Lögmannablaðið - 2018, Side 9

Lögmannablaðið - 2018, Side 9
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/18 9 heilsað jólunum í öllu mögulegu öðru en tilætluðum sparifötum. Meira að segja bara á samfellunni. Það voru jólin sem eldri dóttir okkar Loga var að verða tveggja ára og harðneitaði að taka þátt í einhverju svona búningadrama. Eftir að ég fór að halda excel­skjal yfir allar gjafir til og frá öllum í fjölskyldunni hefur orðið ákveðin þróun í gjafamálum. Logi hefur til dæmis ekki gengið í gegnum það sama og minn fyrrverandi sem sagði þegar hann fann gamlan handskrifaðan jólagjafainnkaupalista í vasa á kápu af mér: „Nei, sko, jólagjöfin mín um næstu jól, peysa!“ (Það má vera að ég hafi ekki verið að vinna til neinna nýsköpunar verðlauna í jólagjafakaupum á þessum tíma.) Þótt við höldum í ákveðnar hefðir hef ég lært af reynslunni að jól eru að miklu leyti hugarástand. Ég veit samt að þetta hugarástand á sér takmörk og reyni alls ekki að gefa börnunum gjafakort á geit handa fjölskyldu í Afríku eða eitthvað álíka. Og maður er alltaf að búa til nýjar hefðir eða koma sjálfum sér á óvart með því að geta haldið jól þrátt fyrir breytingar. Þannig verð ég að viðurkenna að við Logi kviðum fyrstu jólunum án barnanna okkar talsvert, en við komumst að því að þótt hitt sé betra er hægt að njóta barnlausra jóla. Loga finnst samt ennþá að þessi fullorðinsjól hafi ekki gengið nógu langt og er alveg fullkomlega ósammála mér um að Jesú og pabba hans finnist að fólk eigi að borða jólamat í fötum. Jólasnjór er alltaf vel þeginn en ef ég á að segja eins og er man ég ekki einu sinni hvort síðustu jól voru rauð eða hvít. Þegar ég áttaði mig á því að hundslappadrífa væri ekki algjör forsenda fyrir jólaskapi, ákváðum við að það væri kominn tími til að fara alla leið í flippinu og halda bara jól, svamlandi sjónum í, suður á Kanarí. Gleðileg allskonar jól! Ásar – þýðingar og túlkun slf Eftirfarandi þýðendur og túlkar starfa innan vébanda Ása – þýðinga og túlkunar slf: Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Bjarni Gunnarsson, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Niels Rask Vendelbjerg, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Jóhann Guðnason, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Matthías M. Kristiansen, þýðandi Gísli S. Ásgeirsson, þýðandi Almennar og löggiltar þýðingar, dóm- og ráðstefnutúlkun, textaráðgjöf. Ásar – þýðingar og túlkun slf » Skipholti 50b » sími: 562-6588 » netf: ellening@simnet.is Gleðileg jól

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.