Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Síða 14
Hjónin eru á einu máli um að kirkjan sé ein-
staklega vel heppnuð og hljómburðurinn ótrú-
lega góður. Þess vegna kættust þau þegar
Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari kom
að máli við þau og kynnti fyrir þeim draum sinn
um að efna til árlegra sumartónleika í Reyk-
holti. Það reyndist auðsótt og fór fyrsta hátíðin
fram 1997 og hefur verið árviss viðburður síðan,
helgina fyrir verslunarmannahelgina. „Það
myndaðist strax ótrúleg stemning, nándin er
svo mikil; þetta er eins og að vera með tónlistar-
fólkið inni í stofu hjá sér. Enda eru fastagestir á
hátíðinni margir, bæði listafólk og áheyrendur.
Koma ár eftir ár,“ segir Dagný og nefnir rúss-
neskan kór sem komið hefur í fjórgang. „Fé-
lagar í þeim kór vilja helst búa hérna.“
Óhappið varð til happs
Margar heimsóknir voru eftirminnilegar enda
teygir áhugi fólks á Snorra Sturlusyni sig víða
um lönd. Dagný rifjar upp þegar japanski kon-
súllinn hringdi og bað um að fá að koma með
sendiherra landsins í Noregi samdægurs í
Reykholt. „Geir var á fundi í bænum en sem
betur fer blessaðist þetta; ég náði að dekka
upp.“
Annar Japani, prófessor frá Tókíó, kom líka í
eftirminnilega heimsókn. Sá hafði velt bíl sínum
við Grund í Skorradal á leið sinni í Reykholt á
leiðinlegum polladegi en aðeins slasast á fingri.
Jóhanna Guðjónsdóttir húsfreyja á Grund bjall-
aði þá í presthjónin og bjó þau undir komu
mannsins sem flogið hafði sérstaklega til Ís-
lands í einn dag til að koma að gröf Snorra. „Ég
fylgdist með honum út um gluggann. Hann stóð
þarna í drykklanga stund og hneigði sig síðan
mjög djúpt,“ segir Geir og Dagný gerir því
skóna að umferðaróhappið hafi orðið honum til
happs. „Japanir eru upp til hópa svo kurteisir að
hann hefði örugglega aldrei kunnað við að knýja
dyra og spyrja til vegar að gröfinni.“
Talandi um Jóhönnu og mann hennar, Davíð
Pétursson á Grund, þá mega hjónin til með að
þakka þeim góða liðveislu gegnum tíðina. „Þau
hafa verið mjög öflugir stuðningsmenn og Davíð
stjórnarmaður í Snorrastofu.“
Á Kyndilmessu 2004 bar að garði norskan
kaupsýslumann, Jan Petter Röed, mikinn
áhugamann um Snorra Sturluson og norræna
sögu. „Við kynntum honum Reykholtskirkju-
Snorrastofu og sögu byggingarinnar og stað-
arins. Hann hreifst af verkinu, en blöskraði,
hversu miklar skuldir hvíldu á fámennri sókn-
inni. Hann hefur gefið 250 þúsund Bandaríkja-
dali til að létta þær, auk þess sem hann kostaði
allan búnað í turni kirkjunnar og gaf kirkju-
klukku og kross framan við hana. Lífsmottó
hans er; „You earn, you learn, you return.“
Hann er mikill öðlingur og góður vinur okkar.
Margir aðrir, innlendir jafnt sem erlendir hafa
lagt lið.“
Dagný lét af störfum hjá Snorrastofu um síð-
ustu áramót. „Það er voðalega gott að vera sest í
helgan stein og ég hef notið hverrar sekúndu.
Það er nóg við að vera hérna í Reykholti, ekki
síst á sumrin þegar staðurinn er eins og lítill
lystigarður; í sumar komu meira að segja upp
hvítar og bleikar vatnaliljur,“ segir hún dreym-
in á svip.
– Kom aldrei til greina að flytja í burtu?
„Nei, okkur hefur liðið óskaplega vel á þess-
um skemmtilega stað innan um gott fólk og fal-
lega náttúru,“ svarar Dagný.
– Eigið þið rætur hérna?
„Hvað eru rætur?“ spyr Geir á móti. „Magn-
ús langafi minn Waage var frá Litla-Kroppi í
Reykholtssókn. Ég á frændur á hverjum ein-
asta bæ hérna.“
Reykjavík, til hvers?
