Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Blaðsíða 15
hugsað mér fyrir að flytja út á land en þegar
okkur bauðst að fara í Reykholt þurfti ég ekki
að hugsa mig um tvisvar. Annars er fólkið mitt
víða að. Úr Skagafirði, Stykkishólmi og frá Eyr-
arbakka,“ segir Dagný og Geir bætir við: „Hún
er af Pálsættinni.“
– Geir, langaði þig aldrei að prófa að þjóna í
Reykjavík eða á höfuðborgarsvæðinu?
„Til hvers? Við höfum verið á kafi hér alla tíð
og átt þátt í að endurreisa staðinn. Það tók oft
tíma og þrek; maður er fyrst að átta sig á því
núna. Lengst af í þessu verki höfum við þurft að
gera hlutina sjálf en dásamlegt hefur verið að
eiga allt þetta góða og duglega fólk til liðs.“
Hann nefnir stækkun kirkjugarðsins sem
dæmi en ráðist var í það verk skömmu eftir að
hjónin komu í Reykholt. „Ég réð fermingar-
drengina mína í verkið, í að slétta garðinn og
stækka. Það var bara til peningur til að borga
þeim laun. „Hvenær koma tækin?“ spurði einn
strákanna þegar við mættum á staðinn. Þetta
eru tækin, svaraði ég, og benti á undirristu-
spaða, torfljá og reku. Síðan sýndi ég þeim
hvernig fara átti með þessa hluti. Dagurinn var
ekki liðinn þegar bóndi í nágrennninu kom okk-
ur til liðs og svo annar bóndi og svo annar. Með
kerrur og vagna. Við vorum ekki lengi að
stækka garðinn. Fengum torf sem einn bóndinn
hafði bylt af túni. Þetta er það dásamlega við
þennan stað, samkenndin og hjálpsemin.“
Oftar en ekki hafa menn verið þolinmóðir
varðandi greiðslur fyrir verk sitt og ósjaldan
gefið kaupið eftir eða í öllu falli vænan afslátt.
Helst vildu hjónin nafngreina allt þetta fólk
en það er auðvitað engin leið í grein sem þess-
ari. Við sættumst á að nefna sóknarnefndar-
formennina, Aðalstein Árnason, Þorvald Jóns-
son, Guðlaug Óskarsson, Þórunni Reykdal og
Jónas Jónsson, og svo Berg Þorgeirsson hjá
Snorrastofu og Bjarna Guðráðsson bónda í Nesi
og organista í Reykholti um árabil. Réttnefndir
máttarstólpar.
Munar ekki um keppinn
Að því sögðu hverfum við sem hendi væri veifað
meira en hálfa öld aftur í tímann en Dagný og
Geir kynntust í MR seint á sjöunda áratugnum.
„Ég bjó í Reykjavík frá fimmtán til 28 ára
aldurs. Var hafður þar á skóla. Hafði að vísu
ekki rænu á að sækja um í MR í tæka tíð og
þegar ég bankaði upp á hjá Einari Magnússyni
rektor var skólinn alveg fullur af fólki. Einar
bauð unga manninn eigi að síður velkominn.
„Það munar ekki um keppinn í sláturtíðinni.““
Dagný og Geir kynntust á dansleik í Templ-
arahöllinni, hún í þriðja bekk en hann í fjórða.
„Við höfum dansað saman síðan,“ segir hún.
„Oftast í takti.“
Þau hlæja.
Fyrsta barnið eignuðust þau meðan Dagný
var enn í MR. Þá var Guðni Guðmundsson orð-
inn rektor og þau rifja upp söguna af því þegar
Dagný gekk á hans fund til að biðja um leyfi úr
tíma til að fara heim og gefa barninu brjóst en
hún bjó í næstu götu. Guðni horfði þá rannsak-
andi á hana og mælti: „Þér eruð frekja!“
Leyfið fékkst.
Fyrstu kynni Geirs af Guðna voru á þennan
veg en þá var sá síðarnefndi kennari við skól-
ann: „Ég var á spjalli við eldri nemanda á gang-
inum, Kára Stefánsson, sem hefur verið svolítið
í fréttum á þessu ári, þegar Guðni kom aðvífandi
með fangið fullt af bókum og gleraugun uppi á
höfðinu. „Hvernig er það, Kári, talið þér við
hvern sem er?“ spurði Guðni og vísaði þannig til
þess að ég væri busi. „Hver er þessi maður,
Kári?“ spurði ég á móti. Þá lét Guðni gleraugun
falla niður á nefið, horfði á mig þegjandi stutta
stund og gekk svo á braut.“
Þau hlæja bæði enda Guðni rektor þeim kær,
eins og svo mörgum. „Hann var einstakur mað-
ur,“ segir Dagný.
