Morgunblaðið - 04.12.2020, Síða 35
ekki að einbeita sér að af-
reksstarfinu.
ÍSÍ hefur sent inn fjöldann
allan af undanþágubeiðnum,
jafnvel þótt sérsamböndin
geri sér ekki endilega grein
fyrrir því. Forysta ÍSÍ er
vakin og sofin yfir þessu, með
allar þessar reglubreytingar
sem hafa verið í gangi, þannig
að þau eru svo sannarlega að
beita sér eins og best verður
á kosið. Aðalatriðið er að ná
þessari veiru niður svo sam-
félagið okkar geti komist aft-
ur af stað. Á meðan hún er
ennþá undirliggjandi í sam-
félaginu þá eigum við það
alltaf á hættu að missa tökin.“
Aðeins einn Landspítali
Það er mikið álag í ráðu-
neyti Lilju en ráðherrann
ítrekar að það sé ljós við enda
ganganna.
„Auðvitað myndi ég vilja
að afreksíþróttafólkið okkar
væri á fullu alla daga enda
mitt fólk og mitt ráðuneyti en
það væri líka óábyrgt af mér
að valda þrýstingi sem gæti
sett samfélagið á hliðina.
Markmiðið var að létta á tak-
mörkunum 2. desember og
afreksíþróttafólkið okkar var
inni í þeim afléttingum en það
gekk því miður ekki. Það sem
fólki gremst einna mest er að
það ber sig saman við önnur
lönd en þá þarf líka að hafa
það í huga að hér er bara eitt
þjóðarsjúkrahús.
Landspítalinn er ekki á
neyðarstigi núna en hann var
á því fyrir nokkrum vikum.
Þess vegna miðar sóttvarna-
læknir allar sínar aðgerðir að
því að ná faraldrinum niður
þannig að það myndist ekki
þannig staða á Landspít-
alnum að við þurfum að fara
að velja sjúklinga til að sinna.
Þetta er viðkvæm staða og
hlutirnir geta breyst mjög
hratt. Á sama tíma skil ég
gagnrýnina, áhyggjurnar og
óþreyjuna og ég er þar líka
en ég veit líka að það er ljós
við enda ganganna. Það er
von og við verðum, um leið og
við komust út úr þessu
ástandi, að nota þennan tíma
núna sem hvatningu í fram-
tíðinni,“ bætti Lilja við í sam-
tali við Morgunblaðið.
Leita allra leiða
Íþrótta- og Ólympíusam-
band Ísland hefur sætt mik-
illi gagnrýni fyrir að vera
ekki nægilega áberandi í
hagsmunabaráttu íþrótta-
hreyfingarinnar en Andri
Stefánsson, sviðsstjóri Af-
reks- og ólympíusviðs ÍSÍ,
segir að hlutirnir séu ekki al-
veg svona einfaldir.
„Ég er alveg sammála því
að það er mjög dapurt að
okkar afreksíþróttafólk geti
ekki stundað æfingar í sínum
íþróttagreinum,“ sagði Andri
í samtali við Morgunblaðið.
„ÍSÍ hefur barist fyrir því
gagnvart stjórnvöldum að
íþróttafólk geti æft og það er
búið að leita ýmissa leiða.
Það er búið að halda fjölda
funda með sérsamböndunum
þar sem reynt er að finna
lausnir og leiðir í því árferði
sem nú er ríkjandi. ÍSÍ hefur
hins vegar ekki notað fjöl-
miðla í sinni baráttu til þess
að vinna málin út á við heldur
höfum við verið í beinu sam-
bandi við íslensk stjórnvöld.
Þannig að það má alveg
spyrja sig hvort þeir sem
hafa tjáð sig einna mest viti
hvað býr að baki þeirri vinnu
sem við höfum verið að vinna.
Það hefur mikil vinna farið í
það að reyna að fá und-
anþágu fyrir íþróttafólk sem
er að keppa á alþjóðlegum
mótum sem dæmi og það er
eitthvað sem er heimilt sam-
kvæmt þeirri reglugerð sem
nú er í gildi. Það hefur tekist
í bæði bolta- og ein-
staklingsíþróttum og á sama
hátt höfum við reynt að ýta á
eftir því að hægt verði að
taka fleiri skref í þessa átt.
