Morgunblaðið - 04.12.2020, Side 1

Morgunblaðið - 04.12.2020, Side 1
F Ö S T U D A G U R 4. D E S E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  286. tölublað  108. árgangur  20 dagartil jóla Jólasveinalitabókin er á jolamjolk.is ÞAÐ ER ALLTAF HÆGT AÐ BÚA TIL HEIMA KRISTÍN MEÐ TVÆR TIL- NEFNINGAR ÞUNGT HLJÓÐ Í ÍÞRÓTTAFÓLKI Á ÍSLANDI FJÖRUVERÐLAUNIN 37 KURR VEGNA KEPPNISBANNS 34ÞRÍLEIKUR SIGRÚNAR 36  Fyrir ári fengu 195 einstaklingar fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ til framfærslu en þeim hefur fjölgað um 64% og eru nú 319. „Það er því nauðsynlegt að bregðast við þessari miklu aukningu og sporna gegn henni með einhverjum hætti,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Reykjanes- bæjar. Vakin er athygli á því að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er mun lægri en grunnatvinnuleysis- bætur. Skora bæjarfulltrúarnir á ríkisstjórnina að lengja tímabundið tímabil atvinnuleysisbóta. »2 64% fleiri fá nú fjárhagsaðstoð Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gengisstyrking krónunnar gæti leitt til þess að verð nýrra bíla sem kosta nokkrar milljónir króna lækki um hundruð þúsunda. Þetta er mat Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar, sem telur það munu örva sölu. Gengið hafi haft meiri áhrif á söluna en nokkur annar þáttur síðustu áratugi. Evran kostar nú um 153 krónur en kostaði 165 krónur í lok október. Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna, segir umboðið þeg- ar hafa lækkað verð á Porsche-bílum. Til dæmis kosti jeppinn Porsche Ca- yenne, sem er tengiltvinnbíll, nú frá 14,9 milljónum sem sé lækkun um rúmlega milljón. Kemur fram í byrjun ársins Erna Gísladóttir, forstjóri BL, segir gengisstyrkinguna munu hafa áhrif á söluverð nýrra bíla. „Ég myndi halda að við færum að sjá lækkun í byrjun næsta árs. Það er alltaf mikil samkeppni á bílamark- aðnum. Ég held því að menn fari að lækka verð fyrr en seinna, ef krónan helst á þessu bili. Það er miklu betra að bjóða hagstæðara verð, enda eru menn þá líklegri til að finna fleiri kaupendur,“ segir Erna um áhrif verðlækkana. Haldist gengið á þessu bili gæti verð innfluttra vara lækkað og það haft áhrif á þróun verðbólgu, sam- tímis því sem áhrifa launahækkana um áramótin fer að gæta í verðlagi. Gestur Hjaltason, framkvæmda- stjóri Elko, segir netsölu hafa allt að sexfaldast í sumum flokkum milli ára í nóvember. »6 Verð á bílum hefur þegar lækkað Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Sundahöfn Verð nýrra bíla gæti lækkað í byrjun næsta árs.  Gengisstyrking lækkar verð nýrra bíla  Porsche kostar nú milljón minna Vetrarlegt er um að litast á Akureyri eins og sjá má. Mikið vindaveður gekk yfir landið í gær og fóru hviður upp í allt að 60 m/s í Hamarsfirði á Austurlandi í fyrrinótt. Það tekur að lægja í fyrramálið en þá stígur kaldur loftmassi niður til jarðar með tilheyrandi kulda: 10 til 12 gráðu frosti er spáð á laugardag suðvestan til. Hita- veitur hafa vart undan og biðla til almennings að fara sparlega með heita vatnið. »2 Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Vonskuveðrið er aðeins stormurinn á undan frostinu Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Það hefur verið lögð á það mikil áhersla í núverandi ástandi að ríkis- valdið og sveitarfélögin haldi aftur af sér í gjaldskrárhækkunum til að leggja ekki of miklar byrðar á fyrir- tækin og heimilin í landinu. Þarna fer Sorpa algjörlega gegn því,“ segir Lárus M.K. Ólafsson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI. Vísar hann þar til boðaðra verðhækkana á þjónustu Sorpu sem taka eiga gildi 1. janúar næstkomandi. Séu núverandi verðskrá og sú boð- aða bornar saman kemur í ljós að í sumum tilvikum nemur hækkun á móttökugjaldi endurvinnslustöðva fyrirtækisins hátt í 300%. Það á t.d. við um steinefni frá byggingariðnað- inum og glerumbúðir og glerílát. Hef- ur verðskráin hingað til miðað við að 1,86 kr. væru greiddar fyrir hvert innlagt kíló en frá áramótum hækkar gjaldið í 6,82 kr. „Þetta virkar ekki mikið en hækk- unin getur leitt til kostnaðarauka upp á allt að 30 milljónir króna hjá stærri byggingarverktökum á einu ári. Það gefur augaleið að þetta verður til þess að hækka byggingarkostnað, ekki síst á þéttingarreitum þar sem rýma þarf til fyrir nýju húsnæði á kostnað gam- als,“ segir Lárus. Hann segist ekki trúa því fyrr en á því verður tekið að þessar hækkanir verði að veruleika og að þarna virðist sem fyrirtækið sé að sækja tekjur til atvinnugreina sem það telji aflögu- færar. „Það hafa engar málefnalegar skýringar komið fram í tengslum við þessar hækkanir, t.d. að verið sé að breyta aðferðum við meðhöndlun úr- gangsins,“ segir Lárus. Í ákveðnum tilvikum boðar Sorpa lækkandi álögur á viðskiptavini sína. T.d. þá sem hyggjast leggja inn hrossa- tað. Lækkar gjaldið fyrir þann úrgang úr 8,56 kr. á kíló í 2,59 kr. Hænsnaskít- ur lækkar úr 18,14 kr. í 12,15 kr. Þá lækkar einnig verðskráin fyrir meng- aðan uppgröft úr 16,54 kr. í 8,43 kr. Athygli vekur að skil á uppsópi vegna götuhreinsunar hækka um 140%, úr 2,59 kr. á kíló í 6,20 kr. á kíló. Sorpa hefur átt í verulegum fjár- hagserfiðleikum sem m.a. eru raktir til framúrkeyrslu við uppbyggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Sorpa sprengir upp verðskrána  Miklar verðhækkanir á ákveðnum liðum verðskrár  Samtök iðnaðarins segja hækkanirnar koma illa við byggingargeirann  Nemur hækkunin í sumum tilvikum nærri 300%  Þröng fjárhagsstaða  Maður sem féll ofan í vök á Suð- urlandi í gærkvöldi var úrskurð- aður látinn við komu á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Ekki er vitað um dánar- orsök en lögreglan er með málið til rannsóknar. Lögreglu barst til- kynning um mann er hafði setið fastur í vatni úti í mýri og hafði hann kallað eftir aðstoð. Mikið var dregið af honum þegar björgunar- menn komu á vettvang. Maður lést eftir að hafa fallið í vök

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.