Dagný er fædd og uppalin í Reykjavík en var í
sveit hjá Andrési Kjerúlf í Reykholti og hjá
Birni í Varmalandi sem barn. Var þar meðal
annars mikið í gróðurhúsum. „Ég hafði ekki
’Ef á að varpa þessu fyrir róðaverður kirkjan án efa fram-tíðarlaus. Þegar hún ofurselursig tíðarandanum sem undir eins
líður hjá, verður hún ekki annað
en rekald á annarlegri strönd.
Séra Geir Waage hefur ekki bara baristfyrir kirkjunni í Reykholti, heldur léthann snemma til sín taka á vettvangi
Þjóðkirkjunnar. „Ég gerðist baráttumaður
fyrir kirkjunni í breiðum skilningi þess orðs;
var kosinn í stjórn Prestafélagsins og var for-
maður þess um tíma. Ég hef beitt mér fyrir
hagsmunum kirkjunnar, hver sem í hlut hef-
ur átt.“
Á sínum tíma flutti hann tillögu á Synodus
um að kannaðar yrðu kirkjueignir. Hverjar
þær voru um siðbót, hverjar þær væru nú og
hvernig hefur verið með þær farið í fjárhaldi
ríkisins. Það varð til þess að skýrsla var gerð
um málið og jarðeignir frá siðbót og fram til
ársins 1984 listaðar upp og ráðstöfun þeirra.
„Þetta varð grundvallarskýrsla í uppgjöri
ríkis og kirkju, en meginniðurstaðan var sú
að kirkjurnar ættu þær eignir enn sem ekki
hefðu verið frá þeim teknar með lögmætum
hætti. Ergó: Reykholt í Borgarfirði er eign
kirkjunnar í Reykholti. Á þeim grundvelli hef
ég barist alla tíð.“
Athygli vekur að hann hefur aldrei verið
settur formlega í embætti. „Jón heitinn Þór-
isson, bóndi í Reykholti, kom til mín með
bækur og skjöl embættisins í tösku sem hann
skildi eftir. Töskuna átti hann sjálfur. Ætli
þetta sé ekki ein skýringin á því hvers vegna
ég hef verið svona harður og aðgangssamur
fyrir kirkjuna.“
Ríki og kirkju laust saman vegna Reyk-
holts
„Ég krafðist þess ítrekað að staðurinn yrði
tekinn út í mínar hendur eftir að hann var
veittur mér. Biskup sendi prófast til þess, en
ráðherrann bannaði að gerð yrði úttekt og
afhendingargjörð í venjulegri merkingu þess
orðs um miðjan níunda áratug síðustu aldar.“
Í Hvítbók um eignir ríkisins frá 1991 er
Reykholt talið ríkiseign. Fjármálaráðherra
vann að því, að prestssetrunum yrði þinglýst
sem eign ríkisins. Geir krafðist þess, að Reyk-
holtsmáldaga, elsta skjali, sem varðveitt er í
frumriti á Íslensku frá öndverðri 12. öld, yrði
þinglýst hjá sýslumanni sem eignarheimild
Reykholtskirkju að staðnum. Það gekk ekki
eftir, en kröfu ráðherrans var vísað frá, ekki
einungis hvað varðaði Reykholt, heldur alla
staði kirkjunnar í landinu. „Þarna hafði ríki
og kirkju lostið saman í annað sinn og þá varð
eitthvað að gera.“
Þriðja málið sem Geir nefnir um vanda í
samskiptum ríkis og kirkju snýr að verðskrá
fyrir leigu á opinberum embættisbústöðum
en hann var þá nýorðinn formaður Presta-
félagsins. „Ég fékk fund með Þorsteini Páls-
syni, dóms- og kirkjumálaráðherra, vegna
þessa máls en prestar voru afar illa launaðir
á þessum tíma, með lægri laun en kennarar,
svo við setjum þetta í samhengi, og hefðu í
einstaka tilvikum þurft að greiða hærri húsa-
leigu fyrir ásetu sína, en nam launum þeirra.
Það varð til þess að Þorsteinn undanskildi
presta þessari reglugerð og ný lög voru sett
1993. Ég kom að þeirri vinnu.“
Þar með varð prestsetrasjóður lögfestur,
en hann heyrir nú sögunni til. Illu heilli, að
áliti Geirs. „Prestssetrin eru nú hjá kirkju-
málasjóði sem er mikið slys.“
Bráðabirgðalög á kjarasamninga
Mikið mæddi á Geir meðan hann gegndi for-
mennsku í Prestafélaginu, meðal annars lenti
hann í því að sett voru bráðabirgðalög á
kjarasamning sem færði prestum verulegar
launabætur. Hann höfðaði mál á hendur rík-
inu fyrir hönd PÍ, en tapaði því fyrir Hæsta-
rétti. Þó dæmdu tveir dómarar við réttinn fé-
laginu í vil.
