Morgunblaðið - 04.12.2020, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020
✝ SteinunnBjarnadóttir
fæddist á
Reykjavíkurvegi 13 í
Hafnarfirði 27. ágúst
1944. Hún lést 21.
nóvember 2020 á
hjúkrunarheimilinu
Sólvangi í Hafnar-
firði.
Foreldrar hennar
voru Þórdís Matt-
híasdóttir, f. 7.8.
1918, d. 11.1. 2000 og Bjarni
Sveinsson, f. 25.5. 1915, d. 22.3.
1991. Steinunn var næstelst í röð
sex systkina, en þau eru Guð-
laugur, f. 2.12. 1940, d. 18.2.
1988, Matthías, f. 24.7. 1946, Ás-
laug, f. 15.2. 1948, Ólafur Sveinn,
f. 26.8. 1952 og Rut, f. 17.7. 1954.
24.1. 1990, í sambúð með Jódísi
Bóasdóttur, f. 6.3. 1992, sonur
þeirra Skorri Steinarsson, f. 25.7.
2018, b) Logi, f. 2.4. 1998 og c)
Guðrún Heiða, f. 13.6. 2003. 3)
Silja Rún Gunnlaugsdóttir, f.
20.1. 1974, gift Friðriki Guðjóni
Sturlusyni, f. 4.4. 1965, börn
þeirra eru: a) Sturla, f. 23.3.
1993, b) Gunnlaugur Fjólar, f.
1.1. 2001, c) Þórdís Fjóla, f. 8.11.
2014.
Steinunn ólst upp á Hraun-
kambi 9 í Hafnarfirði og lauk
gagnfræðaprófi frá Flensborg-
arskólanum. Steinunn starfaði á
sínum unglingsárum á sumrin í
Krísuvík og einnig í mjólkur-
búðinni í Hafnarfirði. Þau Stein-
unn og Gunnlaugur stofnuðu
verslunina Ösp ásamt góðu vina-
fólki sínu og ráku hana í nær 13
ár. Eftir að þau seldu Öspina
stofnuðu þau hjónin barna-
vöruverslunina Bimm Bamm ár-
ið 1981 á Reykjavíkurvegi með
öðru góðu vinafólki sínu og starf-
ræktu hana í 3 ár. Þá hóf Stein-
unn að vinna við afgreiðslu í
Demantahúsinu á Reykjavík-
urvegi og vann þar í nokkur ár.
Árið 1988 hóf hún störf á launa-
deild Hrafnistu og vann þar til
ársins 2010.
Steinunn var ein af stofn-
endum Lionessuklúbbsins Kald-
ár árið 1986 sem síðar varð
Lionsklúbburinn Kaldá, eða árið
1992, og stundaði hún starfið þar
af krafti alla tíð. Steinunn var
formaður, ritari og tók þátt í
mörgum nefndum. Hún var einn-
ig í Oddfellowstúkunni Rann-
veigu frá árinu 2001 og var öflug
í starfinu þar.
Útförin fer fram í dag, 4. des-
ember 2020, klukkan 13. frá
Hafnarfjarðarkirkju. Þar sem
takmarkaður fjöldi fær að vera
við útförina vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu verður streymt frá
athöfninni. Slóð á streymið:
www.streyma.is/utfor
Virkan hlekk á streymið má
einnig finna á:
https:/www.mbl.is/andlat
Steinunn giftist
24.5. 1964 Gunn-
laugi Fjólari Gunn-
laugssyni, f. 7.11.
1942. Börn þeirra
eru: 1) Bjarni Þór
Gunnlaugsson, f.
6.2. 1964, eigin-
kona hans er Sig-
ríður Sigurðar-
dóttir, f. 26.2. 1966.
Dætur þeirra eru:
a) Hinrika, f. 7.6.
1991, sambýlismaður hennar er
Jóhann Valur Sævarsson, f.
21.12. 1988, sonur þeirra Darri
Þór Jóhannsson, f. 27.11. 2018, b)
Steinunn, f. 6.10. 1994. 2) Kristín
Fjóla Gunnlaugsdóttir, f. 21.10.
1968, var gift Aroni Reynissyni,
börn þeirra eru: a) Steinar, f.
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfi ég út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma mín.
