Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 124

Morgunblaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 124
124 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 É g geri jólin alltaf eins hátíðleg og hægt er og ermikil jólakona. Mínar bestu minningar úr æskueru jólaminningarnar. Hefðin var sterk og for-eldrar mínir lögðu mikið á sig til að gera jólin eft-irminnleg. Í raun svo eftirminnileg að ég breytist í barn þegar ég hugsa til þeirra.“ Jónína hefur alltaf verið einstaklega sjálfstæð og fór ung að aldri að heiman. Hún eignaðist börnin sín með Stefáni Einari Matthíassyni lækni og bjuggu þau lengst af í Svíþjóð saman. Jón- ína segir það góðan og lærdómsríkan tíma. „Við héldum flest jólin okkar í Svíþjóð og við Stefán nutum þess að gera þessa hátíð ógleymanlega fyrir börnin okkar og fylgdum að mestu íslenskum siðum en nágrannar okkar í Helsingborg tóku okkur öllum svo vel og kenndu okkur margt, meðal annars að horfa á teiknimyndir á aðfangadag. Mín helsta jólahefð er á Þorláksmessu þegar húsið lyktar af hangikjöti. Þá er ég búin að gera allt hreint og fallegt hjá mér. Skipta á rúmum og gefa börnunum mínum náttföt. Þá máttu all- ir opna einn sérvalinn pakka. Sá pakki gleymdist ekki í pakka- flóðinu á aðfangadagskvöld. Það var alltaf þvílík gleði að fara í háttinn eftir að hafa horft á börnin sín sofna með bros á vör.“ Sonurinn besta jólagjöfin Hver er besta jólagjöfin sem þú hefur fengið? „Sonur minn Matthías fæddist 22. desember og þvílík gjöf sem drengurinn var og er enn þá. Við dönsuðum um húsið eftir að hann fæddist og reyndar öll jól þar á eftir. Annars gerði dótt- ir mín, Jóhanna, handa mér myndaalbúm af fjölskyldunni okkar þar sem hún skrifaði undir hverja mynd. Hún gerir alltaf allt svo fallega og þessi gjöf er ógleymanleg. Jólin sem ég fæddi Matthías voru uppáhaldsjólin mín. Ég var frekar stikkfrí í veisluhöldum. Við hjónin fórum með einkadótt- ur okkar út um allan bæ í veislu en ljósmæðurnar pössuðu Matt- hías uppi á fæðingardeild. Amma Jóhanna hafði saumað skær- gular eins kápur á okkur mæðgur og við slógum í gegn, eins klæddar. Ég fór upp á spítala og gaf brjóst inn á milli þess sem við vorum að heimsækja fólk. Gilda afsökunin fyrir að vera ekki með svuntuna var að ég átti tveggja daga gamlan heilbrigðan dreng. Í þá daga voru börn og mæður um viku á spítalanum, ég var svo ánægð með þetta að ég fékk að vera 10 daga í algjöru dekri. Orðið ljósmóðir er eitt fallegasta orð sem til er á íslensku. Ég átti tengdamóður sem setti okkur fjölskylduna alltaf í forgang og á jólum sló hún alltaf allar keilurnar, þvílík húsmóðir. Hún minnti mig á mömmu sem var af sama skólanum þar sem öllu var flaggað til á jólum og allt gert fyrir börnin en einnig fyrir þá sem áttu minna. Þær eru í minningunni ekki bara húsmæður heldur fyrirmyndir og útivinnandi konur af kynslóð þegar allt var nýtt, saumað, bætt, bakað og gefið.