Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.03.1990, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 21.03.1990, Blaðsíða 2
2 Kjallaragrein: Athugasemd við skrif Krístins H. Gunnarssonar Yíðir Benediktsson skrifar: s SÍÐASTA tölublaði Bæj- arins besta ritar Kristinn H. Gunnarsson grein, sem er full af vísvitandi rangfærsl- um og er því mjög brýnt að leiðrétta þær. Það gefur auga leið, að það þarf ekki sterkgáfaða menn til að sjá að, ef bæjar- ráð hefði orðið við ósk okkar um 5m lóð til austurs, að þá hefði að sjálfsögðu komið í okkar hlut að greiða fyrir þá uppfyllingu, en það kom aldrei til greina að við greiddum fyrir uppfyllingu sem var á lóð bæjarins. Þá er það ekki rétt hjá Kristni að göngustígurinn sé í eins met- ers fjarlægð frá húsinu. Hann er einmitt í 5 metra fjarlægð frá húsinu sem er einmitt sú lóðarstærð sem við óskuðum eftir. Það voru því engin efnisleg rök fyrir því að neita okkur um þessa lóðastækkun nú þegar. Þá tekur Kristinn upp á þeim vana sínum að fara vís- vitandi rangt með. Það eru mjög ámælisverð vinnu- brögð, eins og Kristinn við- Víðir Benediktsson. hefur, er hann gefur sterk- lega í skyn að þau verk sem hann gerir að umræðuefni hafi verið unnin hjá Vél- virkjanum sf. Svo var ekki og eru Vélvirkjanum sf. með öllu óviðkomandi. Frá upphafi, hcfur það verið stefna forráðamanna Vélvirkjans sf. að veita góða þjónustu, þar sem fagleg og vönduð vinnubrögð eru höfð í fyrirrúmi. Höfum við átt ánægjuleg viðskipti við bæjarsjóð á liðnum árum, en aldrei héfur bæjarsjóður þurft að borga óeðlilega mikið fyrir þau viðskipti. Eftir þessi skrif Kristins, þar sem hann verður uppvjs að vísvitandi rangfærslum, árásum á einstaka fyrirtæki og menn, hlýtur mönnum að skiljast að það er ekki slík forysta sem Bolungarvík þarfnast í framtíðinni. Þá er fróðlegt að fylgjast með þeirri öru þróun víðast hvar, þar sem skoðanabræður Kristins hafa ráðið ríkjum. Hvarvetna er fólk að brjótast undan oki, örbirgð og áþján kommúnismans. Hvarvetna þar sem komm- únistar hafa verið við stjórn, er fátækt', hungur og von- leysi, og nú gerir þetta kúg- aða fólk örvæntingafulla til- raun til að losna undan járnhæl kommúnismans og fylgismanna þeirra í leit að réttlæti, lýðræði og mann- réttindum, þar sem einstak- lingum er skipað í öndvegi. Með þökk fyrir birting- una. Víðir Benediktsson Ur penna Jó Jó... Nevtendasamtökin: Er ekki lágmarkið að þetta lið sé í tjóðri??? BÆJARINS BESTA ísafjörður: s Arekstrum fjölgar FREMUR rólegt var hjá lögreglunni á Isafirði um síðastliðna helgi. Tveir gistu þó fangageymslur vegna ölv- unar og sem betur fer var enginn tekinn grunaður um ölvun við akstur. Mikill fjöldi ísfirðinga var að skemmta sér á dansstöðum bæjarins á laugardagskvöld- ið og gekk sú skemmtun í alla staði vel fyrir sig. Nokkuð hefur verið um árekstra að undanförnu og hefur þeim farið fjölgandi að sögn lögreglunnar. Iflestum tilfellum er um minniháttar árekstra að ræða. Þó var nokkuð harður árekstur á Skutulsfjarðarbraut um kl. •19 á sunnudaginn er fólksbíll ók aftan á annan. Eftir þann árekstur var einn fluttur á sjúkrahús með höfuð- meiðsli. Sund: Pálína o» Birgir Öm kepptn á Ulster leikunum s SFIRÐINGARNIR Pálína Björnsdóttir og Birgir Örn Birgisson voru meðal keppenda fyrir ís- lands hönd á Ulster leikun- um í sundi sem fór fram í Belfast um helgina. Á leik- unum kepptu auk fslands, Sovétríkin, Wales og írland. Pálína varð fjórða í 400 metra fjórsundi á tímanum 5.38.43. Þá varð hún í sjö- unda sæti af átta í 100 metra skriðsundi á tímanum 1.02.29. og í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi. Pálína var einnig í boðsundsveit íslands sem setti fslandsmet í 4x200 metra skriðsundi. Birgir Örn varð níundi af tíu í 100 metra skriðsundi og synti á tímanum 55.11. Þá varð Birgir Örn 4 af 5 í 400 metra skriðsundi á tímanum 4.16.02. Flateyri: Atvinnulífíð að komast í gang ATVINNULÍFIÐ á Flat- eyri er heldur að kom- ast í gang eftir frekar litla vinnu undanfarnar vikur. Lítil vinna hefur verið hjá frystihúsinu Hjálmi und- anfarið og er þar um að kenna gæftaleysi hjá smærri bátunum og það að togarinn Gyllir fór ■ í siglingu til Þýskalands. Eitthvað rættist þó úr í síðustu viku er smærri bátarnir komust í nokkuð marga róðra og fisk- uðu vel. Togarinn Gyllir landaði á mánudag en fer síðan fljót- lega að fiska í aðra siglingu. Hann á pantaðan söludag í Englandi 4. apríl n.k. og fer síðan í slipp þar í landi. Sex manna nefnd sem Flateyrarhreppur skipaði fyrir stuttu og átti að undir- búa stofnun hlutafélags um reksturs nýs skips hefur unn- ið að fullu og er nú með nokkur nöfn skipa á lista. Þá eru um 40 einstaklingar bún- ir að skrifa sig á lista sem þátttakendur í hinu nýja fé- lagi.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.