Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Qupperneq 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2020
Faraldurinn og fásinnið hefurgert það að verkum að bók-lestur bókaþjóðarinnar hefur
vaxið, en eyjarskeggjar hafa lesið
2,5 bækur á mánuði í ár, en þær voru
2,3 í fyrra. Útgefendur vona að það
veiti fyrirheit um góð bókajól í ár.
Verkfall flugvirkja Landhelgisgæsl-
unnar stendur enn yfir, en þó vakti
vonir að flugvirkjar virðast vera til í
að ræða um að flugvirkjar ferðuðust
ekki ófrávíkjanlega á Saga Class á
ferðum sínum til útlanda.
Víða hefur verið sovéskt yfirbragð á
verslun í landinu að undanförnu, en
langar biðraðir hafa víða myndast
utan við þær vegna fjarlægðar- og
fjöldatakmarkana. Verslunareig-
endur hafa ekki allir verið ánægðir
með það, sér í lagi þegar reglurnar
eru mismunandi.
Umræða um hópsmitsskýrslu
Landakots, sem dreift hafði verið
um kaffileytið á föstudagseftir-
miðdag, kraumaði um helgina. Ýms-
um þótti hratt skautað í skýrslunni
yfir vinnubrögð og viðbrögð stjórn-
enda spítalans, en þar var skuldinni
skellt á húsakost þar innan dyra,
sem þó er varla nýtilkominn.
Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi
ráðherra, formaður Alþýðuflokks-
ins, sendiherra og framkvæmda-
stjóri EFTA, lést ríflega áttræður
að aldri.
Um 30 manns eru í endurhæfingu á
Reykjalundi vegna Covid-19, en
talsvert fleiri hafa óskað hennar.
Reykjalundur var lokaður um hríð
vegna faraldursins en hefur nú verið
opnaður á ný.
Þrátt fyrir að ferðamenn láti vart sjá
sig á landinu hefur umsóknum um
alþjóðlega vernd hér á landi fjölgað
talsvert að undanförnu, ekki síst
fólks sem þegar hefur fengið vernd í
öðrum löndum. Palestínuarabar
hafa verið áberandi í þeim hópi.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
lögðu fram tillögu um viðspyrnu-
aðgerðir fyrir bæði fólk og fyrirtæki,
sem áttu það flestar sameiginlegt að
geta komið til framkvæmda þegar í
stað. Meirihlutinn felldi þær allar,
en Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri fullvisaði fólk um að í fyllingu
tímans kæmu fram ýmsar aðgerðir
sem borgin hefði unnið að um
nokkra hríð.
Af vettvangi borgarinnar er það
einnig að frétta að endurnýjun
Laugardalslaugar er komin í far-
vatnið, en endurbyggja þarf hana að
mestu leyti. Þar verður sjálfsagt
helsta álitaefnið hvað verði um stúk-
una, ónotaðasta mannvirki á Íslandi,
sem hins vegar setur mikinn svip á
svæðið.
Breytingar eru yfirvofandi hjá
Ríkisútvarpinu hvað varðar þuli
þess, en gríðarleg fastheldni mun
vera hjá tryggum hlustendum um
hvernig þeim málum er skipað. Þá
er í ráði að taka upp fréttatengda
dagskrá í kringum hádegisfréttir.
Norlandair fór í sínar fyrstu reglu-
legu ferðir vestur á firði, samkvæmt
samningi við Vegagerðina. Flogið
verður milli höfuðborgarinnar og
Bíldudals sex sinnum í viku og tvisv-
ar í viku á Gjögur.
Talið er að bólusetning við kórónu-
veirunni geti hafist hér á landi í jan-
úar eða febrúar, en fyrsta kastið
verður áhersla lögð á sérstaka
áhættuhópa og lykilstarfsfólk, svo
sem aldraða og sjúklinga, heilbrigð-
isstarfsfólk og annað framlínufólk.
Kópavogsbær áformar endurgerð
Hamraborgar þar í bæ, en þar er um
að ræða tugmilljarða verkefni, þar
sem allt að þúsund íbúðir eru í bígerð.
Nokkrar byggingar þar verða jafn-
aðar við jörðu, en í staðinn munu rísa
nokkrar nýbyggingar, allt að 12 hæða
háar.
Sem kunnugt er hefur netverslun
aukist mikið í heimsfaraldrinum og
af þeim sökum hefur álag á Póstinn
aukist mikið. Þannig voru pakka-
sendingar innanlands meira en
helmingi meiri nú í október en var í
sama mánuði í fyrra. Tafir á póst-
sendingum til og frá landinu hafa
einnig sett strik í reikninginn.
Ókyrrðar gætti á stjórnarheimilinu í
vikunni, sem birtist til dæmis í
hnútusendingum milli Lilju Alfreðs-
dóttur menntamálaráðherra og
Katrínar Jakobsdóttur forsætisráð-
herra. Þá hefur ákvörðun Sigurðar
Inga Jóhannssonar, um að vera
meðflutningsmaður á þingmanna-
frumvarpi forsætisráðherra um
stjórnarskrárbreytingar, ekki orðið
til þess að kæta sjálfstæðismenn í
stjórnarsamstarfinu.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra lagði til við for-
seta Íslands að þær Ása Ólafsdóttir
og Björg Thorarensen yrðu skip-
aðar dómarar við Hæstarétt.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra hefur ákveðið að skimun
við komuna til landsins verði gjald-
frjáls frá 1. desember til 31. janúar.
