Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.03.1990, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 21.03.1990, Blaðsíða 16
16 BÆJARINS BESTA AFLAFRÉTTIR ísafjörður: Guðbjartur landaði á þriðjudag 115 tonnum. Stór hluti aflans er ufsi af mið- unum fyrir sunnan. Sett var í einn gám. Guðbjartur fer út aftur í dag. Hálfdán í Búð kom inn á mánudag og landaði 70 tonn- um af ufsaogfleiri tcgundum. Sett var í einn gám. Hann fór aftur út á hádegi á þriðjudag. Orri fór í fjóra róðra í síðustu viku og landaði samtals 24 tonnum af slægðum afla. Guðný fór einnig í fimm róðra og landaði 38 tonnum af' óslægðu. Mikið af aflanum er steinbítur. Línubátarnir settu í sinn gáminn hvor. Júlíus Geirmundsson er á veiðum. Páll Pálsson kom inn á mánudag með um 140 tonn. Aflinn var aðallega þorskur. Sett var í tvo gáma. Páll fór aftur út í gær, þriðjudag. Guðbjörg er að veiða á miðunum við suð-austur- hornið fyrir siglingu. Hún á söludag 4. apríl í Bremer- haven. Hafdís fór í fimm róðra í síðustu viku og landaði 32 tonnum. Sett var í hálfan gám. Bolungarvík: Heiðrún er að leggja af stað í siglingu til Bremer- haven þar sem hún á sölu- dag þann 26. mars. Hún kemur við í Vestmannaeyj- um áður en hún heldur utan. Dagrún var væntanleg inn á þriðjudag með um 110 tonn. Aflinn er þorskur mestmegnis. Sólrún land- aði á miðvikudag 35 tonn- um af rækju. Hún er nú við bryggju vegna veðurútlits- ins. Júpiter landaði á Norð- firði tæpum 600 tonnum á sunnudaginn. Hann er á veiðum. Flosi fór í fimm róðrt) í síðustu viku og var með um 45 tonn og Jakob Valgeir var með 21 tonn í fimm róðrum. Kristján er enn við bryggju vegna vélarbilun- ar. Fimm bátar lönduðu samtals 19,5 tonnum af rækju í Bolungarvík í síð- ustu viku. Súðavík: Haffari landaði um 60 tonnum á þriðjudag. Aflinn var blandaður. Bessi er í Noregi í viðgerð og verður varla kominn hcim fyrr en eftir mánaðamót. Fjórir bátar lönduðu 22,3 tonnum af rækju í Súðavík í síðustu viku. Suðureyri: Elín Þorbjarnardóttir kom inn í Reykjavíkurhöfn í síðustu viku vegna smá- vægilegrar bilunar og land- aði á Faxamarkaði þann 14. mars 21,7 tonnum. Meðalverö aflans, sem var blandaður, var 75 kr. Hún á að selja aftur á Faxa- markaði í dag, miðvikudag, 60 tonn. Aflinn er bland- aður en töluvert er af ufsa. Ingimar Magnússon fór í tvo róðra í síðustu viku og fékk 6,7 tonn. Sigurvon fór í fimm róðra og landaði tæpum 47,9 tonnum. Faxa- fell landaði 1,5 tonnum hjá Freyju og Mummi 900 kg. Litlanes landaði 9,3 tonnum úr einum róðri hjá Kögurás og Sóley landaði 600 kg. Flateyri: Gyllir landaði 14. mars 32,5 tonnum og aftur á mánudag 24 tonnum í gáma og 50 tonnum í frystihúsið.Hann hélt aftur til veiða á mánudagskvöld og er að veiða í siglingu. Hann á söludag 4. apríl í Grimsby í Englandi. Línubáturinn Vísir land- aði samtals tæpum 40,7 tonnum úr fimm róðrum. Jónína fór í fimm róðra líka og landaði 36,5 tonnum. Þingeyri: Sléttanes kom inn á þriðjudag með um 100 tonn af ufsa og þorski. Sett var í einn gám. Sléttanes fer út aftur í dag, miðvikudag. Framnes kom á þriðju- dagsmorgun til ísafjarðar með rúm 100 tonn. Aflinn er aðallega ufsi og eitthvað af þorski. Sett var í einn gám. Framnes fer út aftur í dag, miðvikudag. Línubátarnir lönduðu í síðustu viku sem hér segir: Tjaldanes 13 tonn í þremur róðrum, Haförn 9,4 tonn í þremur róðrum, Bibbi Jóns var með 3 tonn í einum róðri og Björgvin Már 3,9 tonn í einum róðri. Tálknafjörður: Tálknfirðingur landaði 120 tonnum á þriðjudag. Um 30-40 tonn af ailanum voru ufsi og hitt þorskur. Sett var í tvo gáma. Tálknfirð- ingur