Bæjarins besta - 21.03.1990, Blaðsíða 4
4
BÆJARINS BESTA
Til umræðu:
Elliheimilismálið rúllar
áfram innan
bæjarherfisins
TiIIögur á tillögur ofan en lítil umfjöllun.
Verður ákveðið að fara í framkvæmdir innan fárra ára eða
fara tillögurnar ofan í skúffu aftur vegna peningaskorts?
NYJAR
MYNDIR
VIKULEGA
THE LAST ELECTRIC KNIGHT
„Afi minn fékk opinberun.
Þú verður verndari minn
þegar hann deyr.“
Þessi orð segir Ernie Lee við
hinn hranalega leynilög-
reglumann þegar, Jake
Rizzo. Ernie sem er frá
Asíulöndunum er þrátt fyrir
smæð sína fulllærður i
karate. Og eftir að afi hans
dó er hann síðasti riddarinn í
The Panther Ohm. Jake er
einhleypur og alls ekki
reiðubúinn að taka á sig
ábyrgð sem þessa. En þegar
hæfileikar Ernie koma íl jós
hafa málin tekið aðra stefnu
og spurningin er nú, hver
skal vera verjandi hvers?
PHYSICAL EVIDENCE
Hvað gerði Joe Paris nóttina
sem Jake Farley var myrtur?
Paris er leynilögreglumaður
sem hefur verið vikið frá
störfum og vegna ölvunar
man hann ekkert hvað
gerðist um nóttina sem
Farley var myrtur. En Paris
hafði góða ástæðu til að
myrða hann og það höfðu
margir undirheimamenn.
En samt benti allt til að Paris
hefði myrt hann að yfirlögðu
ráði. Ef Paris er saklaus,
hvers vegna braust hann þá
inn til lögmannsins til að
leita upplýsinga?
JR-VIDEO
VIÐ NORÐURVEG
S 4299
REINARGERÐ
nefndar um öldrunar-
mál sem lögð var fram fyrir
nokkru vakti mikla athygli,
sérstaklega það sem þar kom
fram um aðbúnað vistmanna
og starfsmanna Elliheimilis
ísafjarðar. Húsið stenst ekki
reglugerðir um brunavarnir,
í eldhúsinu er skordýra-
plága, hreinlætisaðstaða er í
algjöru lágmarki og helm-
ingur vistmanna á efri hæð
eru fangar í hcrbergjum sín-
um á efri hæð því engin lyfta
er í húsinu og þeir geta ekki
gengið niður krappan stig-
ann.
Fólk hryllti sig við lestur-
inn, almenningur jatnt sem
þeir sem stjórna fjármagns-
streyminu og allir eru sam-
mála um að eitthvað verði að
gera. Þó er ekki verið að
segja ísfirðingum neinar nýj-
ar fréttir. Umræða um elli-
heimilið hefur átt sér stað af
og til í gegnum árin en logn-
ast jafnóðum út af eftir
nokkra mánuði og tillögur
um úrbætur hafa farið ofan í
skúffur og rykfallið þar fram
að næstu kosningum. Sumar
þeirra hafa nú verið dregnar
upp á ný í kjölfar greinar-
gerðar nefndarinnar og nýjar
hafa einnig komið fram.
Tillögur á
tillögur ofan
Reyndar lagði meirihluti
bæjarstjórnar fram tillögu að
byggingu öldrunarheimilis á
ísafirði skömmu áður en
greinargerðin var birt. Al-
þýðuflokksmenn áttu þessa
tillögu að mestu og ýmsir
voru undrandi á því að ekki
skyldi vera beðið með hana
þar til forstöðumaður öldr-
unarmála og félagsmála-
stjóri hefðu lokið skýrslu-
gerð sinni. Tillagan var ekki
borin undir atkvæði heldur
vísað til öldrunarráðs til
frekari umfjöllunar. Þar hef-
ur hún verið síðan og óvíst
hvenær álit öldrunarráðs
berst bæjarstjórn.
