Bæjarins besta - 21.03.1990, Blaðsíða 1
Skálavík um helqina
i
Pöbbinn opinn föstudags-
kvöldkl. 21-01.
Lokáð laugardagskvöld -
Einkasamkvæmi. ^KÁLAVÍK
Bolungarvík S 7130
Læknadeilan á ísafirði:
Beðið eftir svörum
heUbrigöisráðherra
Súgfírðingar ósáttir við að missa góða
læknisþjónustu Geirs Guðmundssonar
ENN hefur enginn lækn-
ir verið fastráðinn í
lausar stöður við heilsu-
gæslustöðina og sjúkrahúsið
á Isafirði. Þann 28. febrúar
rann út ráðningartími þriggja
,,mánaðarlækna“ , þ.e.
lækna sem ráðnir voru til
skamms tíma, og um miðjan
febrúar hélt Bergþóra Sig-
urðardóttir í ársleyfi og fór
til starfa á Dalvík.
í nokkra daga var aðeins
einn læknir á stöðinni en síð-
an tókst að ráða fleiri ,,mán-
aðarlækna" og heilsugæslu-
stöðin er fullmönnuð eins og
er. í millitíðinni gerðist það
að eini fastráðni læknirinn
fór til Suðureyrar í einn dag.
Stjórnin bókaði vegna þessa
að hún legði áherslu á að
stöðin yrði ekki skilin eftir
læknislaus nema neyðartil-
vik krefðust þess.
Heilbrigðisráðherra hefur
enn ekki svarað ósk stjórnar
sjúkrahúss og heilsugæslu
um að flytja Geir Guð-
mundsson og Bergþóru Sig-
urðardóttur til í starfi og hef-
ur ýmislegt valdið töfinni.
Meðal annars hafa Súgfirð-
ingar verið ósáttir við að
missa læknisþjónustu Geirs
Guðmundssonar, enda mjög
ánægðir með störf hans á
Suðureyri.
Einn fulltrúa í bæjarstjórn
ísafjarðar vildi einnig ræða
málið frekar og hafði sam-
band við ráðuneytið og til-
kynnti að umfjöllun væri
væntanleg í bæjarstjórn og
rétt væri að bíða með frekari
ákvarðanir þangað til. Af-
skipti hans komu stjórnar-
mönnum sjúkrahúss og
heilsugæslu í opna skjöldu.
Ákveðið var að bjóða eign-
araðilum stofnunarinnar til
lokaðs fundar með
sjúkrahússstjórninni, þ.e.
bæjarstjórnum ísafjarðar og
Bolungarvíkur og héraðs-
nefnd ísafjarðarsýslu sem er
fulltrúi smærri sveitarfélag-
anna, til að skýra stöðuna.
Viðbrögð við fundarboðun-
inni voru þau að hætt var við
umfjöllun í bæjarstjórn og
enginn vildi gera . athuga-
semdir við aðgerðir stjórnar-
innar en Súgfirðingar vildu
ræða málið. Fundinn á þó að
halda þegar færð milli Suð-
ísafjörður:
Guöbjörg ÍS með
stærstan kvóta
allra fískiskipa
SKUTTOGARINN Guð-
björg ÍS 46 er með
stærstan kvóta allra fiski-
skipa í þorskígildum, sam-
kvæmt úthlutun sjávarút-
vegsráðuneytisins eða 4.241
þorskígildi. Næst kemur Örv-
ar HU með 4.125 þorskígildi.
í þriðja sæti er Akureyrin
EA með 3.383 þorskígildi og
Páll Pálsson ÍS 102 er í því
fjórða með 3.141 þorskígildi.
I fimmta sæti er Kaldbakur
EA með 3.054 þorskígildi.
Þessar upplýsingar koma
fram í nýjasta tölublaði
Fiskifrétta og þar segir m.a.
að hér sé um úthlutað afla-
mark áðurnefnda skipa að
ræða en segi ekkert til um
það hver afli þessara skipa
verði í ár, því hægt er að
auka rækilega við sig með
kvótakaupum og kvótatil-
færslum, eins og dæmin
sanna.
Guðbjörg ÍS 46.
ureyrar og ísafjarðar leyfir.
Hvert framhaldið verður
er óljóst en víst er að á með-
an ráðherra tekur ekki af
skarið er stjórn sjúkrahúss-
ins í erfiðri aðstöðu og á
erfitt um vik að fastráða nýtt
læknalið við stofnunina.
k
Bolungarvík:
YERKALÝÐS- OG sjó-
mannafclag Bolungar-
víkur hefur samþykkt sam-
komulag Alþýðusambands
Vestfjarða og Vinnuveit-
endafélags Vestfjarða varð-
andi samninga landverka-
fólks. Samkomulagið var
samþykkt með tíu atkvæðum
gegn einu og tveir sátu hjá.
Á sama fundi, sem hald-
inn var 27. febrúar, var sam-
þykkt ályktun þar sem m.a.
er skorað á Orkubú Vest-
fjarða að endurskoða hækk-
anir gjaldskrár frá 1. janúar
Samningarnir
samþykktir
Verkalýðs- og sjómannafélagið
skorar á stjórnvöld að virða sam-
komulag aðila vinnumarkaðarins
1990. Þá er því beint til bæj-
arstjórnar Bolungarvíkur að
hækka ekki þjónustugjöld á
vegum bæjarins og taka með
því tillit til nýgerðra kjara-
samninga. í þriðja lagi er
skorað á stjórnvöld að sjá
sóma sinn í því að halda aft-
ur af öllum hækkunum á
þjónustu á vegum ríkisins og
einnig verðlagi og virða með
þeim hætti það samkomulag
sem gert var af hálfu aðila
vinnumarkaðarins með full-
tingi stjórnvalda.