Morgunblaðið - 04.12.2020, Síða 24

Morgunblaðið - 04.12.2020, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020 ✝ Helga Ingólfs-dóttir fæddist 14. ágúst 1970. Helga lést á heimili sínu 14. nóvember 2020. Foreldrar Helgu eru Guðlaug Birna Hafsteinsdóttir og Ingólfur Helgi Matthíasson. Eig- inmaður Guð- laugar er Steinn Halldórsson. Börn þeirra eru Jóhanna, Halldór, Hafsteinn og Heiða Rún. Eiginkona Ingólfs er Sóley Birgisdóttir. Börn þeirra eru Rut, Máni og Hrói. hennar í Iðnskólann í Reykja- vík. Þaðan útskrifaðist hún sem tækniteiknari. Starfaði hún sem tækniteiknari í nokkur ár. 1997 flutti fjölskyldan til Kaup- mannahafnar og vann Helga þar við sitt fag. Þau komu heim eftir tvö ár. Árin 2007 til 2011 bjó fjölskyldan í Lundi, Svíþjóð, þar sem Helga lauk prófi í byggingariðnfræði. Hún vann við sitt fag og nýtti sína mennt- un. Helga og Arnar áttu heimili sitt alla tíð í Reykjavík. Helga verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju 4. desember 2020 kl. 13. Vegna aðstæðna verða að- eins nánustu aðstandendur við- staddir en streymt verður frá athöfninni á: https://youtu.be/5jqQfhftzMY Virkan hlekk á streymi má einning finna á https://www.mbl.is/andlat Eiginmaður Helgu er Arnar Guðmundsson. For- eldrar hans eru Guðmundur Jó- hannesson og Bergljót Helga Jós- epsdóttir. Helga og Arnar eignuðust tvo syni, þá Þorra og Óðin. Unnusta Þorra er Marín Líf Gauta- dóttir og unnusta Óðins er Hildur Helgadóttir. Helga ólst upp í Árbæjar- hverfi og gekk í Árbæjarskóla. Fór svo í Fjölbrautaskólann í Ármúla og eftir það lá leið Takk fyrir okkur, elsku Helga systir. Það er erfitt að hugsa til þess að við fáum ekki að hitta þig aftur elsku systir enda fáir með jafn góða nærveru og þú. Við duttum heldur betur í lukkupottinn að fá að eiga þig sem systur, því betri verða þær ekki. Þrátt fyrir hversu breitt aldursbil systkina- hópsins er þá náðum við alltaf öll vel saman. Þar gegndir þú lyk- ilhlutverki enda varst það yfirleitt alltaf þú elsku systir sem dróst okkur hvað mest saman. Þú varst stoð okkar og stytta, sáluhjálpari, ráðgjafi og hreinlega sú sem batt allt saman. Það var mikið líf á heimilinu þegar við vorum að alast upp, öll vorum við félagslega sterk og eignuðumst góða vini og var því lítið um rólegheit. Oftar en ekki fékkstu þá ábyrgð að líta eftir okkur sem yngri vorum þegar foreldrarnir þurftu að komast í burtu og fylgja því nokkrar góðar minningar sem ekki eru birtingarhæfar hér en stundum þurfti að halda partý og fleira skemmtilegt. Alltaf hjálp- aðirðu okkur svo að ekki kæmist upp um hvað við hefðum verið að gera af okkur. Við leituðum til þín þegar eitthvað bjátaði á hjá okk- ur. Alltaf áttirðu lausa stund til þess að aðstoða bæði okkur systk- ini þín og allra aðra. Þegar þú greindist með krabbamein þá varð þungt yfir okkur öllum, það varð dimmt um tíma en hugarfar þitt hjálpaði okkur öllum. Þér tókst að gera ömurlega stöðu skárri. Sem betur fer höfum við undanfarið ár notað tímann vel öll saman, hist eins mikið og hægt var, talað mikið saman og reynt eftir bestu getu að njóta líðandi stundar. Þrátt fyrir trú okkar allra á kraftaverk