Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.03.1990, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 21.03.1990, Blaðsíða 3
BÆJARINS BESTA Þingeyri: K.D. áfrýjar til hæstaréttar Prófmál vegna ágreinings um túlkun á búvörulögunum NÝLEGA féll dómur í Héraðsdómi Vestur- Isafjarðarsýslu í málinu Garðar og Jóhann Sigurðs- synir í Hvammi gegn Kaup- félagi Dýrfirðinga. Kaupfé- laginu var gert að greiða dráttarvexti á sauðfjárinn- legg stefnenda haustið 1987 frá og með 1. janúar 1988 að frádreginni greiðslu til þeirra. Auk þess er K.D. gert að greiða þeim bræðrum 120.000 krónur í málskostn- að. Málið snýst um ágreining á túlkun á ákvæði búvörulag- anna um greiðslufyrirkomu- lag til bænda vegna innlagn- ar þeirra til sláturleyfishafa að sögn Magnúsar Guðjóns- sonar kaupfélagsstjóra á Þingeyri. ,,í gegnum árin hafa slát- urleyfishafar reikningsfært innlegg sín, í sumum tilvik- um hafa þau verið tekin að hluta upp í skuldir og stund- um hafa innleggjendur látið þau standa og verslað allar sínar vörur út í reikning allt eftir aðstæðum“ sagði Magn- ús. ,,í búvörulögunum sem tóku gildi fyrir fáum árum er sú lagaskylda lögð á slátur- leyfishafa að greiða 75% af innlegginu fyrir 15. október og 100% fyrir 15. desember, að því uppfylltu að ríkisvald- ið sjái um að sláturleyfishöf- um séu tryggðar leiðir til að fjármagna þessar greiðslur þar eð innleggin seljast ekki á öll innan þessa tíma og menn þurfa að fá afurðalán og svo framvegis. Þetta var ekki gert á þessum tíma og allar greiðslur til bænda hjá þessum sláturleyfishafa voru reikningsfærðar með fullum innlánsvöxtum. Um þetta snýst málið, þ.e. það eru skiptar skoðanir um túlkun á þessum lögum.“ Kaupfélagið hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar sem prófmáli og fær væntanlega gjafsókn. Þetta mun vera í þriðja sinn sem upp kemur mál vegna ágreinings um túlkun búvörulaganna. Grunnskólar á Yestfjörðum: Nemendum hefur fækkað um 128 á 10 árum Á Patreksfirði hefur grunn- skólanemendum fækkað um 30 NEMENDUM í grunn- skólunum 22 á Vest- fjörðum hefur alls fækkað um 128 börn. Veturinn 1979- 1980 voru nemendur alls 1813 talsins en haustið 1989 voru þeir 1685. Þetta kemur fram í fréttabréfi Fræðslu- skrifstofu Vestfjarðaum- dæmis. Mest er fækkunin í Grunn- skólanum á Patreksfirði, þar hefur nemendum fækkað um 30. í Bolungarvík hefur grunnskólanemendum fækk- að um 20 og í Reykhólaskóla um 17. í nokkrum skóium hefur nemendum fjölgað: í grunn- skólanum á Þingeyri hefur nemendum á þessum áratug fjölað úr 73 í 79, á Hólmavík hefur nemendum fjölgað úr 87 í 101 og á Drangsnesi úr 13 í 21. Þrír skólar hafa bætt við sig einum nemanda en hinir 16 skólarnir endur- spegla vaxandi fólksfækkun á Vestfjörðum. EINUNGIS ÞAÐ BESTA ER NÓGU G0TT! ☆ ☆ ☆ TECHNICS OG PANASONIC HLJÓMT/EKJA- PANASONIC OG SONY FERÐATÆKI SONY 8MM UPPTÖKU- VÉLAR SAMSTÆÐUR M/SEGULBANDI £inar Qubfanmzon k ý. HLJÓMTÆKJADEILD ! Allt á gólfiði Núpur s/f Mjallargötu 5 býður þér allt á gólfið s.s. teppi, dúka, parket, flísar og dregla ásamt öllum fylgiefnum. Úrvalið er einstakt! Komum á staðinn, skoðum, mœlum, gefum góð ráð og gerum föst verðtilboð. ☆ Vinylkorkur Aðeins kr. 2.572 pr. m2. ☆ Ólakkaðar korkflísar Aðeinskr. 1.316pr. m2. Mjög skammur afgreiðslufrestur. Ath! Það styttist í páska Opið: Virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14, opið í hádeginu. Núpur s/f. Miallargata 5 © 3114.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.