Morgunblaðið - 26.11.2020, Síða 118
118 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020
Einstakar
gjafavörur
30% afsláttur til jóla
Litla Gjafabúðin
Laugaveg 8 | 101 Reykjavík | Sími 552 2413
Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-17
í miklu
úrvali
K veldúlfur fæddist í Baghdad í Írak en fluttimeð foreldrum sínum til Parísar í Frakk-landi þegar hann var tveggja ára. Á ung-lingsárunum bjó hann í New York íBandaríkjunum. Þegar hann var tvítugur
flutti hann til Íslands og vill hvergi annars staðar vera.
„Ég fann jólin aftur þegar ég flutti til Íslands en í þetta
sinn gat ég haldið upp á þau heima þar sem ég kom án fjöl-
skyldu minnar. Ég kynntist íslensku jólunum og þá kvikn-
aði strax ást í brjósti mér. Ég taldi mig hafa fundið „vetr-
arundralandið“, jólalandið, jólaævintýralandið, heimkynni
jólasveinanna og himnaríki jólabarnsins. Fyrir mér var og
er íslenska jólahefðin hin rétta og fullkomna. Ég var kom-
inn á heimavöll,“ segir Kveldúlfur.
Kveldúlfur hefur unnið meira og minna á leikskóla frá
árinu 2001 og gerir það enn í dag. Hann er einnig í hluta-
starfi á skammtímavistun fyrir börn og leggur stund á
menntunarfræði leikskóla við Háskóla Íslands.
„Jólin voru því miður ekki haldin í minni fjölskyldu. Þrátt
fyrir það hef ég alltaf verið mjög mikið jólabarn. Ég man
eftir jólahaldi og jólaskemmtun í leikskólanum, skólanum
og í blokkinni í París. Mér fannst allt á þeim tíma undurfag-
urt og töfrandi. Jólaljósin, jólaskrautið, jólalögin og snjór-
inn á veturna. París ljómaði. Gleðin sem fyllti hjarta mitt
var ólýsanleg, en einnig sorgin sem fylgdi þegar ég þurfti að
fylgja foreldrum mínum aftur heim að loknu námi föður
míns. „Heim“ þar sem jólin voru ekki til,“ segir Kveldúlfur.
Byrjar á jólunum í október
Hinn 16. október ár hvert er merkilegur dagur í huga
Kveldúlfs en þá heldur hann upp á nafna- og ríkisfangs-
afmælið sitt. Hann öðlaðist nafnið sitt og sömuleiðis ís-
lenska ríkisborgararéttinn þann dag árið 2007. Þegar
hann er búinn að halda upp á þann dag þá byrjar hann að
undirbúa jólin.
Þegar ég spyr Kveldúlf hvenær hann byrji að skreyta
verður hann að viðurkenna eitt. Hann er hættur að taka
niður jólaskrautið.
„Ég þori varla að tjá mig um þetta en það er saga bak við
þetta sem á sér langan aðdraganda. Öll mín ár á Íslandi hef
ég verið kvíðinn fyrir þeim degi sem við tökum jólaskrautið
niður, þ.e.a.s. á þrettándanum. Mér hefur alltaf þótt hann
sorglegasti dagur ársins og harma að brenna út jólin. Eftir
21 ár af pínu og kvöl á þrettándanum ákvað ég þann 6. jan-
úar 2020 að leyfa jólaskrautinu að vera en tók þó ljósin úr
sambandi. Sú ákvörðun hefur verið mín besta hingað til,
ásamt þeirri að tileinka mér íslenska menningu. Já, ég er
hættur að taka niður jólaskrautið. Jafnvel bíllinn minn er
jólaskreyttur allt árið um kring,“ segir Kveldúlfur.
Kveldúlfi hefur aldrei þótt mjög gaman af eldamennsku
og því eldar hann lítið fyrir jólin. Hann fær þó hangikjöt og
hefðbundinn jólamat hjá nánum vinum sínum í desember.
