Morgunblaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Ekki liggur fyrir á þessari stundu
hvaða fjárhæð Pósturinn mun fara
fram á að fá greidda úr ríkissjóði
vegna svokallaðrar alþjónustubyrði.
Þetta staðfestir Þórhildur Ólöf
Helgadóttir, fjármálastjóri fyrir-
tækisins, í skriflegu svari til Morg-
unblaðsins.
Alþjónustubyrði er skilgreind
sem sá kostnaður sem fellur á fyrir-
tækið sökum alþjónustu sem það
veitir á grundvelli útnefningar Póst-
og fjarskiptastofnunar. Markmið al-
þjónustu er að tryggja landsmönn-
um öllum jafnan aðgang að póst-
þjónustu af ýmsu tagi, óháð búsetu.
Í upphafi þessa árs tók Pósturinn
tímabundið við hlutverki alþjónustu-
veitanda í kjölfar þess að einkarétt-
ur fyrirtækisins á tilteknum tegund-
um póstsendinga féll niður.
Samgönguráðherra fól Póst- og
fjarskiptastofnun í kjölfarið að út-
nefna alþjónustuveitanda til 10 ára
og sneiddi hjá möguleika um að
bjóða starfsemina út.
Liggur ákvörðun PFS nú fyrir og
hefur Pósturinn hlotið fyrrnefnda
útnefningu.
Samhliða bráðabirgðaútnefning-
unni fékk Pósturinn greiddar 250
milljónir króna til þess að standa
undir þjónustunni en fyrrverandi
forstjóri fyrirtækisins taldi að sú
fjárhæð þyrfti nærri því að tvöfald-
ast til þess að mæta kostnaði fyrir-
tækisins af hlutverkinu sem því er
falið. Í fyrrnefndu svari segir Þór-
hildur Helga að nú þegar útnefning
Póstsins sem alþjónustuveitanda
hafi verið staðfest hefjist vinna við
að fara ofan í saumana á raunkostn-
aði vegna verkefnisins.
Tap af samkeppnisrekstri
Líkt og fjallað var um í Morg-
unblaðinu fyrir helgi nam tap Pósts-
ins vegna alþjónustu sem veitt er á
samkeppnismarkaði 1.023 milljón-
um króna á árinu 2019. Þar af hafi
tap vegna erlendra sendinga numið
496 milljónum. Póst- og fjarskipta-
stofnun staðfesti á sama tíma að
stærstur hluti þeirra 527 milljóna
sem skýrðu hinn hluta tapsins væri
vegna innlendra pakkasendinga.
Tekið skal fram að tapið vegna al-
þjónustu er aðskilið tapi vegna hins
svokallaða einkaréttar en það nam
tæpum 88 milljónum króna. Í skrif-
legu svari Páls Gunnars Pálssonar,
forstjóra Samkeppniseftirlitsins,
segir að stofnuninni hafi á þessu ári
borist ábendingar vegna gjaldskrár
Póstsins á innlendum sendingum
eða vörudreifingu.
„Formleg rannsókn hefur ekki
verið hafin vegna þeirra en til skoð-
unar er hvort þær gefi tilefni til at-
hugunar af hálfu eftirlitisins,“ segir
í svari Páls Gunnars.
Ekki ljóst hvað Pósturinn fær
Ábendingar hafa borist til Samkeppniseftirlitsins vegna verðlagningar Póstsins Stofnunin kannar
hvort tilefni sé til að hefja athugun á fyrirtækinu Sérstakt sendingargjald skili hálfum milljarði
Tap Gustað hefur um starfsemi Póstsins síðustu ár vegna rekstrarerfiðleika.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sá meginmunur er á því hvernig
löndun á afla gengur fyrir sig í Nor-
egi og á Íslandi að hérlendis annast
löggiltir vigtarmenn, sem eru starfs-
menn hafnanna, vigtun og aflaskrán-
ingu á meðan kaupandi afla vigtar og
skráir í Noregi. „Þeir eru til sem
mundu telja að íslenska leiðin vinni
betur gegn svindli við löndun og
skráningu en sú norska,“ segir Ög-
mundur Haukur Knútsson fiskistofu-
stjóri.
Í norska blaðinu Nordlys birtist í
síðustu viku grein um skipulagða
glæpastarfsemi í norskum sjávar-
útvegi og þar kom fram að þessi
starfsemi væri metin á um tvo millj-
arða norskra króna. Einkum var
fjallað um tegundasvindl, t.d. að fiski
væri landað í skjóli nætur og þorskur
breyttist í ufsa um leið og hann væri
kominn á hafnarbakkann. Í greininni
kemur fram að kerfið sé betra á Ís-
landi en í Noregi.
