Morgunblaðið - 04.12.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.12.2020, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020 var hún besti sálufélagi sem hægt var að hugsa sér, það var ekki sjaldan sem ég leitaði mér ráða hjá henni, hún var svo ráðagóð og skynsöm í öllu sem hún tók sér fyrir. Sparaði aldrei hrósið, ef henni fannst einhver líta vel út sagði hún það hiklaust. Skarðið í líf mitt er orðið stórt. Takk fyrir að koma í líf mitt fallegi engill, ég elska þig og sakna þín svo óend- anlega mikið, elsku besta vinkona mín. Þó sólin nú á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt þú varst kölluð á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo falleg, einlæg og hlý, en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Saknaðarkveðja, Auður Björk. Helga vinkona mín, sálufélagi og „systir“ kvaddi þennan heim 14. nóv. og mig langar að segja öllum sem ég þekki hvað hún var falleg persóna, einstök í alla staði. Ég datt í lukkupottinn fyrir 33 árum þegar við hittumst fyrst og hún valdi að verða vinkona mín. Í þessi 33 ár hefur vinátta okkar verið full af kærleika og virðingu. Að eiga vinkonu sem alltaf segir sannleikann hvort sem hann er þægilegur eða óþægilegur veitir öryggi og sýnir sanna umhyggju og ást. Helga valdi alltaf að sjá já- kvæðu hliðarnar á lífinu, hún vildi nota tímann vel og neitaði að taka þátt í óþarfa leiðindum. Hún var orkumikil, forvitin og yndislega skemmtilega stjórnsöm. Hún lagði sig fram við að láta öðrum líða vel og gera líf annarra skemmtilegra. Hún var einstak- lega fær í að hrósa þeim sem henni þótti vænt um og sýna þeim umhyggjusemi og væntumþykju, þetta gerði hún á þann hátt að það hreyfði við manni. Við höfum upp- lifað svo ótrúlega margt skemmti- legt saman gegnum árin, bæði gleði og sorg sem hefur gert vin- áttu okkar djúpa og óendanlega dýrmæta. Þegar Helga, Addi og strák- arnir fluttu til okkar í Lund varð lífið bæði betra, skemmtilegra og litríkara. Þetta var yndislegur tími, þau fylltu tómarúmið og söknuðinn sem maður lærir að lifa með þegar maður býr langt í burtu frá fjölskyldu og vinum. Tíminn sem við áttum saman í Lundi er ómetanlegur fyrir mig og mína fjölskyldu. Að fá að deila hversdagsleikanum með ykkur, elsku Addi, Þorri, Óðinn og Helga eru minningar sem gleðja hjarta okkar í hvert skipti sem við hugs- um um þennan ljúfa tíma. Vin- áttuböndin urðu sterk. Mér finnst ég eiga svo mikið í ykkur og þið eigið alltaf eftir að verða stór og mikilvægur hluti af okkar lífi. Síðasta ár höfum við Helga átt mörg löng og djúp samtöl um lífið og tilveruna og alltaf töluðum við um krakkana okkar. Helgu fannst hún vera ótrúlega heppin að eiga svona frábæra syni sem væru um- hyggjusamir, duglegir, klárir og fallegir. Það eru sko orð að sönnu. Yndislegri stráka er ekki hægt að finna en það kemur mér heldur ekki á óvart því þeir eru aldir upp á heimili þar sem ást, umhyggja og virðing hefur alltaf verið til staðar, ástríkir foreldrar. Ég er alveg viss um að Helga er þegar búin að laða til sín nýja vini, ömmu Stebbu og Huldu frænku þarna uppi og bjóða í kósý-kaffiboð með kertaljósum og huggulegheitum, eins og henni var svo tamt. Hún er örugglega líka búin að hafa uppi á þeim sem eru minni máttar og bæði gleðja þá og hjálpa þeim. Hún er mjög líklega líka farin að kenna þeim sem ekki kunna að hegða sér að sýna bæði ást og umhyggju. Þið sem nú fáið að njóta fallega brossins hennar, nærveru og góð- mennsku, eruð heppin. