Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Síða 29
því síðar fram að Marta hefði verið „hinsta ást“ forsetans og James Roosevelt, sonur forsetans, staðfesti að Marta hefði haft mikla vigt í lífi föður hans á stríðsárunum og ekki væri hægt að útiloka að samband þeirra hefði verið rómantískt. Gleymum því ekki að Roosevelt var giftur Eleanor sinni á þessum tíma. Kannski þess vegna hefur ekki mikið verið fjallað um samband þeirra Roosevelts og Mörtu opinber- lega – fyrr en nú. Ríkissjónvarpið hefur milli jóla og nýárs sýningar á glænýjum norsk- um þáttum í átta hlutum, Um Atl- antsála, þar sem þessi saga er í for- grunni. Meðal aðalleikara eru Sofia Helin (Saga okkar úr Brúnni), Kyle MacLachlan, Tobias Santelmann og Søren Pilmark. Í samtali við heimasíðu Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins kveðst leikstjórinn og handritshöf- undurinn, Alexander Eik, hafa kom- ist á snoðir um málið fyrir um ára- tug, þegar hann rakst á grein í norsku dagblaði. „Þetta var eigin- lega of ótrúlegt til að vera satt. Þannig að ég fór að grafa eftir frek- ari upplýsingum og þessi heillandi saga kom upp á yfirborðið. Hún fór fram úr mínum villtustu draumum vegna þess að ákvarðanir þessa fólks á þessum tíma höfðu áhrif á alla heimsbyggðina. Sem sögumaður gerði ég mér grein fyrir því að ég hafði komið niður á gull.“ Eik upplýsir að hann hafi ekki verið í sambandi við konungsfjöl- skylduna við handritsgerðina enda vildi hann búa til ákveðna fjarlægð til að losna við sjónarmið sem gætu truflað framvindu sögunnar. Hann ræddi á hinn bóginn við marga sem gátu gefið upplýsingar frá fyrstu hendi og voru nálægt hinum eigin- legu atburðum. Hann hitti til dæmis tvö barnabörn Roosevelts sem mundu vel eftir að hafa leikið við norsku prinsessurnar og krónprins- inn og að fjölskyldurnar tvær hefðu varið drjúgum tíma saman. Eik leggur þó áherslu á, að um sé að ræða skáldskap sem byggist á raunverulegum atburðum. Kúnstin felist í því að vera sögunni trúr og sögupersónunum, sem sumar eru enn á lífi, en um leið að gefa sér hóf- legt skáldaleyfi til að velta fyrir sér hvað átti sér stað fyrir luktum tjöld- um. Í huga Eik var einnig mikilvægt að varpa ljósi á það hvaða mann- eskju Marta í raun og veru hafði að geyma bak við prinsessugrímuna. „Í sögubókum er hún að mestu auka- persóna og lítið um hana fjallað. Þess vegna urðum við að setja á okk- ur rannsóknargleraugun, grafa eftir gulli og raða saman stóra púslinu.“ Hluti af heimssögunni Spurður hvort Marta hafi verið hljóðlát hetja sem verðskuldi sinn sess í sögunni svarar Eik: „Hún var mjög hlédræg og kunni illa við sig í sviðsljósinu, þar sem hún virkaði dulræn. Hún lést fáeinum ár- um eftir stríðið og þar sem hún varð aldrei drottning gleymdist hún flest- um, meira að segja í Noregi. Gegn- um frásögn okkar gefst nýjum kyn- slóðum á hinn bóginn tækifæri til að kynnast henni. Saga hennar varð skyndilega hluti af heimssögunni, þegar hún flutti inn í Hvíta húsið og gat haft áhrif á Roosevelt.“ Eik fannst ekki síður til þess koma að fá að draga upp mynd af Franklin D. Roosevelt. „Roosevelt er einn af merkustu forsetum Bandaríkjanna, ásamt Abraham Lincoln og George Washington, og mikilvægt að minna fólk á, fyrir hvað forsetaembættið í Bandaríkjunum stóð og áhrif þess á stjórnmálin á heimsvísu.“ Að sögn Eik var Sofia Helin alltaf fyrsti valkostur í hlutverk Mörtu. „Ég hef mikið dálæti á Brúnni enda þótt Saga Norén sé algjör and- hverfa Mörtu krónprinsessu. Hlýja og persónutöfrar Sofiu heilluðu mig líka en hluttekning Mörtu og hæfi- leiki hennar til að skilja annað fólk, burtséð frá stétt þess og stöðu, voru í grunninn þeir mannkostir sem ég var að leita að hjá leikkonunni,“ seg- ir Eik og bætir við að mikilvægt hafi verið að fá Helin um borð ári áður en tökur hófust; þannig gafst henni góður tími til að grúska og læra norsku en hún er sem kunngt er sænsk. „Þrautseigja hennar hreif mig og getan til að skipta á milli sænsku, norsku og ensku. Hún er al- vöruskapgerðarleikkona.“ Ekki þarf að segja okkur Brúverj- um neitt um það. Sofia Helin leikur Mörtu krón- prinsessu í Um Atlantsála og Kyle MacLachlan mátar sig við Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta. NRK 13.12. