Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.03.1990, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 21.03.1990, Blaðsíða 10
10 BÆJARINS BESTA BB-viðtalið: „Snmt er okkur ekld ætlað að skilja“ Sigríður Júlíusdóttir spákona í viðtali um starf sitt, dulræna hæfileika og reynslu sína af því sem öðrum er hulið FRA örófi alda hefur það tíðkast að maðurinn hefur reynt að sjá inn í framtíðina með ýmsum hætti. Menn hafa litið í innyfli dýra, lesið í beinahrúgur, í ský, kristalskúlur, spil og stjörnur. í gegnum söguna hafa spámenn og konur ýmist öðlast hylli almennings eða verið ofsótt fyrir galdra og brennd á báli. Á fslandi hefur fólk með dulræna hæfileika löngum þótt „skrítið“ og tíðum ekki eins og fólk er flest. Síðustu ár hefur áhugi aukist fyrir ýmsu því sem tengist skyggnigáfu og dulrænum hlutum og svo virðist að síðustu tvö árin sé þetta nánast orðið að tískufyrirbæri, af hvaða ástæðum sem það nú er. í blöðum og tímaritum birtast reglulega spádómar, greinar um dulræn efni og svo framvegis. ísfirðingar eiga sínar spákon- ur en þær hafa lítið gert af því að hafa atvinnu af spámennsku. Fyrir stuttu fluttist hingað kona sem hefur í áratug haft meira eða minna atvinnu af að spá fyrir fólki. Hún hefur cinnig skrif- að greinar í blöð og tímarit og er svo eftirsótt í höfuðborginni að það eru mörg ár síðan hún hætti að auglýsa atvinnu sína. Hún heitir Sigríður Júlíusdóttir og býr á Herkastalanum. „Þar eru góðir straumar og ég ákvað strax þegar ég kom þar inn að þar liði mér vel“ segir hún. Sigríður er í BB-viðtali í dag. Sigga spákona lítur reynd- ar út eins og fólk er flest og hlær þegar talið berst að hinni stöðluðu ímynd spá- konunnar. „Mig vantar arn- arnefið og svarta hárið“ seg- ir hún. Hún er um fertugt, hárið Ijóst og ekkert sérstakt í fari hennar sem bendir til þess að starf hennar sé ann- ars eðlis en gerist og gengur. Ekki nema þá kannski hring- arnir sérkennilegu sem hún ber, þrjá á hægri hönd og tvo á vinstri hönd. Hún segir að allir hafi þeir sína sögu og hver og einn táknar eitthvað sérstakt fyrir henni. Suma hringa sína hefur hún keypt eftir langa leit. Spáaðferðir hennar eru margar og hún tvinnar þær saman. „Ég byrjaði fyrir mörgum árum að spekúlera í stjörnufræði" segir hún. „En með tímanum fannst mér hún of ónákvæm og út- komurnar voru alltof al- mennar og lýsingarnar svo víðtækar að þær gátu átt við svo til hvern sem er. Ég bjó eitt sinn um tíma í Dan- mörku. Þar lét ég gera fyrir mig tvö stjörnukort, fyrst eitt á dönsku og seinna ann- að á ensku. Síðan bar ég þau saman en þau voru gjörólík þó þau væru gerð af sama manninum. Þá missti ég mik- ið trúna á þetta. Talnaspeki Kírosar Fyrir mörgum árum, þeg- ar ég var að grúska í bókum um spáaðferðir á bókasafni rakst ég síðan á bók um talnaspeki Kírosar. Hana lærði ég og nota hana mest. Hún byggir á því að maður les í fæðingartölur fólks. Sumar tölur eru plústölur, aðrar mínustölur og með ákveðinni reikningsaðferð finnur maður út hvaða tölur hæfa hverjum og hvað þær segja um viðkomandi og framtíð hans. Þessi fræði tengjast inn í stjörnuspekina og tölurnar vísa í plánetur sem ráða miklu um eigin- leika og framtíðina hjá hverjum og einum.