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir allan þann tíma sem ég fékk með þér elsku ljúfan mín. Sorgin er sár og sökn- uðurinn er mikill, svo mikill að orð fá ekki lýst en ég veit að þú hefðir sagt við mig að halda áfram að vera glöð og þakklát og nota tím- ann vel og það ætla ég að reyna að gera. Þú ert með mér í hjartanu. Ástarknús til ykkar, elsku fjöl- skylda. Sigríður L. Sigurðardóttir. Það er erfitt og óraunverulegt að skrifa minningarorð um þig elsku Helga okkar. Við höfum þekkst í áratugi og á þessum ár- um áttum við margar góðar stundir saman. Heimilið þitt var alltaf fallegt og umvafið kærleik, ást og hlýju. Þið fluttu til útlanda og við mættum í heimsókn og við fluttum út á land og þið mættuð í heimsókn. Við bjuggum hlið við hlið í Barmahlíð sem var svo gam- an og dýrmætur tími fyrir okkur öll, stutt að kíkja við og eyddum við ófáum stundum saman. Það var alltaf gaman að vera með þér og þínum, borða saman, fara í heita pottinn, göngutúra, baka saman hveitikökur, horfa á skemmtiatriði sem börnin okkar fundu upp á, spjalla saman, hlæja og svo margt fleira. Fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan greindist þú með þennan ill- víga sjúkdóm, sem þú barðist við eins og hetja. Þú varst ákveðin í að vinna á honum, kvartaðir aldr- ei heldur tókst á við þetta verk- efni af æðruleysi. Elsku Helga, það er svo margt sem við áttum eftir að gera saman. Minningin um dásamlegu Helgu og fallega brosið þitt munum við alltaf geyma í hjarta okkar. Hvíldu í friði, elsku Helga. Við kveðjum þig með miklum sökn- uði. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér. Þóra Björk og Halldór (Dóri). Eftir að ég heyrði að elsku Helga hefði kvatt þennan heim, reikaði hugurinn aftur og upp komu dýrmætar og skemmtilegar minningar. Helga var vinkona mín á æsku- og unglingsárunum. Við vorum saman í bekk í Árbæjarskóla frá 7 ára aldri. Við vorum saman í fim- leikum hjá Fylki og seinna í hand- bolta þar sem Helga stóð vaktina í markinu. Hún var mikil íþrótta- manneskja og einhvern veginn góð í öllu, sama hvort það var handbolti, brennó, fótbolti eða teygjó. Bekkurinn okkar var sam- heldinn og við hittumst oft í bekkjarpartíum, fórum á skíði og lékum okkur saman í frímínútum. Helga var driffjöðrin í þessu öllu. Helga var alltaf svo fallega klædd en Gulla mamma hennar var mjög iðin við að prjóna á hana. Við vinkonur Helgu nutum góðs af þessum dugnaði Gullu, hún prjónaði á okkur líka og man ég sérstaklega eftir fallegu legg- hlífunum sem voru mikið notaðar. Við vinkonurnar elskuðum Duran Duran og vorum óþreyt- andi í að afla okkur upplýsinga um meðlimi. Við þöktum veggi með plakötum af þeim, klæddum okkur líkt og þeir og klipptum hár okkar eins og þeir. Við gerðumst líka break-dansarar og án þess að hallað sé á neinn þá sýndi Helga langbestu taktana. Þegar við urðum unglingar skráðum við Helga okkur í ung- lingavinnuna í Heiðmörk. Við byrjuðum af krafti en eftir nokkr- ar vikur fannst okkur vinnan til- breytingasnauð enda gerðum