Morgunblaðið - 04.12.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 04.12.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020 591124 BMW X5 Xdrive ‘11, sjálfskiptur, ekinn 187 þús. km. Verð: 3.490.000 kr. 112900 Opel Astra Innovation ‘18, beinskiptur, ekinn 80 þús. km. Verð: 2.190.000 kr. 446452 Toyota Avensis Active ‘16, sjálfskiptur, ekinn 69 þús. km. Verð: 2.490.000 kr. JEEP Grand Cherooke Laredo ‘09, sjálfsk. ekinn 139 þús. km. Verð: 1.690.000 kr. 446471 SsangYong Korando Hlx ‘18, sjálfskiptur, ekinn 46 þús. km. Verð: 3.990.000 kr. 446560 591120 591123 446498 Land Rover Evoque Pure ‘13, sjálfskiptur, ekinn 153 þús.km. Verð: 3.490.000 kr. 591057 446531 Notaðir bílar Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Bílasala suðurnesja Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 12-17Meira úrval á notadir.benni.is Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 12-16 * Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. Suzuki Vitara gl+ ‘19, sjálfskiptur, ekinn 64 þ. km. Verð: 2.990.000 kr. Opel Mokka X Innovation ‘18. sjálfskiptur, ekinn 72 þús. km. Verð: 3.390.000 kr. Nissan X-trail Tekna ‘19, sjálfskiptur, ekinn 64 þús. km. Verð: 4.990.000 kr. SsangYong Rexton Dlx ‘17, sjálfskiptur, ekinn 87 þús. km. Verð: 3.990.000 kr. Tilbúin í ævintýri vetrarins? Baldur Arnarson baldura@mbl.is Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar, segir verð nýrra bíla geta lækkað um hundruð þúsunda vegna gengisstyrkingar. „Það er öruggt að gengisstyrk- ingin mun leiða til verðlækkunar. Verð nýrra bíla hreyfist mjög línu- lega eftir gengi krónunnar. Hátt hlutfall af kostnaðarverðinu er enda af erlendum uppruna. Spurningin er því hvað umboðin eiga stóran lager af bílum sem hafa verið greiddir á gamla genginu.“ Egill bendir á að gengi krónu gagnvart evru hafi styrkst um 6-7% síðan hún fór í 165 krónur í október. Yfirfært á verð nýrra bíla geti þetta skilað 300 þúsund króna verð- lækkun á 5 milljóna króna bíl og 600 þúsund króna lækkun á 10 milljóna króna bíl. Meðalverð nýrra seldra bíla hjá Brimborg sé nú 4-5 milljónir króna og hafi hækkað dálítið í niðursveiflunni. Skýringin sé minni sala á ódýrari nýjum bílum. Næmur fyrir genginu Spurður hversu langan tíma það muni taka Brimborg að ganga á lag- er óseldra bíla segir Egill að fyrir- tækið hafi tekið þá ákvörðun fyrir ári að hafa lítinn lager og leggja heldur áherslu á forsölu. „Það þýðir að svona verðlækkun skilar sér miklu hraðar út í verðlag- ið,“ segir Egill. Gengisstyrkingin muni hafa mikil áhrif á markaðinn. „Markaðurinn er gríðarlega næm- ur fyrir verðbreytingum. Gengið hef- ur alla tíð verið sá þáttur sem hefur mest áhrif á bílasölu á Íslandi. Bíla- sala minnkar um leið og gengið fer að veikjast og hún eykst þegar krónan styrkist. Það er af því að samkeppnin er svo mikil að allar gengisbreyt- ingar fara beint út í verðlagið.“ Metsala á notuðum bílum Egill segir gengisáhrifin koma síð- ar fram í verði notaðra bíla. „Þetta ár hefur verið stærsta árið hjá okkur í sölu notaðra bíla. Það varð sprenging í sölunni eftir að Ís- lendingar fóru að ferðast innanlands. Breyttar ferðavenjur ásamt pen- ingum sem áttu að fara í ferðalög er- lendis og auknar ráðstöfunartekjur vegna vaxtalækkana hafa líka haft áhrif. Sala nýrra bíla hefði líka aukist mikið ef ekki hefði verið fyrir mikla veikingu á krónunni. Vaxtalækk- anirnar hafa virkilega örvað mark- aðinn og skilað sér beint út í bílalán- in.“ Keyptir inn á öðru gengi Erna Gísladóttir, forstjóri BL, segir gengisstyrkinguna munu hafa áhrif á söluverð nýrra bíla. „Ef styrkingin helst áfram mun hún lækka verðið en birgðirnar okk- ar eru allar í öðrum gengistölum. Það er svolítið mismunandi milli fram- leiðenda hvað við erum lengi að velta birgðunum. Það getur verið frá þremur og upp í átta mánuði. Ég myndi halda að við færum að sjá lækkun í byrjun næsta árs. Það er alltaf mikil samkeppni á bílamark- aðnum. Ég held því að menn fari að lækka verð fyrr en seinna, ef krónan helst á þessu bili. Það er miklu betra að bjóða hagstæðara verð, enda eru menn þá líklegri til að finna fleiri kaupendur.