Morgunblaðið - 04.12.2020, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ífrumvarpi aðfjárhags-áætlun
Reykjavíkur-
borgar fyrir árið
2021 má sjá að
skatttekjur borg-
arinnar í fyrra, ár-
ið 2019, námu 98,6 milljörðum
króna, að í ár nema skatt-
tekjur 99,8 milljörðum króna
og að á næsta ári verða þær
komnar í 103,4 milljarða
króna.
Þegar aðrar tekjur sam-
stæðu borgarinnar hafa verið
lagðar við, en þær hækka
einnig, bæði á þessu ári og því
næsta, má sjá að heildartekjur
borgarinnar munu hækka um
14,5 milljarða króna á árunum
2019 til 2021.
Reykjavíkurborg hefur með
öðrum orðum ekki orðið fyrir
neinum tekjumissi vegna kór-
ónukreppunnar, en þar sem
laun eru talin munu hækka um
18 milljarða króna þessi tvö
ár, eða 23%, er gert ráð fyrir
að rekstrarniðurstaða fyrir af-
skriftir, EBITDA, lækki tölu-
vert.
Á meðan fyrirtækin í land-
inu upplifa kreppuástand með
minnkandi tekjum og miklum
rekstrarerfiðleikum nýtur
Reykjavíkurborg góðs af ört
hækkandi launum og þar með
útsvarsgreiðslum. Það munar
um minna en fimm milljarða
hækkun skatttekna á tveimur
árum.
Þrátt fyrir þessar vaxandi
tekjur og þá staðreynd að nú
kreppir víða að ákvað meiri-
hlutinn í borgarstjórn að
hafna hóflegri tillögu Sjálf-
stæðisflokksins um lækkun
útsvars. Tillagan gerði ráð
fyrir að arðgreiðslum Orku-
veitunnar, 2,8 milljörðum
króna, yrði ráðstafað til út-
svarslækkunarinnar og að
með því færi álagningarhlut-
fallið úr 14,52% í 14,07%. Með
þessu hefði skattheimtu verið
létt lítillega af Reykvíkingum
á næsta ári, þegar fyrir-
sjáanlegt er að margir munu
glíma við þrengingar þó að
borgin sjái fram á vaxandi
tekjur.
Það vekur líka athygli að
meirihlutinn í borgarstjórn
ætlar að halda áfram á leið
skuldasöfnunar. Borgin hefur
í gegnum góðæri síðustu ára
safnað skuldum í stórum stíl,
meira en milljarði króna á
mánuði. Nú þegar kreppir að
hjá fyrirtækjum í landinu og
borgin gæti reynt að sýna
ábyrgð í rekstri, hyggst hún
halda skuldasöfnuninni ótrauð
áfram. Skuldir og skuldbind-
ingar samstæðu borgarinnar
verða samkvæmt
fjárhagsáætl-
uninni orðnar 412
milljarðar króna
árið 2021 og hafa
þá hækkað um 67
milljarða króna á
tveimur árum, eða
um hátt í þrjá milljarða á mán-
uði. Þessi áform ásamt meintri
sóknaráætlun kynnti borg-
arstjóri undir yfirskriftinni
Græna planið en hefði betur
notað réttnefnið Skuldaplanið.
Önnur ástæða þess að
Græna planið er ekki viðeig-
andi nafn í samhengi við
áform borgarinnar er að
áformin eru alls ekki græn.
Þvert á móti er ætlunin að
færa borgina enn fjær þeirri
stefnu sem rekin var á árum
áður og fólst í því að verja
græn svæði og tryggja að af
þeim hefðu borgarbúar nóg.