við fátt annað en að gróðursetja tré. Einn morguninn þegar við áttum að mæta í vinnuna ákváðum við að skrópa og fara heldur niður í bæ að leita okkur að annarri vinnu. Sú leit skilaði strax árangri og nokkrum dögum síðar byrjuðum við að vinna í Hagkaupum, Skeif- unni. Þar unnum við næstu sumur og með skóla á veturna. Við kynntumst mörgum og eignuð- umst nýja vini og vinkonur. Þessi ár voru frábær tími og við bröll- uðum margt og ég var heppin að eiga vinkonu eins og Helgu sem var bæði traust og góð. Eftir 9. bekk fórum við Helga með foreldrum mínum til Ric- cione á Ítalíu. Við kolféllum fyrir staðnum og vorum staðráðnar í að fara aftur. Við gerðum það ári síðar og aftur árið þar á eftir og skemmtum okkur konunglega með frábærum stelpum sem margar urðu vinkonur Helgu allt til hennar síðasta dags. Við Helga hittumst ekki oft eft- ir að við urðum fullorðnar en þeg- ar við hittumst gátum við spjallað endalaust. Það fór ekkert á milli mála hversu stolt Helga var af fjölskyldu sinni og hversu þakklát hún var fyrir fólkið sitt. Ég hitti Helgu í ágúst á síðasta ári og hún sagði mér frá því að hún hefði greinst með krabba- mein. Mér datt ekki í hug að rúm- lega ári síðar myndi hún kveðja. Ég fylgdist með baráttu hennar í gegnum síðuna sem hún stofnaði fyrir vini og vandamenn. Barátta Helgu einkenndist af hugrekki, jákvæðni og hreinskilni. Ég er þakklát fyrir að hafa átt vináttu Helgu, hún skildi svo sannarlega eftir spor í hjarta mínu. Ég sendi fjölskyldu Helgu mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Sigrún Karlsdóttir. Þú elskulega, brosmilda, fal- lega vinkona mín og dansfélagi í gegnum árin, að kveðjustund er komið. „En Júnni!“ Það eru orðin sem hljóma í huga mér þessa dag- ana með hljómi þinnar raddar. Það var eitthvað við það þegar þú sagðir „En Júnni!“ Það var bara svo mikið þú, þegar þú notaðir þessi orð. Síðan var það orðið „heppinn“, það gat fangað ansi margt og gat lýst öllum blæbrigð- um og litrófi lífsins þegar við not- uðum það orð, enda uppgötvuðum við það orð úr barnabók. Ég er af- skaplega heppinn að eiga Adda þinn sem vin, ég er einnig afskap- lega heppinn að hafa fengið að vera hluti af lífi ykkar og sjá Þorra og Óðin vaxa og dafna. Fjölskyldan þín var stór partur af þínu lífi, heppni mín lá einnig í að fá að kynnast þinni frábæru fjölskyldu, Gullu mömmu þinni, Ingólfi pabba þínum og mörgu öðru góðu fólki í fjölskyldu þinni. Að eiga vin er vandmeðfarið, að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin sem hlustar, huggar, styður, hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar, brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagsleika til að drýgja nýja dáð. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Mínar dýpstu samúðarkveðjur sendi ég, elsku Addi minn, Þorri, Óðinn og fjölskylda. Minning um brosmildu Helgu gleymist ei. Júníus Ólafsson (Júnni). Elsku Helga. Það er sárara en orð fá lýst að skrifa um þig minn- ingargrein og það er vel við hæfi að rigningin og rokið bylur við- stöðulaust á glugganum. Það er sanngjarnt að veðrið sé í takt við brotthvarf þitt því það er ekkert sanngjarnt við að hraust og góð- hjörtuð manneskja eins og þú fáir ekki að lifa lífinu fram í háa elli. Þú barðist hetjulega