Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2020, Side 32
Jim Morrison var frá fyrstu tíð ólíkindatól á sviði. „Það
var ein ástæðan fyrir því að fólk kom að sjá okkur; það
vildi ekki missa af því sem gerðist næst,“ segir Robby
Krieger, gítarleikari The Doors, í samtali við breska
blaðið The Independent. „Þetta var auðvitað hálfgalið en
við vorum bara ekki band sem spilaði sama settið ná-
kvæmlega eins kvöld eftir kvöld. Engin tvö kvöld voru
eins og Jim teymdi okkur alltaf á nýjan stað. Hann bara
naut þess að rugla í fólki.“
Laugardagskvöldið 12. desember 1970 fór ruglið á
hinn bóginn úr böndunum á sviðinu í Warehouse í New
Orleans. Morrison vissi hvorki í þennan heim né annan
vegna áfengisdrykkju og fíkniefnaneyslu og mundi ekki
textana; eða öllu heldur bara einn, St James Infirmary
Blues, sem hann endurtók við öll lögin sem félagar hans
reyndu að spila. Viðstöddum var ekki skemmt og Morr-
ison byrjaði á skrítlu til að freista þess að lægja öldurnar
í salnum en það var ferð án fyrirheits. Eftir að hafa dott-
ið á sviðinu og neitað í fyrstu að standa á fætur rann æði
á Morrison sem greip hljóðnemastandinn á lofti og mölv-
aði hann í gólfinu; flísar þeyttust í allar áttir. Sá gjörn-
ingur varð til þess að rótarinn skarst í leikinn og leiddi
söngvarann út af sviðinu frammi fyrir agndofa áhorf-
endum.
Morrison kom ekki fram á fleiri tónleikum. Hann lést í
París 3. júlí 1971.
Gröf Morrisons í Père Lachaise-
kirkjugarðinum í París er vinsæll
áningarstaður rokkelskra.
AFP
Naut þess að rugla í fólki
Fimmtíu ár eru um helgina frá því að Jim Morrison, söngvari The Doors
og ein mesta goðsögn rokksögunnar, kom í hinsta sinn fram á sviði.
SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 2020
Skeifunni 8 | Kring | g | 0640 | casa.islu
PANDABJÖRN
13.590,-
ÁSTARFUGLAR
svartir – 2 stk. 14.290,-
JÓLASVEINKA
12.590,-
SÖNGFUGL
Midnight blue
13.990,-
Jólagjöfin kemur frá
KAY
BOJESEN
JÓLASVEINN
12.590,-
API MINI
dökkmáluð eik
11.490,-
MONKEY ungbarna sængurverasett
100% lífræn bómull – 8.490,-
Morgunblaðið var svo almenni-
legt á aðventu fyrir hálfri öld að
benda lesendum á, hvað ung-
lingum þætti gaman að fá í jóla-
gjöf. Stefán Halldórsson gekk í
verkið og voru hljómplötur hon-
um efstar í huga.
„Fyrst eru þá nokkur atriði,
sem rétt er að hafa í huga áður
en lagt er af stað í plötuinn-
kaup,“ sagði Stefán. „Ungling-
arnir skiptast í þrjá flokka, hvað
tónlistarsmekk áhrærir:
1) Fylgjendur hinnar svo-
nefndu „framúrstefnutónlistar“,
sem er ákaflega léleg þýðing á
enska orðinu „progressive mu-
sic“. Þessi tónlist er yfirleitt
frekar hávær og ofsafengin. Í
þessum flokki eru einungis er-
lendar hljómplötur gjaldgengar.
2) Fylgjendur venjulegrar
popptónlistar, en sú tónlist get-
ur verið hvort sem er, hávær eða
lágvær. Fullorðið fólk getur yfir-
leitt þolað þessa tegund popp-
tónlistar, enda heyrist hún í
hverjum óskalagaþætti útvarps-
ins. Íslenzkar og erlendar hljóm-
sveitir flytja þessa tónlist af plöt-
um.
3) Fylgjendur sígildrar tónlist-
ar. Þessi flokkur er því miður fá-
mennastur og verður því ekki
rætt um sígildar hljómplötur
hér. Enda ætti fullorðið fólk að
geta valið slíkar plötur til jóla-
gjafa án minnar aðstoðar.“
GAMLA FRÉTTIN
Plata fyrir
unglinginn
Stefán mælti með Paranoid með Black Sabbath. „Þessi plata hefur hlotið
miklar vinsældir í Bretlandi og er nú efst á vinsældalista yfir stórar plötur.“
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Magni Ásgeirsson
tónlistarmaður
Benedikt Erlingsson
leikari og leikstj́óri
Kristján Atli Ragnarsson
rithöfundur