Þannig hafa fengist und-
anþágur fyrir afreks-
íþróttafólk í sundi, frjáls-
íþróttum, fimleikum,
kraftlyftingum, ólympískum
lyftingum og júdó, svo eitt-
hvað sé nefnt, en í öllum til-
fellum er íþróttafólkið að
undirbúa sig fyrir alþjóðlega
keppni í náinni framtíð.“
Allt annað umhverfi
Andri segir erfitt að bera
íþróttaumhverfið erlendis
saman við umhverfið sem
íþróttafólk hér á landi býr og
æfir við.
„Ég held að það sem gerð-
ist á vormánuðum, í fyrstu
bylgju faraldursins, hafi ver-
ið að íþróttahreyfingin
reyndi að sýna stuðning í
verki með því að fylgja
reglum stjórnvalda. Það hef-
ur verið einkennandi fyrir ís-
lenskt samfélag undanfarin
ár, það er að segja; við höld-
um okkur innan þess ramma
sem okkur er settur. Fyrir
vikið komumst við oft hraðar
í gegnum hlutina eins og með
kreppuna á sínum tíma. ÍSÍ
hefur ekki farið í einhver
mótmæli gegn opinberum
aðilum gagnvart svona þátt-
um heldur meira einblínt á að
bregðast við í sameiningu.
Fólk hefur aldrei hreyft sig
eins mikið sjálft og á árinu
sem er líka frábært.
Það er heldur ekki alltaf
hægt að horfa til útlanda og
miða sig við þau því þar ertu
kannski með stórlið sem hafa
heilt íþróttamannvirki út af
fyrir sig. Íþróttamannvirkin
hér á landi eru notuð fyrir
alla aldurshópa þannig að
það er ekki í boði að búa til
einhverja búbblu eingöngu
fyrir meistaraflokkana.
Ef það á að gera það þarf
hugsanlega að loka hús-
unum fyrir yngri flokk-
unum og það viljum við alls
ekki gera. Þetta er þess
vegna miklu flóknara en
sumir gera sér grein fyrir.
Jafnvel þótt við séum kom-
in í einhverja atvinnu-
mennsku á ákveðnum sviðum
á Íslandi erum við langt í frá
komin í sama umhverfi og
þjóðirnar í kringum okkur,“
bætti Andri við.
sért í afreksíþróttum
2. desember
HSÍ og KKÍ
fresta öllu
mótahaldi fram
yfir áramót
1. desember
Æfinga- og
keppnisbann
framlengt um
eina til tvær vikur
18. nóvember
Íþróttastarf barna
heimilað á ný
Afreksíþróttafólk
og meistaraflokkar
fá æfingaleyfi í
mannvirkjum á vegum
sveitarfélaganna
30. október
Allt íþróttastarf leggst af
Keppni hætt á Íslandsmótinu
í knattspyrnu
21. október
Meistaraflokkar innan KSÍ mega æfa
en undir ströngum takmörkunum
19. október
Íþrótta- og
tómstunda-
starf barna
leggst af
KKÍ frestar
öllu móta-
haldi
20. október
Íþróttir sem krefjast mikillar nálægðar eða
snertingar bannaðar á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Handbolti FH og Fram eigast við í úrvalsdeild karla en síðast var leikið í efstu deild í október.
Ljósmynd/FIBA
Körfubolti Kvennalandsliðið lék landsleiki í nóvember.
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020
Knattspyrnumaðurinn Steinþór
Freyr Þorsteinsson hefur gert nýjan
samning við KA og mun leika með lið-
inu í úrvalsdeild karla, Pepsi Max-
deildinni, næsta sumar. Steinþór er
35 ára gamall en hann kom til KA fyr-
ir keppnistímabilið 2016. Hann á að
baki 121 leik í efstu deild þar sem
hann hefur skorað 11 mörk en hann
hefur leikið með Breiðabliki, Stjörn-
unni og KA hér á landi. Þá hefur hann
einnig leikið með Örgryte, Sandnes
Ulf og Viking í atvinnumennsku er-
lendis. „Það er afar jákvætt skref að
halda Steinþóri áfram innan okkar
raða en auk þess að vera öflugur leik-
maður er hann frábær liðsmaður,“
segir meðal annars í fréttatilkynningu
Akureyringa.