fyrir lífi þínu og fyrir því að fá að hitta elsku litla krúttið, eins og þú skrifaðir sjálf, sem vex og dafnar og von er á á nýju ári. Lífsbarátta þín sýndi svo glögglega kjark þinn og styrk. Það er erfitt að lifa með því að ósk þín um að hitta litla ömmu- gullið fái ekki að rætast. Þú hafðir einstakan hæfileika til að tala við fólk og láta því líða eins og það væri miðpunktur al- heimsins. Þú sýndir fólki óskipta athygli og spurðir lengra, dýpra og opnar en flestir aðrir og varst líka ekki feimin við að tala um til- finningar og deila eigin skoðun- um um hlutina. Þú hafðir gott lag á að tala við krakka sem fengu einlægar spurningar um hvernig þeim liði, hvernig væri í skólan- um og hvað þau væru að hugsa. Þú vannst trúnað þeirra og áttir stað í hjarta þeirra til framtíðar. Þú varst alveg einstaklega ráða- góð á lífsins mál og lagðir hjarta þitt og sál í að halda góðu sam- bandi við nánasta fólkið þitt, fjöl- skylduna alla og vinahópinn stóra. Þú varst límið sem hélt öllu saman. Hún var falleg hið innra og hið ytra er stundum sagt um fólk eins og þig og það á vel við. Geisl- andi bros, hárið þitt svo þykkt og fallegt og glampi í augum sem vakti athygli allra sem þig hittu. Persóna þín var enn fallegri. Hlý, traust og með sterka réttlætis- kennd. Þú varst alltaf skemmti- leg, alveg ferlega skemmtileg og hnyttin. Þú varst meira að segja líka skemmtileg þegar það var ekki skemmtilegt því þá hafðir þú húmor fyrir því – jafnvel eftir að veikindin voru farin að hafa sín áhrif. Auðvitað lá alvara að baki en samt alltaf hlátur, gleði og þakk- læti fyrir lífið og tilveruna. „Af hverju ekki ég?“ sagðir þú þegar einhver lét í ljós hversu ósann- gjörn veikindi þín væru. Maður á að njóta lífsins hefðir þú sagt enda vildirðu feta í fótspor ömmu Stebbu og líta lífið jákvæðum augum, vera til hvatningar fyrir aðra og sækja í vinskap þeirra sem veittu gleði og gáfu þér orku. Það eina sem huggar í dag er að sjá að þú lifir áfram í drengj- unum þínum. Þeir bera svo sterkt þína fallegu persónugerð og elskulegheit. Hversu fallegt og yndislegt verður að fá að fylgjast með þeim dafna og vaxa og takast á við lífið sem fullorðnir menn. Þetta eru flottir strákar og mikill styrkur í þeim fyrir ástina þína, hann Adda, sem saknar þín svo sárt. Þeim verða allir vegir færir og það er ekki síst þér að þakka. Elsku Arnar, Þorri og Óðinn, missir ykkar er mikill. Helga fylgir ykkur áfram í hjörtum ykkar og það á líka við um tengdadæturnar tvær, Marín og Hildi, og ömmugullið sem beðið er eftir. Við viljum votta ykkur og fjölskyldunni allri, foreldrum Helgu og systkinum, tengdafjöl- skyldu og kærum vinum okkar dýpstu samúð. Ykkar vinir, Ragna og Magnús. Það er með mikilli sorg og söknuði sem við kveðjum kæra vinkonu, Helgu Ingólfsdóttur, eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Ekki er hægt að segja annað en að Helga hafi tekist á við sjúk- dóm sinn af miklu æðruleysi og jákvæðni allt til enda. Þrátt fyrir veirutíma náðum við að eiga yndislegar stundir með Helgu okkar áður en yfir lauk, meðal annars í helgarferð síðasta vetur, glæsilegri óvæntri afmælisveislu Helgu í júlí síðast- liðnum sem synir hennar skipu- lögðu og svo í brúðkaupi vina okk- ar síðar um sumarið. Helga var