Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2020
08.00 Strumparnir
08.20 Blíða og Blær
08.45 Brúðubíllinn
09.20 Mæja býfluga
09.30 Adda klóka
09.50 Mia og ég
10.15 Lína langsokkur
10.40 Latibær
11.05 Lukku láki
11.25 Ævintýri Tinna
11.50 Jóladagatal Árna í Ár-
dal
12.00 Nágrannar
12.20 Nágrannar
12.40 Nágrannar
13.05 Nágrannar
13.25 Nágrannar
13.45 Aðventan með Völu
Matt
14.05 Impractical Jokers
14.30 Kviss
15.35 Grey’s Anatomy
16.20 Lodgers For Codgers
17.10 60 Minutes
17.55 Víglínan
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.40 Sportpakkinn
18.50 Ísland í dag
19.05 Jólaboð Evu
19.35 The Great Christmas
Light Fight
20.20 Belgravia
21.10 Ummerki
21.35 Briarpatch
22.25 The Third Day
23.25 His Dark Materials
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Sögur frá Grænlandi –
þáttur 7
20.30 Gamalt er gott – Sverrir
Hermannsson
21.00 Tónlist á N4
Endurt. allan sólarhr.
16.00 Trúarlíf
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
21.00 Blönduð dagskrá
22.30 Gegnumbrot
20.00 Mannamál (e)
20.30 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
21.00 Aðventa
21.30 Fjallaskálar Íslands (e)
Endurt. allan sólarhr.
16.30 Family Guy
16.50 The King of Queens
17.10 Everybody Loves Ray-
mond
18.20 This Is Us
19.00 Líf kviknar
19.30 Hver ertu?
20.00 Venjulegt fólk
20.00 The Block
21.20 Bad Santa
22.55 The Paperboy
00.40 Emergence
01.25 Stumptown
02.10 The Rookie
02.55 MacGyver
03.40 Snowfall
06.55 Bæn og orð dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Á tónsviðinu.
09.00 Fréttir.
09.03 Svona er þetta.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Selja-
kirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
13.00 Það sem skiptir máli.
13.05 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Glans.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Heimsending úr Hörpu.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Íslenska mannflóran II.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Hraustir sveinar og
horskar meyjar.
20.35 Gestaboð.
21.30 Timinn líður ekki: Smá-
saga.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Úmísúmí
07.39 Kalli og Lóa
07.50 Klingjur
08.01 Lalli
08.08 Friðþjófur forvitni
08.30 Nellý og Nóra
08.37 Flugskólinn
08.59 Hrúturinn Hreinn
09.06 Unnar og vinur
09.29 Músahús Mikka – 3.
þáttur
09.50 Millý spyr
10.00 Reikistjörnurnar í hnot-
skurn
10.05 Landakort
10.10 Kiljan
11.00 Silfrið
11.55 EM karla í fimleikum
15.00 Aðventumessa
16.00 Hjálp til sjálfshjálpar
16.30 Menningin – samantekt
17.00 Aðventustund fyrir
syrgjendur
17.25 Jóladagatalið: Snæholt
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 Jóladagatalið – Jól í
Snædal
18.50 Landakort
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.50 Landinn
20.20 Ólympíukvöld fatlaðra
21.15 Óperuminning
21.20 Hvítklædda konan
22.20 The Ides of March
24.00 Silfrið
01.00 Dagskrárlok
12 til 16 Þór Bæring Besta blandan af tónlist á
sunnudegi og létt spjall með Þór Bæring. Hækkaðu í
gleðinni með K100.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 með Dj Dóru Júlíu. Einn
vinsælasti plötusnúður landsins kynnir 40 vinsælustu
lög landsins á hverjum einasta sunnudegi. Tónlistinn
er eini opinberi vinsældalisti landsins.
18 til 00 K100 tónlist Besta tónlistin dunar í allt
kvöld.
Í Síðdegisþætt-
inum með Loga
Bergmann og
Sigga Gunnars
segist Logi
vera búinn að
finna jólalag
ársins. Bæði
finna það og
útnefna einn
síns liðs. Leik-
arinn Halldór
Gylfason syng-
ur lagið en höfundur þess er Ottó Tynes. Í viðtali við
Síðdegisþáttinn segir Halldór lagið fjalla um það að
maður þurfi að vera fínn þrátt fyrir að hafa borðað
mikið og það sé ekki þægilegt að vera í þröngum
jakkafötum um jólin. Viðtalið við Halldór má sjá á
K100.is.
Jólalag ársins:
„Joggingjakkafatajól“
Halldór Gylfason
syngur lagið.
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
BÍLA-SÉRBLAÐ
BÍLA
fylgir Morgunblaðinu
þriðjudaginn 15. desember 2020BLAÐ
Stjarnan á HM í knattspyrnu1986 hafði ekki fyrr verið lögðtil hinstu hvílu en stjarnan á
HM í knattspyrnu 1982 kvaddi.
Fyrst Diego Maradona og nú Paolo
Rossi. Hvar endar þetta eiginlega?
