Morgunblaðið - 15.12.2020, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.12.2020, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020 ✝ Guðjón Þor-björnsson fæddist 14. apríl 1952. Hann lést 29. nóvember 2020. Foreldrar hanns voru Þorbjörn Tómasson frá Fuglafirði í Fær- eyjum, f. 23.10. 1931, d. 18.1. 2017, og Sólveig Guðbjörg Eiríksdóttir frá Hofs- stöðum í Helgafellssveit, f. 28.8. 1930, d. 7.11. 2012. Guðjón átti einn bróður, Ei- rík Ísfeld Andreasen, f. 26.11. 1957, d. 9.12. 2004. Sunna María, f. 15.6. 2015. Sambýliskona Guðjóns er Lilja Guðlaugsdóttir, f. 24.5. 1968. Synir hennar eru Guð- laugur Ísfeld Andreasen, f. 27.5. 1988, sambýliskona hans er Karine Julie Paroux, f. 19.6. 1984, og Magnús Ísfeld Andr- easen, f. 17.3. 1994, sambýlis- kona hans er Íris Emma Heið- arsdóttir, f. 14.12. 1995. Sonur þeirra er Eiríkur Elías, f. 4.6. 2020. Foreldrar Lilju eru Guð- laugur L. Pálsson, f. 12.7. 1946, og Eyrún Magnúsdóttir, f. 15.6. 1948. Útför Guðjóns verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 15. desember 2020, og hefst at- höfnin klukkan 13. Streymt verður frá útförinni: htpps://www.sonik.is/gudjon Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Guðjón ólst upp á Korpúlfsstöðum til sextán ára ald- urs en þá fluttist fjölskyldan í Kópa- vog. Börn Guðjóns eru: 1) Ragnar Karl, f. 23.1.1976, sambýliskona hans er Dorte Winge, f. 29.12. 1974. Börn þeirra eru Símon, f. 14.5. 2007, og Lea, f. 29.4. 2011. 2) Sólveig Valerie, f. 14.4. 1982. 3) Þorbjörn Jindrich, f. 17.5. 1983. Börn hans eru: Katla Sjöfn, f. 4.10. 2011, Hannes Daniel, f. 12.4. 2012, og Elsku Gaui minn hvar á ég að byrja? Allar útilegurnar, jeppa- ferðirnar, sleðaferðirnar og utan- landsferðirnar. Eftirminnilegast er þó þegar við fórum hringinn um landið fyrir 14 árum, með hjól- hýsið, þú þekktir landið svo vel enda leiðsögumaður í nokkur ár þegar þú varst ungur. Þú sýndir mér dásemdir sem ég hélt að ekki væru til og stendur þá Norðaust- urland upp úr. Fáir þekktu landið okkar eins vel og þú. Þú varst þúsundþjalasmiður, allt lék í höndunum á þér, sama hvort það var vélarjárn eða timb- ur. Þú smíðaðir þinn fyrsta bíl þegar þú varst barn og lögreglan gerði hann upptækan; barn á eig- in bíl hvað var það? Gaui minn, betri vin var ekki hægt að fá alveg sama hvað, þú varst þar til að peppa mig upp. Þú varst einnig frábær kokkur og gerði ég oft grín að því að það væri ekki hægt að fara út að borða því maturinn var alltaf bestur heima. Gaui minn, þú spurðir mig hvað ég vildi í jólagjöf, ég átti eftir að láta þig vita, en besta jólagjöfin hefði verið að hafa þig heima um jólin. Dagurinn breyttist í niðdimma nótt, dauðinn hér læddist hægt og hljótt. Snöggur var hann, skekur allt, flest þá sýnist dimmt og kalt. Þegar litið er um farinn veg, liðu árin oft yndisleg. sambýliskona kveður kærast líf manns, sem var styrkur hennar og hlíf. Drottinn dæmir engan mann, miskunnsamur, það er hann. Við kvíðum engu um kvöldin dimm, því nú fer vel um föðurinn. Sem kveðjum við í hinsta sinn. Tárin renna í taumum niður, tregafull