einstaklega hlý og yndisleg manneskja sem hafði alltaf góða nærveru. Vinskapur okkar nær aftur til æskuára og margs er að minnast frá fyrri tím- um. Vinkonurnar í hópnum héldu saman saumaklúbb alla tíð og hittust reglulega en einnig hittist vinahópurinn allur við mörg tæki- færi. Alltaf var gaman að hitta Helgu og Adda sem voru afskap- lega samhent og yndisleg hjón. Þau voru höfðingjar heim að sækja, t.d. í sumarhús þeirra við Meðalfellsvatn þar sem vinahóp- urinn hittist oft á sínum tíma. Eins var gaman að heimsækja þau síðustu árin í Ystaseli þar sem þau höfðu komið sér vel fyrir og endurgert húsið á mjög huggu- legan hátt. Helga var alla tíð far- sæl í leik og starfi og var margt til lista lagt. Meðal annars hafði hún næmt auga fyrir innanhússhönn- un og var gaman og þarft að fá álit hennar á hlutum er því tengjast þegar til stóð hjá einhverjum okk- ar að fara í breytingar innanhúss. Nú er stórt skarð hoggið í vina- hópinn sem verður ekki samur eftir. Við vottum Adda, strákun- um, tengdadætrum, foreldrum og systkinum okkar dýpstu samúð. Minning Helgu mun lifa. Böðvar og Þórdís, Birgir og Elsa, Björn og Lóa. ✝ Jón Ingi Stein-dórsson fædd- ist í Vestmanna- eyjum 4. jan. 1938. Hann lést á heimili sínu, Miðstræti 11, Vestmannaeyjum 20. nóvember 2020. Foreldrar Jóns Inga voru Lára Jónsdóttir, skrif- stofumaður og snyrtifræðingur í Vestmannaeyjum, f. 1. mars 1915, d. 13. júní 1981, og Stein- dór Aðalsteinn Steindórsson vél- stjóri, f. 11. nóv. 1916, d. 11. júlí 1991. Hálfsystir Jóns Inga sam- feðra er Jenný Steindórsdóttir, f. 25. des. 1947. Móðurforeldrar Jóns Inga voru Jón Hinriksson, kaupfélagsstjóri Kaupfélagsins Fram í Vestmannaeyjum (1881- 1929), og Ingibjörg Theódórs- dóttir Mathiesen húsmóðir kelsson skipstjóri (1920-1957). Börn Jóns Inga og Ellu eru þrjú: 1. Bernódus, f. 23. okt. 1960, d. 24. okt. 1960. 2. Hinrik, f. 19. ág. 1964, búsettur í Reykjavík; börn hans eru Ívar Aron, f. 25. júní 1986, og Telma Hafrós, f. 9. febr. 1998. 3. Ölver flugstjóri, búsett- ur á Selfossi, f. 2. des. 1970, kvæntur Svanhildi I. Ólafsdóttur félagsráðgjafa, f. 20. febr. 1979; börn þeirra eru Gabríel, f. 27. maí 1999, Anna Lára, f. 11. jan. 2002, Katrín, f. 17. okt. 2005, Rakel, f. 19. okt. 2007, og Veigar Elí, f. 19. ág. 2011. Jón Ingi gekk í barnaskóla Vestmannaeyja og sótti líka nám í Skógaskóla. Hann hóf ungur að vinna fyrir sér sem verkamaður og sjómaður, var lengi kokkur til sjós. Frá 1974 til 1988 rak hann matvöruverslunina Jónsborg í Vestmannaeyjum og um tíma Búr á Gimli við Kirkjuveg til 1999. Síðustu ár fékkst hann við ýmis tilfallandi störf, m.a. beitn- ingu. Útför Jóns Inga fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 30. nóv. sl. Að ósk hans fór útför fram í kyrrþey. (1880-1963). Börn þeirra, auk Láru, sem var yngst: Theódóra Þuríður (lést ung), Hinrik, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum og síð- ar sýslumaður í Stykkishólmi, Árni lögfræðingur og Sigurlaug, kona Guðlaugs Gísla- sonar í Geysi, bæj- arstjóra og alþingismanns. Í heimili með Ingibjörgu, Láru og Jóni Inga var jafnan Anna Mat- hiesen (1889-1981), systir Ingi- bjargar. Jón Ingi hóf sambúð um 1960 með Elínborgu Bernódusdóttur, f. 4. des. 1940, og þau giftu sig 30. nóv. 