fór því miður að halla undan fæti og veikindin sóttu hart að þér. Þegar við sáum fram á erf- iða baráttu varð þyngra yfir okk- ur öllum enda ömurlegt að horfa upp á manneskju sem maður elskar ganga í gegnum svona bar- áttu. Við hefðum öll viljað taka á okkur sársauka til að létta undir en þannig er ekki lífið, það er stundum ósanngjarnt. Engum viljum við það illt að kveljast og trú okkar er sú að þú sért farin á betri stað, farin að skipta þér af og ráðleggja fólki, og þau skulu telja sig heppin, því þú ert þarna með þeim. Við erum þakklát fyrir að hafa verið með þér á lokastundum veikinda, fylgja þér þótt erfitt væri. Eftir að við misstum þig frá okkur höfum við gert okkar besta í að halda hópinn, bera uppi minn- ingar um yndislega systur og reyna að styrkja hvert annað, það hefðir þú viljað. Þú varst heppin með eigin- mann, hann Adda, þvílíkt sem hann var duglegur að takast á við þetta verkefni með þér og synirn- ir Þorri og Óðinn eru engum líkir, svo sannarlega vel upp aldir af foreldrum sínum. Við systkinin viljum senda ykkur Adda, Þorra, Óðni, foreldr- um og vinum innilegar samúðar- kveðjur og treystum á að við öll höldum fallegri minningu um Helgu á lofti. Takk fyrir okkur elsku Helga. Jóhanna, Halldór, Hafsteinn og Heiða Rún. Yndislega frænka mín hún Helga er farin. Fjölskyldulífið okkar er breytt. Helga skilur eftir sig stórt skarð sem verður ekki fyllt. Helga var opin persóna, skemmtileg, forvitin og alltaf brosandi eða hlæjandi og pínu há- vær, það fór einhvern veginn ekki fram hjá neinum að hún var á staðnum. Fjölskyldan okkar er samrýnd og við systkinabörnin höfum verið góðir vinir frá fyrstu tíð. Æskuárin okkar, öll jól, öll af- mæli, allar verslunarmannahelg- ar, fermingar, brúðkaup og alla viðburði sem skipta máli í lífinu höfum við átt saman. Við vorum fjórar frænkurnar sem vorum elstar í hópnum og við vorum góð- ar vinkonur. Mér þótti svo vænt um vinskapinn og það var alltaf jafn gaman að hitta þær. Þegar við urðum fullorðnar áttu þær kærasta, þær giftu sig og áttu börn rúmlega tvítugar en ég var lengi ein og elskaði að fylgjast með þeim og taka þátt í þeirra lífi. Allar reynslusögurnar þeirra hjálpuðu mér mikið þegar ég mun seinna eignaðist mín börn. Helga var flott týpa, átti svo falleg heimili og var skemmtilega öðruvísi, allt var smart sem hún kom nálægt. Heimili hennar og Adda á Vesturgötunni var í uppá- haldi hjá mér. Helga var svo opin fyrir umhverfi sínu, bæði fyrir fal- legri hönnun og líka fyrir fólki, hún sagði skemmtilega frá og tal- aði alltaf hreint út og henni var líka umhugað um aðra. Þau Addi bjuggu erlendis um tíma með strákana sína. Það þarf dugnað og kjark til að rífa sig upp og selja fallegu eignirnar sínar til að upp- fylla draumana sína. Það gerði hún fyrir þau og strákana sína. Þessi reynsla hefur alveg örugg- lega átt sinn þátt í því hvað þau voru samrýnd og hugrökk á þeim erfiða tíma sem þau áttu saman síðasta eina og hálfa árið. Þegar Helga greindist með krabbamein var hún nýbyrjuð að vinna hjá HTH. Þá var Sigrún Gróa systir mín að endurnýja heimilið sitt og áttum við yndis- legar stundir þar með Helgu í