Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Side 7

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Side 7
Blöndu til Evrópu þar sem framleitt er með kola- brennslu og kjarnorku. Við fáum pening en sóðas- timpil í kladdann. En Evrópusambandið gengur lengra í umhverfisstefnu í þessum anda. Fyrst var raforkukerfið markaðsvætt. Ís- lensk stjórnvöld vildu náttúrulega vera með á þeim vagni. Hver hefur ekki fylgst með átakanlegri augýs- ingaherferð nú í haust um að við eigum öll að vera „í stuði“, vakin kvölds og morgna til að velja ódýr- asta rafmagnið þann daginn! Nokkuð sem enginn maður hefur áhuga á að verja dögum sínum til. En ekki nóg með þetta. Að sjálf- sögðu þarf að gera markaðskerfi orkunnar umhverfisvænt. Nú er það þannig að vilji menn tengja virkjun miðlægu dreifikerfi verður að gera það á markaðslega sjálf- bærum forsendum, sem getur reynst smávirkjunum erfiður hjalli. En í því skyni að búa til umhverf- isvænt raforkuumhverfi er unnið að gerð styrkjakerfis fyrir slíkar smávirkjanir að ógleymdum græn- um vindmyllugörðum svo eigend- urnir geti komið „vöru“ sinni óhindrað á framfæri. Þarna ná samkeppni og skipu- lagning saman en vel að merkja á forsendum hinnar eilífu þenslu. Enn eitt atriði sem mætti nefna áður en niðurstaða þessa pistils er lögð fram.Til að vega upp á móti eitt þúsund og tvö hundruð milljörðum sem ríkisstjórnin boðar í vegaframkvæmdir og aðrar sam- göngufjárfestingar á næstu fimmtán árum með til- heyrandi margföldun koltvísýr- ings í andrúmsloftinu þegar öll kurl verða komin til grafar, þá þarf vitaskuld að gróðursetja sem mest af trjám sem eyði þessari nýju mengun loftsins. En hvernig trjám? Okkur er sagt að okkar gamla góða birki dugi illa, það sé of seinvaxta, langbest sé öspin, hún sé það tré sem veiti þenslustefnu kapítalismans mestu aflausnina. Niðurstaðan er þá sú að við getum bætt þjóðar- haginn mest með því að gera okkur sem best samkeppnishæf á markaðstorgi umhverfisvernd- arinnar, virkjað hvern læk og hverja lind og fengið til þess styrki, reist sem flesta vind- myllugarða og flutt út „af- urðina“, gert landið að aspar- skógi og selt loftslagskvótana sem þannig fást og síðan koll af kolli. Allt þetta fáum við með því að gera kapítalismann að knúningsvél í lífróðri jarð- arinnar. En gleymum því ekki sem við lærðum: Það er engin hulin hönd. ’Til að vega upp ámóti eitt þúsund ogtvö hundruð milljörðumsem ríkisstjórnin boðar í vegaframkvæmdir og aðrar samgöngu- fjárfestingar á næstu fimmtán árum með til- heyrandi margföldun koltvísýrings í and- rúmsloftinu þegar öll kurl verða komin til grafar, þá þarf vitaskuld að gróðursetja sem mest af trjám sem eyði þess- ari nýju mengun lofts- ins. Morgunblaðið/RAX 22.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7 Eggert Jóhannesson mjolka.is Fylgdu okkur á

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.