1969. Foreldrar hennar voru Aðalbjörg Jóh. Bergmunds- dóttir (1919-2003), húsmóðir og verkakona, og Bernódus Þor- Jón Ingi, mágur okkar, var Eyjamaður upp á nærri hundrað prósent, fæddur í Eyjum og alinn þar upp, bjó þar og starfaði nær óslitið alla sína ævi fram á níræð- isaldur. Innan við tvítugt byrjaði hann að vera með systur okkar, Elínborgu, og hefur sú samferð staðið í meira en 60 ár. Allar götur síðan hefur hann því verið einn af fjölskyldunni, náinn okkur eins og hálfbróðir. Fjölskylduaðstæður Jóns Inga voru sérstakar. Lára, móðir hans var einstæð og oft fjarverandi vegna veikinda og hann því að nokkru alinn upp hjá ömmu sinni, Ingibjörgu, og systur hennar, Önnu Mathiesen, en afi hans löngu dáinn. Heimilið bar í mörgu merki fyrri velmektar þegar fjöl- skyldan bjó í Garðinum við Korn- hól. Jón Ingi var ekki lengi í skóla, ólgaði af lífsfjöri, krafti og ævin- týraþrá. Hann fór að vinna bæði í landi og á sjó. Ella og Jón Ingi bjuggu fyrst á Brekastíg 6, æsku- heimili hans, með móður hans og ömmu og þeirri ógleymanlegu Önnu Matt. Þau fluttu svo öll sam- an á Urðaveg 50 og þar var heimili þeirra fram að gosinu. Jón Ingi og Ella bjuggu stuttan tíma eftir gos- ið í Ölfusborgum en voru með þeim fyrstu sem fóru heim til Eyja á ný. Þá sneri Jón Ingi við blaðinu, stofnsetti matvöruverslunina Jónsborg og rak hana með Ellu í allmörg ár og gekk vel. Þar sýndi hann hvað í honum bjó, dugnað og útsjónarsemi. Hann var sá fyrsti sem seldi tilbúinn heitan mat. Þau ráku líka sjoppu í húsi sínu, Gimli. Það var alltaf líf og fjör í kring- um Jón Inga og hann var sérlega notalegur í allri umgengi, alltaf með spaug á vörunum, smástríð- inn og hláturmildur. Hann var snjall og góður spilamaður. Hann var óvenjulega duglegur verk- maður, að hverju sem hann gekk, með ráð undir rifi hverju og skipti nær aldrei skapi. Hann þótti góð- ur skipsfélagi og æðrulaus á ögur- stundum. Hann var greiðvikinn, skipulagður, natinn í heimilis- verkum og matreiðslu og þau Ella samtaka um að hafa snyrtilegt í kringum sig. Við eigum öll góðar minningar af Urðaveginum. Stundum sló Jón Ingi upp sól- tjaldi sunnan við hús og þá af- greiddu Lára og Anna Matt. kök- ur og kræsingar út um eldhúsgluggann. Þrátt fyrir fjörið, brosið og stríðnina var Jón Ingi talsverður alvörumaður bak við skelina, en þangað áttu fáir greiða leið. Margt gott og hollt úr uppeldi hans varðveitti hann þar fyrir sig en þó mátti oft glitta í það. Þau hjón höfðu gaman af því að ferðast og einnig af sjóstanga- veiði. Jón Ingi hafði mikið yndi af músík, spilaði svolítið á píanó, las talsvert og fylgdist vel með, at- hugull, pælari og spjallari, en vildi hvergi trana sér fram. Jón Ingi fór ekki alltaf vel með sig, skemmti sér mikið og var enginn meðalmaður í því, uns öllu slíku var hætt. Þó að þau Ella hafi verið vinamörg og þekkt marga áður fyrr voru þau mjög mikið fyrir sig og vildu ekki að aðrir skiptu sér mikið af tilveru þeirra og högum. Með söknuði kveðjum við mág okkar. Guð styrki systur okkar í sorg og mótbyr. Samúðarkveðjur sendum við sonum þeirra og barnabörnum. Mágar og mágkonur, Þuríður (Þura), Jón, Helgi, Elín Helga, Aðal- björg (Lilla) og Birna. Jón Ingi Steindórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.