Morgunblaðið - 04.12.2020, Síða 13

Morgunblaðið - 04.12.2020, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020 Í þessari áhugaverðu, óvenjulegu og fallegu bók fjallar Gísli Pálsson um geir- fuglinn, fuglinn ófleyga sem varð eins konar tákn tegunda í útrýmingarhættu. DULARFYLLSTI FUGL ÍSLANDS? LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bandaríkjamenn greindu frá því í gær að um 195.695 ný tilfelli kórónuveirunnar hefðu greinst á undangengnum sólarhring. Er það mesti fjöldi nýrra tilfella frá upphafi heimsfaraldursins. Þá létust 2.733 af völdum kórónuveirunnar þar í landi, og er það með því mesta sem sést hefur í faraldrinum til þessa. Nú eru rúmlega 100.000 manns rúmliggjandi á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum vegna veirunnar, og hafa þeir aldrei verið fleiri. Faraldurinn er nú einna skæðastur í Kali- forníu, Texas og Flórída, þremur af fjölmenn- ustu ríkjum Bandaríkjanna, og ákvað Eric Gar- cetti, borgarstjóri í Los Angeles, að skipa íbúum borgarinnar að halda sig heima við, en tilfellum þar hefur fjölgað geigvænlega hratt að und- anförnu. Óttast heilbrigðisyfirvöld vestanhafs að far- aldurinn muni enn fara stigvaxandi á aðvent- unni, ekki síst vegna þakkargjörðarhátíðarinnar í síðustu viku, en mikill fjöldi Bandaríkjamanna virti að vettugi tilmæli yfirvalda um að halda sig sem mest heima við yfir hátíðina. „Raunveru- leikinn er sá að desember, janúar og febrúar munu verða erfiðasti tíminn í heilbrigðissögu þessa lands,“ sagði Robert Redfield, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinnar í gær. Bjóðast til að taka bóluefnið Stefnt er að því að nokkur bóluefni muni fá samþykki á næstu dögum eða vikum, og stefna Bandaríkjamenn að því að bólusetja um 100 milljón manns fyrir lok febrúar. Barack Obama, George W. Bush og Bill Clin- ton, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, buðust í gær allir til þess að láta bólusetja sig op- inberlega, ef það kynni að verða til þess að eyða efasemdum almennings um virkni bóluefnanna. Sagði Obama að ef Anthony Fauci, helsti sótt- varnalæknir Bandaríkjanna, segði að bóluefnið væri öruggt myndi hann treysta því, og láta bólusetja sig eftir að búið væri að bólusetja þá sem eru í helstu áhættuhópum vegna veirunnar. Bretar svara gagnrýni ESB Hinum megin Atlantshafsins útilokuðu Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, og Matt Han- cock heilbrigðisráðherra ekki að þeir kynnu að gera slíkt hið sama, ef það gæti orðið til að hvetja aðra, en áætlað er að um 20% Breta vilji ekki vera bólusett gegn veirunni. Bretar urðu í fyrradag fyrstir þjóða til þess að samþykkja notkun bóluefnis þess sem Pfizer og BioNTech hafa þróað gegn kórónuveirunni. Ákvörðun Breta kallaði á gagnrýni frá lyfja- stofnun Evrópusambandsins, sem lét í veðri vaka að Bretar fylgdu ekki eins ströngum skil- yrðum fyrir samþykkt bóluefnisins og ríki sam- bandsins. Ekki er gert ráð fyrir að lyfjastofnun ESB veiti samþykki fyrir bóluefni Pfizer fyrr en á fundi stofnunarinnar 28. desember næstkom- andi. Jonathan Van-Tam, aðstoðarlandlæknir Bret- lands og helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um farsóttir, sagði hins vegar að Bretar hefðu orðið fyrstir til að samþykkja bóluefni, þar sem þeir hefðu tekið mjög skipulega á öllu ferlinu alveg frá upphafi. „Við höfum verið á tánum,“ sagði Van-Tam, en honum er tamt líkingamál, einkum úr knatt- spyrnu. Sagði Van-Tam að fullyrðingar evr- ópsku lyfjastofnunarinnar væru úr lausu lofti gripnar og líklega sagðar til þess að réttlæta það að stofnunin væri eftir á. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að aðrar eft- irlitsstofnanir, sér í lagi sú bandaríska, séu skammt undan með sitt eigið samþykki,“ sagði hann. Nýjum tilfellum fjölgar hratt  Aldrei fleiri á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar vestanhafs  Útgöngubann sett á í Los Angeles  Ráðamenn bjóðast til að styðja bólusetningarherferðir Enn nokkuð í land í við- ræðunum Samningamenn ESB vöruðu við því í gær að þeir hefðu gengið eins langt og þeir gætu til þess að koma til móts við Breta í fríversl- unarviðræðum þeirra. Viðræðurnar eru nú sagðar á lokasprettinum, en þó er enn nokkuð í land. Sögðu heimildarmenn AFP-fréttastof- unnar að Michel Barnier, aðalsamn- ingamaður ESB, hefði farið mjög nálægt þeim „rauðu strikum“ sem aðildarríkin hafa sett, en þar er ótt- ast að hann muni undirrita samning sem gangi lengra en til dæmis frönsk eða hollensk stjórnvöld vilji. Á það einkum við um fiskveiðimál, en Barnier lýsti því yfir í gær að Bretar hefðu gefið ögn eftir af kröf- um sínum í fiskveiðimálum, og væru þeir nú opnir fyrir því að einungis 60% af öllum afla innan breskra fiskimiða tilheyrði Bretum í stað 80%. Sagði Barnier hins vegar að hann gæti ekki tryggt að samningar næðust, þrátt fyrir þetta. Michel Barnier  ESB hafi gengið eins langt og hægt er Frakkar syrgðu í gær Valéry Gis- vard d’Estaing, fyrrverandi Frakklands- forseta, en fjöl- skylda hans til- kynnti um andlát hans seint í fyrrakvöld. Gis- card var 94 ára gamall og hafði hann verið heilsuveill að undan- förnu. Hann var forseti Frakklands á árunum 1974-1981 og styrkti hann meðal annars tengsl Frakklands og Þýskalands á þeim árum og var hvatamaður að fyrsta leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims. Í Frakklandi beitti Giscard sér fyrir lögleiðingu fóstureyðinga, auk þess sem hann gerði hjóna- skilnað auðveldari og lækkaði kosningaaldur niður í 18 ára. Emmanuel Macron Frakklands- forseti sagði í tilkynningu sinni að Giscard hefði breytt Frakklandi á sínum sjö árum og að hann yrði syrgður af allri frönsku þjóðinni. Valéry Giscard d’Estaing látinn FRAKKLAND Valéry Giscard d’Estaing Þessi mynd sýnir lendingarstað kínverska Chang’e 5-könnunarfarsins á tunglinu, en það lenti þar á þriðjudaginn var og lagði svo aftur af stað heim til jarðar í gær. Farinu, sem var fjar- grjóti, og er það í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár sem reynt er að safna sýnum af tunglinu og fara með aftur til jarðar. Áætlað er að farið lendi 17. desember næstkomandi. stýrt frá jörðu, var ætlað að taka myndir af yfir- borði tunglsins og reyna að greina hver jarð- vegssamsetning þess er. Þá safnaði farið jarðvegssýnum og tungl- AFP Kínverskt tunglfar á heimleið með tunglgrjót

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.