Gesturinn með grimma ljáinn
glöggt hefur unnið verkin sín.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn, hvað allt er beiskt og brotið,
burt er víkur aðstoð þín,
elsku góða mamma mín.
Allt sem gott ég hefi hlotið,
hefir eflst við ráðin þín.
Þó skal ekki víla og vola,
veröld þótt oss brjóti í mola.
Starfa, hjálpa, þjóna, þola,
það var alltaf hugsun þín,
elsku góða mamma mín.
Og úr rústum kaldra kola
kveiktirðu skærustu blysin þín.
Flýg ég heim úr fjarlægðinni,
fylgi þér í hinsta sinni,
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín.
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá guði skín.
(Árni Helgason)
Elsku allra besta mamma, við
þökkum þér fyrir allt sem þú gafst
okkur í lífinu. Þú varst einfaldlega
best, fallegust og gerðir allt svo
fullkomið. Við erum svo þakklát
fyrir tímann með þér og eigum
óendanlega margar fallegar
minningar um þig sem munu ylja
okkur um alla framtíð. Við mun-
um hugsa vel um pabba sem sakn-
ar þín svo sárt. Við elskum þig,
elsku besta mamma.
Þín börn,
Bjarni Þór, Kristín Fjóla
og Silja Rún.
Steinunn Bjarnadóttir var ein
af þessum manneskjum sem tóku
á móti manni með brosi á vör og
sagði alltaf með hlýju: Nei, ert þú
kominn!
Ég kynntist Steinu fyrir rúm-
um 38 árum þegar ég fór að venja
komur mínar inn á heimili þeirra
hjóna Steinu og Gulla á Mið-
vangnum. Steina var stórglæsileg
og gullfalleg kona, alltaf vel til-
höfð, svo eftir var tekið. Hugsaði
allt til síðasta dags einkar vel um
útlit sitt og heilsu. Ekki man ég
eftir henni öðruvísi en í fallegum
fötum, naglalakkaðri, með varalit
og hálsfestar um hálsinn.
Steina og Gulli hafa alltaf verið
samrýnd, stórglæsileg hjón sem
dönsuðu saman í gegnum lífið.
Þau unnu saman að félagsstörf-
um, hlúðu að fjölskyldu og vinum
og ekki síst nostruðu þau við sum-
arhúsið sitt „Hreiðrið“ og rækt-
uðu landið þar í kring. Síðustu ár
vissi Steina ekkert betra en að
komast í Hreiðrið, sinna þeim
verkum sem féllu henni þar í
skaut, taka á móti gestum, gefa
kaffi og með því og eyða þar tíma
með Gulla sínum. Þegar ég hugsa
um Steinu dettur mér alltaf í hug
orðatiltækið Maður er manns
gaman. Fátt þótti henni skemmti-
legra en að hitta annað fólk og
eyða með því tíma, sama hvort
það var yfir kaffibolla í eldhúsinu,
í matarboðum, einkasamkvæm-
um, í sínum árlegu kvennaboðum,
hekluklúbbnum, vinkonuhitting-
um, samvera með systrum sínum
eða við önnur félagsstörf. Hún var
frá því ég kynntist henni í leikfim-
isklúbbi Stjörnunnar, síðar gekk
hún í Lionsklúbb og Oddfellow-
stúku.
Steina var vinur vina sinna og
sinnti þeim ótrúlega vel, af ástúð
og áhuga. Sú væntumþykja gerði
hvern þann sem hennar naut að
betri manneskju. Sá hópur sem
Steina taldi til vina sinna var stór
og á öllum aldri en að öllum öðrum
ólöstuðum þótti henni vænst um
ömmu- og langömmubörnin og
fylgdist einkar vel með þeim og
bar hag þeirra fyrir brjósti.
Síðustu ár var Steina veik af
heilabilun. Þá kom berlega í ljós
allt það góða fólk sem hún átti að
og elskaði hana. Gulli stóð eins og
klettur við hlið konu sinnar ásamt
börnum þeirra, systrum, góðum
vinkonum og starfsfólki Sólvangs.
Ég þakka samfylgdina og kveð
Steinu tengdamóður mína með
einkunnarorðum hennar sem ég
hef gert að mínum: „Ef það er
ekki þetta, þá er það bara eitthvað
annað.“
Hvíl í friði, mín kæra.
Sigríður Sigurðardóttir
(Sigga).
