Morgunblaðið - 15.12.2020, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Bílar
Mitsubishi Outlander Hybrid
hækkar um áramót vegna
lagabreytinga.
Nældu þér í nýan 2020 bíl á betra
verði 5.690.000,-
Til sýnis á staðnum í nokkrum litum
með og án króks.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Tek að mér ýmis smærri verkefni fyrir jólin.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Tilkynningar
Breyting á Deiliskipulagi
Stofnanareits
Kirkjubraut 39
Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 1. desember 2020, tillögu
að breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits vegna Kirkjubrautar 39.
Tillagan var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið
send umsögn bæjarstjórnar. Hægt er að kæra samþykkt bæjar-
stjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um
samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Félagsstarf eldri borgara
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 15. desember hittumst við á Face-
booksíðu "Eldriborgarastarf Grafarvogskirkju" kl. 13:00. Ýtt er á takk-
ann Samvera. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir.
Seltjarnarnes Engin skipulögð vatnsleikfimi er í gangi eins og er
vegna covid, en skorum á alla að nýta sér sundstaðina. Hvetjum fólk
einnig stunda aðra hreyfingu eins og td. morgunleikfimi Rásar 1 í
útvarpinu og heimaleikfimi í Ríkissjónvarpinu á morgnana eða út að
ganga. Engin skipulögð dagskrá er á vegum félagsstarfsins í dag.
Kaffikrókurinn og aðstaðan er eingöngu opin fyrir íbúa Skólabrautar.
Grímuskylda.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Í dag kveð ég
tengdamóður mína,
Guðrúnu Halldórs-
dóttur. Guðrún lést
á heimili sínu 29. nóvember síð-
astliðinn. Lífið fór ekki alltaf ljúf-
um höndum um Guðrúnu, en hún
varð fyrir miklum áföllum í lífinu,
Guðrún
Halldórsdóttir
✝ Guðrún Hall-dórsdóttir
fæddist 21. október
1928. Hún lést 29.
nóvember 2020.
Útför Guðrúnar
fór fram 10. desem-
ber 2020.
hún fékk berkla
ung, hún missti
mann sinn, son og
tengdason. Guðrún
glímdi við fötlun allt
sitt líf sem var af-
leiðing berklanna
sem hún fékk ung.
En Guðrún var al-
gjört hörkutól og
ótrúlega dugleg.
Guðrúnu kynntist
ég árið 1997 þegar
ég kynntist syni hennar, Tedda.
Hún tók mér mjög vel frá fyrstu
kynnum enda var ég flutt inn til
hennar eftir um það bil mánuð og
var þar í 6 ár eða þangað til við
Teddi fluttum að heiman. Við
spjölluðum mikið saman og sagði
hún mér margar sögur frá því að
hún var lítil stúlka á Blönduósi,
frá árunum sem hún og Steinþór
maður hennar bjuggu á Skaga-
strönd, frá systkinum sínum og
börnum og barnabörnum sem
hún var ákaflega stolt af. Guðrún
var mikil listakona og eftir hana
liggja ófá falleg verk, og minnist
ég hennar prjónandi, heklandi
eða að sauma út. Guðrún hafði
líka gaman af að elda og var hún
afskaplega ánægð þegar margir
voru í mat og eldhúsborðið fullt
af kræsingum. Guðrún var líka
mikill snillingur þegar kom að
gjöfum og hefur hún gefið mér
ansi margar gjafir, hvort sem
þær voru eftir hana sjálfa eða
annað sem ég held mikið upp á.
Þegar ég hugsa til baka þá fattar
maður það hvað Guðrún dekraði
við okkur Tedda þegar við bjugg-
um hjá henni, hún þvoði og
straujaði allan þvott af okkur og
eldaði fyrir okkur, en ég vona að
við höfum gefið eitthvað til baka.
Það var alltaf gott að koma til
Guðrúnar hvort sem það var upp
í Háberg, Hraunbæ eða upp á Eir
og ég er henni ævinlega þakklát
fyrir allt sem hún gerði fyrir mig.
Hún virtist hafa óbilandi trú á
mér sem ég átti örugglega ekki
alltaf innistæðu fyrir en svo oft
sagði hún við mig, já auðvitað
getur þú þetta, það er ekki að
spyrja að því, elsku Guðbjörg
mín. En nú er komið að kveðju-
stund og vil ég þakka þér fyrir
allt, elsku Guðrún. Börn hennar
hugsuðu vel um mömmu sína og
vil ég votta þeim samúð mína.
Hvíl í friði, ég elska þig.
Guðbjörg.
Á leið okkar um
lífið eignumst við
marga og ólíka sam-
ferðamenn. Sumum
verðum við samferða um stund,
uns þeir halda sína leið og hverfa
sjónum. Aðrir fylgja okkur æv-
ina á enda, gegnum súrt og sætt,
vinir í gleði og þraut.
