Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Qupperneq 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2020 Þ að er lognið á undan storminum á þessum síðasta nóvembermorgni ársins 2020. Eða er kannski alltaf svona lygnt í Reykholti? Snorri stendur sperrtur á stalli sínum milli kirknanna, eins og til að tengja saman gamla tíma og nýja, og lætur sér hvergi bregða. Það er þó ekki skáldið og sagnaritarinn sem ég er kominn til að finna heldur presthjónin fráfar- andi, séra Geir Waage og Dagný Emilsdóttir, sem senn skila af sér búi eftir meira en fjóra áratugi í embætti. Hjónin eru flutt úr prestssetrinu, þannig að ég bjalla í klerk til að fá vegvísun. Nýja heimilið reynist auðfundið enda göturnar í Reykholti ekki margar. Séra Geir tekur glaðbeittur á móti mér í dyragættinni og býður mig velkominn og fyrir innan hitti ég Dagnýju. Meðan þau laga te og kaffi spyr ég hversu lengi þau hafi búið á hinu nýja heimili. „Í eina viku,“ svarar Dagný og ég furða mig í hljóði á því hversu hratt þau hafi komið sér fyr- ir. Allt lítur út fyrir að vera á sínum stað. Hjónin svara því til að þau hafi flutt búslóðina smám saman enda um skamman veg að fara og tíminn vann að auki með þeim. Hann líður sem kunn- ugt er hægar í sveitum þessa lands, jafnvel þó við séum bara í klukkustundar akstursfjarlægð frá amstri borgarinnar. Boðið er til innri stofu þar sem bókasafn þeirra hjóna tekur hlýlega utan um mann. Á veggnum eru myndir af Jóni Sigurðssyni og Hrafnseyri við Arnarfjörð, en Geir deilir þeim merka fæðingarstað einmitt með forsetanum. Í Landnámu segir að Ánn rauðfeldur og Grelöð, kona hans, hafi byggt þar bú því Grelöðu hafi þótt „hunangsilmur úr grasi“. Gamalt og virðu- legt skrifborð prestsins er líka þarna en öfugt við flest slík borð í samtímanum er enga tölvu þar að finna. „Tölvu?“ spyr Geir og rekur upp stór augu. „Ég hef ekki skrifað nokkra einustu prédikun á tölvu,“ heldur hann áfram og fær sér mak- indalega sæti við borðið. Tekur því næst fram forláta stálpenna. „Lengi vel notaði ég bara þennan. Veistu af hverju?“ – Nei. „Vegna þess að maður þarf reglulega að dýfa honum í blek og á meðan gefst manni meiri tími til að hugsa um hverja og eina setningu sem maður setur á blaðið.“ Einmitt það. Ýmsir hefðu líkast til gott af því í dag að slökkva á tölvunni og dusta rykið af stálpennanum. En það er auðvitað allt önnur saga. Kennt í hverjum skáp Hjónin byrja á því að rifja upp komu sína í Reykholt en svo skemmtilega vill til að þau fluttu inn á prestssetrið þriðju helgina í nóv- ember, líkt og á við um þeirra nýja heimili. Það var á því herrans ári 1978 og talsvert öðruvísi um að litast á þessum merka sögustað. „Það voru á annað hundrað nemendur í Hér- aðsskólanum og kennt í hverjum skáp og kima,“ segir Geir en skólinn var rekinn af fullum þrótti fram á tíunda áratuginn að fjölbrautaskólar höfðu sprottið upp vítt og breitt um landið, svo sem á Sauðárkróki, Akranesi og í Keflavík en algengt var að unglingar þaðan væru sendir á skóla í Reykholti. „Hér var merkilegt skólastarf frá 1931 og góður andi alla tíð. Standardinn lengst af svip- aður og í MR,“ heldur Geir áfram, „en þegar okkur bar að garði var byggingin sjálf, sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameist- ara ríkisins, að veslast upp sem var gott dæmi um hina steindauðu hönd ríkisins. Allt var í nið- urníðslu og viðhaldið of lítið, of seint. Búið var að laga glugga og veggi upp að vissu marki og kaupa efnið til að klæða þakbrúnirnar á skól- anum. Ekki var hins vegar til fyrir mannakaupi, þannig að efnið lá bara úti undir skemmdum næstu fimmtán árin, þangað til það var ónýtt.