Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2020 Þ au eru dálítil vandræðaleg viðbrögðin við Veirunni, sem tekin er að kalla á stóran staf. Hólarnir í Vatnsdal og eyjarnar á Breiðafirði eru hætt að vera óteljandi en veirurnar hljóta enn að vera það. En hana Veiru þekkjum við nú orðið betur en við kærum okkur um, þótt enn sé hún óútreiknanleg. Við vonum öll það besta og við það markmið situr. Og ekki bara við, ég og þú, þjóðin í landnámi Ingólfs og út og austur af því. Sama gildir um hinar þjóðirnar. Veiran hefur storkað okkur flestum í nærri tíu mánuði. Það var engu skrökvað um það hversu langa setu hún myndi hafa hér sem annars staðar, óboðin og illa þokkuð. En það lá þó í loftinu að hún stæði sennilega við í þrjá eða fjóra mánuði en þá yrði komið á hana fararsnið. Enda þá tekið að hlýna. Þá bráðnar snjór, og nokkrum vik- um síðar fer að grænka, fuglar mæta og það er þá sem veirur fara. Það gilti um þær veirur sem hétu ekkert sérstakt. Hinar veirurnar eru ekki til umræðu nema í litlum hópi. Við hin tölum um flensu og það er ekkert gefið upp hvað þær grandi mörgum. Enda sjálfsagt flókið að eignfæra afföllin upp á sjúkdóma, svo að vit sé í, þegar margir eru á ferðinni í senn. Ef maður á skammt eftir vegna illkynja sjúkdóms þá er látið vera að þakka flensuveirunni fyrir líknandi hönd. Væri maður langt genginn í snúnum og heldur óþægilegum veikindum gæti verið ráð að sleppa flensusprautunni. Fengi maður sér hana þá færðist banameinið senni- lega á „undirliggjandi mein“ en ella á árvissu veiruna. Frægir fá smit Stjórnmálamenn í fremstu röð, nú eða forðum, eru ekki mörg eintök. En það verður ekki betur séð en að þeir séu jafnvel séðari en aðrir að sjá við veirunni. Þeir, sem liggur leitt orð til stjórnmálavafsturs, myndu skjóta því að, að þar færu nægilega eitruð ein- tök til að leggja jafn undirförula veiru og þessa. Það var sagt frá því í september að Berlusconi, einn þekktasti pólitíkus Ítalíu, hefði greinst með veiruna, í annarri bylgju hennar. Nokkrum mánuðum fyrr virt- ist Boris Johnson mjög hætt kominn, þótt saman- rekið hraustmenni sé. Forseti Brasilíu, Bolsonaro, hægrimaður þrátt fyrir nafnið, komst svo í veiru- hámæli og loks „Trump sjálfur“, eins og það var orð- að í útvarpi. Hinir „stóru“ og þekktu fjölmiðlar vestra tóku fréttina af Trump upp á sína arma. Það var helst eins og runninn væri upp svartur föstudagur, sem er gróðavonardagur þar vestra. Það skrítna var að allir fjölmiðlungarnir voru með einu og sömu talpunktana, eins og jafnan þegar þeir fjalla um Trump „sjálfan“. Og þótt þeir leyndu vel áhyggjum sínum og sorg sögðust þeir hafa áreiðanlegar heimildir úr röðum lækna og sérfræðinga, um að miðað við aldur og lík- amlegt fituinnihald og álag væru rúmlega 92 prósent líkur á því að Donald Trump myndi ekki hafa það af. En það gerði hann svo og séu viðmið höfð við legu- daga og hvíld í kjölfarið, þá virtist sá dauðadæmdi hafa sloppið fimm sinnum betur úr slag við Veiru en rugby-tröllið Boris Johnson. Það var til þæginda og hagræðingar að sömu fjöl- miðlar og hata Trump vestra hötuðu líka brasilíska forsetann, svo ekki sé minnst á Berlusconi, og áttu því sjálfsagt auðveldara með að hemja harm sinn út af því að Veira færi í pólitískt manngreinarálit. Eftir veirufréttina af Berlusconi í september var hann