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 EPLI Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Það á við í rokkinu sem öðru. Alltént ef marka má korn- unga sveit, Suspect208, frá Kali- forníu sem sendi frá sér sitt fyrsta lag á dögunum, Long Awaited. Söngvari er hinn tvítugi Noah Weil- and, sonur Scotts heitins Weilands úr Stone Tempel Pilots; hinn átján ára gamli London Hudson, sonur Slash úr Guns N’ Roses, lemur húð- ir og hinn sextán ára gamli Tye Trujillo, sonur Robs Trujillos úr Metallica, leikur á bassa. Stjörnubörnin rokka og róla London Hudson, hér þrettán ára. AFP BÓKSALA 30. NÓV.-6. DES. Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Þagnarmúr Arnaldur Indriðason 2 Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson 3 Bráðin Yrsa Sigurðardóttir 4 Orri óstöðvandi – bókin hennar Möggu Messi Bjarni Fritzson 5 Útkall – á ögurstundu Óttar Sveinsson 6 Vetrarmein Ragnar Jónasson 7 Fávitar Sólborg Guðbrandsdóttir 8 Spænska veikin Gunnar Þór Bjarnason 9 Þín eigin undirdjúp Ævar Þór Benediktsson 10 Gata mæðranna Kristín Marja Baldursdóttir 11 Öflugir strákar – trúðu á sjálfan þig Bjarni Fritzson 12 Krakkalögin okkar Jón Ólafsson, Úlfur Logason o.fl. 13 Una prjónabók Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld 14 Lára lærir að lesa Birgitta Haukdal 15 Jólaföndur – leikja-, lita- og límmiðabók 16 Dýralíf Auður Ava Ólafsdóttir 17 Lára fer í leikhús Birgitta Haukdal 18 Dauðabókin Stefán Máni 19 Kökur Linda Ben 20 Barnaræninginn Gunnar Helgason Allar bækur Fyrir mér eru bækur súrefni, dramatísk? Já, ég meina það. Það að lesa er eins og að setja bensín á bílinn, að fá smá innsýn í heim annarra, hversdag einhvers sem þú þekkir ekki. Ég les á hverju kvöldi og hef allt- af gert. Ég er alin upp við bækur, alltaf voru bækur og endalausar ferðir á bókasöfn og hingað og þangað að sækja og fá bækur. Sjálf er ég lesblind og hef alltaf þurft að hafa mikið fyrir því að lesa en það er það sem heldur mér á tánum. Eft- ir að ég átti litlu börnin mín tvö þá las ég bara gamlar bækur sem ég hafði áður lesið, bara til að lesa. Aftur og aftur sömu blaðsíðuna, kannski bara eina blaðsíðu í einu. Dyrnar eftir Magda Szabó í þýð- ingu Guðrúnar Hannesdóttur er ein besta bók sem ég hef lesið í seinni tíð. Ég heyrði af bókinni í spjalli við þýðanda hennar í Orð um bækur fyrir hálfu ári og þótti mér umræðan um bókina frekar spennandi og hvað er ekki að elska? Gömul sérvitur kerling sem fer sína eigin leið? Karakterinn Emer- ansa sem Szabó skapar er allt sem ég elska í persónu. Sérvitur með ein- dæmum, skrápur hennar þykkari en blóð og hversdag- urinn aldrei sá sami, ævin þyrnum stráð en ofan á allt er Emeransa ótrúlega fyndin og ég veit ekki hversu oft ég hló upphátt. Guðrún frá Lundi er fyrsti skvísuhöfundur Íslands og al- gjörlega sú besta. Guðrún skrifaði um 26 bækur í gegnum lífið og þær eru hver annarri betri. Ég byrjaði að lesa Guðrúnu þegar ég var um tvítugt og las þá allar hennar bækur í einum rykk. Upp frá því les ég alltaf um fimm til sex bækur eftir hana yfir árið. Bækur hennar eru mér eins og flótti úr raunveruleikanum, þær fara með mann svo langt í burtu, spila á alla strengi tilfinninga og notalegheit- in svífa yfir kaffibollunum. Ef ég mætti bara velja eina bók hennar með mér á eyðieyju þá yrði það líklega Afdalabarn eða kannski Dalalíf eða kannski Römm er sú taug, já eða Tengdadótt- irin. Það er ómögu- legt að velja. Sú bók sem mig langar mest að lesa er Vem dödade bambi (Hver drap bamba?) eftir Monika Fagerholm. Sögusviðið, umfjöllunarefnið og siðferðislegar spurningar sögunnar eru mjög heillandi. Hún er ekki til á íslensku þannig að ég óska hér með eftir einhverjum til að þýða hana. Í lokin langar mig að mæla með nýju bókinni minni 1,5/10,5 sem kom út í sumar í sam- starfi við Signat- ura books. Ljóð og prósar með ævisögulegu ívafi og margslags viðsnúningum. Frjó- semi og ófrjósemi, matarkex og kynlíf. Smitrakningar og leyndar- mál. VIKTORÍA BLÖNDAL ER AÐ LESA Bækur eru súrefni Viktoría Blön- dal er skáld. jólagjafa hjálparinn 3.429 manns sögðu okkur hvað þau langar að fá í jólagjöf. Skoðaðu niðurstöðurnar á: aha.is/jol ENGIN UMFERÐ, ENGIN RÖÐ, ENGIN GRÍMUSKYLDA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.