Í dag kveð ég einn af þeim
samferðamönnum mínum sem ég
átti samleið með í nær 70 ár.
María
Olgeirsdóttir
✝ María Olgeirs-dóttir fæddist
30. september
1947. Hún lést 4.
desember 2020.
Útför Maríu fór
fram 10. desember
2020.
Lokið er ferðalagi
sem nærðist frá
fyrstu tíð af ósviknu
vinarþeli og gagn-
kvæmum trúnaði.
María Olgeirs-
dóttir var frænka
mín og má segja að
við höfum verið alin
upp að miklu leyti
saman, ef hægt er
að segja það um tvö
einbirni, slíkur var
samgangur milli fjölskyldna okk-
ar. Matarboð, leikhúsferðir, sum-
arfrí, sumarbústaðaferðir og
sameiginlegt jólahald, allt var
þetta hluti af því fjölskyldulífi
sem við Mæja ólumst upp við.
Eins og tíðkaðist á þeim tíma,
er við ólumst upp á, vorum við
nokkuð frjáls ferða okkar og
þótti ekki tiltökumál að senda
okkur með strætó niður í miðbæ
til að fara í sendiferðir eða sækja
þær skemmtanir sem börn sóttu
á þeim tíma. Ég minnist sunnu-
dagsmorgna í KFUM og K þar
sem sungið var á útopnu, þó
textaskilningur hafi kannski ekki
verið mikill, enda var það ekki
tilgangur ferðarinnar, heldur að
bæta í safn Jesúmynda eða næla
sér í myndir fyrir skiptimarkað-
inn. Sunnudags þrjú-bíóin voru
vinsæl á þessum árum og voru
ófáar ferðir okkar frændsystkin-
anna á slíkar skemmtanir. Ein-
hvern veginn finnst mér í minn-
ingunni að kvikmyndavalið hafi
fremur verið kvenlægt, því ekki
minnist ég Roy Rogers eða Tarz-
ans í þessum bíóferðum okkar.
Milli okkar Mæju hefur alltaf
ríkt vinátta og trúnaðartraust þó
sum ár hafi lönd og höf skilið
okkur að, en alltaf gátum við tek-
ið upp vináttuþráðinn þar sem
honum sleppti síðast er við hitt-
umst. Mæja hafði ljúft og nota-
legt viðmót, sem gerði það að
verkum að manni leið vel í návist
hennar.
Við sem kynntumst henni er-
um þakklát fyrir að hafa fengið
að njóta samvista við hana.
Minningin um góða konu mun
lifa í hjörtum okkar.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann
allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Kæra frænka – það er ekki
langt þetta korter sem við köll-
um líf, stundum breytist það í
fimm mínútur.
Jón Sævar Baldvinsson.
Kveðja frá
SÍBS og
Hjartaheillum
Stofnfundur Landssamtaka
hjartasjúklinga var haldinn í
Domus Medica 8. október 1983.
Mættu til fundarins 230 stofn-
félagar og var það umfram
björtustu vonir. Á meðan stofn-
enda var Jón Þór Jóhannsson
sem nú er fallinn frá. Lands-
samtök hjartasjúklinga fengu
Jón Þór
Jóhannsson
✝ Jón Þór Jó-hannsson
fæddist 11. ágúst
1930. Hann lést 2.
nóvember 2020.
Útför Jóns Þórs
fór fram 27. nóv-
ember 2020.
síðar heitið Hjarta-
heill. Jón Þór var
um tíma formaður
Félags hjartasjúkl-
inga á Reykjavík-
ursvæðinu og vann
fyrir SÍBS og
landssamtök
hjartasjúklinga
sem starfsmaður
stjórna samtak-
anna og sat í
stjórnum samtak-
anna, þar á meðal Reykjalund-
ar.
Það var mikill elja og dugn-
aður í stofnfélögum þegar sam-
tökin hófu starfsemi sína fyrir
37 árum og í dag eru fé-
lagsmenn Hjartaheilla á fimmta
þúsund einstaklingar.
Hjartaheill hafa treyst á
sjálfboðaliða í sínum röðum frá
stofnun samtakanna. Fólk fer í
sjálfboðaliðastörf af ýmsum
ástæðum. Mörgum finnst starf-
ið áhugavert og gefandi, aðrir
vilja láta gott leiða af sér. Sjálf-
boðaliðastarf getur nefnilega
verið lærdómsríkt og þrosk-
andi.