teiknivinnu og spjalli. Hetjan hún Helga barðist eins og ljón og við dáðumst að hennar jákvæða og yfirvegaða viðhorfi með húmor- inn að vopni. Alltaf var hún fín og flott og endalaust jákvæð og kvartaði ekki. Pabbi okkar hafði barist við krabbamein í eitt og hálft ár þegar Helga greindist. Þau tvö áttu spjall í síðasta jóla- boði fjölskyldunnar um þessa sameiginlegu reynslu þeirra og það helsta var að þau fundu til með fólkinu sem stóð þeim næst því þetta var ekki síður erfitt fyrir þau, svolítið Helga; aðeins að hafa meiri áhyggjur af öðrum en sjálfri sér í þessari erfiðu baráttu. Við fjölskyldan í Keflavík erum sorg- mædd við fráfall Helgu frænku og það er erfitt að sætta sig við miss- inn hans Adda og strákanna þeirra. Lífið er ekki alltaf sann- gjarnt. Hugur okkar er hjá for- eldrum og systkinum Helgu því þau treystu mikið á hana, hún var kletturinn þeirra. Þetta eru skrýtnir tímar og sárt að geta ekki fylgt Helgu en við gerum það nú samt saman og kveðjum hana með virðingu fyrir því góða og innihaldsríka lífi sem hún lifði og skálum í kampavíni og kveðjum yndislega frænku okkar, falleg minningin um hana lifir með okk- ur þar til við hittumst á ný. Inga Brynja. Með söknuði kveð ég Helgu sem er farin frá okkur allt of snemma. Ekkert býr mann undir það að kveðja frænku sína í blóma lífsins sem átti svo margt eftir og finnst manni það bæði óskiljan- legt og ósanngjarnt. En mig langar að þakka fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman og einkum þær sem við áttum þann tíma sem hún barðist við krabbameinið. Alltaf var hún svo vel tilhöfð og falleg og aldrei urðum við uppiskroppa með um- ræðuefni, því Helgu fannst ekki leiðinlegt að tala, alls ekki. En umræðan sneri aldrei að veikind- um hennar og það sem einkenndi hana mest þessa síðustu mánuði var hversu góða og jákvæða sýn hún tileinkaði sér á þetta verkefni og aldrei leið manni eins og mað- ur væri að tala við veika mann- eskju. En lífið er ekki alltaf sann- gjarnt, þetta er áminning um það. Lífið tekur og það gefur og það sem ég get gert er að lofa sjálfri mér að láta jákvætt viðhorf Helgu vera mér leiðarljós. Elsku Addi, Þorri, Marín, Óð- inn, Hildur, Gulla, Steinn og allir sem stóðu Helgu næst, hugur okkar er hjá ykkur. Helgu verður ætíð sárt saknað. Alida Jakobsdóttir og fjölskylda. Fyrir um það bil þremur árum vorum við Ólöf að leita að vara- hlut í sláttuorf. Komum við í Byko. Þar sem ég sat í bílnum sá ég hvar Helga og Arnar komu út úr búðinni. Ég ætlaði á flauta á þau en hætti við þar sem þau hittu einhverja vini. Svo ég sat þarna og horfði á Helgu og dáðist að því hve hún var alltaf ljómandi. Það hreinlega geislaði af henni. Alltaf jafn brosmild. Þessi mynd hefur oft komið upp í huga mér þessa síðustu daga. Helga var ekki há í loftinu þegar hún kom inn í fjölskylduna, rétt tveggja ára. Það fór ekki mikið fyrir henni. Það kom nokkr- um sinnum fyrir að ég var með hana í bílnum þegar hún var að fara til eða frá ömmu Stebbu. Þá sat hún stillt og prúð laus í aft- ursætinu, engin belti eða barna- bílstólar á þeim tíma. Reglulega fórum við kvenleggurinn í fjöl- skyldunni í fjallgöngu