Spurður út í jólahefðirnar telur Kveldúlfur upp langan
lista af hefðum. Hann borðar eins kæsta skötu og hægt er
á Þorláksmessu, helst bæði í hádegis- og kvöldmat. Hann
fer í kirkjugarðinn á aðfangadag. Föndrar og skrifar jóla-
kort. Býr til jólaglögg. Kaupir nýja jólaflík. Bakar og
skreytir piparkökur. Fer á jólatónleika eða í jólamessu.
Fer á jólaball. Er með jóladagatal. Les eina jólasögu og fer
á skauta á Ingólfstorgi.
Hann reynir líka eins og hann getur að komast til Ak-
ureyrar fyrir jólin, heimsækja vini sína og kíkja í jólahúsið.
Hann velur líka einhverja sem fá dularfulla jólakortið.
„Fyrir utan þá sem fá alltaf jólakort vel ég nokkra ein-
staklinga og sendi þeim jólakort með fallegum orðum án
þess að geta hver er sendandi. Manneskjan fær óvænt
jólakort, veit ekki frá hverjum og inniheldur persónuleg
og falleg orð um hana,“ segir Kveldúlfur.
Boðberi jólanna
Það má eiginlega með sanni segja að Kveldúlfur sé boð-
beri jólanna. Hann segir mér litla jólasögu frá því þegar
hann sendi manneskju sem var ekki mikið jólabarn jóla-
glaðning á hverjum degi í heila viku. „Ég man vel eftir einni
manneskju sem ég þekkti fyrir mörgum árum síðan og var
neikvæð í garð jólanna og sýndi mikinn biturleika í desem-
ber. Mér þótti vænt um hana og ákvað eitt sinn að gefa
henni einn lítinn jólaglaðning ásamt fallegum orðum dag-
lega í heila viku. Ég gat komið gjöfunum til hennar án þess
að hvorki hún né neinn annar vissi hver sendandinn væri.
Tilgangurinn var ekki að breyta manneskjunni á neinn hátt
en ég fann til mikillar jólagleði með því að geta glatt hana.
Ég hef aldrei játað þetta á mig og tel að hún viti ekki enn
hver þessi „leynijólasveinn“ var,“ segir Kveldúlfur.
Þótt Kveldúlfur byrji snemma að undirbúa jólin er alltaf
eitthvað sem hann nær ekki að gera fyrir jólin og honum
finnst það allt í lagi, þau koma hvort sem er alltaf. Eftir að
hann hætti að taka niður jólaskrautið í janúar þarf hann
líka ekki að hafa áhyggjur af því að vera búinn að skreyta
fyrir 1. desember. Það sem skiptir hann mestu máli er að
skrifa jólakortin, fara í kirkjugarðinn og borða kæsta skötu.
„Saga lífs míns er eins og ævintýraleg jólasaga sem end-
aði vel. Sögupersónan fékk að upplifa jól í París í stuttan
tíma þar til örlögin slökktu þau ljós. Síðan tók myrkrið við
en persónan bar áfram von í brjósti um að fá að faðma jólin
aftur. Hún var síðan bænheyrð á aðfangadag 1998 og fékk
bestu jólagjöf sem hægt er að óska sér.
Jólagjöfin sú eru íslensku jólin og íslenska menningin. Hún
er fólkið sem ég hef kynnst á Íslandi. Hún er tungumálið sem
það fólk notar. Hún er lögin sem Íslendingar syngja. Hún er
þjóðarréttur og matarvenjur þeirra. Hún er íslenski snjórinn.
Hún er jólalandið sjálft sem heitir öðru nafni Ísland.“
Flutti til
Íslands á
aðfangadag
Jafn mikil jólabörn og Kveldúlf Hasan
er erfitt að finna þótt víða væri leitað.
Jólin skipta Kveldúlf miklu mál en ekki
var haldið upp á jólin í æsku hans.
Hann kom hingað til Íslands í fyrsta
skipti á aðfangadag árið 1998 og
hér hefur hann verið síðan þá.
Sonja Sif Þórólfsdótir | sonja@mbl.is
Jólin skipta Kveldúlf miklu
mál en ekki var haldið upp
á jólin í æsku hans.
Morgunblaðið/Eggert