samt ríkir friður. Mitt hjarta mikið líður, harmslegin svo undan svíður. Gaui minn kæri ég sendi þér, síðustu kveðjur hér frá mér. Í dagbjörtu landi nú dvelur þú, í friði Gaui minn hvíldu nú. Þín Lilja. Elsku besti pabbi minn. Mikið svakalega á ég eftir að sakna þess að heyra ekki aftur í þér. Þú varst frumkvöðull, svo hugmyndaríkur og fannst lausn á öllu. Þú átt mörg stór afrek í gegnum lífið. Þú hafð- ir rosalegan húmor. Ég mun alltaf minnast þess hversu mikill stríðn- ispúki þú varst. Öll okkar prakk- arastrik og þau eru sko ekki fá. Gleðina og brandarana vantaði ekki hjá okkur. Oft voru brand- ararnir frekar kaldir, en við, þín nánustu, skildum þá alltaf. Það vorum við sem hlógum og það var það eina sem skipti okkur máli. Mér verður hugsað til alls þess sem við höfum gert saman. Vél- sleðaferðirnar, jeppaferðirnar og öll ferðalögin okkar. Þegar við grilluðum og gerðum góðan mat. Þú varst besti kokkurinn. Allir hlökkuðu til þegar þú eldaðir mat- inn. Ég mun aldrei gleyma öllum þeim góðu ráðum sem þú gafst mér í lífinu. Þú ráðlagðir mér í gegnum sætt og súrt, og alltaf með þitt stóra og hlýja hjarta. Við vorum bestu vinir. Oftar en ekki var eins og þú vissir af því þegar eitthvað var að og mér leið illa og þá hringdir þú í mig og sagðir: „Mér finnst eins og eitt- hvað sé að, er allt í lagi Solla mín?“ Svo tengd vorum við að það var eins og þú fyndir fyrir því að ég þyrfti á þér að halda. Þá varst þú alltaf til staðar. Þú ert hetja, pabbi. Hetjan mín. Ég man vélsleðaferðalagið þegar við fórum í Landmanna- laugar og það byrjaði skyndilega að hlýna. Það kom stormur með rigningu og við villtumst á Svína- fjöllum á leið heim. Eftir að hafa farið yfir opna Túnána á vélsleð- um og báðir sleðarnir urðu bens- ínlausir vorum við svo heppin að finna jarðskjálftamælikofa, kannski sex m² að stærð, þar sem þú skildir okkur eftir og fórst einn gangandi og sóttir hjálp. Eftir margra tíma göngu þar sem þú fékkst næstum drep í tærnar náð- irðu í björgunarsveitina sem kom svo og sótti okkur. Þetta er bara ein af mörgum sögum okkar. Ég mun sakna þess að geta ekki lengur faðmað þig, að geta ekki lengur sest í fang þitt og heyrt þig segja mér að þetta verði allt saman í lagi. Að „pabbi passi mig, passi litlu stelpuna sína“! Stundum finnst mér eins og þú sért hérna hjá mér, ég finn ein- mitt þessa hlýju tilfinningu eins og pabbi sé hérna hjá mér núna. Rosalega elska ég þig mikið. Ég veit að þú ert nú meðal engla hjá Guði og vakir yfir okkur öllum og ert loksins í friði. Elska þig elsku pabbi minn, þín dóttir, Sólveig. Elsku Gaui minn. Þú hniginn ert og horfinn mér úr sýn, nú hrynja saknaðartár, af grátnum hvarmi. Með hlýjum huga mun ég minnast þín, meðan hjartað slær í mínum barmi. Ég hveð þig, Gaui, kveð í hinsta sinn, kveð þig nú með saknaðarljóði þýðu. Þökk fyrir starfið, þökk fyrir dugnað þinn, þökk fyrir sýnda ást og blíðu. Þinn Magnús. Elsku Gaui. Ég á enn erfitt með að trúa því að þú sért farinn og að kveðja þig verður mér erfitt. Þú hafðir þann frábæra kost að segja hlutina eins og þeir eru, ég