sem endaði í sumarbústað í Kjósinni. Svo kom það fyrir í eitt skiptið að Helga gekk með okkur en þeg- ar kom að því að fara inn í bústað og undirbúa kvöldmat vildi Helga ekki vera með heldur drífa sig í bæinn. Við komumst að því seinna að ástæðan var ungur maður, Arnar Guðmundsson. Eins og gengur og gerist endaði þetta samband með brúðkaupi. Þau gengu í hjónaband í Hall- grímskirkju og voru það báðir feður Helgu þeir Ingólfur og Steinn sem leiddu hana inn kirkjugólfið. Þarna geislaði af Helgu. Svo stuttu seinna fæddist þeim drengur, hann Þorri, og svo fimm árum seinna bættist Óðinn í litlu fjölskylduna. Það var erfitt þegar það frétt- ist af veikindum Helgu en hún, með sína bjartsýni og jákvætt hugarfar, sagði þeim stríð á hend- ur. Við gátum fylgst með þessari baráttu og dáðumst að hugrekki hennar. Allt til hins síðasta gat hún geislað og brosað. Mun þetta jákvæða hugarfar og bros fylgja okkur og vera til huggunar. Arnari, Þorra og Óðni sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd fjölskyldunnar á Skólavörðustíg, Guðrún Halldórsdóttir. Ég ætla að segja nokkur orð til minningar um hana elsku Helgu frænku sem barðist eins og hetja við krabbamein. Helga frænka var magnað eintak sem maður gat alltaf leitað til. Ég hef litið upp til hennar síðan ég var lítil og geri enn. Hún gerði lífið svo skemmti- legt bara með því að vera jákvæð og brosa sínu fallegasta brosi og þannig mun ég og allir muna eftir henni. Helga er og verður mér alltaf svo dýrmæt og ég veit hún verður alltaf hjá okkur, hún sýndi svo mikinn kraft og styrk og var alltaf jákvæð þrátt fyrir erfiðleikana og hindranirnar. Ég er svo þakklát fyrir að hafa náð að segja henni hvað mér þótti vænt um hana áður en hún fór frá okkur. Hitt hana á góðum dögum og fengið að spjalla við hana á fa- cebook. Elsku Helga, takk fyrir allar góðu minningarnar og allar góðu stundirnar saman. Ég mun líta upp til Helgu alla mína ævi og taka hana mér til fyr- irmyndar, vera með bros á vör og vera svo góð við alla. Takk fyrir allt Helga, elska þig. Sunneva Helgadóttir. Stórt skarð er höggvið í vin- konuhóp sem hefur fylgst að frá barnæsku og ekki verður fyllt. Leiðir okkar lágu fyrst saman í grunnskóla. Helga vakti strax at- hygli þar sem hún mætti ásamt náfrænku sinni og jafnöldru í samskonar fatnaði, fallegri heimaprjónaðri peysu með munstri, legghlífar og ennisband í stíl, prjónað í vél, sem var vinsælt á þessum tíma. Við minnumst Helgu enn á sama hátt fyrir smekklegheit, fallegan klæðnað og sterkan persónuleika. Mannkostir Helgu okkar komu fljótlega í ljós. Það fór ekki mikið fyrir Helgu en hún varð samt sem áður fljótt sjálfskipaður leiðtogi í hópnum. Hún var mannvinur og kom fram við alla sem jafningja, vingjarnleg, hress, opin og bros- mild. Helga var traust og góð vin- kona, gefandi persónuleiki, ábyrgðarfull við samferðafólk og umhyggjusöm. Helga var ekki fyrir leiðindi og vildi ávallt leysa málin. Því er kannski best lýst þannig að Helga hafði góða til- finningagreind og gott hjartalag. Helga bar út blöð á morgnana og átti það til að kasta blaði í gluggann hjá einni okkar til að kanna hvort hún væri