Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.03.1990, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 21.03.1990, Blaðsíða 14
14 BÆJARINS BESTA í Kjallaragrein: Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar: EFTIR að hafa hlustað á svæðisútvarp Yest- fjarða sl. föstudag þar sem samgöngumálaráðherra sat fyrir svörum hlustenda um fyrirhuguð jarðgöng á Vest- fjörðum get ég ekki orða bundist vegna neikvæðni flestra fyrirspyrjenda ■ garð hugmynda um tímabundið bensíngjald. En þar er í mín- um huga smámál þegar talað er um stórmál sem jarðgöng eru. Eg vil ekki trúa því að þær raddir sem þarna heyrð- ust séu dæmigert fyrir Vest- firðinga almennt. Þá er ekki hugseð stórt. Þegar ég heyrði auglýst í útvarpi að Steingrímur J. Sigfússon sæti fyrir svörum um jarðgöng átti ég von á því að hamingjuóskum ringdi yfir ráðherra á þessum tíma- mótum þcgar búið er að bora gegnum Ólafsfjarðar- múlann og framkvæmdir hafa gengið vonum framar og vekja okkur vonir um að nú fari að styttast í langþráð- an draum okkar um jarð- göng hér vestra. En það var öðru nær. Steingrímur J. Sigfússon á heiður skilinn fyrir fram- göngu sína í þessu byggðar- máli sem jarðgöng eru okkur Vestfirðingum. Á þessum erfiðu tímum í þjóðfélaginu þ.e. á tímum samdráttar og niðurskurðar allstaðar eiga kröfur okkar Vestfirðinga um bættar samgöngur til að treysta byggð og stöðva fólksflótta ekki upp á pall- borðið hjá mörgum ráða- mönnum þjóðarinnar. Ofar í forgangsröð eru fram- kvæmdir á borð við jarðgöng eða brú yfir Hvalfjörð eða umferðargöng neðanjarðar á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna eigum við að sæta lagi núna þegar sam- gönguráðherra hefur fullan vilja til að hraða fram- kvæmdum við jarðgöng og standa saman út á við og sýna alþjóð að við höfum trú á byggð hér vestra og séum tilbúin að leggja ýmislegt á okkur til að jarðgöngin komi sem fyrst. Við verðum að sýna fram- sýni í þessu máli. Ef fram- kvæmdum verður ekki flýtt vegna sundurlyndis heima- manna um einhverja tckju- öflun til flýtingar verkinu, eigum við það á hættu að næsta ríkisstjórn setji jarð- göng á Vestfjörðum ekki á forgangslista, telji þau óarð- bær sökum fámennis okkar. Þetta eru staðreyndir sem koma okkur öllum við, ekki bara Dýrfirðingum, Önfirð- ingum og Súgfiröingum eins og sumir virðast halda í fljót- færni. Með tilkomu jarðgangna mun samvinna sveitarfélaga á svæðinu aukast á ýmsum sviðum með tilliti til hag- kvæmni á hverjum stað. Aukin gróska ætti að færast í verslun og viðskipti. Það sem áður var sótt suður’ ætti að vera grundvöllur fyrir að hafa á boðstólum hér fyrir vestan þar sem markaðurinn stækkar. Einnig sé ég fyrir mér auk- ið samstarf í þessu virki norðursins á svið félags- mennta- og menningarmála öllum til góðs, og fjölbreytni í atvinnulífi eykst. Við vitum að byggðirnar í nágrenni fsa- fjarðarkaupstaðar geta ekki án hans verið og öfugt.ísa- fjörður yrði ekki svipur hjá sjón ef byggð allt í kringum hann hryndi vegna þess að kröfur samtímans um að rjúfa samgöngulega einangr- un er ekki sinnt. Fréttst hefur að í gangi sé undirskriftarlisti til að mót- mæla hugmyndum um ben- síngjald til flýtingar jarð- gangnaframkvæmdum. Nær væri að við söfnuðum undir- skriftum til stuðnings sam- gönguráðherra í baráttu hans fyrir að hraða fram- kvæmdum. Við skulum ekki gera okk- ur þá skömm til að vera ekki tilbúin til að leggja eitthvað af mörkum ef