Morgunblaðið - 15.12.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.12.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020 Löggiltur heyrnarfræðingur Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Hljóðmagnarar Hljóðmagnari hentar vel þeim sem þurfa að heyra betur og er einfaldur í notkun. Þægilegt samskiptatæki. Með margmiðlunarstreymi tengist hann þráðlaust við sjónvarp og önnur tæki. Vekjaraklukka fyrir þá sem sofa fast eða heyra illa Að vakna á réttum tíma hefur aldrei verið auðveldara Vekur með ljósi, hjóði og/eða tirtingi svo að maður þarf ekki að sofa yfir sig. Verð frá kr. 19.800 Verð frá kr. 58.800 Vegagerðin vinnur að undirbúningi tveggja þrepa hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) brúar yfir Fossvog. Þetta kemur fram í til- kynningu á utbodsvefur.is. Bygging brúarinnar er samstarfs- verkefni Kópavogsbæjar, Reykja- víkurborgar og Vegagerðarinnar. Efnt var til útboðs seinni hluta árs 2019 og í janúar á þessu ári var til- kynnt um val þátttakenda í forvali samkeppninnar, sex talsins. Í júlí sl. felldi kærunefnd útboðsmála valið úr gildi og taldi að skilmálar hins kærða forvals hafi ekki samrýmst meginreglum laga um opinber inn- kaup. Því þurfti að hefja útboðsferlið upp á nýtt með tilheyrandi töfum. Samkeppnin nú verður í tveimur þrepum og verður nafnleyndar gætt á báðum þrepum. Fyrra þrep sam- keppninnar verður öllum opið sem standast þær kröfur sem gerðar verða um þátttöku en seinna þrep verður lokað öðrum en höfundum valdra tillagna. Samkvæmt drögum að tímalínu fyrir keppnina er ætlað að hún verði auglýst í ársbyrjun 2021 og tilboð opnuð 28. febrúar. sisi@mbl.is Fossvogsbrúin Hin nýja brú yfir Fossvog verður um 270 metra löng. Fossvogsbrú boðin út að nýju fljótlega Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt að fast- eignafélagið Reginn hf. fái lóðarvil- yrði vegna Lágmúla 2. Um er að ræða hornlóð sem staðsett er við gatnamót Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. Fram kemur í bókun meirihluta borgarráðs að vilyrðið sé veitt í kjöl- far umfangsmikillar alþjóðlegrar samkeppni undir merkjum stærstu borgarsamtaka veraldar, C40. Verk- efnið heitir Reinventing Cities og gengur út á að búa til nýtt viðmið í umhverfisvænum byggingum. Á fundi borgarráðs hinn 9. nóv- ember 2017 var samþykkt tillaga borgarstjóra þess efnis að Reykja- víkurborg tæki þátt í verkefninu Re- Inventing Cities á vegum C40. Mark- miðið með verkefninu er að kalla fram lausnir og leita uppbyggingar á umhverfisvænum byggingum/ verkefnum sem sýna bestu lausnir á sviði sjálfbærni, umhverfisgæða og minna kolefnisfótspors, ásamt því að styðja við góða borgarþróun. Lóðin Lágmúli 2 var ein þriggja lóða sem Reykjavíkurborg lagði fram í fyrsta áfanga verkefnisins. Hinar tvær lóð- irnar voru á Ártúnshöfða og við Frakkastíg/Skúlagötu. Jarðhiti sérstaða lóðarinnar Á fundi borgarráðs 20. júní 2019 var greinargerð dómnefndar vegna lóðarinnar við Lágmúla kynnt. Að mati dómnefndar var tillaga Fabric hlutskörpust. Samkvæmt tillögunni á að nota lágkolefnabyggingarefni, þ.m.t. timbur, til þess að draga úr kolefnisspori og stuðla að hringrás- arhagkerfi þannig að úrgangur verði minni en annars. Ein helsta sérstaða lóðarinnar er jarðhitinn undir henni og verður hann nýttur í verkefninu. Á sama fundi borgarráðs var veitt heimild til að bjóða verðlaunuðum til- lögum til viðræðna um lóðarvilyrði á viðkomandi reitum. Lóðarvilyrðið er háð því skilyrði að bygging húsnæðis á lóðinni Lágmúla 2 verði unnin í samræmi við þá tillögu sem teymið Fabric sendi inn í samkeppnina Re- Inventing Cities og grundvallarnið- urstöðu dómnefndar sem gerð var opinber 22. maí 2019. Fabric-teymið er samþykkt því að lóðarvilyrðið verði veitt félaginu Regin hf., sem er einn aðili teymisins. Komi til úthlut- unar greiðist gatnagerðargjald í samræmi við samþykkt um gatna- gerðargjald í Reykjavík. Standist byggingar á lóðinni markmið um um- hverfisgæði skal greiða 45.000 krón- ur fyrir heimilaða íbúðafermetra of- anjarðar og 20.000 kr. fyrir heimilaða atvinnufermetra ofanjarðar. Í fylgiskjali með lóðarvilyrðinu er því lýst hvernig ætlað er að mæta þeim kröfum sem gera skal til vist- vænnar byggingar. Kennir þar margra grasa. Hér er dæmi: Skoðaður verður möguleikinn á að nota sólarsellur eða lághita-orkuver (Climeon unit) sem tengt er við jarðhita á lóðinni til þess að framleiða rafmagn. Hönnun á búnaði og notkun verður að vera unnin í fullu samstarfi við veitu- stofnunina sem á og rekur heita- vatnsborholuna á lóðinni. Mögulega mætti framleiða allt að 750 kW með samstæðu úr „5 Climeon-einingum“ og setja umframrafmagn inn á dreifikerfi rafmagns. Annað dæmi: Notendum bygg- ingarinnar verður gert kleift að stunda ræktun á grænmeti innan- húss. Græn þök og gróðurhús nýt- ast við ræktun á kryddjurtum. Þema almenningsgarðs í gróðurhúsi verður tengt heilsu með því að að rækta þar algengar lækningajurtir og plöntur sem hreinsa andrúms- loft. Reisa umhverfisvænt hús  Fasteignafélagið Reginn fær lóðarvilyrði vegna Lágmúla 2  Þar á að reisa umhverfisvænt stór- hýsi í anda C40, stærstu borgarsamtaka veraldar  Sólarsellur tengdar jarðhita framleiði rafmagn Tölvumynd/Basalt Nýja húsið Notast verður við lágkolefnabyggingarefni. Til hægri má sjá Kringlumýrarbraut og vinstra megin er Suðurlandsbraut og fyrirhuguð borgarlína. Lóðin Hér má sjá lóðina sem Reginn hefur fengið vilyrði fyrir hjá borgar- ráði, á mótum Sauðurlandsbrautar, Kringlumýrarbrautar og Lágmúla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.