Nú er sagt að ætlunin sé að
gera allar götur blómlegar,
þær eigi að fá „grænna yfir-
bragð og meiri gróður“ og
græn svæði og almennings-
garðar verði fegraðir. Stað-
reyndin er þó sú að meirihlut-
inn í borginni ætlar meðal
annars að byggja í Laugar-
dalnum til að þjóna Borgarlín-
unni svokölluðu, nýja átrúnaði
vinstri manna, sem á lítið
skylt við græn sjónarmið eða
umhverfisvernd yfirleitt. Þá
er ætlunin að byggja atvinnu-
húsnæði í Elliðaárdalnum og
verður sú aðgerð seint talin
græn. Hið sama á við um þétt-
ingarstefnu borgarinnar, sem
miðar að því að útrýma opnum
og grænum svæðum til að
þjóna Borgarlínukreddunni.
Ætlunin er að kóróna Gráa
skuldaplan borgarstjórnar-
meirihlutans með því að halda
áfram að fjölga borgarstarfs-
mönnum, en meirihlutinn
virðist telja að leiðin til verð-
mætasköpunar og uppbygg-
ingar á næstu árum sé að
halda sköttum í hæstu leyfi-
legu hæðum og fjölga opin-
berum starfsmönnum. Bent
hefur verið á að í lok næsta
árs verði um það bil fimmti
hver vinnandi maður í borg-
inni á launaskrá Reykjavík-
urborgar og að ætlunin sé að
fjölga starfsfólki borgarinnar
um 622 á fyrrnefndu tveggja
ára tímabili.
Allt er þetta með miklum
ólíkindum og sérstaklega um-
hugsunarvert fyrir þá sem
hafa hallað sér að Viðreisn en
telja sig ekki mjög langt til
vinstri í stjórnmálum, að sá
flokkur ber einna mesta
ábyrgð á Skuldaplaninu og því
hvernig komið er fyrir
Reykjavíkurborg.
Borgin kynnir
skuldasöfnun og
eyðingu grænna
svæða undir heitinu
„Græna planið“}
Skuldaplan
Reykjavíkurborgar
E
inu sinni spurði Happdrætti Há-
skólans fólk í auglýsingu hvað
það myndi gera við stóra vinn-
inginn. Einn sagðist vilja kaupa
lítið sjávarþorp á Vestfjörðum.
Svarið ýfði upp reiði hjá sumum sem töldu að
þarna væru happdrættið og auglýsingastofan
að gera lítið úr Vestfirðingum og þeirra heima-
byggð. Aðrir tóku auglýsinguna sem græsku-
laust grín.
Veltum þessu andartak fyrir okkur. Hve
mikið ætli sjávarþorp á Vestfjörðum gæti kost-
að? Við getum nálgast markaðsvirði allra íbúð-
arhúsa á Vestfjörðum í opinberum gögnum.
Með smávægilegum útreikningum finnum við
út að það er nálægt 80 milljörðum króna. Ef
við bætum við öllu atvinnuhúsnæði, vélum, bíl-
um, vegum, virkjunum, höfnum og öðrum
eignum má tvöfalda þessa tölu fyrir Vestfirði í heild.
Til hvers er allur þessi talnaleikur sem skilar svo háum
tölum að fæstir skilja þær vel? Jú, setjum þær í samband
við gróða útgerðarmanna undanfarinn áratug. Sam-
kvæmt tölum sem kynntar voru á sjávarútvegsdeginum í
haust nam núvirtur hagnaður þeirra rúmlega 480 millj-
örðum, eða um 50 milljörðum króna á ári. Á sama tíma
hafa útgerðarmenn borgað sér liðlega 100 milljarða króna
í arð.
Hvað segja þessar tölur okkur? Þær gefa til kynna að á
þremur árum nægði afgangur útgerðanna til þess að
kaupa alla Vestfirði, hús, vegi og virkjanir. Þetta eru
miklir peningar því að þarna búa 2% þjóðarinnar.
Með svipuðum útreikningum má sjá að útgerðarmenn
gætu keypt öll íbúðarhús á Akureyri fyrir
hagnað átta ára. Þeir græða nefnilega um 130
milljónir króna á dag. Hvern einasta dag. Í tíu
ár.