gat orðið reiður á að hlusta á það sem þú sagðir. En eins og þér sæmir best þá kom með því ávallt lausn. Ég leitaði oft til þín og þú varst alltaf tilbúinn til að hjálpa mér eða ráðleggja. Þú hefur stutt mig í gegnum marga erfiða tíma í gegnum árin og er það mér ómet- anlegt. Ég á eftir að sakna þín sárt. Ég gleymi aldrei hvað þú varst alltaf hress og hvað þú varst mikill prakkari, við áttum margar góðar stundir saman og á ég eftir að sakna þeirra allra. Á kveðjustundu hef margt að þakka þér, þakka allt hið góða er sýndir mér. Þökk fyrir samleið þína og hreina dyggð, þakka fasta vináttu og tryggð (Guðlaugur Sigurðsson) Guðlaugur Ísfeld Andreasen. Okkur langar að kveðja Guðjón tengdason okkar með þessum orðum. Sem stormur hreki skörðótt ský, svo skunda burt vor ár. Og árin koma, ný og ný, með nýja gleði og tár. Því stopult, hverfult er það allt, sem oss er léð, svo tæpt og valt, jafnt hraust og veigt, og fé og fjör, það flýgur burt sem ör. Við ljósið það skal lagt af stað til lands, er bíður vor. Það lýsa mun, sem lýsti það á löngu horfin spor. (Sigurjón Guðjónsson) Elsku, Lilja, Gulli, Maggi, Solla, Tobbi, Raggi og aðrir að- standendur, megi guð senda ykk- ur styrk í raunum ykkar og hugga á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði. Þínir tengdaforeldrar, Guðlaugur og Eyrún. Guðjón Þorbjörnsson HINSTA KVEÐJA Ekki hafði ég hugmynd að okkar síðasta símtal myndi vera miðvikudaginn 25. nóvember. Takk fyrir allar minn- ingarnar og þann tíma sem við áttum saman, ég mun alltaf geyma þær djúpt í hjarta mínu. Hefði samt óskað að við hefðum átt meiri tíma saman. Sofðu í friði, elsku pabbi. Sonur þinn, Þorbjörn Jindrich Guðjónsson. ✝ Þór JóhannVigfússon fæddist í Reykja- vík 20. apríl 1951. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 4. des- ember 2020. For- eldrar hans voru Vigfús Vigfússon, f. 12.2. 1914, d. 23.3. 1998, og Jó- hanna Halldórs- dóttir, f. 25.9. 1924, d. 3.5. 2012. Systkini Þórs eru Pétur f. 1.9. 1953, Jóna, f. 9.4. 1957, og Hallfríður, f. 31.1. 1960. Þór átti tvo hálfbræður, þá Sigurð Þórsson f. 15.9. 1945, d. og vörubílstjóri um skeið, en lengst af keyrði hann leigubíl og var hann leigubílstjóri allt til loka starfsævi sinnar. Þór var fæddur og uppalinn í Reykjavík, bjó hann fyrstu ár- in í Sörlaskjóli, þá á Kársnes- braut, síðan í Álfheimum. For- eldrar hans byggðu á Þingholtsbraut og bjuggu þar 1965 til 1972. Bára og Þór hófu sambúð sína í risíbúð á Klapp- arstíg, þau fluttu til Dalvíkur þegar Vigfús var eins og hálfs árs. Þau bjuggu þar til ársins 1983. Þá byggðu þau í Jöldu- gróf 17 í Reykjavík þar sem þau buggu til dauðadags. Eft- irlifandi kona Þórs er Mai Yodchan. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 15. desember 2020, klukkan 15. Steymi á slóð: https://youtu.be/QsEAEls81NI Virkan hlekk á slóð, sjá: https://www.mbl.is/andlat 15.2. 2017, og Nils Nilsen, f. 8.9. 1943, d. 13.12. 2015. Þór kvæntist Báru Andersdótt- ur, f. 18.6. 1949, d. 23.5. 2015, hinn 5. desember 1970. Þau eignuðust son- inn Vigfús Jóhann, rafvirkja, f. 10.2. 