það má verða til þess að byrjað verði fyrr á framkvæmdum. Þá verður ekki svo glatt aftur snúið. T.d. 10.000 krónur á meðal- fjölskyldu í tvö ár í formi bensíns eða nefskatts er ekki mikið miðað við það sem við fáum í staðinn. Með von um að ráðamenn og almenningur hér fyrir vestan snúi bökum saman í þessu þjóðþrifamáli okkar Vestfirðinga, svo við glutr- um þessu tækifæri ekki úr höndum okkar. Gott væri ef fleiri létu í sér heyra um þessi mál. Lilja Rafney Magnúsdóttir Suðureyri, Súgandafirði Lionsklúbbur ísafjarðar: Hvað er Medic Alert? MEDIC Alert er alþjóð- legt öryggiskerfi fyrir sjúklinga með bráða og hættulega sjúkdóma. Medic Alert á Islandi var stofnað árið 1985 að frumkvæði Lionshreyfingarinnar. Med- ic Alert veitir ævilangt ör- yggi gegn mistökum eða drætti á réttri meðferð hjá sjúklingum ef þeir verða meðvitundarlausir eða af öðrum ástæðum ófærir um að gera grein fyrir veikind- um sínum. Tilgangurinn er einfald- lega sá að bjarga mannslíf- um. Málmplata er borin á úlnlið á armbandi eða sem hálsmen með merki Medic Alert á annarri hlið en á hinni hliðinni er skráð sjúk- dómsgreining og/eða með- ferð plötuhafans. Medic Al- ert skírteini er nafnspjald þar sem skráð er nafn og heimilisfang, Medic Alert númer, nafn og símanúmer læknis þess er stundar spjaldhafann. Einnig er skráð sjúkdómsgreining og mikilvæg lyfjameðferð. Spjaldið er endurnýjað ár- lega til þess að tryggja að upplýsingar á því séu ævin- lega réttar. Lionsklúbbur ísafjarðar vill nota þetta tækifæri til að benda ísfirðingum er ætla sér að ferðast erlendis á þctta neyðaröryggiskerfi. Fólk á ferðalögum getur orð- ið fyrir áfalli skilríkjalaust. Börn og unglingar geta orðið viðskila við samferðafólk og geta ekki gert sig skiljanleg. Starfsfólk á neyðarsjúkra- deildum um allan heim þekkir Medic Alert merkið. Á bakhlið þess er m.a. skráð símanúmer sem hægt er að hringja í endurgjaldslaust allan sólarhringinn og fá á svipstundu allar upplýsingar um viðkomandi, upplýsingar sem bjargað geta iífi hans. Medic Alert fulltrúi Lionsklúbbs ísafjarðar er Salmar Jóhannsson í versl- uninni Straumi og hahn hef- ur allar frekari upplýsingar. Með kveðju Lionsklúbbur ísafjarðar Nýir Vestfirðingar: J. Sigurrós Einarsdóttir og Agnar Þór Sigurðsson, Fífusundi 6 á Hvamms- tanga, eignuðust son þann 3. mars. Drengurinn var 4.350 grömm og 55 sm. Hann hefur verið vatni ausinn og heitir Hafþór Atli. Salbjörg Sigurðardóttir og Guðmundur Magnús Halldórsson, Svarthamri í Álftafirði, eignuðust dótt- ur þann 27. febrúar. Hún var 3270 grömm og 51 sm. Stúlkan var skírð í kapell- unni á Fjórðungssjúkra- húsinu og heitir Karen Lind. Ólína Bragadóttir og Birgir Jónsson, Fjarðar- stræti 11, ísafirði eignuð- ust son þann 28. febrúar. Drengurinn var við fæð- ingu 16 merkur að þyngd og 54 sm. Jóhanna Einarsdóttir og Hallgrímur Magnús Sigurjónsson, Brautar- holti 14, ísafirði eignuð- ust son 2. mars. Drengur- inn var 4390 grömm og 55 sm. Hann var skírður í kapellunni á Fjórðungs- sjúkrahúsinu og heitir Sig- urjón. Gróa Guðmunda Har- aldsdóttir og Magnús Guðmann Magnússon. Stórholti 7, eignuðust dóttur þann 5. mars. Hún var 5020 grömm og 57 sm. Stúlkan var skírð í kapell- unni á Fjórðungssjúkra- húsinu og heitir Margrét Alda. Arnþrúður Aspelund og Andrew Specker, Sætúni 9, Isafirði, eignuðust dótt- ur þann 10. mars. Hún var 3060 grömm og 50 sm.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.