Munum líka að hér erum við að tala um af-
komuna eftir að tekið hefur verið tillit til þess
að flestar útgerðir hafa endurnýjað skipastól
sinn og verksmiðjur á sama tíma.
Nú er ég ekki í hópi þeirra sem telja að
gróði sé slæmur. Þvert á móti er gott þegar
fólk auðgast á hugviti sínu og dugnaði. Mér
finnst kvótakerfið gott, því að það hefur leitt
til hagræðingar og skynsamlegri nýtingar
fiskistofna. Því fer fjarri að ég hafi horn í síðu
starfsmanna útgerðanna eða telji að útgerðar-
menn séu óalandi og óferjandi.
Nei, vandinn felst í því að útgerðarmenn
eru í einokunaraðstöðu í lokuðu kerfi. Enginn
fær að nýta fiskimiðin, sameign þjóðarinnar að lögum,
nema tiltekin útgerðarfélög. Enginn unnandi frjálsrar
samkeppni ver einokunarhagnað. Eigandi auðlindar-
innar, þjóðin sjálf, á að njóta síns eðlilega hlutar af arð-
inum. Markaðstengt gjald sér um það.
Eftir að greinar mínar um þetta mikla óréttlæti birtast
fæ ég stundum símtöl, pósta eða orðsendingar með ónot-
um í minn garð. Ég ali á öfund og illvilja í garð greinar-
innar. Ekkert er fjær sanni. Ég vil einfaldlega að þjóðin
fái sinn sanngjarna skerf. Sátt skapast fyrst þegar auð-
lindagjald ræðst á markaði.
Allt sem við viljum er sanngirni.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Lítið sjávarþorp, Akureyri og svo Ísland?
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Rannsóknir á ævafornusjávarseti suðvestan viðBjarnarey, suður af Sval-barða, hafa gefið nýjar
upplýsingar um rennsli Golf-
straumsins í Norðurhöfum. Frá
þessu var nýlega greint á vefnum
forskersonen.no.
Hlýr Golfstraumurinn streymir
sunnan úr höfum og hefur m.a. þau
áhrif að Ísland er byggilegt. Svo
flæðir hann áfram langt norður í
höf, en það hefur ekki alltaf verið
svo.
Golfstraumurinn ber með sér
ógrynni af leir, sandi og öðrum fín-
gerðum ögnum. Efnið fellur til
botns, hleðst upp í hlíðum land-
grunnsins niður í hafdjúpin og
myndar þar setlög. Hægt er að lesa
heilmikla og eldgamla sögu úr botn-
lögum, sem nú eru grafin undir kíló-
metraþykku lagi af sandi og leir frá
ísaldartímum.
Grænlands-Skotlandshryggur-
inn myndaðist vegna eldvirkni og
var miklu grynnra niður á hann í
upphafi. Þannig var hann þrösk-
uldur fyrir Golfstrauminn og aðra
hafstrauma sem komust illa norður í
höf fyrir um 20 milljónum ára.
Grænland og Svalbarði skildust
að fyrir um 17 milljónum ára og
opnaðist sundið sem Norðmenn
kalla Framsund. Grænlands-
Skotlandshryggurinn sökk svo niður
í jarðskorpuna undan eigin þunga
fyrir um 12 milljónum ára. Þar með
lækkaði þröskuldurinn og leið opn-
aðist fyrir Golfstrauminn norður í
höf og fyrir kalda sjávarstrauma að
streyma úr norðri og suður á bóg-
inn. Hlýsjór Golfstraumsins hefur
haft mikil áhrif á veðurfar og ástand
sjávar, t.d. við Jan Mayen og Sval-
barða og víðar.
Botninn ræður straumunum
„Þessir neðansjávarhryggir eru
undirstaða lífsins við landið,“ sagði
Héðinn Valdimarsson haffræðingur.