ekki nefndur meir og líkast því að kvennaljóm- inn hefði verið jarðsettur í kyrrþey. En þeir sem fletta honum upp sjá að einungis 13 dögum eftir smit talaði hann við blaðamenn og aðra á ítölsku torgi. Sagði hann að Veira hefði verið eitt af því versta sem fyrir hann hefði komið, en hann hefði hrist hana af sér, eins og aðra óværu fram til þessa. Veiran náði aldrei ofan í kjallara til Bidens þar sem hann háði baráttu sína fyrir því að komast aftur í öldungadeild- ina, eins og hann hafði ítrekað nokkrum sinnum opin- berlega síðustu misserin. Það breytti hins vegar engu um baráttuna um Hvíta húsið. Trump var þar efstur á báðum listum. Þeim, sem stuðningsmenn töluðu fyrir að Trump yrði kosinn, og hinum, sem þeir báru fram sem töluðu fyr- ir því að Trump yrði alls ekki kosinn. Lítið var minnst á Biden eða Hunter litla milljarðamæring, enda hefði það einungis truflað baráttuna í öldungadeildinni. Sprengjan kynnt. En sprakk hún? Í vikunni kynnti sveit lögfræðinga þau álitaefni nýlið- inna kosninga sem þeir hafa reifað og munu bera upp fyrir dómstóla. Stöð eins og CNN ákvað að vera ekki með útsendingu frá þeim atburði en hefur síðan kom- ið því vel og myndarlega til skila að forystumaður lögfræðinganna hafi svitnað með skrautlegum hætti í sjónvarpinu. Gæti farið vel á því að einhver fengi Pulitzer-verðlaunin fyrir þá frétt og telja má víst að norska nóbelsnefndin hljóti að vera heit. Fyrir aðra var fundurinn hins vegar mjög athyglis- verður fyrir þær alvarlegu ásakanir sem settar voru fram af hálfu annars „forsetaflokksins“ vestra og eru ekki dæmi þessa til. Málatilbúnaðurinn kemur nú til kasta dómstólanna. Óbreyttum evrópskum áhorfanda varð ekki um sel, þótt hann svitnaði ekki eins og talsmaður lögmann- anna. Lýsingarnar á stöðu bandarískra kosninga voru svo sannarlega ekki upp á marga fiska. En áhorfandinn hlaut að spyrja sig hvers vegna Repú- blikanaflokkurinn léti þennan þátt ekki taka til sín fyrr. Þar fer annar öflugasti stjórnmálaflokkur Bandaríkjanna og flokkurinn hefur sterka stöðu í bandarísku þjóðlífi og getur því umfram marga látið til sín taka. Á móti mætti segja að lýst var á fundinum stórkostlegum möguleikum til þess að standa fyrir kosningasvindli. Það er eitt, en hitt er að einhver hafi ekki staðist freistinguna að nota sér stórskemmt og gallað kerfi, sem hvergi er notað á byggðu bóli svo vitað sé. En það er það sem felst í ásökunum flokks- ins nú. Þeir vitna mjög til orða Bidens fyrir kosningar að enginn flokkur hafi eins sterka stöðu til að standa fyrir öflugum kosningasvikum eins og hans flokkur, Demókrataflokkurinn. Þetta er vissulega sérkennileg yfirlýsing og hljómar mjög illa. En hafa verður í huga að þetta er Biden. En lýsingar á fjöldaframleiddum póstatkvæðum sem enginn gat eða getur vitað með vissu hver fyllti út jaðra við að vera óhugnanlegar. Og þá hitt að „verktakar“ hafi boðið í að safna saman atkvæðum Veirukærum fækkar. Bananaríkjum fjölgar? ’Við tölum stundum um heiminn eins oghann sé í sæmilegum skorðum hvaðveirur snertir. En víða um heim er horft öðr-um augum á veiruslaginn en hjá þjóð sem horfir öll sem ein upp til þremenninganna svo minnir helst á börn í yngstu bekkjum skóla- kerfisins. En það gildir ekki alls staðar. Reykjavíkurbréf20.11.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.