Þegar ég minnist elsku tengda-
móður minnar, Steinunnar
Bjarnadóttur, þá kemur fyrst upp
í hugann hvað hún gerði allt gott
og fallegt í kringum sig. Hún var
stórglæsileg sjálf, há og tignarleg,
og hafði til að bera létta lund sem
smitaði út frá sér. Hún var ein-
staklega hláturmild. Hún tók mér
vel frá fyrsta degi, við náðum vel
saman og hún var mér afar kær.
Hún vildi alltaf sjá björtu hliðarn-
ar á öllum hlutum, var hrifnæm og
henni fannst að allt ætti að vera
gott, því þannig vildi hún hafa það
og lokaði bara augunum, held ég,
fyrir því sem henni fannst ekki
henta. Það var skemmtilegt að
vera í kringum hana, hún vildi
hafa líflegt í kringum sig, var líka
vinmörg og öllum fannst gaman
að koma í heimsókn til Steinu og
Gulla, því það var tekið á móti öll-
um opnum örmum. Hún hafði
mikinn áhuga á högum annarra,
mikið var spjallað og hlegið yfir
kaffibolla og bornar fram ljúf-
fengar kræsingar, það var aldrei
neitt til sparað. Steinunni fannst
mjög gaman að halda veislur, hélt
þær margar og gerði það af mikl-
um metnaði, allt var fullkomið og
skipulagt út í ystu æsar. Hvert
einasta smáatriði var svo hundrað
prósent rétt. Oft hélt hún þar
ræður og í þeim minnti hún jafnan
á mikilvægi þess að rækta vina-
sambönd, að nota tímann vel, að
ferðast og skemmta sér. Og hún
þurfti ekki vín til þess, bragðaði
aldrei svo mikið sem víndropa.
Hún hugsaði vel um heilsuna, var
dugleg að stunda leikfimi og úti-
veru, enda var hún grönn og
spengileg alla ævi. Síðan var allt
saman: ferðalögin, veislurnar,
sumarbústaðardvölin í Hreiðrinu;
paradís þeirra hjóna, lífið sjálft,
atvik stór og smá, skráð samvisku-
samlega niður og raðað af natni
ásamt myndum í ótal albúm. Texti
undir hverri mynd. Steinu tókst að
gera lífið að ævintýri. Ég var mik-
ið í kringum Steinu því böndin eru
sterk í hennar fjölskyldu. Hún
dýrkaði barnabörnin, sagðist líka
eiga svo mikið í þeim, og stjanaði í
kringum þau. Heimili þeirra hjóna
hlýlegt, fallegt og allir alltaf vel-
komnir þar. Ég held að það hafi
varla liðið sá dagur að ekki hafi
verið gestir í eldhúsinu hjá Steinu
og Gulla. Mér finnst reyndar, þeg-
ar ég hugsa til baka, að hver ein-
asti dagur hafi verið veisla hjá
Steinunni, henni tókst að lyfta öllu
upp í hæstu hæðir og gera allt svo
mikils virði. Hún gaf lífinu svo
sannarlega lit. Í öllum sínum verk-
um og öllu sínu lífi naut hún óend-
anlegs stuðnings Gulla, eigin-
manns síns, og þessi síðustu ár
þegar halla tók undan fæti vék
hann varla frá henni. Umhyggja
hans í hennar garð var endalaus,
enda dýrkaði hún og dáði Gulla
sinn. Nú ríkja sorgin og söknuður-
inn, hann verður alltaf til staðar,
en ég geymi endalaust margar
hlýjar minningar um mína yndis-
legu tengdamóður.
Friðrik G. Sturluson.
Amma var svo ótrúlega góð við
okkur, hún var einfaldlega best og
við elskuðum að vera hjá henni og
afa í Mávahrauninu og í Hreiðr-
inu, fallega sumarbústaðnum
þeirra, og hún snerist alltaf í
kringum okkur og gerði allt fyrir
okkur. Hún var alltaf skemmtileg
og var svo ánægð með barnabörn-
in sín. Hún var svo dugleg að láta
okkur vita hvað hún var hreykin af
okkur og elskaði okkur svo mikið.
