Morgunblaðið - 15.12.2020, Page 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020
30 ára Stefán ólst upp
í Gnúpverjahreppi og
býr núna í Þorlákshöfn.
Stefán er vélvirki hjá
Veitum. Helsta áhuga-
mál hans er skotveiði
þessa dagana. Síðan er
hann mikill bíla-
áhugamaður.
Maki: Katrín Gyða Guðjónsdóttir, 1994,
snyrtifræðingur og er að læra fótaað-
gerðafræði.
Börn: Daníel Freyr Hansen Stefánsson, f.
2015, og Emelía Rós Hansen Stef-
ánsdóttir, f. 2017.
Foreldrar: Daði Viðar Loftsson, f. 1965,
rafiðnvélvirki og Bente Hansen, f. 1967,
íþróttakennari. Þau búa í Gnúpverja-
hreppi.
Stefán Hansen
Daðason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Sjaldnast vitum við alla söguna um
annað fólk og því eigum við að fara okkur
hægt í að dæma gjörðir þess.
20. apríl - 20. maí
Naut Þig langar til að finna einhvern sem
þú getur deilt hugmyndum þínum með.
Gættu þess bara að leita ekki langt yfir
skammt því svörin finnurðu innra með þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Að vera góður hlustandi þarfnast
bæði þroska og aga, og þú hefur nóg af
hvoru tveggja. Kannaðu hvaða leiðir
standa þér opnar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Persóna þín er staðföst og er áköf í
því að sannfæra aðra um ágæti hugmynda
þinna. Gerðu það með bros á vör.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Láttu það vera að flýta þér um of því
það býður hættunni heim og þú skilar verri
vinnu fyrir vikið. Notaðu tækifærið til að
ganga frá lausum endum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú vinnur líklega í þágu barna í dag
eða sinnir krefjandi sköpunarferli. Vertu
hvergi smeykur við nýjungar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér vinnst allt auðveldlega svo þú átt
ekki að eiga í neinum erfiðleikum með að
fá þitt fram. Hið sama gildir um verkefni
tengd listum, skemmtanaiðnaði og sviðs-
listum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Settu það í forgang að hlúa að
þínum nánustu því þá ertu um leið að hlúa
að sjálfum þér. Gerðu það sem til þarf til
að hressa þig við andlega sem líkamlega.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er sjálfsagt að leita ráða
hjá öðrum þegar maður sjálfur er á báðum
áttum. Til að geta séð aðstæður með aug-
um hins aðilans verður þú að geta gleymt
sjálfum þér um stund.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú vilt ná árangri í því sem þú
ert að gera og dagurinn í dag ætti að skila
þér góðum árangri.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gleymdu vonlausum málefnum
heimsins og gerðu eitthvað sem þú getur
klárað í dag.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú munt eiga rólegan dag og gætir
fengið óvænta heimsókn sem gleður þig.
Haltu áfram leiðinni, og einbeittu þér að
einu skrefi í einu og að fylgja augljósum
merkjum.
helstu æfingarnar. Svo eru það af-
mæli, árshátíðir og brúðkaup. Núna
erum við að semja lög og hittumst
því reglulega. Ætlum að gefa út jóla-
plötu 2021. Við höfum allar gaman af
að semja. Stundum semjum við sam-
an, eins og t.d. „Kúst og fæjó“, en
yfirleitt mætir hver með sitt lag og
kennir hinum. Heimilistónastarfið
er mjög gefandi og skemmtilega
kaótískt. Við höfum kynnst vel og
skapað góðar hefðir sem makar og
börn taka þátt í.“
Katla Margrét hefur verið mjög
framarlega í leiklistarsenunni núna
unni og Kristínu Steinsdætur sló
hún til og hún hefur verið að leika
síðan. Eftir að Jón Ragnar kom
heim ári síðar fór Katla Margrét að
vinna við stóru leikhúsin, Borg-
arleikhúsið og Þjóðleikhúsið, næstu
árin.
Katla Margrét er í leikkonu-
hljómsveitinni Heimilistónum ásamt
Vigdísi Gunnarsdóttur, Ólafíu
Hrönn Jónsdóttur og Elvu Ósk
Ólafsdóttur en bandið hefur starfað í
yfir tuttugu ár. „Það er allur gangur
á starfi bandsins. Við höldum ball á
hverju ári og í kringum það eru
K
atla Margrét Þorgeirs-
dóttir fæddist 15. des-
ember 1970 í Reykja-
vík og ólst upp í
Hlíðunum til 11 ára
aldurs, en þá flutti hún í Kópavog-
inn. „Það var dásamlegt að alast upp
í Hlíðunum með Öskjuhlíðina sem
okkar stóra leiksvæði og svo heiti
lækurinn í Nauthólsvík á sumrin.“
Katla Margrét gekk í Hlíðaskóla og
síðar í Snælandsskóla í Kópavogi
þar sem hún eignaðist líka góða vini.
Á unglingsárunum hafði hún
áhuga á leiklist og sótti námskeið
með vinkonum sínum þar sem þau
buðust, en var samt ekkert viss um
framhaldið. „Ég vissi samt að ég
vildi vinna við skapandi störf í fram-
tíðinni.“
Árið 1993 fór hún í Leiklistarskóla
Íslands. „Leiklistarnámið er ótrú-
lega gefandi nám og síðan er þetta
svo mikill lúxus að vera bara átta í
bekk, fá einkatíma í söng, líkams-
beitingu og raddþjálfun, vera með
alla þessa góðu kennara og fá síðan
tækifæri til að vinna strax við að að-
stoða eldri nemendur í sýningum.
