Morgunblaðið - 04.12.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020
MERCEDES-BENZ
ML 500
Árgerð 2005
Ekinn 140 þ.km.
Skoðun 2021
Bensín
303 hö.
2.270 kg.
Sjálfskipting
Fjórhjóladrif
Verð kr. 1.690.000
Bíllinn er staðsettur á Bílasölu Íslands. Nánari uppl. í s. 510 4900 / bilasalaislands.is | Raðnr. 201175
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tillaga að fjárhagsáætlun Reykja-
nesbæjar gerir ráð fyrir því að gjöld
umfram tekjur hjá bæjarsjóði verði á
næsta ári 2,4 milljarðar króna. Hall-
inn verður minni
hjá samstæðu
Reykjanesbæjar,
þegar hlutur bæj-
arins í HS veitum
er tekinn með, en
verður samt 1,8
milljarðar, sam-
kvæmt áætlun-
inni. Gríðarlegur
viðsnúningur hef-
ur orðið frá fyrri
áætlunum bæjar-
ins. Mikið atvinnuleysi er helsta
ástæðan.
Þegar fjárhagsáætlun Reykjanes-
bæjar fyrir árið 2020 var lögð fram
fyrir ári var jafnframt sett fram áætl-
un um tekjur og gjöld á árinu 2021.
Aðstæður hafa breyst mikið síðan.
Samkvæmt þeirri fjárhagsáætlun
sem lögð var fram til fyrri umræðu
fyrr í vikunni eru tekjur 1,7 milljörð-
um minni en reiknað var með fyrir ári
og gjöldin 1,2 milljörðum meiri en
áætlað var.
Yfir 22% atvinnuleysi
„Ástæðan fyrir þessu er fyrst og
fremst mjög mikið atvinnuleysi, það
er yfir 22% núna. Það skýrist aðal-
lega af því að Keflavíkurflugvöllur er
stopp vegna kórónuveirunnar. Í kjöl-
farið hafa útgjöld til velferðarmála
aukist. Svo erum við að bæta í rekst-
urinn, meðal annars að taka í notkun
nýjan skóla. Í sumar vorum við með
átak í atvinnumálum, réðum til okkar
fólk til að flýta tímabundið verkefn-
um og reyna að leggja okkar af mörk-
um til að búa til störf og draga úr at-
vinnuleysi í samvinnu við atvinnu-
lífið, félagsmálaráðuneytið og
Vinnumálastofnun. Við höldum þessu
áfram á næsta ári,“ segir Kjartan
Már Kjartansson bæjarstjóri.
Hann bætir því við að kórónu-
veirufaraldurinn hafi einnig leitt til
aukinna útgjalda í rekstri bæjarins.
Þurft hafi að fjölga vöktum og fleira
vegna sóttvarna.
Betra að gefa í
Nú er útlit fyrir eins milljarðs
króna halla af rekstri bæjarsjóðs
Reykjanesbæjar í ár en liðlega 700
milljóna króna halla af samstæðu
bæjarins. Spurður hvort ekki hafi
komið til greina að draga saman segl-
in í rekstri við þessar aðstæður og í
ljósi mikils halla á næsta ári segir
Kjartan að ríkið hafi tekið þá stefnu
að bæta í og hvatt sveitarfélögin til að
gera slíkt hið sama. „Við erum sam-
mála því. Við teljum að sá kostnaðar-
auki sem kemur fram í hærri launum
og launakostnaði á næsta ári myndi
annars koma fram sem kostnaður
annars staðar í kerfinu, sem aukin
fjárhagsaðstoð og annað slíkt.
Sveitarfélagið stendur miklu betur
núna en það gerði árið 2014. Við bár-
um gæfu til að lækka skuldir þegar
uppgangur var og ferðaþjónustan í
blóma og búum að því núna. Við erum
ágætlega í stakk búin til að taka á
okkur auknar skuldbindingar og
skuldir, þolum það í nokkurn tíma,“
segir Kjartan.
Bæjarsjóður með 2,4 milljarða halla
Aðstæður í rekstri Reykjanesbæjar hafa gjörbreyst á einu ári vegna mikils at-
vinnuleysis Ekki slakað á í fjárhagsáætlun enda segir bæjarstjóri að staðan sé góð
Flugstöð Uppgangur var í Reykjanesbæ þegar erlendir ferðamenn flykkt-
ust til landsins. Á sama hátt er mikið atvinnuleysi þegar umsvifin eru lítil.