1975, sambýliskona hans er Ásdís Kristjánsdóttir félagsliði, f. 7.1. 1972. Vigfús á einn son úr fyrra sambandi, Frey, nema, f. 4.10. 1999. Áður eignaðist hann dótturina Júlíu, f. 31.8. 1998, d. 31.8. 1998. Störf Þórs voru sjómennska Stórt skarð var hoggið í okkar frábæra vinahóp, Miðdalshesta- hópinn, þegar Þór okkar féll frá eftir stutt veikindi. Við vissum að hann var ekki alveg í besta form- inu, þó bjóst enginn við þessu. Þór var þessi yndislegi, ljúfi og góði maður, góður vinur sem gott var að tala við og alltaf var stutt í gleði og hlátur hjá honum. Það koma upp í hugann marg- ar minningar úr hestaferðum síð- ustu áratuga. Við vorum svo lán- söm að ríða landið þvers og kruss í alls konar veðrum og upplifa landið á einstakan hátt. Við og hrossin ein á fjöllum. Engir bílar, ekki túristar, og enginn var í fjallakofunum sem við gistum í og hafði ekki verið lengi. Stundum náði trússinn á undan okkur en ekki alltaf, því vegirnir voru mis- góðir. Kokkurinn sá um að elda fyrir okkur en við skiptumst á að vaska upp á kvöldin. Einhvern- tíma kom það í hlut Þórs. Eitt- hvað gekk það nú illa að ná mat- arleifunum af diskunum. Alveg sama hvað var notuð mikil, sápa; þar til kokkurinn sá að matarolía hafði verið sett í sápubrúsann. Mikið var hlegið að þessu. Einhvern tíma vorum við að koma að norðan og áðum við Réttarvatn. Þór hafði gaman af því að veiða fisk og hafði tekið netið með. Er skemmst frá því að segja að við héldum í netið í landi og Þór reið út í vatnið í stórum boga, og við sáum fiskana sprikla. Hann náði fimm fiskum sem var gert að og bundnir aftan við hnakkinn. Og var þetta maturinn okkar það kvöldið. Soðinn silung- ur með lambagrösum. Þór spáði mikið í hross og vildi vera vel ríðandi. Hann var mjúk- ur í fingrunum og hrossin voru létt í beislinu hjá honum. Gjarnan tók hann að sér að temja og þjálfa hross. Horfinn er vinur handan yfir sundin, hryggðin er sár, svo jafnvel tárast grundin. Þá er svo gott, um ævi megum muna milda og fagra geymum kynninguna. Óvæntust ætíð kemur kveðjustundin, kærast í hjarta geymum minninguna. (V.S.) Þú ert liðinn, ljúfi vinur – lifir þó í draumi björtum: Ekkert glatast, ekkert hrynur, allt er geymt í vorum hjörtum. Elsku Þór, þín er sárt saknað, en vonandi ertu búinn að leggja á gott hross og nýtur þess í Sum- arlandinu. Við sendum fjölskyldu Þórs okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd Miðdalshestahóps- ins, Svana. Þór Jóhann Vigfússon ✝ Gunnar Breið-fjörð Guð- laugsson fæddist 28. apríl 1932. Hann lést á Hrafnistu á Nes- völlum 5. desem- ber 2020. Hann var sonur hjónanna Guð- laugs Jakobs Al- exanderssonar og Súsönnu Ketils- dóttur. Systkini hans voru; Þórir Bjarni, f. 8.2. 1930, d. 19.2. 1979, Albert, f. 9.3. 1931, d. 8.6. 2017, Kristinn Breið- fjörð, f.12.8. 1934, d. 18.5. 2019, Guðrún, f. 5.11. 1935, d. 20.10. 2017, Laufey, f. 6.7. 1937, Líneik, f. 14.11. 1938, d. 10.9. 2018, og Sæ- berg, f. 14.2. 1940, d. 3.11. 