fer út aftur í dag, miðvikudag, ef veður leyf- ir. María Júlía fór í fjóra netaróðra í síðustu viku og landaði samtals 49,7 tonn- um. Máni fór í tvo netaróðra og var með 25,4 tonn. Rósa fór í einn róður og var með 550 kg. Bíldudalur: Sölvi Bjarnason landaði á föstudaginn um 40 tonnum á Faxamarkaði af þorski og ufsa og setti þorsk í tvo gáma. Hann er á veiðum og landar líklega á Faxamark- aði á fimmtudag eða föstu- dag. Línubáturinn Geir BA fór í þrjá róðra og landaði 23,1 tonni af þorski og steinbít. Af afla Brimness frá Patreksfirði voru 12,4 tonn af steinbít unnin á Bíldudal og 31 tonn af afla Vigdísar sem er í eigu Bíld- dælinga og Patreksfirðinga. Rækjuvertíðin hefur ver- ið lengd um eina viku og rækjuaflinn er mjög góður. Patreksfjörður: Bátarnir á Patreksfirði afla vel þessa dagana og í eftirtöldum aflatölum síð- ustu viku er meira en tveir þriðju hlutar aflans stein- bítur: Andey fór í fimm róðra í síðustu viku og landaði samtals úr þeim 37,8 tonn- um. Tálkni fór í fjóra róðra og landaði 23,7 tonnum. Vigdís fór í fimm róðra og landaði samtals 45,6 tonn- um. Brimnes fór í þrjá róðra og fékk 21,7 tonn. Egill fór í tvo og var með 12,4 tonn. Vestri var með 47 tonn eftir fimm róðra og Patrek- ur 25 tonn eftir tvo en hann þurfti að stoppa í smátíma vegna bilana. Bensi fór í einn róður og var með 4,1 tonn. Látravík landaði á laugardag 60 tonnum. Þess má geta að skrifstofa Odda h.f. er nú flutt úr Ólafshúsi í frystihúsið margumrædda á Patreksfirði. Hólmavík: Hólmadrangur er á veið- um. Sex bátar lögðu samtals upp 19,7 tonn af rækju hjá Drangsnesi í síðustu viku og Sundhani landaði auk þess 2,1 tonni af þorski. Ekkert var lagt upp hjá Kaupfélagi Steingríms- fjarðar. Rækjuvertíðinni er að Ijúka og verið er að búa bátana til línuveiða. AUGLÝSINGAR Toyota Corolla Til sölu er Toyota Corolla GTI, 16ventla,árgerðl988. Ekinn 22.000 km. Rauður. Glæsilegur reyklaus bíll í toppstandi. Rafmagn í rúð- um og speglum. Engin skipti. Uppl. í 0 3879. íbúð til sölu Til sölu er Stigahlíð 2, jarðhæð, Bolungarvík. Um er að ræða 3ja herb. íbúð. Upplýsingar í 0 7447. Trébátur Til sölu er 2,5 tonna trébát- ur. Grásleppublökk, þrjár 12 volta Elliðarúllur, lína og net. Selst á góðu verði. Upplýsingar í 0 4258. Nissan Micra Til sölu er bifreiðin EM 300 sem er Nissan Micra, árgerð 1987. Ekinn 15.000 km. Upplýsingar í 0 7447. Slysavarnarkonur! Munið föndrið í Sigurðar- búð lau. 24. mars. Kaffi á könnunni. Mætum allar. Nefndin. Daihatsu Charade Til sölu er Daihatsu Char- ade, árgerð 1982. Ekinn 86.000km. Silfurblár. Uppl. Í0 7409 eftir kl. 19. Kvikmyndun Get komið gömlum 8 mm filmum yfir á videóspólur. Bæði VHS og Beta. Upplýs- ingargefurÓðinní0 7447. Tölva Til sölu er Tandon PC með hörðum diski. Upplýsingar í 0 4698. Fiat 127 Til sölu er Fiat 127, árgerð 1985. Ekinn 40.000 km. Upplýsingar í 0 4698. Grunnvíkingar! Látum ekki deigan síga. Við reynum aftur við árshátíð- ina laugardaginn. 31. mars í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Bronco Til sölu er Ford Bronco ’74, 8 cyl., 4ra gíra, upphækkað- ur á 40” dekkjum. Litur svartur. Uppl. í 0 4797. Plötuspilari Til sölu er 10 daga gamall Technics plötuspilari, SL- DD33. Upplýsingar í 0 3301 á kvöldin. íbúð óskast Óska eftir 2-3ja herb. íbúð semfyrst. Skilvísumgreiðsl- um heitið. Uppl. í 0 4445. Húseign óskast Óska eftir að kaupa góða húseign á ísafirði, helst sér- býli með bílskúr á verðbil- inu 4-7 milljónir. Greiöist m. útborgun á árinu + húsbréf. Uppl. í 0 4078.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.