Morgunblaðið - 04.12.2020, Page 10

Morgunblaðið - 04.12.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Unnið var að því á Hafrannsóknastofn- un í gær að skipuleggja loðnuleiðangur fjögurra veiðiskipa, en farið verður af stað um helgina og er ráðgert að verða við mælingar í allt að sex daga. Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri, sagði að endanlegt skipulag væri á teikniborð- inu með tilliti til skipakosts, veðurs, hafíss og dreifingar loðnunnar sam- kvæmt upplýsingum úr yfirferð Polar Amaroq úti fyrir Norðurlandi í síðustu viku. Þrír starfsmenn Hafró verða um borð í hverju skipi og manna þeir berg- málsvakt og sýnavinnslu. Birkir segir að með fjórum skipum sé vonast til að góð heildarmynd náist af göngum loðnunnar fyrir Norður- landi og því magni sem er á ferðinni. Hann segir að leiðangurinn nú sé sam- bærilegur við hefðbundinn leiðangur í janúar og febrúar og reynt verði að ná utan um svæðið á sem stystum tíma. Hugsanlega verði byrjað að leita og mæla á báðum endum, þ.e. úti fyrir Vestfjörðum og norður af Langanesi, en hvert skip fær úthlutaðar leiðar- línur. Fyrsta verkefnið í leiðangrinum er þó að kvarða bergmálsmæla þannig að tæki um borð í skipunum verði eins stillt. Farið verður af stað á laugardag eða sunnudag og að lokinni kvörðun verður siglt norður fyrir land. Mælingarnar á loðnunni nú eru samstarfsverkefni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Hafrannsóknastofnunar og loðnuútgerða og kostaðar af þeim síðastnefndu því mælingar í desember voru ekki á rannsóknaáætlun Hafrann- sóknastofnunar, segir í frétt frá stofn- uninni. Jóna, Ásgrímur, Kap og Iivid Skipin sem taka þátt í mælingunum eru Kap VE í eigu Vinnslustöðvarinn- ar í Vestmannaeyjum, Jóna Eðvalds SF og Ásgrímur Halldórsson SF frá Skinney-Þinganesi á Höfn og græn- lenska skipið Iivid. Kap hefur ekki verið á kolmunnaveiðum í haust eins og stærsti hluti uppsjávarflotans og því var skipið tiltækt í þetta verkefni. Sömu sögu er að segja um skip Skinn- eyjar-Þinganess, sem ekki eru með aflaheimildir í kolmunna, en íslenskri sumargotssíld var síðast landað á Hornafirði 24. nóvember. Grænlenska fyrirtækið Arctic Prime Fisheries keypti Iivid nýlega frá Noregi, en Brim hf. er hluthafi í grænlenska fyrirtækinu. Skipið hét upphaflega Strand Senior, smíðað 1999, og síðasta árið var nafnið Skips- holmen. Það er systurskip Bjarna Ólafssonar AK 70. Fram kemur í frétt Hafró að niður- stöður loðnukönnunar á Polar Amaroq í síðustu viku hafi sýnt austlægari út- breiðslu loðnu en síðustu ár á þessum árstíma. „Það gæti mögulega þýtt að loðnan gangi fyrr suður fyrir land til hrygningar en undanfarin ár. Það, ásamt þeirri staðreynd að óvissa ríkir enn um hvort loðnuveiðar verði leyfð- ar í vetur, gefur tilefni til að reyna að ná mælingu á stærð stofnsins á þess- um tímapunkti,“ segir í fréttinni. Í yfirferð Polar var hrygningarloðna á eystri hluta svæðisins og mest af henni við Kolbeinseyjarhrygg, eins og sést á kortinu. Blönduð hrygningar- og ung- loðna var vestan til á svæðinu. Minna en í september Spurður um heildarmagnið í leið- angri Polar segir Birkir að það liggi ekki fyrir. Um könnun hafi verið að ræða en ekki nákvæma mælingu eða stofnmat. Vissulega hafi verið talsvert magn á ferðinni, en þó sennilega minna en í mælingu Hafrannsókna- stofnunar í september. Þá var stærð veiðistofns vertíðar- innar í vetur metin um 344 þúsund tonn. Hins vegar kann að hafa verið um vanmat að ræða í þeim leiðangri, þar sem tafir vegna veðurs ollu minni yfirferð á jaðarsvæðum og hafís á norðanverðu rannsóknarsvæðinu hindraði að hluta áætlaða yfirferð þar. Leiðangurinn nú breytir ekki áður kynntum áformum Hafrannsókna- stofnunar um stofnmælingar á loðnu í vetur. Í þeim er gert ráð fyrir að rann- sóknarskipið Árni Friðriksson fari í könnun í byrjun janúar. Í framhaldi af því er ráðgert að fara í tvær mælingar á stærð stofnsins á tímabilinu frá 15. janúar til loka febrúar. Í gangi er útboð um leigu á fjórum veiðiskipum fyrir Hafrannsóknastofn- un í þessar mælingar, í samvinnu við Ríkiskaup. Gert er ráð fyrir samtals um 50 sjódögum ásamt 38 dögum á Árna Friðrikssyni. Vilja ná heildarmynd af göngunni  Fjögur veiðiskip til loðnuleitar um helgina  Þrír frá Hafrannsóknastofnun um borð í hverju skipi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mæling á loðnu Grænlenska skipið Ilvid hefur legið við bryggju í Reykjavík síðustu vikur, en heldur um helgina til loðnuleitar fyrir norðan land. Útbreiðsla loðnu 20.-25. nóvember Samkvæmt könnun á Polar Amoroq 69º 68º68º 67º 66º 67º Blönduð hrygningar- og ungloðna Hrygningar- loðna Kolbeinsey Horn Melrakkaslétta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.