Eins ogBB hefur skýrt frá
eru í umræddri greinargerð
þrjár tillögur og mælir
nefndin sérstaklega með því
að innréttuð verði þjónustu-
deild fyrir aldraða á fyrstu
hæð í Hlíf II. Þá eru nefndir
möguleikar á nýbyggingu
eða að vistmenn verði lagðir
inn á langlegudeild á sjúkra-
húsinu þegar 5. áfanga þar er
lokið. Síðan hefur tillögu
Sjálfstæðisflokksins um öldr-
unar- eða hjúkrunarheimili á
tveimur efstu hæðunum í
RITSTJ Ó KN
Að þreyja
Þorrann
Sagan hermir að fyrir mörgum árum hafi ungur mað-
ur komið inn á vertshús hér í bæ síðla hausts. Hann var
kappklæddur að þeirrar tíðar hætti. Veitingamaðurinn,
sem var við aldur og lífsreyndur eftir því, virti unga
manninn fyrir sér, einkum klæðaburðinn. Þegar hann
hafði lokið afgreiðslu sagði hann við unga manninn: Og
í hverju ætlar þú *vo að vera á Þorranum og Góunni,
væni minn?
Það hefur löngum verið áhyggju- og umhugsunarefni
hvernig þreyja skyldi Þorrann og Góuna. í hugum eldra
fólks hafa þessi óaðskiljanlegu nöfn tengst lífsbarátt-
unni, baráttunni við óblíð náttúruöfl. Á þessum árs-
tíma er oftar en ekki allra veðra von, gæftir stopular og
hvort heldur er til lands eða sjávar setja átökin við höf-
uðskepnurnar mark sitt á manninn.
Vestfirðingar hafa svo sannarlega mátt taka á honum
stóra sínum til að þreyja Þorrann og Góuna að þessu
sinni. Látlaus ótíð og gífurlegt fannfergi hafa sett svip
sinn á mannlífið svo mjög, að þreyta er í mörgum og
víða gætir vonleysis. En Vestfirðingar hafa í aldir mátt
takast á við höfuðskepnurnar og hafa hingað til ekki lát-
ið deigan síga. Þeir hafa öðrum fremur þurft að halda í
hið fornkveðna, að öll él birtir upp um síðir. Svo mun
enn fara.
Og nú eru komin vorjafndægur og Einmánuður geng-
inn í garð. Hann er undanfari Hörpu, boðbera sumars-
ins. Og enda þótt Einmánuður heilsi að þessu sinni sem
Þorraþræll væri, þá segir koma hans okkur, að glímunni
við Þorrann og Góuna sé lokið að sinni.
En líkt og Vestfirðingar hafa þraukað til þessa þá
munu þeir áfram takast á við óblíð öfl hvort heldur þau
eru mögnuð þeim til höfuðs af veðurguðunum eða seið-
urinn gerður af manna völdum. Af óáran þeirri hinni
síðari hafa Vestfirðingar ekki farið varhluta af frekar en
ótíðinni.
Það hefur verið sagt að lesa megi veðurfarið af skaps-
munum Vestfirðinga öðrum fremur. Kannske er það
þess vegna sem þeir hafa neitað að gefast upp fyrir seið-
skrattanum í hvaða líki sem hann hefur birst.
s.h.
BÆJARINS BESTA, óháð vikublað á Vestfjörðum. Útgefandi: H-PRENT sf, Suðurtangi 2, 400 ísafjörður, S 94-4560.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson S 94-4277, S 985-25362 og Halldór Sveinbjörnsson s 94-4101,
S 985-31062. Blaðamaður: Vilborg Davíðsdóttir S 94-3936. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Upplag: 3800 eintök.
Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Suðurtanga 2, sími 94-4570. Telefax S 94-4564. Setning, umbrot og
prentun: H-PRENT sf, Suðurtangi 2,400 ísafjörður. BÆJARINS BESTA er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða og
Upplagseftirliti Verslunarráðs. Eftirprentun.Jnljóðritun^jnotkun Ijósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið.