Morgunblaðið - 15.12.2020, Page 12

Morgunblaðið - 15.12.2020, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020 15. desember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.65 Sterlingspund 167.8 Kanadadalur 99.96 Dönsk króna 20.798 Norsk króna 14.472 Sænsk króna 15.093 Svissn. franki 143.53 Japanskt jen 1.2259 SDR 183.07 Evra 154.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 190.5615 Hrávöruverð Gull 1833.65 ($/únsa) Ál 2022.0 ($/tonn) LME Hráolía 50.45 ($/fatið) Brent BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Orka náttúrunnar (ON) áformar að hafa 44 hraðhleðslustöðvar í notkun fyrir lok ársins. Á næsta ári er svo áformað að bæta við 13 stöðvum á átta stöðum og verða þær þá orðnar alls 57. Dreifing stöðvanna milli landshluta er sýnd á grafinu hér til hliðar. ON setti upp fyrstu stöð- ina við höfuð- stöðvar sínar á Bæjarhálsi árið 2014. Sama ár bættust við átta stöðvar; fimm á höfuðborgar- svæðinu og stöðv- ar í Borgarnesi, á Fitjum og á Sel- fossi. Meðal annars var sett upp stöð hjá BL á Sævarhöfða en félagið hafði gert samning ásamt bílaframleið- andanum Nissan við DBT sem fram- leiddi hraðhleðslustöðvar. Fleiri tengi nú virk samtímis Tæknin hefur síðan þróast og eru nú komnar fullkomnari stöðvar. Samhliða því fjölgar tengjum sem eru virk samtímis, í stað þess að að- eins einn bíll geti verið í hleðslu bjóða nýju stöðvarnar allt að 150 kW hleðslu og geta þjónað tveimur bíl- um í einu sem deila þá aflinu að há- marki 75 kW á hvort tengi, en það fer eftir hleðslugetu bílsins. Eldri stöðvar geta eingöngu hlaðið að há- marki 50 kW og aðeins einn bíl í einu. „Þessar nýju stöðvar eru í raun algjör bylting fyrir rafbílaeigendur því að nú tekur enga stund að hlaða,“ segir Hafrún Þorvaldsdóttir, verk- efnastjóri hleðslunets ON, en að hennar sögn munu nýju hraðhleðslu- stöðvarnar frá ON bjóða upp á tvö CSS-tengi og eitt Chademo-tengi. Árið 2015 var öllu rólegra í þessu tilliti en þá bættist aðeins við ein stöð sem var á Akranesi. Árið 2016 komu svo þrjár stöðvar til viðbótar, tvær á Akureyri og ein á Hellisheiði. Árið 2017 bættust við 12 stöðvar og svo 16 stöðvar árið 2018. Fjórar stöðvar bættust við í fyrra og á þessu ári er svo áformað að bæta við sex stöðv- um. Fimm þeirra eru þegar tilbúnar en sú síðasta var vígð í Varmahlíð síðastliðinn föstudag. Tekið skal fram að fleiri en ein stöð geta verið á sama stað. T.d. er áformað að setja upp tvær nýjar stöðvar í Mývatns- sveit á næsta ári og sömuleiðis tvær á Egilsstöðum, á Selfossi, á Kirkju- bæjarklaustri og á Reykjanesi, alls tíu stöðvar á fimm stöðum. Síðan verða settar upp stöðvar á Höfn, Hvolsvelli og Skjöldólfsstöðum. Hafrún segir markmiðið með upp- byggingunni að stuðla að orkuskipt- um í samgöngum. Fyrirtækið horfi því ekki eingöngu til hagnaðarsjón- armiða heldur líka til hins sam- félagslega ávinnings sem hlýst af rafvæðingu bílaflotans. Þessar áherslur birtist í uppbyggingu hrað- hleðslustöðvanna. Net þeirra sé þannig haft þétt til að rafbílar með takmarkaða drægni geti komist sem víðast um landið, á meðan innviðirnir eru að byggjast upp. „Til að byrja með rennir maður dálítið blint í sjóinn varðandi stað- arval. Þegar byrjað er að byggja upp net hraðhleðslustöðva er best að byrja þar sem mestar líkur eru á að sem flestir muni nota rafbíla. Við byrjuðum því á höfuðborgarsvæðinu og á þetta enn við þar,“ segir Haf- rún. Almennt hafi staðarvalið reynst vel en á stöku stað hafi þurft að end- urhugsa staðarvalið. Meðal annars standi til að færa stöðina við Frí- kirkjuveg við Tjörnina í Reykjavík. Sú stöð sé barn síns tíma enda sé að- koman ekki nógu góð. Að sögn Hafrúnar hefur Orku- sjóður styrkt uppbygginguna frá árinu 2016. Styrkirnir