Maður lærði svo hratt og mikið. Oft
voru dagarnir langir og hópurinn
verður mjög náinn, svolítið eins og
lítil fjölskylda, og mér þykir alltaf
mjög vænt um bekkjarsystkini mín.“
Katla Margrét útskrifaðist 1997,
en tveimur árum áður hafði hún
kynnst manninum sínum, Jóni
Ragnari Jónssyni, og var ófrísk að
þeirra fyrsta barni í lok fjórða árs.
Eftir útskrift fór hún til Danmerkur
þar sem Jón Ragnar var í námi. Það
voru mikil viðbrigði að hafa verið í
þessum miklu samskiptum í skól-
anum og vera heimavinnandi með
barn í ókunnugri borg. „Ég var í tæp
tvö ár í Kaupmannahöfn. Það var
fínt að fara aðeins burt og gott að
hafa næði þegar foreldrahlutverkið
tók við. Ég á mjög góðar minningar
frá þessum tíma en saknaði þó óneit-
anlega bekkjarsystkinanna. Hugsaði
stundum til þeirra þegar ég þramm-
aði með kerruna um götur Kaup-
mannahafnar.“
Þegar Kötlu Margréti var boðið
hlutverk hjá Leikfélagi Akureyrar í
leikritinu Systur í syndinni eftir Ið-
um margra ára skeið og ekki síður í
gríninu og kvikmyndum. Hún var
einn höfunda Stelpnanna sem nutu
mikilla vinsælda og svo hefur hún
verið áberandi í áramótaskaupum
landans. Hún hlaut Edduverðlaunin
sem besta leikkona í aðalhlutverki í
kvikmyndinni Agnes Joy, en myndin
verður framlag Íslands til Ósk-
arsverðlaunanna 2021.
Núna er Katla Margrét á fullu að
vinna að næsta áramótaskaupi, en
hún segir skaupskrifin hafa verið
það skemmtilegasta á þessu ári.
„Zoomfundirnir okkar hafa verið
miklar gleðistundir.“ Hún segir hóp-
inn góðan, en með henni eru Þor-
steinn Guðmundsson, Lóabóratorí-
um, Hugleikur Dagsson, Vala
Kristín Eiríksdóttir, Reynir Lyng-
dal leikstjóri og Bragi Valdimar.
Annað verkefni á árinu er sketsa-
sýningin Veisla sem verður sýnd í
Borgarleikhúsinu, en hugmyndina á
Saga Garðarsdóttir. „Þetta er
skemmtileg hugmynd og samstarfið
hefur verið frábært. Við leikhóp-
urinn byrjuðum á að ræða og kryfja
veislur og sömdum svo í framhaldi
sketsa um allt það sem getur farið
úrskeiðis, allan veislukvíðann og
krumpið sem fylgt getur skemmt-
anahaldi.“ Leikhópinn skipa þau
Katla Margrét, Saga Garðarsdóttir,
Sigurður Þór Óskarsson, Sigrún
Edda Björgvinsdóttir og Halldór
Gylfason. Bergur Þór Ingólfsson
leikstýrir og Berndsen sér um tón-
listina. „Við höfum reynt að frum-
sýna verkið þrisvar á þessu ári og
fjórða tilraunin verður núna í
Katla María Þorgeirsdóttir leikkona – 50 ára
Katla Margrét Vissi alltaf að hún vildi fara í skapandi starf í framtíðinni.
Skaupið og kómískar veislusögur
Fjallkonan 2015 Hér eru Katla Margrét og Jón Ragnar og Bergur Hrafn.
Fjölskyldan F.v.: Bergur Hrafn,
Egill Árni, Jón Ragnar og Katla.
40 ára Snjólaug ólst
upp á Lindarbrekku í
Berufirði en býr á Eg-
ilsstöðum í dag. Hún er
menntaður kjóla-
klæðskeri en aðalstarf
hennar er í lögreglunni.
Svo þjálfar hún og er
umsjónarmaður fíkniefnaleitarhundsins
Byls sem hún segir vera frábært starf.
Maki: Ólafur Kristinn Kristínarson, f. 1987,
kjötiðnaðarmeistari og sjómaður.
Börn: Friðrika Vala Ólafsdóttir, f. 2014, og
Matthildur Emma Svövudóttir, f. 2010, bú-
sett í Svíþjóð.
Foreldrar: Guðmundur Valur Gunn-
arsson, f. 1957, og Ragnheiður Margrét
Eiðsdóttir, f. 1957, bændur á Lindabrekku
í Berufirði.
Snjólaug Eyrún
Guðmundsdóttir
Til hamingju með daginn
Grindavík Salka Rán Guðmundsdóttir
fæddist 12. september 2020 kl. 20.27.
Hún vó 4.436 g og var 54 cm löng. For-
eldrar hennar eru Guðmundur Sveinn
Arnþórsson og Ágústa Sigurrós
Andrésdóttir.
Nýr borgari
- meira fyrir áskrifendur
Lestumeira
með vikupassa!
Fyrir aðeins 1.890 kr. færð þú netaðgang
að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga.
- Fréttir
- Ritstjórnargreinar
- Menning
- Íþróttir
- Daglegt líf
- Viðskipti
- Fastir þættir
- Aðsendar greinar
- Aukablöð
- Viðtöl
- Minningargreinar
- Umræðan
Vikupassi er auðveldari
leið til að lesaMorgunblaðið
á netinu.
Fáðu þér vikupassa af
netútgáfu Morgunblaðsins.