Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 126

Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 126
126 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 J ólamarkaðurinn við El- liðavatnsbæ í Heiðmörk er haldinn allar aðventu- helgar af Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur. Þeir sem vilja ævintýralega upplifun utandyra ættu að heimsækja jólamark- aðinn. Hægt er að njóta útiveru í skóginum, fara svo í það að velja jólatré og svo er hægt að kaupa þar einstakar gjafir. Fyrir hvert selt tré eru 50 gróðursett. Félagið hefur einnig haldið utan um handverksmarkað þar sem sérstök áhersla er lögð á einstakt hand- verk og matarafurðir. Áhersla á upplifun utandyra Jólamarkaðurinn verður með breyttu sniði og hefur að sjálfsögðu verið útfærður miðað við allar gildandi reglur og áhersla lögð á að skapa sem bestar aðstæður fyrir gesti. Kaffisala verður utandyra og meiri áhersla á upplifun ut- andyra. Þeir sem heimsækja jólamark- aðinn verða að passa sig á því að klæða sig vel svo hægt sé að njóta útiverunnar til hins ýtrasta. Út frá Elliðavatnsbænum er fjöldinn allur af gönguleiðum sem sjá má á korti inni á heidmork.is. Auk þess verður ævintýraleg stemning í Rjóðrinu þar sem varðeldur mun loga á meðan markaðurinn er opinn. Á þessu ári hefur gest- um í Heiðmörk fjölgað verulega og fögnum við því að höfuðborgarbúar sæki hingað næringu fyrir bæði sál og líkama. Sönn jólastemning í Heiðmörk Það er hægt að komast í dúndrandi jólaskap á Jóla- markaðnum í Heiðmörk. H ús handanna var stofnað fyrirtíu árum og var upphaflegaátaksverkefni margra aðila ásvæðinu í kjölfar hrunsins.Áherslan var í upphafi á að selja og kynna íslenska vöruhönnun og list- handverk samhliða því að leggja sérstaka áherslu á austfirskar vörur úr staðbundnum hráefnum. „Markmiðið var að byggja upp vandaðan sölustað fyrir íslenskar vörur og eftir mætti að styðja við hönnuði og listhandverksmenn á svæðinu. Sú áhersla hefur ekki breyst en margt í umhverfinu hefur breyst og má segja að þessi fyrstu tíu ár hafi farið í að sigla á milli skers og báru í rekstrinum. Afmælisárið leit vel út í upp- hafi árs en þá kom plágan mikla sem við öll er- um að berjast við og ætlum að sigrast á saman. Það gengur ágætlega en þó með því að skerða þjónustu við viðskiptavini okkar með skertum afgreiðslutíma í vetur. Fólk er sem betur fer fljótt að aðlaga sig þessa dagana og ákveðinn hópur fólks skilur að það er mikilvægt að versla í heimabyggð við þessar aðstæður sem aldrei fyrr. Við ætlum að lifa þessar hremmingar af og gyrða okkur í brók með því að opna langþráða vefverslun, hushandanna.is. Þær breytingar hafa orðið að ekki er lengur rekin Upplýsinga- miðstöð Austurlands en stjórn félagsins er að vinna með ýmsar spennandi hugmyndir um Anddyri Austurlands því við finnum að það er mikilvægt að taka á móti gestum okkar og kynna þeim allt það besta sem Austurland hefur upp á að bjóða. Ferðafólk vill hitta heimamann- inn og fá góðar ábendingar um best geymdu leyndarmálin á svæðinu og við finnum einnig fyrir því að fólki finnst gaman að skoða hvaða vörur eru á boðstólum hér. Við segjum stundum að í Húsi handanna segjum við söguna af því hver við erum og hvað við kunnum í gegnum þær vörur sem við erum að selja. Þar spilar andrúmsloft rýmisins, framsetning vöru og gestrisni stóra rullu og við fáum mikla end- urgjöf frá gestum okkar, sem hvetur okkur til dáða,“ segir hún. Hvað heldur þú að verði mest selda varan hjá ykkur í ár? „Ég held að það verði jólakveðjan okkar en hún hefur slegið rækilega í gegn enda fislétt til að senda til vina og vandamanna um heim allan og segir allt sem segja þarf,“ segir hún og minnist á að þau hafi orðið vör við aukna sölu á ilmkertum og góðum sápum á veirutímum. „Einnig seljum við mikið af alls kon- ar fallegum keramikkaffikrúsum og -boll- um sem eru mjög vinsælir og svo ætla ég að nefna rjúpur í alls konar útfærslum. Rjúpurnar hennar Anne Kaamp leirlistakonu hér á Egils- stöðum seljast bara upp um leið og þær koma í hillur en svo eigum við frá öðrum hönnuðum til dæmis rjúpuflautu, rjúpuhálsmen, rjúpu- kökudisk, rjúpuveggspjald, rjúpulöber og púða. Við elskum rjúpuna og hugsum hlýtt til hennar og hvetjum fólk til að upphefja hana fyrir árlegar fórnir hennar á matarborðum lands- manna.“ Hvað kemur þér sjálfri í jólaskap? „Þegar það styttist í að dætur mínar, barna- barn og tengdasonur komi heim til að halda jól- in hjá okkur, sem reyndar verður mjög líklega ekki í ár vegna veirunnar vondu. Þau búa öll í Kaupmannahöfn og það stefnir í að það verði jólahald á Teams hjá okkur í ár. Ég hef ákveðið að láta það ekki taka mig í nefið og ætla að vera mjög skapandi og finna leið til samveru. Messan í útvarpinu verður á sínum stað, ilmurinn úr eld- húsinu og svo bara þessi stóíska ró sem jólanótt- in færir manni, með góða bók og Nóakonfekt á kantinum.“ Hvað finnst þér ómissandi að borða í desem- ber? „Mér finnst voða gaman að fara á eitt jóla- hlaðborð eða brunch en alls ekki fleiri því það eru helgispjöll að borða jólamatinn allan desem- ber. Vil bara hafa hann á jólunum og njóta hans þá. Mér finnst gaman að prufa að baka eitthvað sem ég hef ekki gert áður, til dæmis smáköku- sort, en svo baka ég alltaf skinkuhorn og jóla- bollur til að eiga í frystinum, sem er góð til- breyting frá þessu sæta. Ef ég ætti að nefna eitthvað sérstakt þá verð ég að nefna ananasbúðing systur minnar sem alltaf er snæddur í fjölskylduboðinu okkar og kaniltertuna hennar mömmu. Það eru jólin …“ Kannski verða jólin bara á Teams Lára Vilbergsdóttir fram- kvæmdastjóri og einn af eigendum Húss handanna á Egilsstöðum segir að jólin í ár verði frábrugðin fyrri jólum. Fólk muni án efa gefa meira af heimatilbúnum jólagjöfum í ár og að ilmkerti og sápur seljist eins og heitar lummur. Marta María | mm@mbl.is Hreindýr eru eitt af einkennum Austurlands. Hér eru handgerð hreindýr sem fást í Húsi handanna. Skraut sem óskar fólki gleðilegra jóla er ein eftirsótt- asta varan í versluninni. Hér má sjá fallega jóla- skreytingu. Í versluninni er að finna hönnun og handverk. Hús handanna var stofnað fyrir áratug og hefur síðan þá notið vinsælda. Þegar styttist í að dætur mínar, barnabarn og tengdasonur komi heim til að halda jólin hjá okkur, sem reyndar verður mjög líklega ekki í ár vegna veirunnar vondu. Þau búa öll í Kaupmannahöfn og það stefnir í að það verði jólahald á Teams hjá okkur í ár. ❄
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.