Rossi lést heima í Siena á Ítalíu á
miðvikudaginn var, 64 ára að aldri.
Banamein hans er sagt hafa verið
lungnakrabbi, þó enn sé það ekki
staðfest.
Rossi bar ekki heilt lið á bakinu
gegnum HM á Spáni 1982 líkt og
Maradona gerði í Mexíkó fjórum ár-
um síðar en það voru svo sannarlega
mörkin hans sem skiluðu Ítölum
fyrsta HM-titlinum í 44 ár.
Lengi leit þó út fyrir að Rossi, sem
átt hafði gott mót með Ítölum á HM í
Argentínu 1978 og gert þrjú mörk,
yrði alls ekki með á Spáni. Árið 1980
var hann nefnilega sakfelldur fyrir
aðild að veðmálasvindli á Ítalíu, svo-
kölluðu Totonero-máli, þegar hann
lék með Perugia, og dæmdur í
þriggja ára keppnisbann. Rossi neit-
aði alla tíð sök.
Bannið var síðar mildað í tvö ár og
Rossi var kominn á ferðina vorið 1982
með sínu nýja félagi Juventus og
hjálpaði liðinu að tryggja sér meist-
aratitilinn á lokasprettinum í deild-
inni. Gerði eitt mark í þremur leikj-
um. Eigi að síður var val hans í
landsliðshópinn umdeilt og margir
sparkskýrendur og áhangendur
ítalska landsliðsins hleyptu brúnum
þegar hann var í byrjunarliðinu, ekki
bara í fyrsta leik í riðlakeppninni,
heldur öllum þremur. „Ráfaði um
eins og vofa,“ sögðu fjölmiðlar en
Ítalir komust með harmkvælum í
næstu umferð eftir þrjú jafntefli.
Rossi komst ekki á blað.
Miðherjinn náði heldur ekki að
skora í góðum sigri á Maradona og
félögum í Argentínu í milliriðlinum
en gegn Brasilíu sleppti hann loksins
fram af sér beislinu. Svo um munaði.
Brasilía, með Zico, Sókrates, Éder og
alla þá kappa, hafði farið á kostum á
mótinu fram að þessu og dugði jafn-
tefli til að komast í undanúrslit. Á það
var litið sem formsatriði að Brasilía
færi áfram. Rossi var á öðru máli. Í
einhverjum frægasta knattspyrnu-
leik sem fram hefur farið kom Rossi
Ítölum yfir. Sókrates jafnaði fyrir
Brasilíu. Aftur skoraði Rossi en
Falcão jafnaði. Enn skoraði Rossi og
Ítalía vann, 3:2. Þrenna gegn liði sem
margir kalla það besta í sögunni sem
aldrei varð heimsmeistari.
Sparkelskum og listfengum sveið
sárt víða um lönd, ekki bara í Bras-
ilíu, en Rossi og Ítölum gat ekki verið
meira sama um það. Á einu síðdegi
hafði veðmálaskúrkurinn með
markastífluna breyst í þjóðhetju.
„Rossi? Auðvitað átti hann alltaf að
vera í liðinu!“ luku menn sundur ein-
um munni. Og skáluðu í ólífuolíu.
Leikgreinendum vorkunn
Leikgreinendum brasilíska landsliðs-
ins er á hinn bóginn vorkunn. Hver
gat búist við þrennu frá þessum
manni eftir frammistöðuna fram að
því í mótinu?
Eftir þetta héldu Rossi engin
bönd. Hann gerði bæði mörkin í 2:0-
sigri á Zbigniew Boniek, verðandi fé-
laga sínum hjá Juventus, og Pólverj-
um í undanúrslitunum á Nývangi og
fyrsta markið í 3:1 sigri á Vestur-
Þjóðverjum í úslitaleiknum á
Bernabéu í Madríd.
Hvað félagslið varðar átti Rossi sín
bestu ár hjá Juventus, frá 1982 til
1986; hann varð í tvígang ítalskur
meistari og vann bikarinn einu sinni;
auk þess að verða bæði Evrópu-
meistari meistaraliða og Evrópu-
meistari bikarhafa.
Rossi varð merkilegt nokk aðeins
einu sinni markakóngur á Ítalíu, með
24 mörk fyrir Lanerossi Vicenza
1977-78. Mest skoraði hann 13 mörk
fyrir Juve í Seríu A, 1983-84.
En Paolos Rossis verður fyrst og
fremst minnst fyrir framlag sitt til
sparkmenntanna á HM 1982. Það var
hans ómþýðasti ópus og nú þegar
hann er farinn áttum við sem unnum
HM okkur á því að það verður alltaf
ofurlítill Rossi oss.
Paolo Rossi í leik gegn
Argentínu á HM 1982.
AFP
MARKAHRÓKURINN PAOLO ROSSI LÁTINN
Rossi oss
Paolo Rossi með gullskóinn 1982. Með honum eru Brasilíumaðurinn Zico og
Karl-Heinz Rummenigge frá Vestur-Þýskalandi sem fengu silfur og brons.
AFP