vöknuð. Íþróttir lágu vel fyrir henni og sem markmaður í handbolta var hún nokkuð efnileg. Helga var jafnvinamörg meðal stelpna og stráka enda gerði hún ekki grein- armun þar á. Okkur er minnis- stætt þegar Helga vann alla strákana í bekknum í sjómann en það mátti ekki tala um það. Haldin var samkoma í 5. bekk þar sem við fluttum Minipops (eða mæmuðum) fyrir foreldrana. Helga varð sjálfskipaður stjórn- andi fyrir þessa samkomu. Við leituðum til hennar eftir ráðum og hún raðaði í hlutverk. Það var margt brallað í barna- skóla, samferða vorum við í gegn- um unglingsárin þar sem uppá- tækin voru mörg, breikað, teikað, brennó, snúsnú, skólaböllin, danssýningar, dásamlegar strætóferðir þar sem mikið var hlegið og pískrað, gallabuxur klóraðar, tombóla haldin með vin- samlegu leyfi frá lögreglunni, tískusýning, mörg góðlátleg símaöt og tala nú ekki um það sem Helgu fannst notalegast, gistinæturnar þar sem við klór- uðum hvor annarri á bakinu. Helga var fagurkeri og hafði næmt auga fyrir tísku og hönnun. Við minnumst þess í föndurhóp- um fyrir jól í Árbæjarskóla hve Helgu tókst iðulega vel til og minnisstætt þegar hún „riggaði upp“ kirkju á mettíma fyrir ein jólin. Á fullorðinsaldri fannst henni lítið mál að „rigga upp“ fal- legu heimili, teikna eldhúsinn- réttingar eða veita aðra innan- hússráðgjöf. Þann 30. desember 2019 hitt- umst við bekkjarsystur heima hjá Helgu. Hún bauð okkur upp á sjávarréttarsúpu og var á þönum eins og henni einni var lagið. Hún ræddi opinskátt um veikindin sín við okkur og var svo jákvæð, von- góð og ákveðin í að berjast við þennan óvætt. Ein okkar svaraði því til að hún myndi líklega verða elst af okkur. Helga hló og sagði: „Já, ég kem og hjúkra ykkur á elliheimilinu.“ Ekta Helgu húm- or. Elsku Helga, við komum sam- an á Zoom á Covid-tímum til að minnast þín og skrifa þessa minn- ingargrein. Það var ljúfsár kvöld- stund. Hvíl þú í friði, elsku besta bekkjarsystir og vinkona okkar. Við minnumst heilsteyptrar, vel gerðrar, jákvæðrar manneskju með hjarta úr gulli. Fjölskyldu og aðstandendum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd bekkjarsystra úr Árbæjarskóla, Ásdís, Eva Lilja, Guðbjörg, Herdís, Ingunn, Jóhanna, Kristín, Rannveig og Unnur. Við kveðjum yndislegu Helgu með miklum trega í hjarta. Við erum þakklát fyrir upp- byggilegu samræðurnar sem við áttum saman, fyrir huggulegu matarboðin, jákvæðnina, fyrir gleðina sem var alltaf til staðar, fyrir hláturinn sem var innilegur en stundum gildishlaðinn, fyrir hreinskilnina, fyrir fallega brosið, fyrir vináttuna sem var engu lík, fyrir öll góðu ráðin, fyrir dásam- lega samveru í öllum ferðalögun- um og síðast en ekki síst fyrir öll góðu gildin sem lifa áfram með okkur. Risastórt skarð hefur myndast í okkar góða hóp. Elsku Addi, Þorri og Óðinn, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Minning um einstaka mann- eskju lifir með okkur sem við munum aldrei gleyma. Olga og Hreinn, Erla og Þorgrímur, Ragnheiður og Birgir, Sigríður og Peter, Valbjörg og Guðjón. Það er stórt skarð í hjarta mínu þegar ég kveð æskuvinkonu mína, hana Helgu. Við kynntumst 9 ára í Árbæj- arskóla