hafi komið til framkvæmda fyrir árslok 2017 og nemi helmingi heildarkostnaðar við einstaka staðsetningar. Hún segir skipulagsmálin gjarnan tímafrek. Hraðhleðslustöðvar ON eru nú komnar hringinn í kringum landið, eins og grafið ber með sér. Almennt við þjóðveginn Hafrún segir unnið að því að skipta út minni stöðvum fyrir öfl- ugri, eða að eflingu þeirra, í netinu. Utan höfuðborgarsvæðisins er hleðslunetið almennt við þjóðveginn. Enn fremur er væntanleg uppfærsla á 13 stöðvum, sem verða 22 kílówött, við hótel. Að sögn Hafrúnar hefur hreinum rafbílum á Íslandi fjölgað úr 3.737 í desember 2019 í 6.195 í desember í ár eða um 66%. Á sama tímabili hafi tengiltvinnbílum fjölgað úr 7.712 í 10.001 eða um 30%. „Við rufum því 16 þúsund bíla múrinn, hvað varðar samanlagðan fjölda tengjanlegra bíla, 1. desem- ber. Þessi viðbót við rafbílana er auðvitað afar ánægjuleg fyrir okkur öll sem þjóð og eykur nýtingu endur- nýjanlegrar innlendrar orku með hverjum bílnum sem bætist við og eykur að sjálfsögðu einnig kröfurnar á ON sem þjónustuaðila hraðhleðslunetsins hringinn í kring- um landið.“ Orka náttúrunnar stefnir á 44 hraðhleðslustöðvar í árslok Höfuðborgar- svæðið Reykjavík: Bæjarháls (x2) Fríkirkjuvegur Miklabraut (x2) Sævarhöfði Suðurfell Vesturlandsvegur Kópavogur: Smáralind Garðabær: Garðatorg Kauptún Austurland Djúpivogur Egilsstaðir Skjöldólfsstaðir Stöðvarfjörður Norðurland Blönduós Akureyri (x2) Húsavík Mývatn Sauðárkrókur Varmahlíð Vestfirðir Ísafjörður Vesturland Akranes Búðardalur Ólafsvík Staðarskáli Vegamót Reykjanes Fitjar, Njarðvík Suðurland Flúðir Freysnes Geysir Grímsnes Hellisheiði Hveragerði Hvolsvöllur Jökulsárlón Klaustur Nesjahverfi Selfoss (x2) Vík Þorlákshöfn Hleðslustöðvanet ON á Íslandi Staðsetning hraðhleðslustöðva eftir landshlutum Væntanlegar hleðslustöðvar 2020: Víðigerði, V-Hún. 2021: Mývatns- sveit (x2) Egilsstaðir (x2) Höfn Hvolsvöllur Kirkju- bæjar klaustur (x2) Selfoss (x2) Skjöldólfs- staðir Reykjanes (x2)  ON áformar svo 11 nýjar stöðvar á næsta ári  Uppbyggingin hefur verið misjafnlega hröð milli ára Hafrún Þorvaldsdóttir STUTT ● Hjálmar Sigur- þórsson, sem er framkvæmdastjóri vátryggingaþjón- ustu TM, seldi í gær 192.559 hluti í félaginu á genginu 47,4 kr. Nam heild- arfjárhæð við- skiptanna því 9.185.064 kr. Eftir viðskiptin á Hjálm- ar 180.000 hlut í TM. Nýverið var til- kynnt um samruna TM, Lykils og Kviku banka og bíður hann samþykkis yfir- valda. Seldi ríflega helming bréfa sinna í TM Hjálmar Sigurþórsson ● Hlutabréf Iceland Seafood Inter- national hækkuðu um ríflega 11,72% í Kauphöll íslands í gær og nam velta með bréfin 771,8 milljónum króna. Stóð velta með bréf félagsins undir 28% þeirra veltu sem átti sér stað á aðal- markaði Kauphallarinnar í gær. Hafa bréf félagsins aldrei verið hærra skráð á markaði og nemur markaðsvirði félags- ins 31,6 milljörðum króna. Hækkun bréfanna kemur í kjölfar til- kynningar fyrirtækisins á föstudag þar sem fram kom að gert væri ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta myndi nema á bilinu 3,8 til 5 milljónum evra á árinu, það jafngildir 591-777 milljónum króna. Þegar fyrirtækið til- kynnti um uppgjör þriðja ársfjórðungs féll það frá fyrri áætlunum um ársniðurstöðu sína en fram að því hafði félagið gert ráð fyrir að hagn- aður fyrir skatta myndi nema 6 til 8 milljónum evra, jafngildi 933 til 1.244 milljóna króna. Mikið hefur verið um að vera á vettvangi félagsins undanfarna mánuði og ræddi Bjarni Ármannsson, forstjóri þess við 200 mílur í liðinni viku og sagði m.a. frá því hvernig vinnslur þess hefðu verið sameinaðar á Bretlandseyj- um. Bréf Iceland Seafood ruku upp í Kauphöll Bjarni Ármannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.