Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Side 6
Ef allir eiga í samkeppni við alla á opnum mark-aði þá mun hulin hönd sjá til þess að heildinhagnist, ekki allir, en samanlagt. Þetta er
grunnhugsun kapítalismans. Svo fundu menn það út
að þótt samanreiknaður ávinningur af samkeppninni
kynni að vera mikill þá skiptist hann ekki sem skyldi.
Það vantar réttlætið sögðu kommúnistar og vildu
skipuleggja svo ávinningur framfara gagnaðist okkur
sem samfélagi. Og svo fóru menn að skiptast í fylk-
ingar sem rifust um samkeppni og skipulag, hvort
ætti að vega þyngra. Eitthvað rjátlaði af mönnum
eftir því sem á leið og sáu menn annars vegar ókosti
þess að láta hina huldu hönd um hituna, reynslan
sýndi að sennilega væri hún ekki til, og hins vegar
óaði mönnum við ofurskipulagi, sérstaklega þegar
það var án lýðræðis, bara sálarlaus reglustikan. Í
togstreitu samkeppni og skipulags hefur pendúllinn
færst til í tímans rás. Síðustu áratugina hefur hann
verið samkeppninni í hag; hún eigi að tryggja eilífan
vöxt – hagvöxt sem sé allra meina bót. Ein er sú sem
kveinkar sér undan þessari stefnu og það er sú sem
við eigum allt okkar undir, sjálf Móðir jörð. Hún seg-
ir að þenslustefna kapítalismans gangi ekki upp.Og
hvað er þá til bragðs að taka? Snúast þarf til varnar
fyrir Móður jörð. Verja þarf náttúruna fyrir ágengni
mannsins. Boðað er til ráðstefna á heimsvísu, í Kyoto
og París, þar sem ákveðið er að draga úr mengun
jarðar. Stórkostlegt segir Móðir jörð eða þar til það
rennur upp fyrir henni að meðalið sem á að gefa
henni til heilsubótar sé gamla mixtúran sem er að
ganga af henni dauðri. Það á nefnilega að gera nátt-
úruvernd að bisniss. Og nú er hafist handa, öllum
stærðum er snúið upp í mælanlegar einingar svo þær
megi ganga kaupum og sölum. Til verða loftslags-
kvótar og alls konar kvótar sem má kaupa og selja.
Þannig kom það til að Íslendingar urðu kjarn-
orkuþjóð. Við seljum nefnilega orkuna úr Þjórsá og
Kapítalismi sem
knúningsvél
Úr ólíkum áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
„Snúast þarf til varnar fyrir
Móður jörð,“ segir Ögmundur
í grein sinni. „Verja þarf náttúr-
una fyrir ágengni mannsins.“
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2020
Nú er að renna upp sá árstími þegar égfer venjulega að láta mig dreyma um aðflytja til útlanda. Komast frá íslensku
haustlægðunum, hljóðinu af trjám að berja rúð-
urnar og sköfunni á frosinni bílrúðu. Losna við
kuldann og láréttu slydduna, klakann og myrkr-
ið.
Veturinn er farinn að sýna tennurnar og sama
hversu léttur maður er verður aldrei sérstaklega
spennandi að fara í vinnu og koma úr vinnu í
sama myrkrinu og kuldanum.
Ég sé mig fyrir mér að vakna á suðrænum
slóðum og setjast út með kaffibollann á stutt-
buxum. Finna notalega sólargeisla verma mig
þar sem ég sit og velti því fyrir mér hvað ég eigi
að gera restina af deginum. Loka augunum og
sjá fyrir sér fólk heima að berjast gegn vindinum
og hríðinni (því veður verður alltaf aðeins betra í
útlöndum þegar maður veit af vondu veðri á Ís-
landi). Vippa mér kannski aðeins út í laug til að
kæla mig niður.
Ég held að ég verði betri í vetur. Ég hef nefni-
lega gert mér grein fyrir því að veður er ekki
allt og kemur ekki í staðinn fyrir það sem skiptir
mestu máli: Fjölskyldu og vini.
Þetta rann upp fyrir mér í haust. Við fé-
lagarnir í golfhópnum mínum áttum sem sagt að
vera í Barcelona í byrjun september í ryder-
keppni gegn erkióvinum okkar (sem eru reyndar
miklir vinir okkar). Þetta höfum við gert árum
saman og er alltaf hápunktur ársins hjá okkur
félögunum. Og svo spillir ekki fyrir að við
vinnum yfirleitt. (Fyrir þá sem ekki þekkja þá er
Ryder keppni Bandaríkjanna og Evrópu í golfi.
Við erum samt allir Íslendingar.)
Við áttum að vera á geggjuðum golfvelli í
brakandi sólskini, logni og almennum næsheit-
um. Með ískaldri og ódýrri hressingu eftir leik.
Niðurstaðan varð þrjár nætur í Borgarnesi.
Og með fullri virðingu fyrir Borgarnesi þá er það
frekar langt frá Barcelona. Lognið varð að átta
til tíu metrum á sekúndu og sólin lét ekki sjá sig
fyrr en á þriðja degi. Og svo voru náttúrlega
tuttugu gráður í hitamun.
En samt var þetta algjörlega stórkostlegt.
Hópur af miðaldra körlum að upplifa sig sem al-
vöru íþróttamenn í keppni sem öllu skipti. Al-
gjörlega á taugum yfir því að klúðra einhverju
og bregðast félögum sínum. Hvert einasta högg
skipti máli og sigurgleðin svo einlæg og verð-
skulduð.
Sitja svo eftir hringinn og fara yfir þetta.
Segja sögur sem allir hafa heyrt áður en eru svo
skemmtilegar að þær bera vel nokkur skipti í
viðbót. Jafnvel henda í eft-
irhermur og fúla brandara.
Þetta finnst mér nefnilega svo
skemmtilegt – að vera með vin-
um mínum og njóta þess að vera
í góðum félagsskap. Þegar það
tekst þá eru hlutir eins og sól og
logn bara hugarástand.
Vissulega væri hægt að vera í
betra veðri. Og ég viðurkenni
fúslega að ég öfunda aðeins þá
sem hafa látið sig hafa það og skellt sér til sólar-
landa í vetur. Mér verður hugsað til flugfélagsins
sem auglýsti að það væri ekki áfangastaðurinn
heldur ferðalagið sem öllu skipti, en niðurstaða
mín er sú að það er hvorki ferðalagið né áfanga-
staðurinn sem gerir útslagið. Það tapar smám
saman sjarmanum að rölta um í útlöndum með
grímu án þeirra sem standa þér næst.
Og þá, þrátt fyrir alla sólina, strendurnar, pí-
nakólöðurnar og grænu golfvellina, er kannski
betra að bíta á jaxlinn, bíða aðeins og fara með
vinum sínum og fjölskyldu.
’Ég sé mig fyrir mér að vakna ásuðrænum slóðum og setjastút með kaffibollann á stuttbuxum.Finna notalega sólargeisla verma
mig þar sem ég sit og velti því
fyrir mér hvað ég eigi að gera
restina af deginum.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Staðir eru fólk
GRUNNUR AÐ
GÓÐRI HEILSU
Vissir þú að um 80% af ónæmiskerfinu eru í meltingarveginum?
KEFIR er auðugur af lifandi góðgerlum sem fjölmargar rannsóknir
hafa sýnt að bæta meltinguna og viðhalda heilbrigðri þarmaflóru.
Hann inniheldur einnig mikið af próteini, kalki og nauðsynlegum
vítamínum eins og B12.
KEFIR - KOMDU HEILSUNNI Í JAFNVÆGI