„Hafstraumarnir liggja eins og þeir
gera vegna þess að þessir hryggir
eru til staðar. Stefna straumanna
ræðst mikið af lögun botnsins.“
Hann sagði að eftir því sem
þekkingu og rannsóknum á haf-
straumum við landið fleygði fram
hafi mönnum orðið betur ljóst að
botnlögunin hafði meira að segja
fyrir hafstraumana en fram að því
hafi verið talið. Þekking á lögun
hafsbotnsins jókst mjög vegna kaf-
bátasiglinga í kalda stríðinu.
„Þá urðu menn mjög uppteknir
af þessum neðansjávarhryggjum,
ekki síst í tengslum við kafbátahern-
aðinn. Það var hægt að skýla sér
fyrir hljóðsjám við þessa hryggi.“
Hryggirnir rísa hátt frá hafs-
botninum. Héðinn sagði að dýpið á
milli Íslands og Grænlands fari úr
640 metrum á sjálfum hryggnum og
niður í 2.500 metra. Hæðarmun-
urinn upp undir 1.900 metrar.
Yfirfall af köldum sjó norðan úr
höfum er suður yfir hryggina,
beggja vegna Íslands. Kaldi botn-
straumurinn sem fellur yfir hrygg-
inn milli Íslands og Grænlands hef-
ur oft verið kallaður „stærsti foss í
heimi“ en þar falla um þrjár millj-
ónir rúmmetra af sjó fram af brún-
inni á sekúndu.
Neðansjávarhryggirnir hafa
mikil áhrif á lífríkið.
„Hermann Einarsson dýra-
fræðingur sagði á sínum tíma að
þessi straumamót við neðansjávar-
hryggina væru undirstaðan að lífi
við Ísland. Straumamótin sem við
erum á gera þetta svæði að fram-
leiðslusvæði. Lífið fær stöðuga nær-
ingu þegar næringarefnin þyrlast
upp á hryggjunum og svif safnast í
þessi straumamót. Það veldur því að
stærri dýr safnast þangað til að
nærast,“ sagði Héðinn.
Neðansjávarhryggir
– undirstaða lífsins
Neðansjávarhryggir
við Ísland
GRÆNLAND
JAN MAYEN
FÆREYJAR
SKOTLAND
NOREGUR
ÍSLAND
Íslands-Skotlandshryggur
Grænlands-
Íslandshryggur
Re
yk
ja
ne
s-
hr
yg
gu
r
M
ið
-A
tla
nt
sh
af
s-
hr
yg
gu
r
Grænlands-
sund
Norður-
Atlantshaf
Norður-
Atlantshaf
Barents-
haf
Rockall
Norðursjór
Neðansjávarhryggir og lands-
lag á hafsbotni hafa gríðar-
lega mikil áhrif á stefnu haf-
strauma. Ísland er þar sem
tveir miklir neðansjávar-
hryggir í Norður-Atlantshafi
skerast.
Grænlands-Skotlandshrygg-
urinn liggur þvert yfir Norð-
ur-Atlantshafið, frá Skotlandi
í suðaustri og til Grænlands í
norðvestri. Ísland og Fær-
eyjar eru hluti af honum og
standa upp úr hafinu.
Mið-Atlantshafshryggurinn
teygir sig á milli heimskaut-
anna. Hann nær upp fyrir
sjávarmál á Íslandi, Asoreyj-
um og Jan Mayen. Reykjanes-
hryggurinn suðvestur af land-
inu og Kolbeinseyjarhryggur
og Íslands-Jan Mayen-
hryggurinn fyrir norðan eru
hlutar hans. Norðan við Ís-
land er mikil háslétta, Ís-
landssléttan, á hafsbotni. Þar
fer dýpið úr um 1.700 metr-
um niður í 3.500 metra aust-
an við Jan Mayen-hrygginn.
Á mótum
hryggjanna
ÍSLAND