“ Tií að sýna mér hvað hún á við skrifar hún fæðingartöl- ur mínar á blað. Síðan dreg- ur hún eldhratt hringi utan um sumar, teiknar strik út frá þeim, skrifar nýjar tölur, reiknar og talar um leið um hvað hún les út úr þeim. Hún talar hratt og hikar aldrei. Talan þrír kemur aft- ur og aftur fyrir og hún er ánægð fyrir mína hönd með það. Nær svo í penna og blað og skrifar niður útdrátt úr því sem sést í tölunum og réttir mér. „Ég skrifa alltaf það helsta niður fyrir fólk“ segir hún. Sömu spilin í ellefu ár Hún notar spil líka og nær nú í spilastokk sem hefur séð sinn fífil fegri. Spilin eru snjáð og slitin og marglímd saman. „Ég hef notað þessi spil í cllefu ár og fer yfir þau og lími þau aftur í hverri viku“ segir hún og hlær við. „Mér leyfist þessi sérviska af því að fólk lítur á mig sem svolítið öðruvísi." Spilin leggur hún aftur og aftur í rúman hálftíma. Lagnirnar eru mismunandi og úr hverri les hún einhvern þátt lífsins. Margt af því sem hún segir passar óþægilega vel og efa- semdarmanneskjan ég er farin að verða hálfvandræða- leg við þessa lýsingu bláó- kunnugrar manncskju á mín- um einkahögum. Þegar spilalagningunni er lokið tekur hún lófa mína og skoð- ar vandlega. Allan tímann talar hún hratt og í lófanum sér hún margt, meðal margs annars fimm bókstafi. Skrif- ar þá á blaðið mér til minnis og segir þá vera upphafsstafi nákomins fólk, nú eða síðar. Spáin er nákvæm og tekur nær klukkustund. Hún spannar ævina til enda, hvaða ár eru afdrifaríkust, starfsferil, nám, tilfinninga- sambönd, barneignir, heilsu- far, afdrifaríka atburði, sterkustu þættina í persónu- leikanum og stundum koma tilvísanir í fortíðina. Auk þessa nefnir hún ýmis atriði, t.d. myrkur eða ljós í kring- um nána ættingja, skapgerð þeirra og samskipti við aðra. Hún talar ákveðið og það sem hún segir hljómar frem- ur eins og upptalning stað- reynda en spádómur um framtíðina. Þetta kemur í gegn Þegar hún hættir hallar hún sér aftur í stólinn og talandi hennar hægist mjög. Hún verður svolítið vand- ræðaleg þegar ég nefni að hún tali mun hraðar þegar hún er að spá. „Það er eins og mér sé sagt margt af þessu“ segir hún. „Þetta kemur strax í gegn.“ í gegn? „Já, ég les ekki örlögin úr því sem hjartaáttan táknar eða eitthvað slíkt. Spilin hafa auðvitað ákveðnar merkingar eftir því hvernig þau raðast upp og svo fram- vegis en ég hef haft dulræna hæfileika frá upphafi og án þeirra er ekki hægt að spá. Fólk kemur mismunandi sterkt í gegnum spilin og töl- urnar en það hefur aðeins gerst með tvær manneskjur á þessum ellefu árum að ég hef ekki getað spáð fyrir þeim. Það lokaðist allt fyrir mér og ég vissi aldrei af hverju það var. Það hefur margoft hent mig að til mín hefur hringt eða komið fólk og sagt mér frá ýmsu sem hefur komið fram af því sem ég hef spáð og tvisvar hef ég getað forð- að öðrum sona ntinna frá slysum með því að biðja hann að fara ekki í ferðir sem hann ætlaði sér í. í þau skipti þá fann ég á mér að hann mætti ekki fara. Þetta er tilfinning sem veldur manni stundum miklum óþægindum. Sérstaklega ef fólk neitar að taka mark á hugboðum mínum og sfðar kemur á daginn að ég hafði rétt fyrir mér og hefði getað forðað þeim frá einhverju. Atvinnurekendur leita ráða Atvinnurekendur hafa leitað til mín þegar þeir hafa verið í vandræðum við að velja á milli umsækjenda um starf og þá hef ég skoðað töl- ur atvinnurekandans og um- sækjandanna til að sjá hvernig þær passa saman í samstarfi. Og tvisvar hefur það gerst að fólk sem ég hef spáð fyrir hefur notað já- kvæðu tölurnar sínar við að velja tölur í lottói og unnið millj ónavinninga. “ Margar spákonur byrja á að telja upp fyrir þeim sem vill láta spá fyrir sér ýmislegt úr fortíð hans, segja hve mörg systkini hann á, hvað hann hefur fengist við og svo framvegis. Sigga gerði lítið af því þegar hún spáði fyrir mér og ég inni hana eftir því hvort fólk kjósi ekki að fá þessa „sönnun" fyrir því að spákonan sé „ekta.“ Hún hugsar sig um stutta stund og segir síðan að það sé per- sónubundið hversu sterkt fortíðin komi fram hjá fólki. „Þegar ég spái fyrir fólki sem getur ekki losnað við fortíð sína og lifir í henni að meira eða minna leyti þá kemur fortíðin auðvitað mjög sterkt í gegn og líf fólk markast af henni.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.