Á jólunum var alltaf allt svo flott
hjá ömmu og afa, húsið fullt af
jólaskrauti, kveikt á kertum, pip-
arkökur og kakó, og maturinn og
veislurnar geggjaðar. Amma eld-
aði auðvitað besta matinn og bak-
aði bestu kökurnar. Við eigum svo
margar skemmtilegar og góðar
minningar um ömmu og erum svo
þakklát fyrir tímann sem við átt-
um með henni. Við elskuðum hana
af öllu hjarta og eigum eftir að
sakna hennar sárt.
Sturla, Gunnlaugur
Fjólar og Þórdís Fjóla.
Elsku amma Steina, hún nafna
mín, var hlýjasta og yndislegasta
manneskja sem til er, alltaf glöð
og svo brosmild. Það sem kemur
fyrst upp í huga okkar systkina
þegar við sitjum hérna og rifjum
upp allar þær góðu og fallegu
minningar sem við eigum um hana
er hversu góðhjörtuð og ljúf hún
amma okkar var. Alltaf vorum við
í fyrsta sæti hjá henni, hún hugs-
aði fyrst um okkur áður en hún fór
að hugsa um sjálfa sig. Lýsir það
sér eflaust vel í því, svona með jól-
in á næsta leiti, að á aðfangadag
komum við stórfjölskyldan saman
á Mávahrauni og var hún amma
byrjuð að undirbúa kræsingarnar
fyrir kvöldið eldsnemma og settist
sjálf ekki niður fyrr en nánast allir
voru búnir að borða. Það skipti
engu máli hversu oft við sögðum
við hana að setjast niður og slaka
á og borða með okkur, hún lét eins
og hún heyrði ekki í okkur því að
fyrir henni vorum við það sem
skipti mestu máli. Ótrúleg kona.
Sumarbústaðarferðir í fallega
Hreiðrið hjá þeim ömmu og afa
voru tíðar og voru þau dugleg að
taka okkur með þangað enda þótti
okkur yndislegt að fá að fara með
þeim, ávallt þegar við komum var
amma á fullu í beðunum að reyta
arfa eða dytta að og afi kominn
lengst upp í einhvern stiga eða
upp á þak að fá réttilega ágætis
tiltal frá henni elskulegri ömmu
okkar. En svo bara augnabliki
seinna féllust þau í faðma, fóru að
knúsast og atast hvort í öðru enda
sást það langar leiðir hvað þau
elskuðu hvort annað mikið og
voru mjög samrýmd í öllu sem
þau tóku sér fyrir hendur. Amma
okkar var líka einstaklega lagin
við það að styðja við bakið á okkur
yngri krílunum þegar foreldrar
okkar voru að gefa okkur skamm-
ir, þá var sko amma mætt til að
segja þeim að hætta þessari vit-
leysu og að við mættum sko alveg
gera nákvæmlega það sem við
vildum hjá henni, hvort sem það
var að sleikja súkkulaðikremið af
sleifinni eða horfa á Lion King í
hundraðasta skiptið. Einnig er
manni ofarlega í minni hvað það
var gaman að kíkja í kaffi til
ömmu eftir skóla þegar við bjugg-
um á Erluhrauni og mæta í hlað-
borð af kræsingum sem amma var
búin að undirbúa fyrir mann á ör-
skotsstundu. Heimilið á Máva-
hrauni hefði verið frábært sóttkví-
arhús því að það var hreinna en
spítali, ekki rykkorn að sjá sama
hvað við barnabörnin reyndum að
skíta út. Já, hún amma okkar var
besta amma sem hægt var að
hugsa sér og minningarnar eru
endalausar. Elsku amma, hvíldu í
friði og við vitum að þú munt vaka
yfir og passa okkur áfram.
Við elskum þig.
Steinar, Logi og
Guðrún Heiða.
Okkar elsku besta systir er fall-
in frá eftir baráttu við erfið veik-
indi. Hún var okkar besta vin-
kona, glaðlynd og skemmtileg.
Við gátum alltaf hlegið mikið sam-
an og geymum minningar um
margar yndislegar stundir. Við
ferðuðumst mikið saman, bæði er-
lendis sem og innanlands. Steina
var mjög dugleg að halda sínar
flottu veislur, bæði á Mávahraun-
inu og í Hreiðrinu, og voru þær
alltaf hinar glæsilegustu. Við gát-
um alltaf treyst á hana og hún var
okkar stoð og stytta. Við eigum
eftir að sakna þín mikið, elsku
besta systir. Við munum passa vel
upp á elsku Gulla þinn.