“ Vilhjálmur heitinn Einarsson, frjálsíþrótta- kappi og fyrverandi skólastjóri, kenndi við skól- ann síðasta starfsárið sitt hér og segir Geir gamla ungmennafélagsandann hafi ráðið för hjá honum og spartverskum sonum hans sem töldu ekki eftir sér að ganga í hin ýmsu verk sem ekki rúmuðust innan starfslýsingar, svo sem að dytta að skólabyggingunni eftir föngum. Sama á við um kennara og annað starfsfólk skólans „Þessum mönnum var ræktun lands og lýðs efst í huga.“ Í eldspýtustokki í vindlakassa Ólafur Þórðarson, sem um tíma sat á Alþingi, tók við skólanum af Vilhjálmi og það kom svo í hlut Þórunnar Reykdal að loka honum 1997 Geir segir það ekki hafa flýtt fyrir afgreiðslu mála er sneru að Reykholti að staðurinn heyrði undir þrjú ráðuneyti; landbúnaðar-, mennta- mála- og dómsmálaráðuneytið, en þar voru kirkjumálin, að hans sögn, geymd vandlega í eldspýtustokki ofan í vindlakassa í einni skúff- unni. Það var ekki bara skólabyggingin sem stóð undir skemmdum, heldur mátti prestssetrið líka muna sinn fífil fegri en það var einnig teikn- að af Guðjóni Samúelssyni. Það var ekki þrauta- laust að koma þeim viðgerðum gegnum kerfið. „Þetta var bara eins og í Já, ráðherra, embætt- ismennirnir réðu öllu. Sir Humphrey Appleby réð öllu,“ segir Geir sposkur. „Loksins þegar búið var að fá Steingrím Hermannsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, til að lofa úrbótum þá sprakk stjórnin og nýr maður tók við, Vilmund- ur Gylfason. Ég fór og talaði við Vilmund, gaml- an skólabróður minn úr MR, og tók sókn- arnefndarformanninn með mér. Vilmundur var að flýta sér en sagði engu hafa verið lofað, ég væri bara einn af mörgum prestum með slíka beiðni. Hann samþykkti þó að hitta okkur aftur seinna um daginn. Í millitíðinni náði ég í Stein- grím og hann samþykkti að hringja í Vilmund meðan við værum inni hjá honum. Hann stóð við það og Vilmundur sagði ítrekað já meðan hann hlustaði brúnaþungur á Steingrím sem staðfesti að ég væri ekki ósannindamaður. Að símtalinu loknu sagði hann að staðið yrði við „skynsamlega ráðstöfun“ fyrirrennara síns og að við skyldum fara fram og semja um þetta við embættismennina. Ég hélt nú ekki, bað hann að kalla á embættismennina inn á skrifstofu og segja þeim hvað stæði til. Að því búnu gætum við gengið til samninga. Þetta gekk eftir.“ Framkvæmdir hófust árið 1981 og næstu þrjú árin bjuggu prestshjónin í gamla læknabú- staðnum á Kleppjárnsreykjum. Garðar Hall- dórsson, húsameistari ríkisins, hafði umsjón með breytingunum í anda Guðjóns Sam- úelssonar og voru hjónin hæstánægð með út- komuna. „Við erum mjög ánægð með að hafa farið í þessa baráttu. Húsið er yndislegt í dag,“ segir Dagný og Geir tekur í sama streng: „Þetta er eitthvert dásamlegasta hús sem ég hef búið í. Rýmin þar inni eru sérstaklega falleg.