Sá félagsauður sem er á vett-
vangi félagasamtakanna hjálpar
til þegar unnið er að sameig-
inlegum verkefnum. Þessi mik-
ilvægi auður verður til vegna
hinna margvíslegu jákvæðu
áhrifa sem þau geta haft á vel-
sæld og hagsæld einstaklinga
og samfélaga. Jón Þór var mik-
ill félagsmaður og gerði sér
grein fyrir þessum áhrifum sem
félagasamtök líkt og Hjartaheill
standa fyrir. Við vorum afar
heppin að fá Jón Þór í raðir
okkar. Hann var virkur þátttak-
andi sem tók þátt í því að móta
umhverfi sitt og samfélag með
störfum sínum í Hjartaheillum.
Þakklæti okkar felst í því að
kunna að bera kennsl á það
sem virðist sjálfsagt og læra að
meta það mikils. Lífið kemur
ekki upp í stafrófsröð og við
fáum ekki ráðið þeim bókstaf
sem okkur er úthlutað í lífinu.
Sorgin er óaðskiljanlegur
hluti af lífinu og hjá því verður
ekki komist í þessu lífi að tak-
ast á við sorgina. Við verðum
að læra að lifa með henni.
Fyrir hönd samtaka okkar
vil ég nota tækifærið og þakka
Jóni Þór fyrir framlag hans og
þátttöku í starfinu.
Félagar í Hjartaheillum,
SÍBS og aðildarfélögum kveðja
góðan félaga með söknuði og
þakklæti fyrir samfylgdina.
Sorgin er mikil og sendum
við fjölskyldu hans innilegustu
samúðarkveðju.
Mannsandinn líður ekki und-
ir lok, minning um góða mann-
eskju lifir í hjarta og minni,
líkt og sólin sem virðist ganga
undir en alltaf heldur áfram að
lýsa.
Sveinn Guðmundsson,
formaður.
Í dag kvaddi ég
góðan vin, hann
Gunna Sveins, sem
mér þótti undurvænt um, hann
var einstakt góðmenni og sér-
stakur leiðtogi í hvaða hóp sem
var. Hann var límið í hestaferð-
unum okkar sem ég fékk að
Gunnar Árni
Sveinsson
✝ Gunnar ÁrniSveinsson
fæddist 15. desem-
ber 1939. Hann
lést 3. nóvember
2020.
Útförin fór
fram 21. nóv-
ember 2020.
njóta strax sumarið
eftir að ég flutti til
Skagastrandar.
Hann var sá sem
skipulagði ferðirnar,
sá oft um trússið, sá
um að henda upp án-
ingarhólfum og
tryggja að rafmagnið
væri nú örugglega á
girðingunni, hann
stólaði upp, já það
var nú lúxus í þess-
um ferðum okkar, verandi með
„græna skrímslið“ sem rúmaði
nóg af fiskikörum undir allt dótið
okkar og svo sumarstóla og borð
sem fjölskyldan var hætt að nota
og nýttist okkur í ferðunum. Síð-
an hjálpaði hann til við að ná
hestunum okkar og hélt jafnvel í
fyrir þá sem á því þurftu að
halda, hann var alltaf boðinn og
búinn og aldrei of stór upp á sig
til þess að gera hvaða verk sem
var. Já, hann var alveg yndisleg-
ur. Á kvöldin var svo oft gripið í
spil, sungið, sagðar sögur eða
skroppið til næsta bónda í heim-
sókn, alltaf var hann tilbúinn að
taka þátt. Hann fór oftast síðast
að sofa en fyrstur upp á morgn-
ana og eldaði hafragraut handa
þeim sem það vildu, það var ekki
að ástæðulausu sem hópurinn
fékk nafnið „Gunnars Group“.
Gunni var ekki bara einstak-
lega góður ferðafélagi, hann var
líka bara svo traustur og trúr
sínum. Einu sinni bað ég hann
um að halda í stóran fola sem ég
var að fara á bak í fyrsta skiptið
og las svona líka vitlaust í. Hann
hélt að það væri nú ekki vanda-
málið. Folinn hinsvegar trylltist
en Gunni ríghélt honum þar til
hann róaðist. Þvílíkt afl sem
maðurinn bjó yfir og yfirvegun-
in, hann var ekki að panikera
heldur talaði bara rólega við fol-
ann og sagði að það þýddi nú
ekkert fyrir hann að vera að láta
svona. Það var nefnilega svo
gaman hvað hann talaði fallega
við hestana, þetta voru vinir
hans og félagar ekki síður en
mennirnir.
Gunni hafði einstakt lag á því
að lesa í aðstæður og fagnaði
með okkur okkar stóru stundum
í lífinu. Hann er mín fyrirmynd í
mörgu. Já, það eru margar
minningarnar sem ég get yljað
mér við og mun ylja mér við um
ókomna tíð. Elsku Bára og fjöl-
skylda, ykkur votta ég mína inni-
legustu samúð.
Erla Kambakoti