„Þetta eru dæmi um árekstra mína við
ríkisvaldið en mig hefur líka greint á við
biskupa, ekki bara í biskupsmálinu svokall-
aða. Til að gera langa sögu stutta þá hefur
þjóðkirkjan átt í miklum vanda frá því á síð-
asta áratug síðustu aldar. Þá var farið að
færa verkefni frá kirkjumálaráðuneyti og
koma þeim fyrir hjá kirkjunni sjálfri. Hún
átti hins vegar engan annan vettvang til þess
að taka við þeim en Biskupsstofu, sem heyrir
undir biskup Íslands og kirkjuráð. Þangað
færðust völd með verkefnunum. Ég átti á sín-
um tíma sæti í nefnd undir forystu séra Gunn-
ars Kristjánssonar á Reynivöllum sem hafði
það verkefni að smíða ný þjóðkirkjulög. Það
var erfitt verk sem snerist meðal annars um
að varðveita innlenda hefð í lagaumhverfi
kirkjunnar, en taka um leið fullt mark á lúth-
ersk-evangelískri kirkjuskipan og koma á
lýðræði innan þjóðkirkjunnar að því marki
sem hægt er. Þetta tókst ekki sem skyldi. Það
var of langt á milli sjónarmiða biskups og
þess sjónarmiðs sem lögfest var, að kirkju-
þingi bæri æðsta vald innan Þjóðkirkjunnar í
öðrum málum en þeim sem varða kenninguna
og helgihaldið.“
Þróunin hélt svo áfram eftir að Þjóðkirkju-
lögin frá 1997 tóku gildi, en engin samstaða
ríkti um það á kirkjuþingi að framkvæma
anda laganna, það er dreifræði innan kirkj-
unnar. „Ekkert hefur breyst síðan; kirkju-
þing er enn þá of veikt, þannig að einræð-
isstjórnin heldur áfram í kirkjunni. Það er
sorglegt því margt hefur farið miður í arfi
kirkjunnar á þessum tíma sem vert hefði ver-
ið að varðveita. Gamla Consensus-reglan um
að leita málamiðlana, er að engu höfð. Menn
beita bara valdi – og það án forsjár. Og þú at-
hugar að ég er ekki að skoða þetta utan frá;
ég var þarna inni.“
Án efa framtíðarlaus
Geir gagnrýnir enn fremur að verið sé að
rugla saman fjárreiðum sóknanna og presta-
kallanna. „Það er verið að rugla saman regi-
mentunum, eins og Lúther gamli sagði. Það
sem sóknunum ber og leikmönnum eiga þeir
að hafa algjörlega fyrir sig. Prestaköllin
heyra undir biskup. Allt á þetta svo heima á
vettvangi kirkjuþingsins, sem ræður ekkert
við þetta. Við áttum samfellu í löggjöf og hefð
frá Grágás og Jónsbók um siðbót og einveldi;
öllu er nú hent burt í hugsunarleysi. Þá er ég
ekki að tala um orðanna hljóðan, heldur er
hugsunin í þessu gamla svo heilnæm. Þetta er
ekki bara nostalgíuraus í gömlum karli held-
ur áþreifanlegir hlutir. Tilfinningin og virð-
ingin fyrir sögunni og samfellunni er að týn-
ast og hvað er kirkja án fortíðar? Kirkjan er
öll um Kristsatburðinn sem á upphaf sitt í því
að Guð skapaði veröldina og hefur staðið
sleitulaust síðan. Ef á að varpa þessu fyrir
róða verður kirkjan án efa framtíðarlaus.
Þegar hún ofurselur sig tíðarandanum sem
undir eins líður hjá, verður hún ekki annað
en rekald á annarlegri strönd. Herostratos
brenndi hof Artemisar í Efesus sér til frægð-
ar forðum, eitthvert fegursta mannvirki forn-
aldar. Hann flýgur mér stundum í hug þegar
ég heyri af kirkjumálum í seinni tíð.“
Séra Geir handskrifar allar sín-
ar prédikanir með blekpenna.
Hvað er kirkja án fortíðar?
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2020