Þínar systur,
Áslaug og Rut.
„Gulli og Steina eru komin!“
Þessi setning heyrðist oft á æsku-
heimili okkar systra og af tilhlökk-
un drifum við okkur að hitta þau
og sitja með þeim. Það var ekki af
skyldurækni heldur voru þetta
skemmtilegar stundir og enda-
laust sagðar sögur og hlegið, en
fyrstu kynni þeirra voru á heimili
móður okkar.
Margar dásamlegar minningar
rifjast upp. Steina með rúllur í
hárinu, túberað hár sem endaði
með glæsilegri lagningu og auðvit-
að rætt um nýjustu tískuna.
Heimsóknir til Steinu og Gulla
voru alltaf einstakar. Veitingarnar
voru meiri en gerist og gengur,
hvort sem var á fyrsta heimili
þeirra á Tunguveginum, síðan
Miðvangi, Mávahrauninu eða í
sumarbústaðnum og síðast var
það sviðaveisla í Skipalóninu.
Steina tók alltaf hjartanlega vel
á móti öllum með bros á vör. Sköp-
unarhæfileika og góðan smekk
hennar mátti sjá á öllu, hvort sem
það var á heimilinu eða í glæsi-
legum klæðaburði. Gjafmildi
hennar var mikil og tækifær-
iskortin sem fylgdu með voru ein-
stök með persónulegri kveðju,
ljósmyndum eða ljóðum, sem svo
sannarlega stóðu upp úr.
Það var erfitt að heyra af veik-
indum Steinu, það snerti okkur
djúpt og hennar er sárt saknað.
Við getum huggað okkur við allar
þær dásamlegu minningar sem við
áttum með henni, hún var okkur
systrum góð fyrirmynd. Við vitum
að gleði og glæsileiki mun áfram
umlykja hana á góðum stað, þar
sem englarnir syngja.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
Veki þig með sól að morgni,
Veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vina mín kær.
Faðirinn mun þig geyma
um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni,
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Okkar elskulegu Gulli frændi,
Bjarni Þór, Kristín Fjóla og Silja
Rún. Sendum ykkur og fjölskyld-
um ykkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Edda og Sjöfn
Arnbjörnsdætur.
Elsku frænka. Ég fékk þau for-
réttindi að fá að þekkja þig alla
mína ævi. Heimili þín á Miðvang-
inum og Mávahrauni voru eins og
mín önnur heimili. Það var alltaf
mikil gleði og hlátur í kringum þig,
hvort sem setið var yfir kaffibolla í
eldhúsinu eða í einni af þínum
glæsilegu veislum.
Ég á svo margar yndislegar
minningar sem þú skilur eftir þig.
Þú ert frábær fyrirmynd, ávallt
svo sterk, hlý og stórglæsileg
kona. Ég mun sakna þín elsku
Steina. Hvíl í friði.
Þín frænka,
Heba Brandsdóttir.
Það voru þreyttar en glaðværar
konur sem hittust eldsnemma á
júlímorgni árið 1991. Voru þar
mættar 18 fimleikastjörnur, konur
á besta aldri auk þjálfara sem
loksins eftir stífar æfingar síðustu
mánuði áttu að uppskera afrakst-
ur erfiðisins og halda á alþjóðlegt
fimleikamót í Amsterdam ásamt
fleiri hópum frá Íslandi, en sam-
tals voru 20.000 þátttakendur á
þessu móti. Þetta var frábær ferð í
alla staði, mikið prógramm og lítil
hvíld og svo mikið hlegið að það
hálfa hefði verið nóg. Allt mjög
skemmtilegt, þó vissum við ekki
að það besta var eftir, ævilöng vin-
átta hópsins sem ekkert nema
dauðinn hefur aðskilið. Síðan höf-
um við farið saman í þrjár utan-
landsferðir, auk allra helgarferð-
anna þar sem konur mættu
uppáklæddar í samræmi við þema
ferðarinnar. Reglulega hefur hóp-
urinn komið saman í heimahúsi og
borðað saman. Steinunn er sú
fjórða úr hópnum sem hverfur á
braut og alltaf verða þessar minn-
ingar dýrmætari. Síðast í sumar
þegar við heimsóttum hana
nokkrar var hún orðin mjög veik
og vissum ekki hvort hún þekkti
okkur, en þegar ég sýndi henni
gamlar myndir af okkur brosti
hún og sagði: „Þarna eru þær all-
ar.“
Í öllum þessum ferðum og boð-
um var mjög erfitt að toppa Stein-
unni. Hún var í flottustu dressun-
um og með flottustu boðin.