og náðum strax vel saman og höfum haldið fallegu vináttu- sambandi síðan. Við vorum mikl- ar strákastelpur á yngri árum, elskuðum að hjálpa örðum í alls- konar aðstæðum, pössuðum börn í öðru hverju húsi og þannig mætti lengi telja. Þar kom strax í ljós hversu gott hjartalag Helga hafði, hún hugsaði fyrst um fólkið í kringum sig. Vorum við mikið heima hjá hvor annarri á æskuár- um og var ég svo lánsöm að fá að vera hluti af hennar fjölskyldu. Gistum við óteljandi oft saman, bæði heima hjá henni í Árbænum og líka hjá pabba hennar í Kefla- vík. Þegar Addi kom inn í líf Helgu 1991 þá geislaði hún af hamingju og eignuðust þau yndislega tvo drengi sem speglast í foreldrum sínum. Fórum við í ófáar sum- arbústaðarferðir saman og ferða- lög með mökum okkar og börn- um. Um tíma áttu þau svo sumarhús á Meðalfellsvatni sem var yndislegt að koma í enda þau hjón einstakir gestgjafar. Fram á síðasta dag nutum við ennþá samverunnar í sauma- klúbb og með mökum okkar gerð- um við ýmislegt skemmtilegt saman. Helga var snillingur í að gera heimilið sitt fallegt og var alltaf gott að koma til þeirra hjóna. Helga var einstök og hjartahlý manneskja og ef það var eitthvað sem bjátaði á þá var hún fyrst komin og aðstoða mann og hjálp- aði hún manni með sínum ein- staklega góðum ráðum. Elsku Helga tapaði baráttunni við krabbameinið eftir aðeins eitt og hálft ár. Hún var mesta hetjan sem ég þekki og tók þessa baráttu á jákvæðan og ákveðinn hátt, hún ætlaði að vinna þessa baráttu enda mikil keppnismanneskja. Hún hugsaði alltaf um aðra þrátt fyrir mikil veikindi, alltaf spurði hún hvernig manni liði og hvernig fjölskyldan hefði það, vildi ekkert vera að velta sér of mikið upp úr þessum veikindum. Elsku Addi, Þorri, Óðinn og fjölskylda, mínar dýpstu samúð- arkveðjur og megi Guð styrkja ykkar á þessum erfiðu sorgartím- um. Elsku Helga, það var svo margt sem við ætluðum að gera saman á næstu árum og á okkar efri árum, m.a. að vera saman á elliheimili og skemmta okkur eins og okkur var lagið, við gerum það þegar ég sé þig seinna í drauma- landinu þegar minn tími kemur, elska þig. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín vinkona, Ingunn Hrund. Í dag kveð ég með miklum söknuði elsku Helgu æskuvin- konu mína. Við erum búnar að fylgjast að síðan árið 1979 þegar ég og mín fjölskylda fluttum í Árbæinn. Ekki átti ég von á því að þurfa að kveðja Helgu mína svona snemma á lífsleiðinni en síðasta knúsið okkar var 14. ágúst eða á 50 ára afmælisdegi hennar en ég hitti hana margoft eftir það. Það mátti ekkert vera að knúsast út af dottlu. Við áttum yndislegar stundir öll þessi ár. Helga og fjöl- skylda fluttu til Svíþjóðar og eru þeir tímar ofarlega í mínu minni, það var svo gott og notalegt að heimsækja þau hvort sem var á Íslandi eða annars staðar. Hún tók svo vel á móti manni að maður var meira en velkomin inn á fal- lega heimilið þeirra. Þvílíkur fag- urkeri sem hún Helga var. Helga og Addi eignuðust Þorra og Óðin sem eru svo ótrúlega flottir ungir menn enda uppeldið eins og best verður á kosið, eðaleintök. Einnig Helga Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.