Netárás var gerð á Arion banka,
sem hafði víðtæk áhrif á fjarskipta-
innviði landsins. Árásin á bankann
heppnaðist ekki en olli meiri usla en
ella vegna bilunar hjá erlendri net-
varnarþjónustu.
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um
0,25% sem kom ýmsum á óvart, en
þeir standa nú í 0,75%. Fróðlegt
verður að sjá að hvaða leyti við-
skiptabankarnir munu láta Jón og
Gunnu njóta þess.
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA)
gáfu aftur út flughæfnisvottorð á
Boeing 737-MAX farþegaflugvél-
arnar, sem mun hafa áhrif um allan
heim. Vélarnar hafa verið kyrrsettar
frá því í mars 2019. Icelandair gerir
ráð fyrir að vélarnar verði komnar í
áætlunarflug næsta vor, ekki sé þörf
fyrir þær í augnablikinu.
Rakarastofur voru opnaðar á ný við
mikinn fögnuð loðinna landsmanna.
Hárskerar reikna með að 3-4 vikur
taki að klippa af kúfinn sem safnast
hefur, en á betri hárgreiðslustofum
er allt upppantað fram að jólum og
biðlistar.
Samráð stjórnvalda við þegnana hef-
ur tekið stakkaskiptum með sam-
ráðsgáttinni svonefndu, sem tekin
var í notkun snemma árs 2018, en
þangað hafa frá upphafi borist 7.100
umsagnir. Kvarnir hins opinbera
mala hins vegar hægt og fínt, svo
samráðið getur tekið mörg ár. Þar
bíður þannig 251 mál úrvinnslu
ráðuneyta.
Mjög hefur dregið úr drykkju og
annarri vímuefnaneyslu íslenskra
unglinga ef marka má niðurstöður
rannsókna EPSAD, sem er samevr-
ópskt verkefni um slíka upplýsinga-
öflun. Samkvæmt henni fara íslensk-
ir unglingar mun sjaldnar á fyllerí
en í öðrum ríkjum Evrópu. Hins
vegar er notkun tauga- og geðlyfja
þeirra með því mesta sem gerist.
Reykjavíkurborg líst ekkert á mála-
leitan malaíska auðjöfursins Vin-
cent Tan, sem reisa vill veglegt hót-
el á miðbakka Reykjavíkurhafnar.
Bendir borgin þess í stað á Effersey
og finnst rakið að tugmilljarða
lúxushótel rísi við olíutankana.
Íslenskir minkar taka tilmælum
sóttvarnayfirvalda ljóslega mun al-
varlegar en danskir kollegar þeirra,
en í skimun Matvælastofnunar
fannst ekkert kórónuveirusmit í sýn-
um sem tekin voru úr öllum minka-
búum landsins. Í Danmörku var síð-
asta minknum slátrað í sóttvarna-
skyni á fimmtudag.
Þess var minnst að 250 ár voru frá
fæðingardegi myndhöggvarans Ber-
tels Thorvaldsens, einhvers mesta
listamanns sem til Íslands á ættir að
rekja.
Ófarir landsliðs Íslands í fótbolta
karla í þjóðadeild UEFA héldu
áfram þegar liðið tapaði fyrir Eng-
lendingum á Wembley, 4:0, og féll
niður í B-deild deildarinnar.
Ísland er í hópi þeirra ríkja Evrópu,
þar sem fæst dauðsföll eru af völd-
um kórónuveirunnar. Miðað við
höfðatölu, auðvitað.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra leggur ýmsar skattbreyt-
ingar til í frumvarpi. Þar á meðal að
frítekjumarkið hækki í 300 þúsund
krónur, sem mun einnig ná til arðs
og söluhagnaðar hluta með skráð fé-
lög á markaði.
Öldurhús borgarinnar eru enn lok-
uð. Drykkur vikunnar er því Molo-
tov-kokteill.
Beðið eftir
bóluefni
Minkar í Danmörku biðu einskis nema dauða síns í vikunni. Raunar án lagaheimildar, svo landbúnaðarráðherrann mátti
segja af sér. Sýnataka á íslenskum minkabúum benti hins vegar til þess að þar væri ekkert kórónuveirusmit.
AFP
15.11.-20.11.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
DLUX 4000
NÝTT
Sterkasta D-vítamín sem
völ er á frá Better You
4000 AE í hverjum úða
• Sykurlaus munnúði
• Sama góða piparmyntubragðið
• 3ja mánaða skammtur
• Óhætt að nota á meðgöngu og
meðan á brjóstagjöf stendur
Vítamín í munnúðaformi skila hámarksupptöku í
gegnum slímhúð í munni sem gerir þau afar hentug í notkun.