Morgunblaðið - 04.12.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020
INXX II
Glæsilegasta lína okkar til þessa.
INXX II
BLÖNDUNARTÆKI
Brushed brass
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Það er þess virði að skoða pist-il Björns Bjarnasonar um
efni og innihald Pírata, enda
fæst þar sem sýnist. Og Björn
vitnar einnig beint í þeirra eigin
orð:
Fulltrúanefndíslenskra
Pírata hefur
áhyggjur af
starfsumhverfi
innan evrópska
samstarfsvettvangsins PPEU –
evrópskir Píratar.
Þrátt fyrir að hafa sett á lagg-
irnar trúnaðarráð innan PPEU
hefur fulltrúanefndin áhyggjur
af áreiti, áreitni og ofbeldis-
menningu innan evrópskra Pí-
rata og telur hana skaðlega fyrir
pólitískt samstarf.
Ef PPIS nær kosningu til setuí stjórn PPEU á nýjan leik
munu íslensku fulltrúarnir beita
sér fyrir því að innleitt verði
verklag þar sem lögð verður
áhersla á bann við mismunun,
einelti, áreitni, þar á meðal kyn-
ferðislegri og kynbundinni
áreitni, og ofbeldi.“
Þá kemur fram í yfirlýsingu
frá Oktavíu Hrund á vefsíðunni
að hún treysti sér ekki til þátt-
töku í fjarfundi fulltrúanefndar
evrópskra Pírata af því að hún
sætti sig ekki við áreitið sem
mæti henni þar, hún líti ekki á
nefndina sem safe place – öruggt
svæði.
Það er þessi pólitíska ofbeldis-menning sem einkennir
framgöngu sumra kjörinna full-
trúa Pírata hér. Þennan þátt í
stjórnmálastarfi Pírata ber að
ræða á opinberum vettvang.
Það auðveldar skilning á inn-antómum skömmum og sví-
virðingum Þórhildar Sunnu Æv-
arsdóttur.“
Píratar áleitnir
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ást-
hildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar,
hafa undirritað samning um byggingu 60 rýma
hjúkrunarheimilis við Vestursíðu 9 á Akureyri, en
þar stendur Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð.
Áætlað er að framkvæmdin kosti alls þrjá millj-
arða króna. Ríkissjóður mun greiða 85% en Ak-
ureyrarbær 15%. Stefnt er að því að heimilið
verði tilbúið til notkunar í lok ársins 2023. Með
þessari viðbót fjölgar hjúkrunarrýmum á Akur-
eyri úr 170 í 230. Að sögn heilbrigðisráðuneytisins
er skortur á hjúkrunarrýmum á Akureyri og ljóst
að þörf fyrir fleiri rými muni aukast hratt á næstu
árum.
Framkvæmdin verður boðin út sem alútboð og
segir heilbrigðisráðuneytið að reynslan sýni að sú
leið geti stytt framkvæmdatíma og leitt til allt að
10% lægri stofnkostnaðar en ef farin væri hefð-
bundin leið opinberra framkvæmda.
Þeir sem vilja vinna verkið bjóða í skilgreinda
heildarupphæð. Jafnframt liggur fyrir ítarleg
þarfalýsing sem þarf að uppfylla. Teymi bjóð-
enda, sem valin eru á grundvelli forvals, leggja
síðan fram tillögur sem metnar verða út frá gæð-
um.
Byggja nýtt hjúkrunarheimili
60 rýma heimili við
Lögmannshlíð á Akureyri
Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri Með viðbót við Hjúkrunarheimilið Lög-
mannshlíð verða 230 hjúkrunarrrými í bænum.
Salmann Tamimi, tölv-
unarfræðingur og for-
stöðumaður Félags
múslima á Íslandi, er
látinn, 65 ára að aldri.
Salmann fæddist 1.
mars árið 1955 í Jerú-
salem. Foreldrar hans
voru Salim Abu
Khaled al Tamimi og
Nazima abu Rajabb al
Tamimi. Hann kom til
Íslands á árinu 1971,
þá 16 ára gamall.
Hann var á sjó og í
byggingarvinnu í
fyrstu en á seinni ár-
um menntaði hann sig sem tölv-
unarfræðingur og vann lengst af
hjá Borgarspítalanum, síðar Land-
spítalanum.
Salmann stofnaði Félag múslima
á Íslandi árið 1997 og
var formaður þess til
margra ára. Hann var
einnig stofnfélagi í Fé-
laginu Ísland-Palest-
ína og var ötull tals-
maður réttinda
Palestínumanna
ásamt því að láta sig
varða mannréttindi
víða um heim.
Eftirlifandi eigin-
kona Salmanns er
Ingibjörg Tamimi Sig-
urjónsdóttir. Hann
lætur eftir sig 5 upp-
komin börn, fósturson
og 12 barnabörn ásamt stórri fjöl-
skyldu í Palestínu og á Íslandi.
Salman var mikill fjölskyldumaður
og vinmargur. Hann lést á frið-
sælan hátt í faðmi fjölskyldu sinnar.
Andlát
Salmann Tamimi
Árlegt verkefni Landhelgisgæsl-
unnar er snýr að landamæraeftirliti
í Miðjarðarhafi frestast fram í jan-
úar á nýju ári. Gæslan tekur þátt í
samstarfi Frontex um landamæra-
eftirlit á ytri landamærum Evrópu,
en vegna verkfalls flugvirkja Gæsl-
unnar í síðasta mánuði tefst þetta
samstarf. „Eins og við má búast í
kjölfar svona aðstæðna verður að
endurskipuleggja margt í starfsemi
okkar. Þar á meðal eru verkefni
flugvélar okkar,“ segir Ásgeir Er-
lendsson, upplýsingafulltrúi Land-
helgisgæslunnar. „Viðhald á loft-
förum Gæslunnar stendur nú yfir á
Reykjavíkurflugvelli og sú vinna
hefur gengið vel. TF-GRO er nú
starfhæf og um miðjan mánuðinn
verður TF-EIR starfhæf.“
Eftirlit Gæslunnar frestast fram í janúar