Barnabörn, bækur og tré
En hvað ætli taki við um áramótin, þegar hjónin
verða bæði hætt að vinna?
„Við eigum sjö barnabörn og helling af bók-
um,“ segir Dagný. „Svo mun ég auðvitað halda
áfram að ganga um á staðnum með rósaklippur
og njóta lífsins. Vonandi gefst sem lengstur tími
til þess. Hér í Reykholti er svo gaman að fylgj-
ast með öllum árstíðum. Mikið líf hefur verið í
kringum hótelið, sem búið er að byggja við, og
fólk upp til hópa ánægt við þann viðgjörning
sem það fær þar. Hér er fín aðstaða til ráð-
stefnuhalds, fæði og húsnæði á hótelinu og and-
leg næring og vinnuaðstaða í Snorrastofu og
kirkjunni.“
Geir kveðst ekki hafa neinar áhyggjur af
verkefnaskorti í framtíðinni. „Við höfum viljað
gera staðinn fallegan og teljum margt vera til
bóta. Því starfi viljum við halda áfram. Skógur-
inn hérna er að stofninum til frá börnum Jó-
hönnu Briem og séra Einars Pálssonar; það
heitir Eggertsflöt þar sem þau byrjuðu. Eggert
sonur þeirra hefði tekið við, hefði hann lifað.
Eggert Ólafsson gisti þarna á flötinni er hann
hélt brúðkaup sitt í Reykholti sumarið 1768.
Staðarmenn hafa fylgt þessu eftir í seinni tíð,“
segir Geir og Dagný sýnir mér gamla ljósmynd
af berskjaldaðri hlíðinni. Nú er öldin önnur og
skjólið eftir því. „Það er ekki hægt að bera þetta
saman,“ segir Geir, „og það er ekki bara skjólið,
húsin hérna þurfa minna viðhald enda stendur
ekki eins upp á þau en áður.“
Fleiri hafa lagt gjörva hönd á plóg. Seint á átt-
unda áratugnum kom í Reykholt sveit norrænna
skógræktarmanna sem plantaði 40 þúsund trjám
og öðru eins nokkrum árum síðar. Skógrækt-
arfélag Íslands gekkst fyrir þeim gjörningi en
samstarfið hefur einnig verið gott við Skógrækt-
arfélag Borgarfjarðar. Fyrir fáeinum árum var
gerður samningur um að landið frá Miðaldagöt-
unni í Reykholti og allt útnorður að Hvítá yrði
tekið undir skógrækt. Nefna hjónin Friðrik
Aspelund skógfræðing sérstaklega í því sam-
bandi; hann hafi verið dásamlegur ráðgjafi og
logandi áhugasamur um Reykholtsskóg. Einnig
Óskar Guðmundsson, rithöfund og formann
Skógræktarfélags Borgarfjarðar, gamlan skóla-
bróður Geirs frá Núpi í Dýrafirði.
Hver var ekki á Núpi?
„Nú, varstu þar eins og ég,“ segir Árni Sæberg
og þeir skiptast glaðbeittir á nokkrum vel völd-
um sögum. Raunar líður mér svolítið eins og ég
hafi sjálfur verið á Núpi, ég er farinn að þekkja
svo margar persónur og sögur. Það er eins og
allir viðmælendur okkar Árna Sæberg hafi ver-
ið þar við nám.
„Þú heyrir að hann ætlar að gerast skógar-
maður,“ segir Dagný brosandi og hnýtir enda-
hnútinn á Núpsþátt í Dýrafirði.
„Já, ég geri mér vonir um að dútla mér í
skóginum,“ segir Geir og svífur í huganum upp í
hlíðina.
Dagný deilir þeim áhuga en þykir á hinn bóg-
inn „voðalegt“ að höggva niður tré. „Ég veit
samt að það er nauðsynlegt, stýra þarf skógi.
En þegar trén eru höggvin vil ég helst vera
heima í stofu.“
Og hvar er betra að eiga heima en í Reyk-
holti? Alltént velti ég því fyrir mér á heimleið-
inni þegar rokið kemur með offorsi og skrið-
þunga niður af hinu alræmda Hafnarfjalli. Með
tilheyrandi vatnsgusum.
Fyrstu tuttugu árin
þjónaði séra Geir fyrir
altari í gömlu kirkjunni.
Gamla og nýja kirkjan í Reyk-
holti og Snorrastofa sem gætt
hefur staðinn miklu lífi.
13.12. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Pípusafns
prestsins.
Nýja kirkjan í Reykholti
var vígð árið 1996.
Gott er að búa að
regnhlífum á Íslandi.