“ Jónína viðurkennir að ekki hafi öll jól í hennar lífi verið auð- veld. „Öll jól eftir að ég skildi við barnsföður minn og þegar börnin voru hjá honum, þá voru jólin hreint víti. Ég hafði vit á því við skilnaðinn að semja um sameiginlega forsjá og þrátt fyrir sökn- uð vissi ég að feður eiga jafnan rétt og við mæður í að umgang- ast börnin. Þetta var gæfuspor fyrir börnin mín sem öll hafa fengið að njóta góðs af okkur báðum. Hann hefur verið þeirra stoð og stytta þegar ég hef verið veik og Guð einn veit hvað ég er honum þakklát fyrir það. Í æsku þeirra var það hins vegar mitt að hvetja þau til dáða, kenna þeim og þroska þau sem sjálfstæða einstaklinga sem þau eru öll þrjú í dag. Þau hafa náð langt þrátt fyrir að lífið hafi ekki alltaf verið leikur vegna umræðunnar um mig og vegna þess að ég bugaðist undan álaginu. Þau sjá vonandi einn dag- inn að ég gerði allt til þess að þau ættu gott líf. Sumt mistókst en flest ekki. Þau eru svo frábær, heiðarleg og harðdugleg. Mistök mín voru að drekkja söknuði mínum í áfengi, nú lifi ég fínu lífi án þess og með þau í fanginu alltaf þegar þau hafa tíma fyrir mömmu sína.“ Hvernig hugarðu að heilsunni um jólin? „Ég hugsa ekki mikið um heilsuna á jólunum. Heldur fer í jólafrí og leyfi mér þá að borða góðgæti. Ég er reyndar lítið fyrir svínakjöt, sem er gott. Ég elda humarsúpu og baka svani sem synda á súpunni. Ég vil hafa heimilið hreint og fallegt með jólaljósum. Ég gef öllum sem ég elska pakka og var mjög óhress þegar bannað var að gefa systkinabörnum pakka eftir fermingu. Slík röskun fór illa í mig. En við fengum alltaf jólagjafir frá öllum systkinum pabba og mömmu og það tengdi fjölskyldurnar. Gjafir þurfa ekki að vera stórar en alla langar í jólapakka sama hvað þeir þykjast ekki þurfa neitt.“ Notar sama gamla jólaskrautið Skreytir þú heima hjá þér? „Já, ég elska að skreyta þótt í seinni tíð hafi það minnkað. Sama gamla jólaskrautið gleður mig mest. Dóttir mín er snill- ingur í jólahaldi og nú lauma ég mér til hennar, þar eru börnin og jólin eru mest hátíð barna finnst mér. Stundum finnst mér gott að finna litlu stelpuna frá Húsavík í mér líka og ég leyfi mér það.“ Áttu góða uppskrift fyrir jólin? „Já humarsúpuna mína sem ég fékk frá Alfreð Gíslasyni landsliðsþjálfara. Súpuuppskriftin hans hefur komið í Gestgjaf- anum og hjá ykkur á Mogganum. Hún er byggð á spænskri upp- skrift.“ Er eitthvað sem þér finnst að allir Íslendingar eigi að gera gagnvart náunganum á jólunum? „Það er sælla að gefa en að þiggja.“ Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur segir jólin eiga vel við hana. Hún segir jólin hennar hafa verið alls konar í gegnum tíðina. Oftast tími gleði og samveru en stundum tími áskorana. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmynd/Colourbox Ljósmynd/Colourbox Jónína hefur gaman að því að gefa pakka á jólunum. Jónína Benediktsdóttir segir jólin með börnunum hennar litlum hafa verið einstakur tími. Jónína segir jólin vera fyrir börnin og fjölskylduna. E G I L S S T A Ð I R Í S L E N S K T · A U S T F I R S K T · E I N S TA K T HREINDÝR BY PÁLL GARÐARSSON VERÐ 6.900.- BLÁKLUKKUBOLLAR BY AUÐUR INGA VERÐ 6.100.- JÓLATRÉ GAMLA TÍMANS BY EIK MIÐHÚSUM VERÐ 13.200.- JÓLAKVEÐJA HH FISLÉTT Í PAKKA & FALLEG Á VEGG VERÐ 3.900.- 3.500 pr. stk (2 stk) 3000 pr. stk (3 stk og. fl.) Sími 471 2433 / Miðvangur 1-3 / 700 Egilsstaðir / facebook.com/hushandanna www.hushandanna.is ER KOMIN Í LOFTIÐ O P N U N A R T Í M I Desember – virka daga 12 - 18 Laugardagar í aðventu – hefðbundinn jólaopnunartími verslana Lokað alla sunnudaga í desember · Þorláksmessa 13 - 22 Lokað aðfangadag jóla „Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.