Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Síða 8
VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2020 L jóni býður blaðamanni inn í nota- lega íbúð sína í Skerjafirðinum þar sem hann býr ásamt sambýlis- konu sinni. Fallega skreytt fura stendur þar í horninu og skapar hlýlega jólastemningu. Í bókahillu í stofunni má sjá fjölmargar tungumálabækur; orðabæk- ur og málfræðibækur og fáni Sama hangir þar úr einni hillunni. Við ræðum brennandi áhuga Ljóna á vís- indum og minnihlutatungumálum en hann talar þau nokkur; tungumál sem hann kenndi sér að mestu sjálfur. Íslenskan stendur þó hjarta hans næst. Þið munuð aldrei skilja þetta Ljóni fæddist í úthverfi Montreal í Quebec í Kanada árið 1988 og var gefið nafnið Étienne Léon Poisson. Er hann sá yngri af tveimur bræðrum en faðir hans starfaði í kvikmynda- bransanum og móðirin, sem rak lengi tísku- búð, vinnur fyrir innheimtu ríkisins. Fjöl- skyldan var ósköp venjuleg Quebec-fjölskylda og á heimilinu var töluð franska. Engin tengsl voru við Ísland né Íslendinga. En hinn ungi Étienne Léon hafði snemma mikið dálæti á hinni íslensku Björk. „Þegar ég var átta, níu ára hlustaði ég mikið á Björk. Á þeim tíma þurfti ég að gera rann- sóknarverkefni í skólanum um eitthvert land, og af því ég elskaði Björk valdi ég Ísland, sem ég vissi þá ekkert um. Ég fékk þá mikinn áhuga á landinu, en þó aðallega á tungu- málinu,“ segir Ljóni sem talar óaðfinnanlega íslensku. Svo góða að ekki er nokkur leið að heyra minnsta vott af hreimi og allar beygingar og setningargerðir eru réttar. Ljóni segist hafa ákveðið þá og þegar að læra íslensku, kornungur drengurinn. „Það var gerð heimildarmynd um Björk ein- hvern tímann fyrir löngu og í henni sýnir hún dagbókina sína, sem er skrifuð á íslensku. Hún segir í myndavélina: „Þið munuð aldrei skilja þetta.“ Ég tók því sem áskorun,“ segir Ljóni sem segist ungur hafa haft mikinn áhuga á skrítnum stafrófum, eins og því rússneska og gríska. „Ég á mjög gamla bók frá 1814 um forn- grísku. Þar var gríska stafrófið og mér fannst það svo flott. Ég var alltaf að búa til stafróf og svo þegar ég fór að skoða íslenska stafrófið, með ð og þ, fannst mér það mjög spennandi. Ég fékk Opal-pakka frá vini pabba míns og þá sá ég ð í fyrsta skipti í alvöru.“ Þarf ekki að tala við milljónir Um fjórtán ára aldur hafði Ljóni kennt sjálfum sér heilmikið í íslensku en fékk þá senda kennslubók í íslensku og íslenskri málfræði sem hann lagðist í. „Þá fékk ég loksins efni sem ég gat notað, því áður hafði ég bara verið á netinu og það voru mjög fáar vefsíður þar sem maður gat lesið texta og fengið að hlusta á hljóðsýni. Svo keypti ég mér fleiri bækur til að lesa og orða- bók í gegnum Bóksölu stúdenta og ég þurfti að borga svo mikið til að fá hana senda heim!“ segir hann og dæsir. Hvað fannst foreldrum þínum um þennan áhuga þinn á íslensku? „Mömmu fannst það mjög skrítið. Hún hefði viljað að ég hefði lært eitthvert stærra tungu- mál sem væri meira gagn að. En mér finnst það skrítin hugsun, að vilja til dæmis læra þýsku af því að margar milljónir tala þýsku. Ekki ætla ég að tala við svona marga milljónir; ég vil aðallega bara tala við tvær þrjár mann- eskjur,“ segir hann og hlær. Sagði stressaður hæ við Björk Hlustar þú ennþá á Björk? „Já, ég átti að fara á tónleikana hennar núna, sem verða held ég í janúar. Mér finnst hún svo öflug listakona og það er enginn í heiminum eins og Björk. Tónlistin hennar er svo tilfinningaþrungin og ákveðin og pínu erf- ið. Maður þarf að hlusta á hana oftar en einu sinni og þegar maður er búinn að hlusta nógu oft til að skilja hana, þá er maður kominn með nóg,“ segir hann. „Ég elska hana og afrek hennar í tónlist finnast mér aðdáunarverð. Hún lætur sig líka náttúruverndarmál varða,“ segir hann. Ljóni segist stundum sjá henni bregða fyrir í bænum en hefur aldrei talað við hana en einu sinni þorði hann að heilsa. „Ég sagði einu sinni fyrir löngu hæ, en ég veit að þótt hún sé ekki mannfælin þá er hún ekki aðdáendasækin. En ég vildi bara segja hæ. Ég var rosa stressaður,“ segir hann og hlær. Var alltaf nörd Ljóni var enginn venjulegur unglingur. Hann eyddi öllum sínum frítíma í þetta sérkennilega áhugamál, að læra íslensku. „Ég var nörd áður en ég byrjaði að læra ís- lensku. Ég var alltaf frekar mikið í mínum eig- in heimi og hef aldrei haft mikla þörf til að vera innan um marga eða að sanna mig. Ég var aðallega að læra íslensku, hlusta á Björk og ímynda mér hvernig líf mitt yrði á Íslandi. Því ég var löngu búinn að ákveða að ég myndi flytja hingað; það gerðist alveg strax í byrjun. Ég man mjög vel eftir að hafa legið í rúmi mínu sem unglingur og talið hvað ég þyrfti að vinna marga daga í hvað mörg sumur til að eiga pening til að fljúga hingað sem fyrst,“ segir hann. „Það er svo langt síðan ég byrjaði að læra ís- lensku að ég man varla eftir því. Ég man ég var að reyna að ná errum og að æfa mig að fall- beygja og ég man að ég grét yfir tölvunni þeg- ar ég skildi ekki neitt.“ Nú heiti ég Ljóni Ljóni heimsótti Ísland í fyrsta sinn þegar hann var um sautján ára. Hann hafði þá kynnst ís- lenskum skiptinema úti og urðu þau perluvin- ir. „Hún heitir Birna og við kynntumst af því að allir vissu að ég væri „íslenski gaurinn“. Hún var í öðrum skóla en við áttum sameiginlega vini og urðum svo mjög nánir vinir. Við töl- uðum oftast íslensku saman og hún kenndi Ljóni hefur mikinn áhuga á minnihlutatungumálum og vís- indum. Hann segist alltaf hafa verið nörd og er stoltur af því. Morgunblaðið/Ásdís Íslenska er tungumál lífs míns Étienne Ljóni Poisson er fæddur og uppalinn í Quebec í Kanada en ákvað átta ára að gerast Íslendingur. Björk kveikti áhuga drengsins sem tók þá upp hjá sjálfum sér að læra íslensku. Er hann eini Íslendingurinn sem ber nafnið Ljóni. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Ég man mjög vel eftir aðhafa legið í rúmi mínu semunglingur og talið hvað ég þyrftiað vinna marga daga í hvað mörg sumur til að eiga pening til að fljúga hingað sem fyrst.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.