Í skriflegum spurningum til Fiski-
stofu var m.a. spurt hvað gert væri
hér á landi til að tryggja að slíkt
svindl viðgengist ekki hér á landi. Í
svari Fiskistofu eru rakin nokkur af
helstu atriðunum sem stofnunin telur
að veiti aðhald við löndun, vigtun og
skráningu afla.
Hefst um borð í veiðiskipi
„Aflaskráning hefst um borð í
veiðiskipi þegar skipstjóri skráir
magn afla og tegund í rafræna afla-
dagbók sem skylt er að senda til
Afli Ísaður fiskur í kari. Í Noregi annast kaupendur vigtun og skráningu, en
hér annast löggiltir vigtarmenn, sem eru starfsmenn hafnanna, þá vinnu.
Löggiltir vigtarmenn annast vigtun
Fiskistofu áður en lagst er að
bryggju. Allar afladagbækur smárra
og stórra skipa eru nú orðnar raf-
rænar frá því fyrr á árinu. Það er til
mikilla bóta við eftirlit.
Löggiltir vigtarmenn sannreyna
aflasamsetningu eins og kostur er
með beinni skoðun við löndun. Eft-
irlitsmenn Fiskistofu skoða einnig
aflasamsetningu við löndun og flutn-
ing afla og bera saman við afla-
dagbók og vigtarnótur frá hafnarvog.
Skipstjóri ber ábyrgð á því að afli
sé rétt veginn á hafnarvog og ef upp
koma alvarleg frávik er gerð brota-
skýrsla á viðkomandi veiðiskip sem
getur leitt til leiðbeiningar, form-
legrar áminningar eða sviptingar
veiðileyfis. Kaupendur afla skila vigt-
ar- og ráðstöfunarskýrslum rafrænt
til Fiskistofu og eru vinnslutölur
bornar saman við tegundir og magn á
vigtarnótum.
Drónar við eftirlitsstörf
Fiskistofa hefur undanfarin ár
byggt eftirlit á áhættugreiningu og er
nú að innleiða staðal þar um, ISO
31000. Við brot á reglum hækkar við-
komandi veiðiskip í áhættumati og
lýtur þá meira eftirliti í framhaldi.
Eftirlit má alltaf bæta og gera skil-
virkara og einnig má benda á að í
skýrslu ríkisendurskoðunar um eft-
irlit Fiskistofu kemur fram að bæta
megi regluverk og viðurlög við brot-
um.
Eftirlit Fiskistofu er í stöðugri þró-
un. Meðal annars er unnið markvisst
að bættum rekjanleika afla, þannig
eiga upplýsingar úr afladagbókum að
verða aðgengilegar vigtarmönnum
strax við aflaskráningu löndunar á
næstu mánuðum. Auknar heimildir
Fiskistofu til að nota myndavélar við
eftirlit með vigtun afla eru til skoð-
unar. Þá má geta þess að Fiskistofa
er nú að innleiða notkun á drónum
við eftirlitsstörf,“ segir m.a. í svari
Fiskistofu.
Endurvigtun skoðuð
Í svarinu segir að endurvigtun afla
hjá vigtunarleyfishöfum hafi sér-
staklega verið skoðuð og metið hvort
breytileiki sé þegar eftirlit er viðhaft
og þegar eftirlit er ekki viðhaft. Bent
er á skýrslu um mat á áreiðanleika
endurvigtunar, umfangi og ástæðum
frávika og hugsanlegum úrbótum
sem unnið var fyrir atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneyti í upphafi árs.
Þá má nefna að Fiskistofa birtir
reglulega upplýsingar um hlutfall
kælimiðils í afla eftir því hvort skrán-
ing fer fram að viðstöddum eftirlits-
manni eða ekki og hefur það haft
marktæk áhrif til réttari skráningar
á íshlutfalli í afla, segir í svari Fiski-
stofu.
Talsverður munur við löndun afla á Íslandi og í Noregi Allar afladagbækur orðnar rafrænar
Póst- og fjarskiptastofnun til-
kynnti með ákvörðun í gær að
Pósturinn skyldi vera alþjón-
ustuveitandi á sviði póstþjón-
ustu um land allt næsta áratug-
inn, eða til 31. desember 2030.
Er ákvörðunin tekin í kjölfar þess
að Sigurður Ingi Jóhannsson
samgönguráðherra ákvað að
bjóða þjónustuna ekki út. Fyrir-
tækið hefur sinnt þessu hlut-
verki frá síðustu áramótum en
þá féll einkaréttur fyrirtækisins á
tiltekinni póstþjónustu úr gildi.
Sú þjónusta sem telst til al-
þjónustu skal fara fram að
minnsta kosti tvisvar í viku um
land allt og nær til bréf- og
pakkasendinga ýmiss konar,
ábyrgðarsendinga, tryggðra
sendinga og blindrasendinga.
Pósturinn
útnefndur
ALÞJÓNUSTUVEITANDI