Lars Lagerbäck er hættur sem
þjálfari norska karlalandsliðsins í
knattspyrnu en hann lét af störfum í
gær. Ståle Solbakken var ráðinn í
hans stað en hann tekur formlega við
starfinu 7. desember. Lagerbäck tókst
ekki að fara með norska liðið á stór-
mót en undir hans stjórn fór liðið þó
upp um fjörutíu sæti á FIFA-listanum.
Lars Lagerbäck stýrði íslenska karla-
landsliðinu frá 2011 til ársins 2016 en
lét af störfum eftir EM 2016 í Frakk-
landi.
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir er
aftur tekin við meistaraflokksliði
Hauka en Hafnfirðingar tilkynntu í
gær að hún hefði verið ráðin þjálfari
kvennaliðs félagsins í knattspyrnu.
Guðrún hefur verið aðstoðarþjálfari
liðsins síðustu þrjú tímabil og hefur
hún verið í fullu starfi hjá félaginu síð-
an haustið 2019. Þá hefur hún einnig
séð um þjálfun 2. flokks kvenna. Guð-
rún býr að mikilli reynslu því hún hef-
ur áður stýrt Aftureldingu/Fjölni, KR,
FH og Þrótti í Reykjavík á þjálfaraferl-
inum. Á leikmannaferlinum lék hún 25
A-landsleiki og varð bæði Íslands- og
bikarmeistari með KR, en lið Hauka
leikur í 1. deildinni, Lengjudeildinni. Á
síðasta tímabili stýrði engin kona liði í
tveimur efstu deildunum en nú verða
þær alla vega tvær því Bára Krist-
björg Rúnarsdóttir er tekin við
Augnabliki eins og fram kom á dög-
unum. Augnbalik leikur einnig í 1.
deildinni.
Ítalía mætir Spáni í undanúrslitum
Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu en
dregið var í höfuðstöðvum UEFA í
Nyon í gær. Þá mætast Belgía og
Frakkland í hinu undanúrslitaeinvíg-
inu. Allir leikirnir fara fram á Ítalíu.
Handknattleikskonurnar Andrea
Gunnlaugsdóttir og Ásdís Þóra
Ágústsdóttir hafa gert nýja samninga
við Val og eru samningsbundnar fé-
laginu út tímabilið 2024.
Handknattleiksdeild Vals tilkynnti
þetta í gær en Andrea og Ásdís eru í
hópi efnilegustu leikmanna landsins.
Báðar voru þær gjaldgengar í 3. flokki
sem varð deildar- og bikarmeist-
ari á síðasta
tímabili en
léku einnig
með meist-
araflokki.
Eitt
ogannað
Martin Hermannsson átti mjög góð-
an leik fyrir Valencia gegn sínum
gömlu félögum í Alba Berlín í Evr-
ópudeildinni í körfuknattleik á
Spáni í gær. Martin, sem var stiga-
hæstur í liði Valencia ásamt Kle-
men Prepelic, skoraði 13 stig og
gaf sex stoðsendingar en leiknum
lauk með 100:92-sigri Alba Berlín.
Martin lék með Alba Berlín í tvö
tímabil en samdi við Valencia í
haust. Valencia er með sjö sigra í
fjórða sæti Evrópudeildarinnar en
þetta var fjórða tap liðsins í keppn-
inni á tímabilinu.
Stigahæstur í
Evrópudeildinni
Ljósmynd/@YarisahaBasket
Sókn Martin Hermannsson í barátt-
unni í Valencia á Spáni í gærkvöldi.
Ingibjörg Sigurðardóttir er til-
nefnd sem leikmaður ársins í
norsku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu fyrir frammistöðu sína með
Vålerenga. Þrír leikmenn koma til
greina sem leikmaður ársins og
voru valdir af fjögurra manna dóm-
nefnd sem skipuð var einstakling-
um úr fjölmiðlunum. Ásamt Ingi-
björgu eru þær Julie Blakstad og
Cesilie Andreassen einnig til-
nefndar en þær leika báðar með
Rosenborg. Vålerenga er í efsta
sæti norsku úrvalsdeildarinnar
þegar einni umferð er ólokið.
Morgunblaðið/Eggert
Miðvörður Ingibjörg hefur spilað
frábærlega í Noregi á tímabilinu.
Á meðal þeirra
bestu í Noregi