Síðasta heimboðið hennar var í
Hvalfirði 2015, en þar tóku þau
Gulli á móti okkur og byrjaði
gleðin með hádegismat. Ekki
dugði minna en þrjár aðstoðar-
konur sem dekruðu við okkur í
mat og drykk allan daginn og til
kvölds. Auk þess að borða var
boðið upp á skoðunarferð í gamalli
rútu, rölt um Hvalstöðina og slök-
un í heitum potti. Um nóttina var
öllum boðin gisting í uppábúnum
rúmum.
Fyrir eina helgarferðina okkar
kom hún að máli við fararstjóra
hvort við gætum komið við hjá
henni í Vaðnesinu í heimleiðinni
því hana langaði að bjóða okkur í
súpu. Hinum var ekki sagt frá
þessu, en þegar við komum að
hliðinu tók Gulli á móti okkur
uppáklæddur í kjólföt. Ekki nóg
með það, heldur biðu systir henn-
ar og mágur inni í stofu uppá-
klædd sem þjónustufólk úr „Hús-
bændum og hjúum“, vinsælum
sjónvarpsþætti sem þá var á
skjánum. Svo henni líkt. Þegar við
hinar buðum heim stóð Steinunn
ætíð upp og hélt þakkarræðu fyrir
hönd hópsins og með fylgdi þakk-
arkort sem hún hafði föndrað með
viðeigandi myndum og meira að
segja umslagið var sérprentað.
Ein eftirminnilegasta helgar-
ferðin okkar var þegar heimboð
kom „í pútnahús í Biskupstungum
og væru gleðikonur beðnar að
klæðast viðeigandi fatnaði fyrir
kvöldmat“. Þetta var mjög
skrautlegur hópur, en Steina tók
þetta alla leið. Fór til Parísar og
dró þar vinkonu sína inn í „rauð-
asta hverfi borgarinnar“ til að
leita að dressi. Eftir nokkra leit
fundu þær búð og þá hótaði vin-
konan, að ef hún færi ekki inn og
keypti eitthvað skyldi hún hafa
verra af því að láta hana fara að
erindislausu í þessa hættuför.
Hún keypti og var langflottust.
Að leiðarlokum þökkum við 30
ára samfylgd, kæra vinkona, og
sendum innilegar samúðarkveðj-
ur til Gulla og fjölskyldunnar.
F.h. Amsterdamsystra,
Herborg Þorgeirsdóttir.
Margs er að minnast þegar ég
kveð kæra vinkonu mína Stein-
unni, sem ég kynntist fyrir rúm-
um 50 árum. Kynni okkar hófust
eftir að Bílddælingurinn Gunn-
laugur Fjólar Gunnlaugsson gekk
að eiga Steinunni Bjarnadóttur,
en þau hófu búskap sinn í Hafn-
arfirði og bjuggu þar alla tíð.
Steina, eins og hún var alla tíð
kölluð, var glæsileg, hávaxin, ljós-
hærð kona, alltaf með bros á vör.
Hún var sannur Hafnfirðingur,
fædd og uppalin, eins og foreldrar
hennar. Börn þeirra eru Bjarni
Þór, Kristín Fjóla og Silja Rún.
Gulli festi rætur sínar hér í Hafn-
arfirði og starfar frá fyrstu tíð, hjá
sömu atvinnurekendunum, áður
fiskveiðahlutafélaginu Venusi og
nú hjá Hval hf. Mun hann örugg-
lega halda því áfram, ef við þekkj-
um hann rétt.
Alltaf var gott og gaman að
heimsækja þau Steinu og Gulla,
enda einstaklega gestrisin. Þau
voru mjög samstíga og samhent í
öllu, sem þau tóku sér fyrir hend-
ur. Sumarbústaðurinn „Hreiðrið“
og gróðurinn allt í kring, ber þess
merki, sem er einstakur sælureit-
Steinunn
Bjarnadóttir