“ Erna segir aðspurð að gengisveik- ingin síðustu mánuði, og verðhækk- unin í kjölfarið, hafi haft minni áhrif en ætlað var. „Áhrifin af veikingu krónunnar á einstaklingsmarkaðinn voru ekki jafn mikil og við bjuggumst við. Hann hefur enda haldist stöð- ugur þrátt fyrir kórónuveiru- faraldurinn,“ segir Erna. Munu kjósa bílaleigubíla Salan á einstaklingsmarkaði hafi verið ágæt. Hins vegar sé yfir 20% samdráttur í sölu til fyrirtækja og al- gjör samdráttur í sölu til bílaleiga. „Hluti af ástæðunni fyrir góðri sölu á notuðum bílum er að bílaleigur hafa ekki dælt þeim inn á markaðinn. Þvert á móti hefur framboðið skilað sér hægt og rólega í takt við eftir- spurnina,“ segir Erna. Hún segir markað með bílaleigu- bíla munu glæðast þegar faraldurinn gengur niður. „Vonandi fjölgar ferðamönnum með dreifingu á bóluefni. Við gerum ráð fyrir að ferðamennirnir velji frekar að ferðast með bílaleigubíl en að ferðast í hópum. Að þeir sem hafi aðeins meira milli handanna verði fyrstir til að ferðast eftir samdrátt- inn erlendis. Það fólk hefur yfirleitt efni á bílaleigubíl.“ Norska krónan lítið hreyfst Gestur Hjaltason, framkvæmda- stjóri Elko, segir gengisstyrkinguna ekki munu hafa mikil áhrif í bili. Krónan hafi enda ekki styrkst mikið gagnvart norsku krónunni. „Við flytjum inn megnið af okkar vörum í norskum krónum nema það sem við kaupum af innlendum birgj- um. Krónan var að veikjast allt haustið. Stóru innkaupin okkar eru því á hækkandi gengi. Við birgjum okkur upp snemma fyrir jólatörnina sem byrjar orðið snemma með svört- um fössara og þessum netdögum. Það má því segja að það sé inn- kaupahlé þegar líður að nóvember og út desember,“ segir Gestur en verð- merkingar í verslunum Elko breyt- ast í takt við gengið. „Verð okkar er á gengi dagsins. Það hækkar eða lækk- ar eftir því sem vörurnar berast inn. Ef það eru litlar breytingar á geng- inu hækkar verðið hvorki né lækk- ar,“ segir Gestur. Hafa mismikinn veltuhraða Hann segir aðspurður að Elko velti lagernum fjórum sinnum á ári. „Sumar vörur hafa mikinn veltu- hraða. Til dæmis snjallsímar. Þar koma verðbreytingar nokkuð hratt inn. Það er hins vegar minna um hraðar verðbreytingar í stærri heim- ilistækjum.“ Gestur segir verslanir Elko reknar með hálfum afköstum vegna fjölda- takmarkana. Elko finni sérstaklega fyrir því í stórversluninni í Lindum. Þar sé samdrátturinn að jafnaði 40% í hverjum mánuði. „Á móti kemur að veltan í vefversl- un okkar er fjórfalt til sexfalt meiri en á sama tíma í fyrra. Fyrir vikið er nettóaukning hjá okkur í sölu,“ segir Gestur. Netsala hafi þannig verið 17% af veltunni í nóvember í fyrra en hafi nú verið um 60%. Fyrirtækið áætli að 80-85% kaupenda hafi ýmist skoðað vörurnar á netinu, eða keypt á netinu. „Það hefur sínar afleiðingar. Því fylgir talsverður kostnaður að vinna allan sólarhringinn við að koma vörum frá okkur. Við erum ekki með ásættanlega þjónustu við viðskipta- vini okkar sem kaupa á vefnum, því það tekur marga daga að vinna úr pöntunum og koma þeim heim til við- skiptavina. Ástæðan er meðal annars sú að Pósturinn ber við annríki og er lengi að afgreiða pantanir. Það er út af fyrir sig hamlandi. Svo erum við með samkomutakmarkanir á lag- ernum og megum ekki vera nema tíu að pakka. Vefurinn er orðinn langstærsta búðin okkar ef út í það er farið. Hann verður það ekki á næsta ári, ef allt verður eðlilegt, en það kæmi ekki á óvart ef hlutur vefjarins verður um 25% af veltunni. Síðan, í framtíðinni, held ég að búðir muni minnka og Elko-búðirnar verða ekki mikið fleiri. Við erum að opna búð á Akur- eyri vonandi í næstu viku, en ég hugsa að vefurinn taki að öðru leyti við aukningunni,“ segir Gestur. Gengisstyrking mun lækka verðið  Forstjórar Brimborgar og BL vænta verðlækkana í kjölfar gengisstyrkingar krónu undanfarið  Framkvæmdastjóri Elko segir netsölu hafa allt að sexfaldast í sumum vöruflokkum milli ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Gengisáhrif Veiking krónu hefur átt þátt í minni sölu nýrra bifreiða. Benedikt Eyjólfsson, forstjóri og stofnandi Bílabúðar Benna, segir sjálfgefið að verð nýrra bíla lækki með styrk- ingu krón- unnar. Fyrir um hálfu ári hafi evran kostað um 149 kr. en síðan hafi gengið gefið eftir og það bitnað á sölu nýrra bíla til einstaklinga. Með sterkara gengi, lægra verði og auknum umsvifum í at- vinnulífinu sé að vænta meiri sölu nýrra bíla. Bílabúð Benna skili til dæmis um leið gengis- breytingum í verði Porsche- bifreiða. Þá hafi sögulega lágir vexti af bílalánum örvað sölu. Nú kosti innan við 4.000 krónur á mán- uði að taka lán fyrir hverri millj- ón og innan við 50 þúsund krónur samtals á ári. BÍLABÚÐ BENNA Benedikt Eyjólfsson Meðalgengi evru frá byrjun október 170 165 160 155 150 Heimild: Landsbankinn.is 2. október 3. desember EUR/ISK 162,2 165,2 153,2 Væntir meiri sölu 2021

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.