“ Að ýmsu öðru þurfti að huga, til dæmis gengu hross laus í kirkjugarðinum, þannig að það þurfti að girða. Get ég hjálpað? Aðstaða til að taka á móti sóknarbörnum var ekki góð á þessum fyrstu árum; Geir þurfti ann- aðhvort að gera það heima í stofu eða úti í gömlu kirkju. Hjónin eiga fjögur börn og enda þótt Dagný og börnin héldu sig í öðru rými þeg- ar fólk í sorg eða neyð bar að garði fór ekki allt fram hjá þeim. „Þið segið ekki orð um það sem gerist í þessu húsi, brýndi ég fyrir börnunum og þau stóðu alla tíð við það,“ segir Dagný. Geir rifjar upp atvik þar sem hann fór með sóknarbarn sem átti um sárt að binda út í gömlu kirkju til að fá næði því gestir voru heima við og ekki unnt að loka rýmum til að fá næði. Þar bar gest að garði sem virti prestinn og sóknarbarnið fyrir sér áður en hann spurði í einlægni: „Get ég eitthvað hjálpað?“ Geir segir ríkisafskipti í Reykholti hafa minnkað verulega og andardráttur embættis- mannakerfisins fjarlægst þegar héraðsskólinn lagðist af. „Þá opnuðust tækifæri til að reisa staðinn við með verulegum styrk frá ríkisvald- inu án þess að embættismannakerfið blandaði sér í málið. Gamla kirkjan var orðin ákaflega léleg en hún var reist árið 1897 þegar menn kunnu ekki almennilega að byggja timburhús hér á landi. Á þriðja áratugnum var ákveðið að hætta að halda kirkjunni við. Sökkullinn, sem var hlaðinn, var farinn að síga, lekaskemmdir talsverðar, auk þess sem kirkjan var vanviðuð frá upphafi. Hætt var við að kirkjan hreinlega fyki, svo fúin var hún orðin og járn reyttist af henni eins og fiður. Persónulega lenti ég nokkrum sinnum í því að stinga snjó út úr kirkjunni þegar hún hafði fokið upp.“ Vilji var til að gera upp gömlu kirkjuna og Hjörleifur Stefánsson arkitekt teiknaði hana upp. Heimamenn vildu gera hana nýtilegri sem helgidóm og byggja við hana. Þjóðminjasafnið lagðist hins vegar gegn þeim áformum og vildi endurbyggja hana í upprunalegri mynd. „Það varð til þess að við fórum að hugsa um nýja kirkju og skoða hugmyndir fyrri tíðar manna um hvað ætti að vera í Reykholti, meðal annars bréf séra Einars Guðnasonar frá því um 1960. Upp frá þessu voru ýmis skref stigin í þá átt; ég gerði til dæmis tillögu um bókhlöðu, gestaíbúð fyrir fræðimenn og aðstöðu til að kynna verk Snorra Sturlusonar,“ segir Geir en Reykholt hafði í áratugi varðveitt glæsilegt bókasafn Tryggva Þórhallssonar, fyrrverandi forsætis- ráðherra, sem að stofni varðveitti safn föður hans, Þórhalls Bjarnarsonar biskups. sem var prestur í Reykholti um árs skeið á 19. öld. Kærkomin viðurkenning Geir segir Steingrím Hermannsson, sem þá var forsætisráðherra, og Pétur Sigurgeirsson bisk- up hafa tekið þessum hugmyndum forkunn- arvel. Eins flestir stjórnmálamenn þótt litlu hafi verið lofað um fé til verksins. „Þetta var kær- komin viðurkenning á því að kirkjan væri grunnurinn á staðnum.“ Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins, var fenginn til að teikna nýja Reykholtskirkju og Snorrastofu og Geir lagðist í bréfaskrif til Noregs og víðar til að vekja athygli á verkefn- inu. Meðal þeirra sem hann skrifaði var Hall- Dásamlegt að eiga fólk til liðs Séra Geir Waage lætur af störfum sem sóknarprestur í Reykholti um áramótin eftir 42 ár í embætti en eiginkona hans, Dagný Emilsdóttir, hætti sem móttökustjóri Snorra- stofu um síðustu áramót. Á þessum tímamótum er þeim þakklæti efst í huga enda hefur mikil uppbygging átt sér stað í Reykholti á þeirra vakt. Hjónin eru flutt í nýtt hús á staðn- um enda geta þau hvergi annars staðar hugsað sér að vera. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.