2017. Útförin fer fram frá Keflavík- urkirkju í dag, 15. desember 2020, klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstand- endur vera viðstaddir athöfn- ina. Athöfninni verður streymt á: https://www.fa- cebook.com/groups/ utforgunnars/. Virkan hlekk á streymið má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat/. Ég vil minnast bróður míns Gunnars Breiðfjörð Guðlaugs- sonar. Það voru forréttindi að fá að alast upp í hópi sam- rýndra systkina í sveitaþorpi á Snæfellsnesi. Við systkinin frá Sólbakka á Hellissandi áttum góða foreldra og var fjölskyld- an alla tíð samrýnd. Ung flutt- ist ég til Hafnarfjarðar og stofnaði þar fjölskyldu en hélt alla tíð tengslum við Hellis- sand. Þrátt fyrir langa búsetu í Hafnarfirði var farið eins oft og hægt var á „Sand“ á heima- slóðir því þar var fjölskyldan mín og var tilhlökkun mikil að hitta þau og þá ekki síst Gunna bróður eins og hann var kallaður. Æskuminningarnar frá Hellissandi eru margar og rifj- ast þær upp þessa dagana, við í leik í fjörunni, í berjamó í hrauninu og bakgrunnurinn var konungur fjallanna, Snæ- fellsjökullinn okkar. Gunni bjó lengi vel á Hellis- sandi og ól þar upp dætur sín- ar, þær Stínu og Dísu. Síðar kynntist hann Gerðu sem var hans stoð og stytta alla tíð. Gerða varð fljótt ein af fjöl- skyldunni og við góðar vinkon- ur. Alltaf var gaman að heim- sækja Gunna og Gerðu, þá var mikið talað og hlegið. Oft tók ég börnin mín og barnabörn með í þessar heimsóknir og hændust barnabörnin fljótt að Gunna því hann var barngóður maður. Gunni og Gerða komu reglu- lega við hjá mér í firðinum þegar þau fóru í verslunarferð í Fjarðarkaup, það voru eft- irminnilegar samverustundir. Ég á eftir að sakna heimsókna þeirra. Gunni bróðir var hraustur mestalla ævi sína, en síðustu ár fór heilsan að gefa sig og átti hann undir lokin erfitt með gang. Gunni lét það ekki stoppa sig og keypti hann raf- magnsþríhjól og ferðaðist um allt á því á meðan heilsan leyfði. Mikið á ég eftir að sakna þín elsku bróðir. Elsku Gerða og börn, ykkar missir er mik- ill, en minning hans mun lifa áfram. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Laufey Guðlaugsdóttir. Gunnar Breiðfjörð Guðlaugsson Perla Kolka ✝ Perla Kolkafæddist 31. maí 1924. Hún lést 3. desember 2020. Útförin fór fram 14. desember 2020. starfskonur í Há- skóla Íslands um 30 ára skeið og héld- um alltaf góðu sam- bandi. Perla var flott kona, mikil selskapskona af lífi og sál og það var tekið eftir henni með þetta rauða fallega hár. Hún var lifandi persóna og ég veit ekki ann- Hún Perla vin- kona mín er búin að kveðja þennan heim. Við vorum búnar að þekkjast lengi, vorum sam- að en hún hafi notið lífsins eins og hægt var. Hún hafði gaman af því að ferðast, sérstaklega til sólarlanda, fór á hverju ári til Spánar með Stefáni sínum um margra ára skeið. Ég er svo þakklát fyrir að hafa heimsótt hana í fyrra á Hrafnistu í Hafn- arfirði þar sem hún dvaldi, því aðstæður á þessu ári hefðu ekki leyft það. Við röbbuðum lengi saman og rifjuðum upp gamalt og gott. Ég sendi dætrum hennar og fjölskyldum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Rósa Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.