Kjartan Már
Kjartansson
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fyrir ári fengu 195 einstaklingar
fjárhagsaðstoð frá Reykjanes-
bæ til framfærslu en þeim hefur
fjölgað mikið og eru nú 319.
„Það er því nauðsynlegt að
bregðast við þessari miklu
aukningu og sporna gegn henni
með einhverjum hætti. Upphæð
fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga
er í öllum tilfellum lægri en
grunnatvinnuleysisbætur og því
erfitt fyrir fólk að þurfa að
treysta á þær sér til fram-
færslu,“ segir í bókun bæjarfull-
trúa í Reykjanesbæ.
Benda þeir á að atvinnuleysis
hafi verið farið að gæta á Suð-
urnesjum áður en kórónuveiru-
faraldurinn skall á og staðan sé
nú grafalvarleg. Er þar verið að
vísa til falls Wow air. Bæjar-
stjórn skorar á ríkisstjórnina að
lengja tímabil atvinnuleysisbóta
tímabundið til að bregðast við
efnahagslegum afleiðingum
kórónuveirufaraldursins.
319 fá nú
framfærslu
AUKIN ÚTGJÖLD
„Það var frábært að sjá að áhorf-
endur voru mjög virkir á samfélags-
miðlum undir #mblbingó. Þeim tókst
meira að segja að láta mig fá heiftar-
legt hláturskast í beinni útsend-
ingu,“ segir Sigurður Þorri Gunn-
arsson, útvarpsmaður og bingóstjóri
á K100.
Sjötti bingóþáttur K100 með Sigga
og Evu Ruzu var sendur út í gær á
mbl.is og á rás 9 í sjónvarpi Símans.
Mikil þátttaka var eins og síðustu
fimmtudaga og hundruð vinninga
gengu út. Aðalvinningar voru meðal
annars Samsung-snjallúr og gjafa-
bréf í þyrluflug. Tónlistarmaðurinn
Auður tróð upp að þessu sinni.
„Við höldum ótrauð áfram fram að
jólum og vonum að fólk verði áfram
með okkur,“ segir Siggi.
Morgunblaðið/Eggert
Stemning Tónlistarmaðurinn Auður tróð upp með Sigga Gunnars í gær.
Fékk hláturskast í beinni
Mikil þátttaka
í bingói á mbl.is
Gular veðurviðvaranir voru í gildi í
öllum landshlutum í gær nema suð-
austan til þar sem appelsínugular
viðvaranir voru í gildi. Hæst fór
vindur í 32,5 metra á sekúndu í
Hamarsfirði á Austurlandi og fóru
hviður í rúmlega 60 metra í fyrrinótt
samkvæmt upplýsingum frá Veður-
stofunni. Á laugardagsmorgun á svo
að lægja en þá brýtur ískaldur loft-
massi sér leið til landsins niður úr
háloftunum og búast má við 10 til 12
stiga frosti í höfuðborginni.
Vegna alls þessa frostaveðurs
hafa landsmenn verið hvattir til að
stilla heitavatnsnotkun sinni í hóf.
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upp-
lýsingafulltrúi Veitna, sagði að Veit-
ur hefðu hækkað hitastig vatns í
leiðslum sínum til að hvetja lands-
menn til að nota minna af heitu
vatni.
En hvernig má það vera að hita-
veitur hafi ekki undan þrátt fyrir að
samfélagið sé í hægagangi vegna
kórónuveirufaraldursins og hér á
landi margfalt færri ferðamenn en í
eðlilegu árferði? Breyttri hegðun
notenda í heimsfaraldrinum er víst
um að kenna. „Það virðast vera ein-
hver sterk tengsl við Covid og
breytta hegðun fólks,“ sagði Gauti
Pétursson, framkvæmdastjóri
Veitna, í samtali við mbl.is í gær.
„Ímyndum okkur að við séum komin
fram í tímann og heimavinnan er al-
geng – þá er komin ný breyta inn.“
Máli sínu til stuðnings vísar hann til
rannsóknar á 350 kínverskum heim-
ilum í fyrstu bylgju faraldursins þar
í landi. Sýni rannsóknin 60% aukn-
ingu á orkunotkun heimila vegna
hitunar og kælingar og 40% aukn-
ingu vegna lýsingar.
Breytt hegðun veldur vatnsskorti
Vetrarveður um allt land Fólk
hvatt til að nota minna heitt vatn
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Vetrarveður Svona var umhorfs á Húsavík í gær. Veðurviðvaranir voru um allt land en veður á að skána í dag.