna á aðra en gleymi stundum sjálfri mér. Ég held að ég þurfi bara að prufa nýtt núna og hanna á sjálfa mig fyrir þessi jól. Ég byrja bara strax og fæ Elmu klæðskera til að sauma dress- ið á mig. Takk fyrir að minna mig á þetta!“ Systurnar voru spenntar fyrir lif- andi jólagjöf sem endaði þó meira eins og hryllingssaga en jólasaga. leikstjórn Baz Luhrmanns sem er einnig eigin- maður hennar. Það er mikið afrek. Síðan eru myndlistarkonurnar Frida Kahlo, Helena Frankenthaler og Louise Bourgeuis miklar fyrirmyndir í mínu lífi.“ Sunneva hefur róast mikið með aldrinum að eigin sögn og er orðin mjög heimakær. „Ævintýraþráin mín átti það til að koma mér í vandræði en mér líður eins og með árunum séu svo mörg ævintýri í hversdagleikanum sem ég hef skapað mér. Þau koma til mín og ég þarf ekki sækja þau eins mikið og þegar ég var yngri. Ég trúi því að lífið og mistökin sem við gerum séu til þess að bæta fyrir þau. Að verða betri í dag en í gær við sjálfa mig og umhverfið mitt og það skiptir mig miklu máli. Með því að stækka sem manneskja þá stækkar líkar listin mín. Ég tel að listin sé órjúfanlegur partur af listamanninum og með því að vaxa í persónu- lega lífinu þá vex listin sem ég skapa því hún JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 117 ÍSLENSKA MATARKISTAN UM JÓLIN Við bjóðum sannan íslenskan jólamat Flatahraun 27 Hafnarfjörður, sími 788 3000 Opið mán-fös 11-18 lau 11-15 www.gottogblessad.is                                              KEYRUM HEIM SAMDÆGURS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Á VIRKUM DÖGUM EF PANTAÐ ER FYRIR KL. 14.00. SENDUM HVERT Á LAND SEM ER MEÐ LANDPÓSTI.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.